Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 37
MINIMINGAR
JONASGEIR
JÓNSSON
+ Jón    Ásgeir
Jónsson fædd-
ist á ísafirði 9. júlí
1911. Hann lést 1.
október síðastlið-
inn. Jón Ásgeir var
sonur hjónanna
Jóns Jónssonar
vélstjóra      og
Astríðar     Guð-
bjartsdóttur.
Kornungur fluttist
hann með foreldr-
um sínum til Bol-
ungarvikur. Jón
var 12 ára þegar
f aðir hans drukkn-
aði og eftir það ólst hann upp
hjá móður sinni og sambýlis-
manni hennar, Steini Svein-
björnssyni. Jón Asgeir átti tvo
albræður, Matthías Ellert, sem
er látinn, og Jón Sandholt.
Hálfbróðir hans var Ólafur,
sem drukknaði ungur. Fra
fermingaraldri stundaði hann
sjómennsku í Bolungarvík alla
í dag kveðjum við Jón Ásgeir
Jónsson, 85 gamlan sjómann af
þeirri kynslóð sem þekkti ekki ann-
að en þrældóm eða örbirgð og þó
oft hvort með öðru, á fyrri helm-
ingi aldarinnar.
Frá fermingaraldri varð hann
að skila fullu dagsverki við erfiðar
aðstæður í viðureign við óblíð nátt-
úruöfl, en þó var miklu verra at-
vinnuleysið sem oft varð að búa
við, þegar orðið atvinnuleysisbætur
var ekki einu sinni til í íslensku
máli.
Sumarið 1932 andaðist faðir
okkar. Móðir okkar, Lína Dalrós,
var 27 ára og við sex systkinin frá
eins til tíu ára. Um það bil þremur
árum seinna flutti Jón Ásgeir inn
á heimilið.
Haustið 1940 þegar ég flutti að
heiman 12 ára, voru hálfsystkini
okkar orðin fjögur og mamma
hafði átt við langvarandi heilsu-
leysi að stríða. Minningar mínar
um Jón Ásgeir frá þeim tíma bund-
ust eingöngu vetrinum, því á sumr-
in þurfti maður að vinna fyrir sér
í sveitinni.
Ennþá fer hrollur um mig er ég
minnist dimmra kaldra vetrar-
nótta, þegar bönkuð voru þrjú
högg í húsvegginn og Jón spratt
upp og bankaði á móti. - Þeir voru
að fara á sjóinn. - Kveikt var á
litlum olíulampa, klæðst í háif-
rökkrinu, tekinn lítill trékassi und-
ir höndina með nokkrum rúg-
brauðssneiðum með kæfu og
flösku með kaffi í og sokk utanyf-
ir. Svo var farið á litlu bátunum
út á kolsvart ólgandi hafíð. Þetta
var lífið og mátti þakka fyrir að
hafa skiprúm. - Ég hlakkaði ekki
til að verða fullorðinn.
Oft fískaðist það lítið að sölu-
verð aflans dugði ekki fyrir olíunni
og beitu. Þá þurfti að borga með
sér þann daginn. Móðir mín minn-
ist þess að eitt sinn á kreppuárun-
um var útborgaður hlutur Jóns frá
jólum til páska ein króna og fímm-
tíu aurar eða sem svaraði tveggja
til þriggja tíma launum.
Oft heyrði ég sjómenn hafa orð
á því hvað Jón væri fískinn á skaki
eða handfærum. Oftast var hann
hæstur á bátnum þótt margir væru
í áhöfn og stæðu hlið við hlið með
samskonar veiðarfæri.
Mörg sumur stundaði hann
handfæraveiðar einsamall á bát
sínum, Dímon. Ég minnist þess
eitt sinn er ég var í heimsókn í
Bolungarvík, að allir trillukarlarnir
voru farnir eldsnemma út á haf.
Jón var ekkert að eltast við þá, fór
út á vík um 10 leytið, kom fyrstur
í land, með mesta aflann.
