Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ARNÓR BJÖRNSSON + Arnór Björnsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1966. Hann varð bráðkvaddur 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 4. júlí. Kæra fjölskylda og vinir Arnórs. Það var á sunnudagseftirmiðdegi í ágúst 1995, þegar Amór kom fyrst til Boulder. Við hittum hann fyrir framan Hótel Boulderado þar sem forvitni hans um Colorado, um nýju félaga sína og almenna hegðun mannsins kom öllum í opna skjöldu. Það var einmitt þessi hegðun og fræðileg forvitni hans sem okkur fannst svo spennandi og fljótlega varð þekkt sem sérkenni Amórs. Arnór kom til Boulder og fór beint í partý með nýju bekkjarfélög- um sínum í doktorsnáminu við Uni- versity of Colorado. Á þeirri stundu kom það berlega í ljós hversu stór- kostleg persóna hann var. Gleð- skapurinn var vart á enda runninn þegar Amór hafði kynnst öllum, og það var einmitt þessi stund sem markaði upphafið að ferli Arnórs sem félagslegs límbands, límbands sem hélt saman öllum nemendum bekkjarins við allar aðstæður. Hann var mikill persónuleiki með mikla útgeislun og þessi útgeislun hans varð til þess að bekkurinn 1995- + Einar Krisljánsson var fæddur á Hermundarfelli í Þistilfirði 26. október 1911. Hann lést 6. júlí síðastliðinn á Hjúkrunarheimilinu Seli á Ak- ureyri og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 15. júlí. Nú haustblærinn næðir um húmdökknuð ijöll og hlynur og björk fella laufin sín öll, og víðir og lyngið og blágresið bliknar, svo bleik verður grundin, og brimar við fjörðinn og sundin. Og haustskýjadansinn í dimmunni hefst og drunginn og treginn að hjartanu vefst. Og væri ekki sælast, er sumarið kveður, með söngfuglaróminn, að sofna eins og trén og blómin. Þó enn verði lífið að greiða sitt gjald og geigvænt og dapurt sé haustkvíðans vald, í hjartanu leyna sér vonir sem vakna, með vermandi hlýju - - það vorar og sumrar að nýju. (Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli) Tryggvi Þorsteinsson, skólastjóri Barnaskóla Akureyrar, kynnti mig fyrir Einari Kristjánssyni frá Her- mundarfelli og sagði: „Einar er skáldið við skólann okkar.“ Einar var þar húsvörður og ég var nýráð- in ritari við Barnaskóla íslands svo sem sá skóli hefur oft verið nefnd- ur af þeim sem þar hafa átt góðar stundir. Það var haustið 1973. Guðrún kona hans vann einnig í Barnaskóla Akureyrar og ég gleymi aldrei fyrstu kynnum mín- um af þeim hjónum. Í herbergi Einars í skólanum voru þau góð heim að sækja, innan um þétthlaðn- ar bókahillur og dreyminn ilm af lífsgleði. Heim til Einars og Guð- rúnar var einnig gott að koma. Þar lék hann jöfnum höndum á píanóið, nikkuna og hörpu lífsins. Fljótlega eftir að ég kynntist Einari bað hann mig um að iesa upp smásögu eftir sig í Ríkisút- varpinu. Ég var að vonum spennt, þar sem ég hafði áður lesið upp eftir Einar á samkomu en þekkti hann þá ekki persónulega. Upptak- an fór fram í Borgarbíói og tækni- maður var Björgvin heitinn Júníus- son. Þetta varð upphaf að ára- langri og yndislegri samvinnu okk- ar þriggja. 1996 fékk á sig betri gæðastimpil en nokkru sinni fyrr. Það virtist sem það væri honum meðfætt að bijóta ísinn hveiju sinni sem viðkvæm og erfið mál voru rædd í kennslustund. Hann vissi líka upp á hár hvenær tími var kominn til að slá á léttari strengi og halda þurfti partý. Það má ekki skilja sem svo, að hann hafi einungis verið fyrir að skemmta sér, því hann var umfram allt frábær námsmaður. Fráfall Amórs er ekki einungis mikill missir fyrir fjölskyldu hans og vini heldur einnig fyrir sálfræði- deild University of Colorado svo og fyrir framtíð sálfræði á íslandi. Arn- ór dreymdi um að snúa heim að loknu námi til að kenna og stunda sálfræði. Nú verður það hlutskipti annarra nemenda að gera