Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓIMLIST I óskepafjöl- leikahúsinu MEÐAL rokksveita íslenskra sem ekki hafa gefið sér tíma til að gefa út er Stripshow. Sú sveit hefur unnið sér orð á tónleikum, en það er ekki fyrr en nú að hún sendir frá sér tónlist á plasti. Stripshow er fímm ára göm- ul og hefur starfað þann tíma með þriggja manna kjama og skipt oft um söng- vara. Fyrir tveimur árum gekk svo til liðs við sveitina söng- vari sem enn syngur með henni, og þeir Stripshow- menn segja að þegar hann hafí gengið í hljómsveitina hafí allt smollið saman. „Við höfum átt gott samstarf við ijölmarga söngvara í gegnum árin,“ segja þeir, „og þeir hafa lagt sitt af mörkum í þróun hljómsveitarinnar, en það er ekki fyrr en núna að allt geng- ur upp. Hann kom líka til okkar úr réttri átt, búinn að vera að syngja í söngleikjum." Plata Stripshow, Late Night Cult Show, á rætur alllangt aftur í tímann, því hugmyndin er þriggja ára gömul, en þorri laganna varð til á skömmum tíma. „Þeta hófst með einu lagi sem við ætluðum að hafa sem þema- lag á plötunni og það átti alltaf að vinna út frá því. Það varð þó ekkert úr þeim vangaveltum, því hin lögin voru bara samin stök, þó það gangi sami þráðurinn í gegn- um plötuna alla.“ Þeir segja að þó lögin standi fyllilega sjálfstætt hvert fyrir sig hafí þeir lagt nokka vinnu í að tengja þau saman svo sjá megi framvinduna ef að sé gáð, en platan segir frá óskepafjölleikahúsi og því sem þar fer fram. Þrátt fyrir ýmsar hljóða- Tónleikasveit Stripshow. tilfæringar segja þeir að hæg- ur leikur verði fyrir sveitina að endurskapa allt á tónleik- um. „Við spiluðum alla gjunna inn á einum degi og gáfum okkur síðan betri tíma fyrir það sem eftir var, smíð- uðum líka öll hljóð eftir því sem lögin kölluðu á það; ef það þyrfti Hammond eða líru- kassa sá gítarinn um það. Við getum því spilað alla plöt- una íjórir og ætlum að gera það.“ Dead Sea Apple og Strip- show halda sameiginlega út- gáfutónleika í Borgarleik- húsinu 18. nóvember. Lagasmídastuð Dead Sea Apple. Úr nógu að moða MEÐAL ungsveita sem láta fyrst í sér heyra fyrir þessi jól er rokksveitin Dead Sea Apple. Sú hefur starfað all- lengi, en sendir fyrst nú frá sér breiðskífu. Sea Apple gaf sér ían tíma til að hljóð- rita fyrstu breiðskífuna því upptökur hófust fyrir hálfu ári. Ekki var þó að upptökur hafi tekið allan þennan tíma; sumarið fór í upptökur og hljóðblöndun að mestu, en liðsmenn segjast hafa tekið sér gott frí á milli. „Við tók- um upp í því hljóðveri sem hentaði fyrir hvert hljóðfæri fyrir sig,“ segja þeir. Þeir Dead Sea Apple-liðar segja að lögin hafí breyst nokkuð í upptökunum, ekki síst eftir að Nick Cathcart Jones kom til sögunnar sem upptökustjóri; „hann benti okkur á margt sem við tókum ekki eftir í lögunum og dró það besta fram í þeim og benti okkur einnig á sitthvað sem honum þótti miður fara.