Jón Ásgeir var ekki málgefinn
maður, en lét ekki snúa á sig ef í
það fór. Eftirlitsmaður um öryggis-
mál vildi að settur yrði björgunar-
tíð á meðan heilsan
leyfði. Jón Ásgeir
kvæntist Línu Dal-
rós Gísladóttur,
sem misst hafði
mann sinn frá sex
ungum börnum.
Börn þeirra eru:
Alda, fædd 1935,
gift Ingibergi Jen-
sen og eiga þau
fjögur börn. Her-
bert, fæddur 1936,
lést 1985, kvæntist
Steinunni Felix-
dóttur og eignuð-
ust þau tvö börn.
Sigurvin, fæddur 1937, kvænt-
ist Halldóru Guðbjörnsdóttur
og eignuðust þau fimm börn,
sem upp komust. Sveinn Við-
ar, fæddur 1939, kvæntur
Auði Vésteinsdóttur og
eignuðust þau 4 börn.
Útför Jóns Ásgeirs fer fram
frá Hólskirkju í Bolungarvík
í dag og hefst athöfnin kl. 14.
hringur í Dímon og taldi að Jón
ætti að vita nauðsyn þess, ef ein-
hver dytti í sjóinn. Jón vildi ekkert
aukadrasl í bátnum. „Ég er alltaf
einn á bátnum og kann ekki að
synda, og ef ég dett í sjóinn er ég
viss um að ég gleymi að henda
hringnum út á undan." Þó gerði
hann það fyrir manninn að hafa
hringinn með.
Sambúð Jóns Ásgeirs og móður
minnar varði í tæp 60 ár. Fljótt
sá hann að best fór á að láta hana
um allar ákvarðanir varðandi
heimilishaldið, enda er hún engin
venjuleg kona, þótt ekki sé hún há
í loftinu. Óþarft er að taka fram
að ekki var alltaf sól og blíða og
síst þau árin sem börnin voru að
vaxa úr grasi og heilsuleysi hennar
var sem mest.
Tvennt var það í fari Jóns sem
hélt honum ungum í anda. Hann
hafði mikið gaman af að dansa og
hann hafði aldrei áhyggjur af
morgundeginum. Það verða mikil
viðbrigði fyrir móður okkar að
njóta ekki félagsskapar Jóns leng-
ur eftir öll þessi ár, fyrst í litla
húsinu á sjávarkambinum og síðan
við Skólastíginn, þar sem mikið
starf var unnið við fegrun lóðarinn-
ar og gamli Dímon fylgdi húsbónda
sínum heim á hlað, þegar báðir
höfðu lokið löngu dagsverki. Það
var notalegt að koma í vinalega
húsið, þar sem þau undu ánægð
við sitt og hún sá um heimilishald-
ið fram yfir nirætt.
Frá áramótum 1994-95, þegar
þau veiktust mikið bæði, hafa þau
haft herbergi í Sjúkrahúsi Bolung-
arvíkur. Mikið erum við öll systkin-
in þakklát lækninum, konu hans
og öllu starfsfólki fyrir einstaka
umönnum og vináttu sem þau hafa
notið hjá þeim. Það hefur verið
okkur, sem búum í fjarlægð, mik-
ill léttir í hörðum vetrarveðrum að
þurfa ekki að hafa áhyggjur af líð-
an þeirra og vitað að þau voru í
góðum höndum. Móðir okkar, sem
nú er 92 ára og alltaf sér björtu
hliðarnar, þakkar forsjóninni fyrir
að Jón naut samvista hennar alla
tíð, en þurfti ekki að ljúka ævi-
kvöldinu í einveru því hún viss að
það yrði honum erfitt.
Þótt móðir okkar haldi til á
sjúkrahúsinu, er allt til reiðu í litla
húsinu og hingað til hefur henni
þótt sjálfsagt að fara með gesti
sína heim, gefa kaffí eða súkkul-
aði og fylgjast með gróðrinum í
garðinum. Það er einlæg von okkar
að heilsa hennar leyfi að hún geti
sem lengst glatt aðra með nærveru
sinni, bjartsýni og góðvild, því það
veitir henni sjálfri mesta gleði.
