Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2   B  SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LEIKSTJORN kvik-
myndar fer fram
með ýmsum hætti
eins og Sigurveig
Jónsdóttir kynnt-
ist við tökur á
Djöflaeyjunni eftir Friðrik Þór
Friðriksson. Sigurveig fer með eitt
veigamesta hlutverkið í myndinni,
Karólínu spákonu, en hún hafði
einnig leikið hlutverkið í uppsetn-
ingu Leikfélags Akureyrar á
Djöflaeyjan rís. Þegar tökur hóf-
ust síðastliðinn vetur í bragga-
hverfinu, sem risið hafði á Sel-
tjarnarnesi og var leikmynd
Djöflaeyjunnar, rétti Friðrik Þór
henni nokkur völubein og bað hana
hafa þau í vasanum. „Og þegar
ég lék hana var ég alltaf með
galdravölurnar í vasanum í öllum
tökum. Ég var ómöguleg ef ég
hafði þær ekki. Friðrik Þór gaf
mér þær kannski til að passa uppá
þessa Karólínu fyrir þeirri að norð-
JOHANNES   Guðmundsson
leikur póstmanninn í bragga-
hverfinu.
an. Ég held að Karólína hafi haft
miklar spádómsgáfur og mér
fannst ég vera sátt við hana þegar
ég hafði þessar völur í vasanum."
Hins vegar hafði smám saman
runnið upp ljós fyrir Friðriki Þór.
„Ég var búinn að horfa á Sigur-
veigu ímörgum tökum og tók eft-
ir einhverju í andlitinu á henni.
Það var einhver svipur að norðan.
Svo ég hringdi norður í Friðrik
frænda minn í Höfða og lét hann
tékka á þessu. Og það var hár-
rétt. Við erum skyld. Afí hennar
var heljarmenni úr Fljótunum."
Dýrasta myndín
Djöflaeyjan, sem frumsýnd var
í Stjörnubíói, Bíóhöllinni og Nýja
Bíói í Keflavík sl. fimmtudag, er
dýrasta íslenska myndin sem gerð
hefur verið hér á landi og stór-
virki á íslenskan mælikvarða. Frið-
rik Þór segir að hún kosti um 170
milljónir. Einar Kárason skrifaði
KARÓLÍNA spákona (Sigurveig Jónsdóttir), Tóti í Blokkinni (Sigurður Sigurjónsson), Grettir tengda
sonur (Guðmundur Olafsson) og Bóbó (Arnh'ótur Sigurðsson/Gylfi Sigurðsson).
VIÐ Hreggviðsbragga eftir að Magnús Ólafsson í hlutverki Hregg-
viðs sterka hefur rutt niður braggagaflinum.
ARI Kristinsson kvikmyndatökumaður, Einar Kárason rithöTund-
ur og Friðrik Þór leiksrjóri ræða málin við tðkur á Djöflaeyjunni.
1	
	r          4•,'/«
•	1            U 9 -.
HVERAGERÐUR (Pálína Jónsdóttir) í baði við
braggaaðstæður.
GISLI Halldórsson, sem leikur Tomma, talar við ungan leikara
á niilli upptaka.
BADDAKLÍKAN; Lúí Lúí,
Maggi bjútí, Baddi og
Grjóni.