að veru- leika framtíðarvonir hans og gera það með sama eldmóði og áhuga. Við söknum hans ákaflega mikið sökum þess hve stór hluti hann var orðinn af fjölskyldu okkar. Hann bjó hjá okkur um tíma þegar hann var að byija nýtt líf í nýju um- hverfi og hann varð strax ómiss- andi hluti af stemmningunni á hveijum hátíðisdegi. Okkur hjónun- um og börnum okkar er mikil eftir- sjá að Arnóri, en við erum framar öllu glöð yfir að hafa þekkt hann og notið nærveru hans. Skarð hans Fjölmargar næstu upptökur fóru fram í „Reykhúsinu", gamla út- varpshúsinu við Norðurgötu og seinna í nýja útvarpshúsinu við Fjölnisgötu, þó svo þar nyti Björg- vins ekki lengur við. Einar var með fasta þætti í Ríkisútvarpinu og um árabil sá hann um þátt sem hann kallaði „Mér eru fornu minnin kær“. Ég las með honum í þessum þáttum ásamt Óttari syni hans í mörg ár. Undirbúningsvinna var mikil, heimildasöfnun og handrits- gerð, og skilaði líka tilskildum ár- angri. Ég man til dæmis þó nokkur skipti þar sem við lásum heilan þátt í gegn án þess að þyrfti að stoppa upptöku. Éinar sagði það jafnast á við háskólapróf að lesa Laxness og las upp úr bókum hans fyrir mig. Hann kveikti þannig hjá mér áhuga uns hann var farinn að lána mér eina og eina þók eftir nóbelsskáldið, og ég varð hrifnari og hugfangnari eftir því sem ég las áfram. Núna í sumarblíðunni fer haust- ilmur dauðans um bjarkir og birki og enn einn traustur stofn virðist fallinn, virðist hafa sofnað „ ... eins og trén og blómin“. Hvort sem hann dreymir „lyngið og blá- gresið" eða „söngfuglaróminn", hefur hann skilið eftir sig „verm- andi hlýju“. Fyrir mér er Einar vor og morgunn og hvað sem haustinu líður og hvort sem „blágresið blikn- ar“ þá er endalaust vor í minning- unni um hann. Þú vaknar um vorljósa morgna er vindblærinn andar hlýtt. Og enn skeður undrið forna, sem alltaf verður nýtt. Og söngfuglinn seiðinn magnar og svipt er af brumi hlíf, og vordagsins frelsi fapar hið fijöa, unga líf. Nú vekur hinn vermandi kraftur þær vonir, sem féllu í dá. - Þú finnur hið innra aftur æskunnar týndu þrá. (Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli) Við Ingólfur og börnin okkar vottum Guðrúnu og fjölskyldu hennar innilega samúð. Steinunn S. Sigurðardóttir. verður seint ef þá nokkurn tímann uppfyllt. Edward, Linda, Wade og Margaret Craighead. í dag er ég í mjög óþægilegri stöðu. Ég er búinn að reyna og reyna að skrifa til ykkar allra eitt- hvað um Arnór, en það virðist sem að ég geti fyrir engan mun fundið nógu hlýleg og falleg lýsingarorð um hann. Ég deildi með honum, öllu síðastliðnu skólaári, skrifstofu- plássi í Háskólanum í Colorado og ég bjóst ekki við því að sjá hann aldrei aftur. Reyndar var ég nú þegar farinn að plana klifur og skíðaferðir með honum næsta vet- ur. Ég hef misst vini áður, og það er langt frá því að það sé auðveld- ara nú þegar maður er reynslunni ríkari. Þetta er alltaf jafn erfitt og ósanngjarnt. Það er óhætt að segja að þegar það var hringt í mig og mér tjáð að Arnór væri látinn tók ég því fyrst sem um mistök hefði verið að ræða eða þetta væri mjög slæmur brandari. Því miður reynd- ist sá grunur minn rangur. Ég ætla að segja ykkur frá því hvað það var sem sem mér líkaði í fari Árnórs. Hann var fyrst og fremst maður sem elskaði fólk og naut þess að lifa lífinu. Ég vissi að móðir hans var honum alltaf ofar- lega í huga. Það virtist sem hún væri hans fyrirmynd og hann bar augljóslega mikla virðingu fyrir henni (þó að hann nánast látlaust stríddi henni með nútíma Freud tali sinu). Amór gladdist mjög þegar móðir hans heimsótti hann til Bould- er síðastliðið vor og hann sýndi henni heilshugar hvem krók og kima. Arnór átti einnig yngri bróður sem honum þótti greiniíega mjög vænt um. Hann talaði um hann langtímum saman og að