Mamma mín, ég treysti á að sá
sem öllu ræður mildi tómleikann
sem brotthvarf Jóns Ásgeirs skilur
eftir í lífi þínu.
Með þessum kveðjuorðum mín-
um til Jóns Ásgeirs Jónssonar
fylgja einlægar óskir frá okkur
öllum systkinunum, um velfarnað
á þeirri vegferð sem hann nú hefur
lagt út á.
Óskar Jóhannsson.
Það er komið að kveðjustund.
Afi í Boló, eins og hann var jafn-
an kallaður af okkur systkinunum
var mikill öðlingsmaður. í huga
okkar var hann alltaf kátur og
hlýr og þó við höfum ekki notið
samveru hans eins mikið og við
hefðum viljað, sökum fjarlægðar,
þá mætti hann okkur alltaf með
ástríki og gleði og traustum faðmi.
Andlit hans bar stritinu vott.
Hann var sjómaður af Guðs náð
og hafið var hans líf. Segja má
að táknrænt hafí verið fyrir hann
þegar trillan hans hafnaði inn í
garði hjá þeim ömmu, svona eins-
konar minnismerki um liðna tíð.
Hann vann hörðum höndum fyrir
stóru heimili en hann gekk sex
börnum ömmu í föðurstað en sam-
an bættu þau fjórum við.
Afí var heljarmenni að kröftum,
hendur hans stórar og sterklegar
en vinnulúnar voru þær orðnar.
Hann var líka fótafímur með af-
brigðum og naut hann sín vel á
dansgólfinu og var eftirsóttur
dansherra.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu og afa í Bolungarvíkina, í
litla húsið þeirra, sem frekar likist
dúkkuhúsi með fallega garðinum.
Síðasta heimsókn okkar var
sumarið 1994 þegar stórt ættar-
mót var haldið, hátt á annað
hundrað niðjar mættu og var mik-
ið um gleði og lá afi þar ekki á
liði sínu.
Afí var orðinn lúinn undir það
síðasta og víst er að hann er nú
hvfldinni feginn.
Með þessum línum viljum við
kveðja góðan mann og biðjum Guð
að blessa hann og styrkja ömmu
Línu.
Elín, Hrönn og
Auður Ýr Sveinsdætur.
Elskulegur afi minn, Jón Ásgeir
Jónsson, hefur nú kvatt í síðasta
sinn og er farinn á sjóinn, eins og
hann sagðist mundi gera þegar
hann færi.
Ég á miklar og góðar minningar
með afa frá því ég var ungur strák-
ur í Bolungarvík á sumrin. Þegar
ég var 9 ára gamall tók afi mig
fyrst með í róður á trillunni sinni
Dímon ÍS, sem var tveggja tonna
trilla sem hann var nýbúinn að
láta endurbyggja. Man ég hve
stoltur hann var þegar hann kom
siglandi að bryggju hvort sem
fískaðist eða ekki, lagði að bryggju
og bölvaðist við kallana á höfninni
yfír þessum neta- og trollbátum
sem allt voru búnir að þurrka upp.
Ekki get ég hugsað mér betri
vin og félaga en afa þau fímm
sumur sem ég var hjá ömmu og
afa.
Ég man eftir honum fyrst og
fremst sem glaðværum, rólegum
manni sem var mikið með sjálfum
sér og lét ekki aðra angra sig en
sagði sínar skoðanir ef honum þótti
þurfa.
Síðar, eftir að ég eignaðist fjöl-
skyldu sjálfur, endurlifði ég hversu
barngóður afi var og hvað börnum
leið vel í návist hans. Alltaf var
hann fyrsti maður til að gleðjast
með manni ef vel gekk og bjóða
hjálp ef illa gekk.
Hafí ég lært eitthvað um ævina
sem gott má teljast held ég að þau
afi pg amma eigi mikinn þátt í því.