“ Uphafleg ætlan þeirra fé- laga var að gefa plötuna út sjálfír, en svo fór að Spor ehf. gefur plötuna út og þeir segjast reyndar hafa gert útgáfusamning til langs tíma, því þeir hafi hug á að vinna frekar með fyrirtækinu og það með þeim. Þeir segj- ast líka hafa úr nógu að moða, hljómsveitin sé í miklu lagasmíðastuði um þessar mundir en einnig sé nokkuð af eldra efni sem bíði frekari úrvinnslu. „Það tók okkur langan tíma að koma frá okkur plötu, en það á ekki eftir að líða eins langur tími í næstu plötu,“ segja þeir ákvéðnir. Dead Sea Apple og Strip- show halda sameiginlega út- gáfutónleika í Borgarleik- húsinu 18. nóvember. Sveitasöngvar Eva Ásrún, Guðrún og Erna. Snörur syngja sveitatónlist SÖNGKONURNAR Eva Ás- rún Albertsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Erna Þór- arinsdóttir hafa flest sungið í gegnum tíðina og syngja enn. Nú hafa tekið höndum saman á væntanlegum geisladisk undir heitinu Snörurnar og syngja sveita- tónlist. Textar við lög á plötunni eru eftir Friðrik Erl- ingsson, Valgeir Skagfjörð, Birgi Svan Símonarson, Hafliða Guðmundsson, Evu Ásrúnu Albertsdóttur og Magnús Eiríksson sem samdi sérstakt lag fyrir Snörurnar. Gamla lagið „Kveiktu ljós“ er komið í sveitabúning. Pálmi Gunn- arsson er gestur í einu lagi. Hljóðfæraleikararnir eru Mezzoforte-mennirnir Gunn- laugur Briem á trommur og slagverk og Jóhann Ás- mundsson á bassa, gítarleik- ari er Guðmundur Pétursson, Daniel K. Cassidy sér um fíðluleikinn og Óskar Einars- son er lykilmaður, auk þess að leika á píanó og hljóm- borð stjórnar hann upptökum og sér um útsetningar. Upp- tökumaður er Ari Daníels- son, upptökur fóru fram í hljóðveri FÍH og hljóðblönd- un í Sýrlandi. Lögin eru 10, dansupp- skrift er í textablaði, samin af Jóhanni Erni Ólafssyni danskennara sem hefur sam- ið línudansa við öll lögin. Allt í einu hljómsveit HUÓMSVEITIN Jet Black Joe lagði upp laupana snemma í vor og var mörg- um harmdauði. Aðalsprauta sveitarinnar og lagasmiður, Gunnar Bjarni Ragnarsson, var þó ekki á því að leggja árar í bát, því hann setti saman nýja hljómsveit, tríó- ið Jetz, sem sendir frá sér fyrstu breiðskífuna á næstu vikum. Gunnar Bjarni segir að Páll Rósinkrans söng- vari hafí verið á leið út úr Jet Black Joe alllengi áður en sveitin hætti og hann hafi ekki getað hugsað sér að fá nýjan söngvara í sveit- ina, það hafi enginn söngv- ari getað komið í stað Páls. „Ég ákvað því að gera plötu einn og fá til liðs við mig söngvara eftir því sem þörf krefði og halda nafninu að mestu, ætlaði að gefa út undir nafninu Jet Black. Ég kynntist Guðlaugi Jú- níussyni og bað hann um að spila á trommur fyrir mig, því ég komst að því að ég væri ekkert sérstakur trommuieikari," segir Gunnar Bjarni og hiær við. „Þegar ég var búinn að-taka upp tvö lög fór Kristinn bróðir hans að grípa í bass- ann og þar sem ég vissi af góðu lagi sem hann átti fékk ég hann til að lána mér það. Uppúr því var þetta allt í einu orðin hljóm- sveit og sólóplatan breyttist í hljómsveitarplötu. Fyrir vikið átti Jet Black-nafnið ekki við og við enduðum með Jetz.