hann hefði einnig áhuga á sálfræði. Arnór var mjög stoltur af honum og óskaði sér margsinnis að bróðir hans heim- sækti hann einhvern tímann til Boulder svo við öll gætum hitt hann. Oft kvartaði Arnór yfir því að vera á eftir í lærdómnum eða að + Halldóra Steinunn Bjarna- dóttir var fædd að Rófu í Miðfirði 8. október 1905. Hún lést 11. júlí á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og fór útförin fram frá Bústaðakirkju 19. júlí. Amma mín og nafna er lögð af stað í sitt síðasta ferðalag og nú yfir móðuna miklu. Ég veit að margir bíða eftir henni hinum megin og fagna henni með opnum örmum. Við eigum öll margar góð- ar minningar um ömmu og afa, sem seint gleymast. Þegar ég var krakki, gisti ég oft hjá ömmu og afa í nokkra daga þegar ég kom til íslands í sumar- eða jólafrí og áttum við þá margar góðar stundir saman. Þau spiluðu við mig Rommý, Marías og Olsen, kenndu mér að lesa íslensku og reyndu að kynna mig fyrir alls konar íslenskum mat, sem var reyndar stundum svolítið erfitt. Þar sem við bjuggum ekki hér heima var samband mitt við ætt- ingjana takmarkað. En amma sá til þess, að þegar ég kom í heim- sókn til þeirra, var alltaf farið í bíltúr til að hitta aðra ættingja. Og svo var hún náttúrlega líka með boð heima hjá sér, þar sem börnin hennar og mörg barnabörn- in hittust. Á menntaskólaárunum dvaldi ég þijá vetur hér á íslandi og eyddi þá miklum tíma með þeim. Síðasta veturinn átti ég bíl og þegar afi seldi bílinn sinn fór ég þrisvar í viku og oftar, ef tími og skóli hafa ekki fengið nógan svefn nótt- ina áður. Ástæðan sem hann gaf fyrir þessu var sú að hann hefði verið að tala við bróður sinn um sálfræði eða konur. Hann hafði greinilega gaman af þessum sam- tölum. Reyndar hafði Arnór gaman af nánast öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Arnór hafði þann einstaka hæfi- leika að láta öllum líða vel í kringum sig, jafnvel þegar rifrildi voru í aðsigi. Hann hafði líka mjög gaman af því að reyna að vera á móti í öllum áhugaverðum rifrildum tengdum námsefninu, og með því kryddaði hann umræðurnar og gerði þær skemmtilegri fyrir vikið. Arnór var afbragðs ræðumaður og þótt hann æsti stundum fólk upp í hita umræðunnar tókst honum í lokin alltaf að varðveita eða jafnvel bæta vinskapinn. Þessir hæfileikar hans hefðu ekki bara gert hann að miklum fræðimanni í framtíðinni heldur líka góðum stjórnmála- manni. Hann kunni að njóta lífsins en umfram allt var hann góður námsmaður. Hversu mikið sem hann vann eða hversu lítið sem hann svaf, það skipti engu máli, alltaf hafði hann tíma aflögu fyrir vini sína. Arnór var góður vinur og hans verður sárt saknað. Ég er ekki reið- ur né sár en ég finn mikinn söknuð í hjarta mínu. Skrifborð hans liggur nú autt og það eina sem ég virki- lega sé eftir er að hafa ekki varið enn meiri tíma með honum meðan tækifærið gafst. David B. Hatfield. Kæri Arnór, ég sé mikið eftir því að hafa ekki nefnt við þig allt það sem ég kunni svo vel við í fari þínu. Allt sem ég tók eftir, frá því að við hittumst í ágúst, en nefndi aldrei. Ég ætla að gera það núna. Þú er eina manneskjan, sem ég hef nokkum tímann hitt, sem hafði alla þá líkamsburði og stíl til að ganga í fötum tveimur númerum of litlum en samt líta alltaf jafn vel út í þeim. Ieyfðu, til þeirra til að hjálpa þeim með innkaup og keyra þau þangað sem þau vildu eða þurftu að fara. Oftast fór amma í Bústaðakirkju á miðvikudögum til að spila og hitta systur sínar og hafði hún svo gaman af að komast í smá bíltúra hina dagana. Ég man ekki til að amma hafi nokkru sinni afþakkað smábíltúr og hún naut þeirra allra. Um helgar voru þau oft hjá Sig- rúnu, dóttur sinni og Hilmari og eigum við öll örugglega margar góðar minningar frá þeim tíma. Amma og afi komu stundum í heimsókn til okkar til