Ég held að afí hafi kvatt mig
fyrir nokkru síðan sáttur við sitt
og tilbúinn enda hefur hann glatt
marga í gegnum ævina með því
að vera hann sjálfur. A.m.k. eigum
við hjónin og okkar börn aðeins
góðar minningar um afa.
Elsku afí, ég veit að þér líður
vel á þeim stað sem þú ert kominn
á og ég vona að vel fískist.
Sivi Heiðar.
ASGERÐUR
BJÖRGVINSDÓTTIR
+ Ásgerður
Björgvinsdóttir
var fædd að Borg-
um í Þistilfirði 18.
október 1916. Hún
lést í Landspítalan-
um 30. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Vilborg      Guð-
mundsdóttir,  f.  4.
september 1874, d.
árið    1939,   og
Björgvin Kristjáns-
son, bóndi í Borg-
um,  f.  11.  mars
1886, d. árið 1916.
Bræður Asgerðar voru Þór-
oddur, Ketill, Þórir og Geir.
Eru þeir allir látnir nema Þór-
ir sem býr á Þórshöfn.
Asgerður giftist árið 1943
Leifi Guðjónssyni frá Sævar-
landi í Þistilfirði, f. 13. janúar
1915, d. 22. apríl 1975, fluttist
hún þá í Sævarland og bjó þar
til ársins 1975 er Leifur andað-
ist, að hún fluttist til Reykja-
víkur. Bjó hún lengst af á
Grandavegi 39, en síðast bjó
hún í Lönguhlíð 3. Börn Ás-
gerðar og Leifs
eru: 1) Sigríður, f.
3. janúar 1945, d.
10. júní 1959. 2)
Bjarki, f. 7. febrúar
1948, búsettur í
Keflavík, var gift-
ur Ástríði Helgu
Sigurðardóttur, f.
3. júlí 1953, þau
skildu, börn þeirra
eru     Ásgerður
Bjarklind, f. 22.
janúar 1977, og
Einar Birgir, f. 17.
maí 1979. 3) Guð-
björg, f. 12. ágúst
1952, búsett á Vopnafirði,
maki Þorgeir Hauksson, f. 19.
nóvember 1952, börn þeirra
eru Þorsteinn Leifur, f. 19.
september 1974, og Einar Már,
f. 10. febrúar 1980. 4) Erla, f.
2. september 1958, búsett á
Sólheimum í Grímsnesi.
Minningarathöfn um Ás-
gerði fór fram frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 7. október
sl. Útförin fer fram frá Sval-
barðskirkju í Þistilfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Nú er enn ein hvunndagshetjan
gengin á vit feðra sinna södd líf-
daga. Hvunndagshetja sem hefði
átt skilið fálkaorðuna fyrir framlag
sitt til samfélagsins, en fékk enga
því hún vann verk sín í hljóði, lítið
gefin fyrir að auglýsa þau eða láta
ræða um þau og hefði eflaust ekki
kært sig um neinar orður.
„Ég veit að hún á sorgir,/ en
segir aldrei neitt,/ þótt sé hún
dauðaþreytt./ Hún fer að engu
óð,/ er öllum mönnum góð/ og
vinnur verk sín hljóð." Þessar línur
úr ljóði Davíðs Stefánssonar um
konuna sem kyndir ofninn minn,
finnst mér best lýsa Ásgerði. Þar
fór kona sem umfram allt sýndi
náungakærleik og var góð við
bæði menn og málleysingja og var
ekki margmál um afrek sín. Þess-
um hliðum hennar fékk ég að
kynnast fyrir tuttugu og tveimur
árum þegar ég varð tengdadóttir
hennar og þótt endir yrði á hjóna-
bandinu tíu árum síðar, bar aldrei
skugga á okkar vináttu. Ásgerður
kynntist snemma andstreymi lífs-
ins, faðir hennar dó er hún var
rétt ófædd og má geta nærri að
erfítt hafí verið fyrir móður hennar
að sjá fímm ungum börnum far-
borða. Lífíð varð því strax síður
en svo dans á rósum fyrir Ás-
gerði, elsta dóttir hennar dó daginn
fyrir ferminguna sína og manninn
sinn missti hún aðeins fímmtíu og
átta ára gömul og er þó fátt eitt
talið, enekki lét hún bugast, síður
en svo. Ásgerður var með afbrigð-
um gjafmild, alltaf var hún að
gauka einhverju að sínum nánustu
og reyndar mörgu öðru fólki. Hún
þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir
stafni, oftast var það að prjóna og
nutu börnin mín góðs af meðal
annarra, því hún prjónaði heimsins
bestu ullarsokka, sem hún þæfði í
höndunum, þannig urðu þeir svo
góðir, að ég hef ekki kynnst þeim
betri. Einnig passaði hún vel upp
á það að enginn færi öðruvísi en
pakksaddur frá henni og ef hún
vissi að von var á okkur í bæinn
var hún alltaf búin að elda fulla
potta af mat, ásamt því að baka
pönnukökur. Pönnukökur voru eig-
inlega  hennar  sérgrein  og  ég
gleymi því ekki hvað ég varð undr-
andi þegar ég sá hana gefa meira
að segja hundunum pönnukökur, í
sveitinni þar sem hún bjó lengst
af, enda voru þeir sólgnir í pönnu-
kökurnar.
