Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20  FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Núgekk
enginn af fundi
FYRIR átta árum
gengu flestallir fulltrú-
ar minnihluta borgar-
stjórnar Reykjavíkur út
af borgarstjórnarfundi
í mótmælaskyni við, að
meirihlutinn     lagði
blessun sína yfir að
verktaki fengi að grafa
fyrir ráðhúsi í Tjörn-
inni, þótt byggingaleyfi
hefði ekki verið gefið
út og teikningar ekki
samþykktar. Minni-
hlutafulltrúarnir töluðu
þá um valdníðslu meiri-
hlutans, sérstaklega
þáverandi borgarstjóra.
Nú er minnihlutinn
kominn í meirihluta og í vor sam-
þykkti sá meirihluti, að verktaki
mætti fara að grafa fyrir íbúðar-
blokkum á Kirkjusandi í Laugar-
neslandi þótt byggingaleyfi hefði
ekki verið gefið út og teikningar
ekki samþykktar. Þar að auki var
þetta leyfí veitt löngu áður en út
var runninn lögboðinn fréstur til
að gera athugasemdir við þá fyrir-
huguðu breytingu á aðalskipulagi
og deiliskipulagi sem þessar fram-
kvæmdir byggjast á. Enginn talaði
um valdníðslu og enginn gekk af
fundi.
Ég þarf ekki að rekja sögu þess-
Þorgrímur
Gcstsson
ara síðustu bygginga-
áforma á Kirkjusandi,
svo mikið hefur verið
frá því máli sagt í fjöl-
miðlum að undanförnu.
En af fréttum að dæma
virðist vera greinilegt,
að hinn nýi meirihluti
í borgarstjórn Reykja-
víkur er ekki eins
ákveðinn í því og þegar
hann var minnihluti, að
vilji íbúanna skuli virtur
og þeir hafðir með í
ráðum.
íbúar við Laugar-
nesveg eru eðlilega á
móti því að byggð séu
háhysi niðri við sjó og
öll útsýn til vesturs og norðvesturs
þannig af þeim tekin. Þá útsýn eiga
hins vegar væntanlegir íbúar íbúð-
arblokkanna þriggja að fá, og hún
virðist vera eitt helsta sölutromp
fasteignasölunnar sem hefur tekið
að sér að selja íbúðirnar. íbúarnir
hafa einnig áhyggjur af því, að 75
íbúðum fylgi stóraukin umferð um
hverfið, og þeir óttast að íbúðir
þeirra falli umtalsvert í verði af
þessum tveimur ástæðum. Þeir eru
í sjálfu sér ekki á móti því að byggt
verði á svæðinu. Þeir gera fyrst
og fremst athugasemdir við það
hve mikið á að byggja - og hátt.
Vonandi rifjast upp fyrir
borgarfulltrúum meiri-
hlutans, segir Þorgrím-
nr Gestsson, hvaða
skoðanir þeir höfðu á
þessum málum áður.
En hér er ekki aðeins um það
að tefla hvort íbúum finnst að að
þarna eigi að byggja hærri eða
lægri hús. Á væntanlegu bygging-
arsvæði á Innra-Kirkjusandi stóðu
til skamms tíma þrjú hús sem til-
heyrðu einu af fyrstu togaraútgerð-
arfélögum landsins. Eitt þeirra var
rifíð árið 1992, annað fór nú í vor.
Hið þriðja og elsta stendur enn, en
mér er sagt að það sé einungis
vegna þess að verktakinn ætlar að
nota það sem kaffiskúr. Þetta hús
var reist árið 1901 og stækkað
árið 1903. Því skortir aðeins eitt
ár á að það falli undir húsafriðunar-
lög.
Húsin þrjú stóðu við Laugarnes-
veg eins og hann var allt frá því
hann var lagður, rétt fyrir alda-
mót, í tengslum við byggingu
holdsveikraspítalans í Laugarnesi.
