Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hljómsveitin Unun brá sér bæjarleið til tónleikahalds fyrir skemmstu, hélt í nátt- úruparadísina á Búðum að ieika órafmagnað fyrir gesti og gangandi. Arni Matthíasson hélt vestur í roki og rigningu, ræddi við hljómsveitarmenn og lenti í Hundslappadrífu innan dyra. HÓTEL Búðir er vin í eyði- mörkinni, eða minnsta kosti líður mönnum þannig þegar þeir renna í hlað í roki og rigningu, fegnir að komast inn og geta slakað á í kyrrð- inni innan dyra. Unun er komin til Hótels Búða að halda þar tónleika, meðal annars til að borga fyrir sig eftir að leiðtogar sveitarinnar, Þór Eldon og Gunnar Lárus Hjálmars- son, fóru vestur snemmsumars að njóta næðisins á Búðum og semja lög á væntanlega breiðskífu Unun- ar. Að þessu sinni er að hljómsveit- in öll sem kemur vestur, nema hljómborðsleikarinn, sem verður að láta sér nægja að hugsa til sveitar- innar þar sem hann dvelst suður í Bath. Ununarfólk tekur ferðinni vestur eins og skemmti- og hvíldarferð, Þór og Margrét Örnólfsdóttir, kona hans, hafa börnin sín með í för og faðir Þórs, Jón er einnig fyrir vest- an. Unnusti Heiðu er líka með í för, en Gunnar er einn á ferð og Birgir Baldursson, trommuleikari hljómsveitarinnar, er einnig einn. Tónleikadaginn tvístrast hljóm- sveitarmeðlimir um Snæfellsnes, fara ýmist í gönguferðir í ægifögru Búðahrauni, leggja í bíltúr um nesið eða þeir dóla sér um nágrennið, enda nóg við að vera á Búðum vilji menn njóta lífsins. Þór og Gunnar fóru á Búðir í vor að semja lög og'texta, keyrðu um og leituðu að innblæstri og fundu því þeir segjast hafa samið lag um Hellis- sand, Breiðafjörð og beina- fund, en úti í hrauni fundu þeir bein. „Þetta var mjög staðbundið," segir Gunnar og kímir. Þeir félagar dvöldu á Búðum í tíu daga og sömdu fimm lög eins og að var stefnt. í heimsókn sinni vestur að þessu sinni hyggjast þeir flytja einhver lög sem til urðu á staðnum, ? ætluðu ekki að gera það þeg- ar af lagt var af stað vestur, en kannski var það innblást- urinn sem kallaði á að minnsta kosti eitt lag, Hellis- sand, og reyndar voru tvö ný lög til viðbótar komin á dag- skrá þegar tónleikamir hófust, lagið um Andrés og Geira og annað sem heitir Kiwanis. V 'l Langaði eitthvað út úr bænum Þeir Þór og Gunnar segja að kannski hafi ekki verið þörf að því að leggja land undir fót til að semja lög en það hafi gefist vel þegar á reyndi. „Okkur Iangaði reyndar að fara eitthvað út úr bænum til að semja og enduðum á Búðum,“ seg- ir Þór. „Það var gott að vera hér, við fengum góðan díl og gártum verið með þann hávaða sem við vild- um því þá var hér bara starfsfólk en engir gestir komnir." Gunnar segir að þeir hafi ekki búið á sjálfu hótelinu, þeir hafi fengið að leggja undir sig „skúrinn", eða Krambúð- ina, og hagað málum þar eins og þeim sýndist, sömdu lögin í gangin- um þar. Lögin sem til urðu á Búðum áttu V ORAFMOGNUÐ Unun. Hundslappadr ífa hitar upp KONURNAR drýgja hór... Hundslappadrífa á flugi. Morgunblaðið/Golli að verða grunnur að breiðskífu sem stóð til að gefa út fyrir þessi jól, en að sögn Þórs er breiðskífa ekki á dagskrá fyrir þetta ár, kemur út á næsta ári. „Upptökur á næstu breiðskífu eru fyrirhugaðar í mars, en við erum með tilbúna plötu sem gefin verður út úti á næsta ári. Við erum að bíða eftir að hún verði gefin út áður en við förum að senda frá okkur nýja plötu.“ Ymis tilboð um útgáfu Hljómsveitinni hafa borist ýmis tilboð um útgáfu ytra og að sögn kunnugra gæti hún hafa verið búin að skrifa undir fimm til sex útgáfu- GLATT á hjalla við barinn. samninga hefði hljómsveitarmeðli- mun sýnst sem svo. Þeir félagar segja hljómsveitina reyndar vera búna að ganga frá samningi við Go Disc! útgáfuna bresku, en vegna mannabreytinga hjá fyrirtækinu séu þeir tvístígandi, meðal annars vegna þess að þeim hafi borist enn hagstæðari tilboð annars staðar frá síðustu vikur. Það hafi aftur á móti létt þrýstingi af hljómsveitinni að hún gerði hagstæðan höfundar- réttarsamning sem hafi skilað henni nægu fé til að bíða enn um sinn. „Okkur liggur ekkert á að semja, en okkur er reyndar farið að liggja á að fara að vinna,“ segir Þór og bætir við að biðin sé illþolandi, en sveitin er búin að bíða í allt sumar. Til að stytta biðina var tekin ákvörðun um það fyrir skemmstu að gefa út tvær smáskífur í Bret- landi í næsta mánuði. „Smekkleysa gefur plöturnar út í Bretlandi, sem óopinbera kynningarútgáfu, en breskt dreifingarfyrirtæki fjár- magnar útgáfuna.“ Fyrri smáskíf- an, Ég sé rautt, eða I See Red, kemur út 7. október og sú síðari, Lög unga fólsins, Kung Fu Blue, mánuði síðar. „Þetta er bara fýrir útvarpið," segir Þór, „ætlað til að láta vita að við séum til og við erum líka að fara út til að spila, spilum í Bretlandi í byijun október, förum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.