Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ HAFÐI rignt fyrr um morguninn í lok júlímán- aðar en stytt upp þegar ég heimsótti Jónas Þóri Dagbjartsson, tónlistarmann. Hann verður sjötugur síðar í ágústmánuði og á slíkum tímamótum er viðeig- andi að rifja upp starfsferil hans í tónlistinni í um það bil hálfa öld. Jónas býr ásamt sambýliskonu sinni, Laufeyju Karlsdóttur, í rúm- góðri íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlis- húsi við Flyðrugranda í Reykjavík. íbúðin er einstaklega smekkleg og ber þess merki að þar býr listamað- ur. Jónas Dagbjartsson er meðal- maður á hæð, kvikur í hreyfingum, fremur þéttvaxinn og frísklegur og ber aldurinn vel. Hárið er farið að grána nokkuð og há kollvikin setja svip á ennið. Hann heilsaði mér glaðlega á forstofuganginum, klaéddur ljósgrárri skyrtu og gráum sparibuxum, kíminn á svipinn, brosti og bauð mig velkominn. Veggir í íbúðinni eru þaktir mál- verkum og teikningum eftir þjóð- kunna listamenn og aðra minna þekkta. Á forstofugangi eru mál- verk og teikingar eftir Einar G. Baldvinsson, Jóhann Briem, Krist- inn Dagbjartsson, bróður Jónasar, og Alfreð Flóka og í stofu málverk og teikningar eftir Eirík Smith, og fremur stórt málverk eftir Kristinn Dagbjartsson fyrir ofan Yamaha flygil. í stofu eru einnig nokkrar myndir af fjölskyldu Jónasar, börn- um og barnabörnum. Húsakynni bera vott um smekkvísi ábúanda. Þar eru gömul klassísk húsgögn, antikmunir, innan um önnur ný- tískulegri húsgögn. Þar er öllu hag- anlega fyrirkomið og þar hefur ver- ið skapað umhverfi þar sem lista- maðurinn unir glaður og getur litið stoltur yfir farinn veg. Uppruni og æskuár í Vestmannaeyjum Ýmsir listamenn eru miklir kaffi- drykkjumenn, því hef ég kynnst oft og mörgum sinnum og Jónas er þar engin undantekning. Það er einnig þjóðlegur siður að bjóða gestum upp á kaffisopa. Ekki veit ég hvaða teg- und af kaffi Jónas bauð upp á þeg- ar viðtalið hófst en bragðgott var það og þá voru þær einnig ljúffeng- ar súkkulaðirúsínurnar sem hann bar fram með kaffinu. Við settumst við borðstofuborðið og Jónas hóf að rifja upp bernskuár sín í Vest- mannaeyjum. „Ég er fæddur í Vestmannaeyj- um árið 1926 og var þar að sjálf- sögu með foreldrum mínum til að byrja með en flutti til Reykjavíkur þriggja ára. Faðir minn var Dag- bjartur Gíslason, múrari, og móðir Margrét Runólfsdóttir og var ættuð frá_ Stokkseyri. Ég var í Reykjavík til árins 1932. Þá koma upp breyttar aðstæður hjá foreldrum mínum og ég ólst síðan upp hjá móðursystur minni í Vest- mannaeyjum. Þegar ég var tíu ára fékk ég, þó að ólíklegt megi telj- ast, óslökkvandi löngun til að læra á fiðlu. Fósturmóðir mín var ákaf- lega jákvæð gagnvart mér og reyndi að uppfylla þessar óskir og henni tókst það. Þá var þarna í Eyjum á þessum árum ágætis tón- listarmaður, Oddgeir Kristjánsson, og hann tók mig í læri. Hann var ekki mikið menntaður fiðluleikari en gat auðveldlega kennt mér byij- unarsporin. Þarna var ég hjá Odd- geiri Kristjánssyni þegar ég var tíu ára og í Vestmannaeyjum var ég svo mín námsár í bamaskóla og síðar gagnfræðaskóla. Þegar komið var fram á árið 1943 gerðu þeir atlögu vinir mínir að fósturmóður minni um að ég ætti endilega að fara í tónlistar- skóla og það varð úr haustið 1943.