HOLDSVEIKRASPITALINN í Laugarnesi lengst til vinstri. Húsa-
röð íslandsfélagsins næst honuin; lengst í burtu er húsið sem enn
stendur. Laugarnesbærinn er fyrir miðri mynd, Viðvík lengst til
hægri. Myndin var tekin um eða eftir 1930.
Honum hefur nú verið breytt veru-
lega, en þessi húsaröð sýndi legu
hans og um leið hvernig strandlínan
lá vestan við þau. Kaupmennirnir
Jes Zimsen og Björn Guðmundsson
hófu fískverkun þarna árið 1901,
en árið 1907 var stofnað fískveiði-
hlutafélagið Island, sem hóf útgerð
togarans Marz það sama ár. Það
ár var reist annað hús, svonefnt
vaskhús, þar sem saltfískurinn var
vaskaður, en fyrra húsið gert að
íverustað verkafólks. Sex árum síð-
ar var reist fiskgeymsluhús fyrir
þurrfískinn.
Á þessum árum voru raunar
tvær fiskverkunarstöðvar á Kirkju-
sandi því árið 1899 hafði útgerðar-
maðurinn Th. Thorsteinsson reist
fiskvinnsluhús nokkru sunnar við
Laugarnesveg, á sjávarkambinum
ofan  Kirkjusands,  og lagt físk-
þurrkunarreiti þar sem kallað var
Ytri-Kirkjusandur. Eitt af húsunum
sem Thorsteinsson reisti stendur
enn og er nú á athafnasvæði Stræt-
isvagna Reykjayíkur,
Elsta hús íslandsfélagsins er
elsta húsið sem enn stendur í Laug-
arnesi. Bjarmaland Norðmannsins
Emils Rokstad, gullfallegt hús sem
hann flutti tilhöggvið frá Noregi
og reisti á bakka Laugalækjar árið
1913, vék fyrir bílastæði við syðstu
blokkina við Laugarnesyeg. Viðvík,
steinsteypt íbúðarhús sem tveir
starfsmenn við grútarbræðslu hans
reistu árið 1929, varð að víkja fyr-
ir bílastæði Afurðasölunnar. Gamli
Laugarnesbærinn, sem stóð á bæj-
arhólnum þar sem menn hafa haft
bústað frá því á landnámstíð, var
rifinn árið 1987. Það var gert þótt
Þór  Magnússyni  þjóðminjaverði
Svart á hvítu
VEGNA þeirra um-
ræðna sem orðið hafa
vegna falls bókaútgáf-
unnar Svart á hvítu,
og vegna þess að mér
var málið skylt, þar
sem ég var forstjóri
útgáfunnar, langar
mig til að leiðrétta mis-
skilning sem hefur orð-
ið ansi þrálátur.
Fyrst er nauðsyn-
Iegt að taka fram að
bókaútgáfan Svart á
hvítu gaf út fjölda
bóka, bæði innlendra
sem þýddra. Forlagið         Björn
er þó þekktast fyrir að       Jónasson
hafa ráðist á sínum
tíma í að gefa út ýmis stórverk svo
sem heildarútgáfu á íslendingasög-
um, Sturlungasögu, heildarverk Jón-
asar Hallgrímssonar, hóf vinnu við
útgáfu Sögu-Atlas, auk fjölmargra
annarra útgáfuverka. Rétt er enn-
fremur að benda á að félagið þáði
aldrei neina styrki til útgáfu sinnar.
Enn gætir áhrifa þessa löngu látna
forlags, þar sem nú fyrir skömmu
kom út geisladiskur með orðstöðu-
lykli úr íslendingasögum, sem
byggður er á tölvuinnslætti þeim
sem Svart á hvítu lét vinna.
Fyrirtækið fór síðan á hausinn
fyrir tæpúm sjö árum, eftir langt
dauðastríð. Eigendur töpuðu margir
hverjir öllum sínum persónulegu
eignum og sumir urðu gjaldþrota
ofan í kaupið.