handritið uppúr vinsælum bragga-
sögum sínum, Þar sem Djöflaeyjan
rís og Gulleyjunni, og reist var
myndarlegt braggahverfi á Sel-
tjarnarnesi þar sem tökur fóru
fram að mestu. Það vakti gríðar-
lega athygli sl. vetur og að koma
inní það var eins og að stíga ára-
tugi aftur í tímann. Hvert smáat-
riði innanstokks og utan vitnaði
um þaulhugsuð vinnubrögð, leik-
myndin sýndi hve íslensk kvik-
myndagerð hefur náð langt, ekki
aðeins í fagmennsku og vönduðu
verklagi heldur sem raunverulegur
iðnaður. Hún stóð þarna eins og
kvikmyndaver og var hróðugur
vitnisburður um getu íslenskrar
kvikmyndagerðar. Einnig vakti
það mikla athygli þegar kvik-
myndagerðarmennirnir settu upp
íþróttamót þar sem Melavöllurinn
gamli stóð og „fylltist" leikvangur-
inn enn á ný af fólki. En ekki er
víst að slíkir stórmyndadraumar
rætist framar á íslandi. Friðrik
Þór segir miklar breytingar munu
eiga sér stað að öllu óbreyttu. Það
gerist sífellt erfiðara að útvega fé
í dýrar íslenskar bíómyndir. Það
tók hann þrjú ár að fjármagna
Djöflaeyjuna. Það hefði aðeins tek-
ið hann nokkrar vikur hefði hún
verið gerð á ensku. Hann segir
menningarpólitíkina andstæða ís-
lenskri kvikmyndagerð.
„Djöflaeyjan gæti orðið síðasta
stóra myndin sem gerð er á ís-
lensku. Það var kraftaverk að okk-
ur tókst að fá í hana 170 milljón-
ir. Ef kostnaður á mynd fer yfir
40 milljónir koma engir peningar
í hana nema hún sé á ensku. Mér
stóð alltaf til boða að gera hana
á ensku á írlandi eða Skotlandi.
Það er einhver taktík hjá stjórn-
völdum að þreyta menn þar til
þeir nenna ekki að væla. Jarðgóng
eru reiknuð út frá þjóðhagslegri
hagkvæmni. Það sama gildir um
bíómyndir nema þær eru hag-
kvæmari fyrir þjóðarbúið en jarð-
göng. Við erum andlega og fjár-
hagslega gjaldþrota þjóð að grafa
okkur inní fjöll. Og strútseðli
stjórnmálamanna endurspeglar
það."
Djöflaeyjan fjallar um Karólínu
spákonu og hennar skyldfólk og
nágranna í braggahverfinu Thule-
kampi um miðja öldina og koma
fram í myndinni margir fremstu
leikarar þjóðarinnar af yngri og
eldri kynslóð. Sigurveig er Karó-
Iína, Gísli Halldórsson leikur
Tomma mann hennar, Baltasar
Kormákur er Baddi, Halldóra
Geirharðsdóttir er Dollí, Sveinn
Geirsson er Danni, Pálína Jóns-
dóttir er Hveragerði, Ingvar E.
Sigurðsson er Grjóni, Guðmundur
Ólafsson leikur Gretti, Saga Jóns-
dóttir er Gógó og í smærri hlut-
verkum eru Magnús Ólafsson,
Óskar Jónasson, Ævar Örn Jós-
epsson o.fl. Sumir höfðu áður far-
ið með sín hlutverk í Ieikgerð
Kjartans Ragnarssonar á bragga-
sögunum, Djöflaeyjan rís, aðrir
höfðu séð þá uppsetningu í
Skemmunni á Meistaravöllum, all-
ir lásu bækurnar og fannst gott
að leita í þær til að skilja persón-
urnar. Og sviðsmyndin, hinir
kuldalegu braggar og hráslagalegt
umhverfið, hjálpaði mikið uppá
persónusköpunina.
Skrifað með Baltasar í huga
„Friðrik Þór og Einar sögðu
mér að handritið hefði verið skrif-
að með mig í huga í hlutverk
Badda," segir Baltasar Kormákur.
„Ég hafði lesið bækurnar fyrir
íöngu og sá leikgerð Leikfélagsins
i Skemmunni. Eg var sammála
þeim um að ég hentaði ágætlega
- { þetta hlutverk." Aðspurður
hvernig hann bjó sig undir hlut-
verkið segir hann: „Ég hafði
drukkið svolítið áður og vissi hvað
aðalmálið var með þennan mann.
(?  I/B
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32