“ Það hefur þá ekki komið annað til greina þegar þú varst að alast upp í Vestmannaeyjum en að ger- ast tónlistarmaður? „Jú, jú. Sannleikurinn er nú sá að maður sá enga framtíð í því á þeim árum að verða hljóðfæraleik- ari. Þegar ég hafði lokið gagn- fræðaskólaprófi vorið 1943 kom það til álita að fara í tónlistarskóla en einnig af því að ég var alinn upp í verstöð að fara í loftskeytaskóla og ég ætlaði þá að verða sjómaður. Á þessum árum voru haldin nám- að baki langt og farsælt starf í tónlistinni allt frá því að hann hóf ungur maður nám í tónlistarskóla. Hann hefur leikið á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit íslands allt frá stofnun hennar árið 1950 og var reyndar byrjaður að spila á trompet og fiðlu nokkru áður með -------------------2-------------------- danshljómsveitum. Olafur Ormsson ræddi við Jónas um tónlistarferil hans. skeið fyrir loftskeytamenn sem tóku níu til tíu mánuði og voru haldin eftir þörfum og flotinn taldi sig þurfa á nýjum loftskeytamönnum að halda hveiju sinni. Þannig að það varð bið á því að það yrði farið á þetta námskeið. Námskeiðið hófst hófst svo 1945 og þá fékk ég skeyti þar sem fram kom að mér væri veitt skólavist í Loftskeytaskólan- um en þá var ég búinn að ráða mig í Sjálfstæðishúsið í Reykjavík, í hljómsveit Aage Lorange. Ég var alveg eins vel settur með vinnu í hljómsveit þar sem ég gat fram- fleytt mér með vinnu við tónlist. Ég stefndi sem sagt að því að verða loftskeytamaður til að hafa ein- hvern grunn til að byggja á. Á sama tíma fóru ýmsir vinir mínir á þetta námskeið og þá voru að útskrifast loftskeytamenn, t.d. á nýsköpunar- togarana svokölluðu sem komu hingað til landsins um og eftir miðj- an fimmta áratuginn". Atvinnutónlistarmaður Jónas hefur haldið til haga og safnað saman fágætum efnisskrám frá ýmsum tónleikum og konsertum hér fyrr á árum þar sem hann spil- ar ýmist með Sinfóníuhljómsveit íslands, Sinfóníuhljómsveit Reykja- víkur, Hljómsveit Reykjavíkur og Hljómsveit Tónlistarfélagsins. Rétt á meðan við fórum í gegnum stafla af efnisskrám og gömlum ljósmynd- um frá ferli hans í tónlistinni allt frá því fyrir miðja öldina spurði ég hann frekar um nám hans í tónlist- arskóla og þá hvort slíkur skóli hefði verið í Vestmannaeyjum á þeim árum þegar hann var að alast þar upp. „Nei, það var þá engin tónlistar- skóli í Vestmanneyjum. í Reykjavík var eini tónlistarskólinn á landinu. Það var svo miklu síðar sem tónlist- arskólum fjölgaði mikið. I tónlistar- skólanum kynntist ég mínum fyrsta kennara, Þorvaldi Steingrímssyni, fiðluleikara, og ég var nemandi hjá honum í þijú ár. Þá fór ég til nátns hjá Birni Olafssyni, konsertmeist- ara. Ég var við nám alveg frá árinu 1943 til 1951. Þorvaldur hjálpaði mér svona til við að létta undir með fjármálum mínum þegar ég spilaði með hljómsveit Bjarna Böðvarsson- ar sem þá var í Listamannaskálan- JÓNAS Þórir um það leyti sem Sinfóníuhljómsveit íslands hóf starfsemi. JÓNAS Þórir spilaði með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar í Lista- mannaskálanum sem var skammt frá Alþingishúsinu. Myndin er tekin 1945 og í hljómsveitinni voru, f.v.: Jónas Þórir Dagbjarts- son, trompet, Baldur Böðvarsson, kontrabassi, Esra