Þær sögur sem gengið hafa um
foriagið og skuldamál þess eru
BIODROGA
Lflrænar
jurtasnyrtivörur
Engín auka ílmefhL
BIODROGA
flestar ósannar og allar
ónákvæmar. Fyrirtæk-
ið var í engu frábrugð-
ið öðrum fyrirtækjum
sem lentu í vanda og
tilraunir  þess  til  að
halda Íífi voru eins og
allra  annarra.  Fyrir-
tækið  skuldaði  sölu-
skatt,  eins  og mörg
ágætis fyrirtæki hafa
lent í og reyndi mikið
til að fá dráttarvexti
lækkaða,   en   tveir
þriðju    skuldarinnar
voru    dráttarvextir.
Fjölmörg  fyrirtæki  á
barmi gjaldþrots hafa
í gegnum tíðina fengið
niðurfelldar  söluskattsskuldir  og
ennþá  fleiri  fengið  niðurfellda
dráttarvexti. Ekkert slíkt kom til
greina gagnvart Svörtu á hvítu, hjá
ráðuneyti sem þó hafði praktíserað
slíkt í gegnum marga áratugi, eftir
því sem hægt var að lesa sér til í
blððum. Við fórum fram á að fá
að greiða skuldina á löngum tíma
með dráttarvöxtum og öllu, eins og
hundruð fyrirtækja höfðu fengið á
undan okkur. Við lögðum fram sem
veð hugbúnað dótturfyrirtækis okk-
ar, sem við höfðum lagt í milljóna-
tugi, og var enn í vinnslu þegar hér
var komið sögu.
Veðið sem Iá að bakí skuldabréf-
inu voru tveir gagnagrunnar, annar
var kallaður „Lagagrunnur" og
hinn „íslandsgrunnur". Vinna hafði
verið unnin við báða þessa grunna
í nokkur ár og í það lagðir milljóna-
tugir, í tækjum, vinnulaunum og
öðrum rekstrarkostnaði. Laga-
grunnurinn var og er gagnabanki
með öllum hæstaréttardómum ís-
lenskum frá upphafi og forrit til
að vinsa úr honum upplýsingar.
Forrit sambærilegt við þetta var
selt nú á dögunum fyrir á annan
tug milljóna. Lagagrunnurinn átti
aðeins eftir nokkrurra mánnmán-
aða vinnu þegár Svart á hvítu lagði
upp laupana og benti ég skiptaráð-
anda á það á sínum tíma.
Tækniþróun hf., félag í eigu
Háskóla Islands og Eimskips, hafði
Verðmæti þeirra eigna
sem sett voru að veði
fyrir skuldum Svarts á
hvítu voru mikil, segir
Björn Jónasson, og
meiri en ýmissa gjald-
þrota einstaklinga sem
að jafnaði voru aftan
við slík skuldabréf.
einnig lýst áhuga á að kaupa grunn-
inn, og voru allir sammála um að
verðmæti þeirrar vinnu, sem lögð
hafði verið í málið, voru mikil.
Seinni grunnurinn var forritunar-
vinna, sem fólst í að gera Island-
slýsingu, sem yrði grundvöllur
ýmiss konar upplýsingagrunna ann-
arra á sviði sagnfræði, landafræði,
þjóðfræði og átthagafræði og var
það verk enn á þróunarstigi, en
verðmætið mikið í réttu samhengi.
Höfðu ýmsir aðilar, þeirra á meðal
ríkisstofnanir, lýst áhuga sínum á
að verða aðilar að verkinu, og er
það óskiljanlegt að núverandi eig-
andi, ríkissjóður, skuli ekki hafa
gert neina tilraun til að koma þess-
um verðmætum í not.
Ljóst er að verðmæti þeirra eigna
sem sett voru að veði fyrir skuldum
Svarts á hvítu voru mikil og meiri
en margra þeirra kartöfluskúra og
sjálfskuldarábyrgða gjaldþrota ein-
staklinga sem að jafnaði voru aftan
við slík skuldabréf.