Ásgerður gerði ekki upp á milli
manna og málleysingja enda löðuð-
ust dýrin að henni ekki síður en
mannfólkið. Ásgerður var heppin
að fá inni í íbúðum aldraðra í
Lönguhlíð 3 í Reykjavík í mars á
síðata ári þar sem hún naut um-
hyggju starfsfólksins og sérstak-
lega forstöðukonunnar, en starfs-
fólkið Iagðist allt á eitt með að
reyna að gera henni lífið bærilegra
í veikindum hennar síðastliðna
mánuði. Færi ég þeim bestu þakk-
ir fyrir, en veit þó að þeim verður
aldrei fullþakkað. Þó leiðir okkar
Ásgerðar skilji nú, þá lifír minning-
in um góða og hugrakka konu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Guð blessi minningu Ásgerðar
Björgvinsdóttur.
Ástríður H. Sigurðardóttír.
Núna ertu farin, elsku amma
mín! Það er sárt að sjá á eftir þér
en ég veit að góður Guð mun ann-
ast þig vel. Ég þakka þér fyrir öll
þau ár sem ég fékk að vera með .
þér. Ég man eftir heimsóknunum
á Grandaveginn, alltaf áttir þú ís
í frystinum og næstum alltaf varst
þú búin að sjóða handa okkur
hangikjöt. Þú vildir alltaf vera að
gefa okkur eitthvað. Alltaf
laumaðir þú að okkur sælgæti. Þú
gerðir aldrei upp á milli okkar
krakkanna. Ég veit að allir munu
sjá á eftir þér og þó sérstaklega
hún Erla.
Ég get ekki einu sinni talið alla
þá ullarsokka og ullarvettlinga sem
þú hefur prjónað handa okkur og
barnabörnunum þínum, það voru
þeir bestu eða svo segir mamma
og líka ég, ég nota ennþá þá síð-
ustu sem þú prjónaðir.         *""
Ég gleymi aldrei þegar ég var
um 12 ára og kom í heimsókn til
þín í 2 daga, bara ég ein, og gisti
hjá þér, við fórum með strætó nið-
ur á Laugaveg og fórum í búðir
og við gengum og gengum, þú
keyptir handa mér tvenna lakkskó,
eina svarta og eina græna og svo
keyptirðu ekkert smá mikið af
sælgæti og ruslfæði sem mér
fannst gott. Eg veit að þú hefur
alltaf haft gaman af að gefa öðrum
og fólk þarf ekki annað en að líta
á Erlu, þá sér það að hún fékk
gjafmildina frá þér.
Þú varst alltaf mikill göngu-
garpur og fórst létt með að ganga
af þér fólk þótt yngra væri, þú
varst sannkölluð maraþon-amma.
Nú kveð ég þig í hinsta sinn.
Vertu sæl, elsku amma mín, þín
nafna,
Ásgerður Bjarklind.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60