Lúxemborg- ar og seinna amma ein til Banda- ríkjanna og fannst henni það ævin- týri líkast. Það var reyndar lítið fyrir hana að skoða hjá okkur þar sem sjónin hafði daprast mikið en það var allt í Iagi, bara að hún fengi aðeins að hreyfa sig. Heima á íslandi fór hún í alls konar ferða- lög, bæði með Bústaðakirkju og svo með Blindrafélaginu. Þessi síð- ustu tólf ár hef ég oft dáðst að þreki hennar og stálminni og þegar ég hef komið heim til íslands hef ég fylgst vel með föðurættinni í gegnum ömmu. Hún sagði mér alltaf hvað hver væri að gera, hvað Þú varst rausnarlegur maður, rausnarlegur á tíma og vináttu. Þú varst alltaf tilbúinn til þess að fara í hádegismat eða bara til að stoppa til að tala eftir kennslustund. Það virtist sem þú værir alltaf tilbúinn til að gefa einhveijum öðrum tíma, og það er sennilega þess vegna sem að þú mættir svo oft of seint í kennslustund. Þú varst alltaf svo orðheppinn, rólegur og lést fólki líða vel í kring- um þig. Hvernig þú tókst með róleg- heitum á öllum tímatakmörkunum og stressi var einstakt. Ég er búinn að læra mikið af þér í þeim efnum. Þegar ég bytjaði mjög seint að vinna í einhveiju verkefni eða þegar ég skilaði einhveiju of seint varstu undantekningarlaust alltaf á eftir mér og þá leið mér alltaf betur. Þú varst léttlyndur og lést oft áhyggjur sem vind um eyru þjóta. Ég vildi óska að ég væri jafn góð og þú varst í þeim efnum. Þín hegðan róaði alltaf sjálfa mig og það er hlutur sem ég á eftir að sakna mik- ið. Þú varst stórkostleg manneskja að hafa nálægt sér hvernig sem stóð á. í kennslustund varstu alltaf hrókur alls fagnaðar — fyndinn, klár og stundum kaldhæðinn. Und- antekningarlaust kryddaðir þú til- veruna og þá sérstaklega skemmt- analífið. Þú vissir alltaf hvernær tími var til kominn að gera eitthvað skemmtilegt. Lífið hérna í háskól- anum í Boulder verður ekki samt án þín. Það sem ég kunni best við í fari þínu, Arnór, var það hvernig þú kunnir að njóta lífsins út í ystu æsar. Þegar tækifæri gafst til að reyna eitthvað nýtt eða gera eitt- hvað skemmtilegt varstu alltaf mættur. Þú gerðir sjálfsagt meira á þínum 29 árum en flest fólk ger- ir á heilli lífstíð. Ég öfunda þig af öllum þínum hæfileikum og ég vona að ég geti fengið suma þeirra að láni frá þér. Ég sakna þín. Skrifað fyrir hönd allra vina þinna í Boulder, Jennifer. væri efst á baugi í ijölskyldunni og hvað afkomendur hennar og afa væru nú orðnir margir. Ég held að hún hafi munað nöfn og fæðingardaga þeirra allra 76 að tölu. Svo má náttúrulega ekki gleyma öllum sögunum sem ég fékk að heyra og allra síst sögun- um um engilinn hennar. Þetta síðasta ár var henni mjög erfitt. Ekki komst ég í níræðisaf- mælið hennar, en þegar ég hringdi í hana um kvöldið var greinilegt að henni fannst veislan vel heppn- uð og þótti henni gaman að hitta ættingjana og góða vini, bæði í afmælinu og brúðkaupinu daginn áður. Þegar ég hitti hana um jólin var amma þokkalega hress. Töluð- um við saman um daginn og veg- inn og hún sagði mér, eins og svo oft áður, hvað væri að gerast hjá fjölskyldunni og alveg eldskýr í kollinum. Þegar ég fór hélt ég kannski að ég hefði kvatt ömmu í síðasta sinn, en mér til mikillar ánægju hitti ég hana aftur nú fyr- ir rúmum mánuði og í nokkra daga. Ég veit að afi, Birgir, Bryndís Elín, Imma og Veiga taka öll vel á móti henni ömmu minni og hjálpa henni áfram á leiðarenda. Við sem eftir erum söknum hennar en við eigum öll margar og góðar minn- ingar sem ekki gleymast. Ég kveð ömmu mína nú með þeim sömu orðum og hún hefur alltaf kvatt mig með í gegnum öll þessi ár: „Guð geymi þig alltaf og blessi þig.“ Ilalldóra. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. EINAR KRIS TJÁNSSON HALLDÓRA STEINUNN BJARNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.