“ Gunnar Bjarni segist eiga öll lög á plötunni utan tvo, en hann syngur yfírleitt sjálfur, aukinheldur sem Móeiður Júníusdóttir Bong- kona, sem er að auki systir þeirra Gulla og Kidda, syng- ur tvö lög og Kiddi eigin lag. Gunnar segir að tónlistin á plötunni sé áþekk því sem hann var að fást við forðum, bara komið lengra á þróun- arbrautinni, „ogbetra", seg- ir hann að lokum. Jetz Guðlaugur Júníusson, Gunnar Bjarni Ragnarsson og Kristinn Júníusson. MBRIMROKKSVEITIN geðþekka Brim heldur tón- leika í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahtíð föstudagskvöld 15. nóvember. Hljómsveitin hyggst leika lög af væntan- legri breiðskífu, Hafmeyjar og hanastél. Til upphitunar verður að minnsta kosti Bang Gang, en sú sendi frá sér stuttskífu fyrir skemmstu. MFYRIR rúmri viku kom út breiðskífa Bubba Morth- ens Allar áttir. Annað kvöld heldur Bubbi síðan útgáfutónleika í Borgarleik- húsinu. Skammt er í að önnur útgáfa Bubba á þessu hausti líti dagsins ljós, en hljóðbók með lestri hans á eigin ljóðum við hljóðfæra- undirleik kemur út á næstu dögum. Bubbi hyggst meðal annars flytja ljóð af þeim disk, sem Mál og menning gefur út, en uppistaða tón- leikanna verður lög af plöt- unni nýju, Allar áttir. Bubbi kemur fram einn með gítar- inn, en tónleikarnir verða teknir upp til útsendinga í sjónvarpi síðar. Treyst á örlögin LÍNAN á milli leik- og tónlistar er oft ógreinileg og margir sem láta sem þeir sjái hana ekki. Davíð Þór Jóns- son er frægur fyrir flest annað en tónsmíðar sína, var þó í Kátum piltum á sinni tíð, en lætur nú á tónlistarhæfi- leika sína reyna í hljómsveitinni Faríseunum, sem sendi plötu frá sér í nýliðinni viku. Farísear Sævar Örn Sævarsson, Jón Gestur Sörtveit, Davíð Þór Jónsson, Ragnar Örn Emilsson og Einar S. Guðmundsson. TTavíð Þór og Einar S. Guðmundsson semja Iög plötunnar en Davíð á alla texta. Davíð segir þá Einar æskufélaga og þegar Einar sneri heim eftir nám erlendis fóru þeir að glamra saman á gítara. „í vor gát- um við ekki setið á okkur lengur, kölluðum til nokkra félaga okkar og stofnuðum hljómsveit, drifum okkur í hljóðver og tókum upp plötu.“ Davið segir tónlistina á plötunni poppað rokk eða rokkað popp, „það er erfitt að lýsa þessu, þetta er ekk- ert pönk, en ekki sápukúlu- tónlist heldur“. Davíð Þór segir flest lag- anna hafa orðið til þegar þeir félagar fóru að glamra saman, en sum séu komin til ára sinna, „og einn texta á plötunni, Sálm, samdi ég þegar ég var í guðfræðinni, og það er ansi langt síðan.“ „Á bak við þessa plötu liggur fýrst og fremst tján- ingarþörf; við byrjuðum að semja lög og texta okkur til gamans, en þegar maður er kominn með sæmilegan slatta af efni er ekki ástæða til annars en að deila því með öðrum. Þessi diskur er kominn út og ef við fáum eitthvað að gera er fullur vilji fyrir því að halda áfram,“ en auk Dav- íðs Þórs og Einars skipa sveitina þeir Sævar Örn Sævarsson, Jón Gestur Sörtveit og Ragnar Örn Emilsson. Davíð Þór segist ekkert hafa á móti því að hella sér út í hljómsveitalíf, en hann hafi það fyrir reglu að vera ekki að velta framtíðinni um of fyrir sér. „Örlögin hafa reynst mér vel og ég er farinn að treysta þeim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.