Pétursson, saxófónn, Ólafur, trommur, Þorvaldur Steingrímsson, saxófónn og klarinett, Bjarni Böðvarsson, saxófónn og klarinett, og Hafliði Jónsson, pianó. um sem er löngu horfinn og var þarna skammt frá Alþingishúsinu. Á þessum árum giftum við okkur ég og konan mín sem var Ingrid Kristjánsdóttir, ættuð frá Siglu- firði. Hún andaðist vorið 1989 og við eigum þijú börn, tvær dætur. Elst er Margrét Linda og hún hefur lært á píanó eins og öll börnin hafa gert, Kristín er næstelst, hún á dóttur sem er ellefu ára, hefur virki- lega fetað í fótspor afa og lært á fiðlu í fjögur eða fimm ár og er reglulega dugleg og soninn Jónas Þóri. Þá er rétt að geta þess að Odd- geir Kristjánsson kenndi_ mér einnig að spila á á trompet. í lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði ég sem smá- peyi árið 1941 og á trompet og þess vegna varð auðveldara fyrir mig að fá starf í danshljómsveit þar sem ég spilaði bæði á fiðlu og trompet. Þetta þróaðist svona áfram og fyrsta ár mitt í tónlistar- skólanum var ég svo heppinn að fá að spila fyrstu tónleika mína með Hljómsveit Reykjavíkur.“ Hljómsveit Reykjavíkur? Segðu mér svolítið meira af því bandi. „Já, Hljómsveit Reykjavíkur var undanfari Sinfóníuhljómsveitar ís: lands sem stofnuð var 1950. í Hljómsveit Reykjavíkur spiluðu kennarar og nemendur sem voru taldir hæfir að leika með. Aðallega voru þarna menn sem höfðu ánægju af að koma saman og spila. Þetta var ekki fullt starf og ekki launað. Nú, árin liðu og árið 1946 byij- aði ég að leika með Útvarpshljóm- sveitinni og var með henni þangað til Sinfóníuhljómsveit Islands var stofnuð. Einnig var ég með í þeim hljómsveitum sem urðu til á þessum áratug, t.d. Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur sem stofnuð var af hljóðfæraleikurum 1948 til að hafa- eitthvert starf og allt var þap ólaun- að. Aftur var ýmis vinna í Útvarps- hljómsveitinni launuð.“ Útvarpshljómsveitin? Var það íjölmenn hljómsveit? „Útvarpshljómsveitin. Já, eins og maður kallaði slika hljómsveit í þá daga, svona „ salonhljómsveit“ eða stór kaffihúsahljómsveit, nú, eða bíóhljómsveit með píanói til að fylla upp í staðinn fyrir ýmssa blásara sem þá voru ekki til.“ Hver var stjórnandi Útvarps- hljómsveitarinnar á þeim árum? „Stjórnandi hljómsveitarinnar var Þórarinn Guðmundsson. Það var leikin ýmis konar tónlist. Það voru alltaf tvennir tónleikar í viku hverri og útvarpað beint. Það var ekki tekið upp. Sú tækni var ekki komin þá nema að litlu leyti. Við komum saman í Útvarpshúsinu á mánudögum og þá voru spiluð ís- lensk alþýðulög og oftast söng ein- hver íslenskur söngvari með hljóm- sveitinni og þá íslensk lög. Á fimmtudagstónleikunum var spiluð meira svona léttari músík. Þetta voru fastir vikulegir tónleikar í út- varpi. Á þessum árum frá 1945 gerist líka annað í mínu lífi fyrir tilstuðlan vinar míns Þorvaldar Steingríms- sonar að það var opnað nýtt veit- ingahús í Reykjavík vorið 1946, Sjálfstæðishúsið við Austurvöll, og byijaði ég að spila þar með hljóm- sveit Aage Lorange og í því bandi JÓNAS Þórir Dagbjartsson með fiðluna, sonur hans og nafni leikur undir á flygil. Tónlistar- maður í hálfa öld Jónas Þórír Dagbjartsson, tónlistarmaður, á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.