Ég tel að það væri rétt að rann-
saka ýmis önnur skuldabréf sem
verið hafa til innheimtu hjá ríkis-
sjóði og veðin á bak við þau og
hvernig skilin á þeim hafa verið,
áður en haldið er áfram að reka
áróður gegn löngu látnu fyrirtæki.
Þeir sem hafa áhuga á að ræða
þessi mál frekar, þurfa að hafa
metnað og sannleiksást að leið-
'arljósi og rannsaka staðreyndir
málsins og auðvitað bera saman við
ðnnur sambærileg mál.
Höfuadur er fv. forstjóri Svatis á
hvítu.
Landmælingar
íslands til
Akraness
GUÐMUNDUR
Bjarnason hefur tekið
ákvörðun um að flytja
Landmælingar íslands
til Akraness. Þeirri
ákvörðun ber að
fagna. Flestir, ef ekki
allir stjórnmálaflokk-
ar hafa verið með það
í orði kveðnu á sinni
stefnuskrá að flytja
ríkisstofnanir út á
land. Mér virðist að
aðeins þrír ráðherrar
hafí haft dirfsku til
þess að fylgja þessari
stefnu allra flokka eft-
ir í verki. Það eru
Steingrímur J. Sigfús-
son, sem.flutti Skógrækt ríkisins,
þangað sem mesta skógræktar-
svæði landsins er, og fékk bágt
fyrir, Össur Skarphéðinsson, sem
flutti embætti Veiðistjóra (skert að
vísu) til Akureyrar, og fékk bágt
fyrir og nú Guðmundur Bjarnason,
sem virðist ætla að fá mjög bágt
fyrir ef marka má umræður og
jafnvel leiðaraskrif útbreiddra
blaða. Dirfska þessara ráðherra
virðist mér ætla að færa lands-
byggðinni hátt í fjörutíu störf af
sjálfsagt fleiri þúsundum opinberra
starfa í Reykjavík, en upplýsingar
um fjölda opinberra starfa í Reykja-
vík liggja ekki á lausu. Það er því
von að hátt bylji í stríðstrommum
þessa dagana.
í hverju felst
gagnrýnin?
Sú gagnrýni, sem höfð er uppi
á Guðmund Bjarnason í þessu sam-
bandi, felst aðallega í þrennu. í
fyrsta lagi að eðlilegt sé að öll
stjórnsýslan sé á sama stað til þess
að menn geti í sömu ferðinni geng-
ið á millli allra aðila, sem þeir
hugsalega eiga erindi
við. Sú gagnrýni tekur
ekki mið af því að sími,
faxtæki og rafpóstur
og fleira hefur verið
fundið upp, og virkar -
merkilegt nokk - í báð-
ar áttir.
í öðru lagi beinist
gagnrýnin að því að
starfsfólkið  hafi  ekki
áhuga á að flytja til
Akranes.  í því sam-
bandi má minna á að
starfsemi stofnana er
ekki   unnin   vegna
Pétur         starfsmanna   heldur
Bjarnason       vegna þeirra verkefna,
sem  leysa  á.  Afar
margir íslendingar þurfa að ákveða
sína búsetu með tilliti til þeirra
starfa, sem þeir ráða sig til, og t.d.
Auðvitað er þetta póli-
tísk ákvörðun, segir
Pétur Bjarnason, en
henni ber að fagna.
er það nánast lögmál að ef menn
stunda langskólanám, þá verða
menn að setjast að í Reykjavík.
Þannig ér nú hlutunum komið fyrir
á íslandi. Starfsmenn Landmæl-
inga íslands sitja þar aðeins við
sama borð og þúsundir annarra
íslendinga, sem þurfa að setjast
að í Reykjavík vegna þessa, og
minnist ég ekki að hafa lesið um
þeirra vandamál í leiðara Mbl.
I þriðja lagi beinist gagnrýnin
að því að um pólitíska ákvörðun
sé að ræða. Auðvitað er þetta póli-
tísk ákvörðun. Þetta er pólitísk
ákvörðun á sama hátt og það var
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44