Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 35 AÐSENPAR GREINAR Menntaþing náms- manna — Til móts við breytta tíma LAUGARDAGINN 5. október stendur menntamálaráðherra fyrir menntaþingi í Há- skólabíói undir yfir- skriftinni Til móts við nýja tíma. Náms- mannahreyfingunni finnst mjög jákvætt að menntamálaráðherra blási til menntaþings. Námsmenn hafa nefni- lega lagt sig fram við að efla málefnalegar umræður um mennta- mál. Nú hefur hins veg- ar komið upp ágreining- ur milli menntamála- ráðherra og nams- manna. Ágreiningurinn snýst um það hvort stúdentar og aðrir námsmenn eigi að taka þátt í umræðunni um menntamál. Námsmenn telja tví- mælalaust að svo eigi að vera og kemur á óvart að ráðherra virðist vera annarrar skoðunar. Það eru auðvitað margar leiðir til að stjórna fyrirtæki, skóla eða landi. Ein leiðin er að taka mið af skoðunum neyt- enda, nemenda og kjósenda. Þetta er gjaman kölluð hin lýðræðislega leið. Svo er til önnur leið sem er að stjómendur fari sínu fram og hlusti bara á þá sem þeir vilja hlýða á en skelli skollaeyrum við skoðunum hinna. Þetta er sú leið sem á að fara á menntaþingi menntamálaráðherra. Þar á t.d. að ijalla um menntun og jafnrétti án þess að minnast einu orði á Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þar á að tala um gæði í skólakerfmu án þess að leita eftir áliti einhvere sem situr á skólabekk. Og þar á að tala um framtíðina - nýja tíma án þátt- töku þeirra sem eru framtíðin. Námsmönnum úthýst? Geta námsmenn sagt með réttu að þeim sé úthýst á menntaþingi menntamálaráðherra? Aðeins einn námsmaður er meðal 59 ræðumanna á þinginu og hann á að tala um dóp. Það gefur augaleið að samskipti námsmanna við menntakerfið eru meiri og margslungnari en það við- fangsefni gefur vísbendingu um. Þegar farið var fram á að námsmenn tækju meiri þátt í störfum þingsins fengust þau svör að dagskránni yrði ekki breytt. Námsmannahreyfing- arnar hugðust þá standa fyrir mái- þingi í sal fimm í Háskólabíói, en hann er ekki í notkun fyrri hluta dagsins. Það hefði líklega verið besta lausnin úr því sem komið var. Menntamálaráðuneytið hafnaði því og kom i veg fyrir að námsmenn gætu fengið salinn að láni. Náms- mannahreyfingunni var hins vegar boðið að setja upp kynningarbása fyrir framan klósettin í kjallara bíós- ins. Okkur var úthýst. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Tjaldþing námsmanna I stað þess að fyrtast við og leggja árar í bát hefur námshreyfingin ákveðið að halda eigið menntaþing þar sem okkur hefur verið ætl- aður staður - úti í kuldanum. Tjaldi verður komið upp í nágrenni Háskóiabíós og þar munu fulltrúar náms- manna ræða þau meg- inmál í menntastefnu stjórnvalda sem nauð- synlegt er að ræða, en mörg þessara mála komast ekki fyrir í dagskrá mennta- þings menntamálaráðherra fremur en námsmenn. Gripið er til þessa Okkur var úthýst á menntaþingi, segir Vil- hjálmur H. Vilhjálms- son, sem hér boðar „Tjaldþing námsmanna“. ráðs svo að rödd námsmanna, neyt- enda menntakerfisins, heyrist og til að lykilmál í menntaumræðunni, sem urðu útundan á menntaþingi ráðherr- ans, gleymist ekki. Þá vilja náms- menn ekki bregðast þeirri lýðræðis- legu skyldu sinni að láta í ljós skoð- anir sínar, ábendingar, tillögur og stefnu í málum sem standa þeim næst, en varða þjóðina alla. Meginefni menntaþings náms- manna eru: í fyrsta lagi. Fjárframlög til menntamála, en nær engin ný lög á sviði menntamála hafa komið að fullu til framkvæmda undanfarin ár. í öðru lagi. Hlutur námsmanna í þróun menntakerfisins, en náms- menn hafa gegnt lykilhlutverki í mörgum þeim málum sem til framf- ara hafa leitt í menntamálum á Is- landi allt frá því er stúdentar sömdu fyrsta frumvarpið til laga um LIN, til jafningjafræðslu framhaldsskóla- nema gegn vímuefnum. í þriðja lagi. Lánasjóður íslenskra námsmanna, en þar verður leitast vð að svara þeirri spurningu hvort núgildandi lög um LÍN tryggi jafnan aðgang að mennt- un óháð búsetu og efnahag. Með þessu framtaki vill náms- mannahreyfingin leggja sitt lóð á vogarskálarnar í málefnalegri og mikilvægri umræðu úm menntamál. Til móts við breytta tíma. F.h. formanna námshreyfinganna. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Islands. svahr KDPHUQDI Penthouse-íbúðir • Þvottaherfoergi í íbúð • Sturta og baðkar • Sjónvarpshol 632353 3ja til 6 herbergja ibúðirj Skóli, íþróttamannvirki og verslanamiðstöðvar í þægilegu göngufæri. Greið leið er úr hverfinu inn á aðalumferðar- æðar; þ.e. Reykjanesbraut, Breiðholtsbraut og Arnarnesveg. Ymist suður eða vestursvalir. Sambland litaðra og spónlagðra flata einkenna innréttingar. BYGG BYGGINGAFÉLAG GYLFA OG GUNNARS Ibuðir an golfefna en flisar a baði og þvottahúsi. Varanlegur utanhussfragangur. Söluaðilar: FJARFESTIHG FASTílGNASALA'rf 31 Sími 562 4250 BIFROST fastmghmma Vegmula 2 • Simi 533-3344 Ibúðimar verða afbentar i júlí 9T Aukaherbergi í kjallara fylgja íbúðum á jarðhæð Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á sláturmarkaði GOÐA, Kirkjusandi v/Laugarnesveg, færðu Borgamesslátur og Búðardalsslátur og einnig nýtt kjöt og innmat á góðu verði. Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.