Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR GUNNAR EGGERTSSON + Gunnar Eggertsson fæddist í Vestri-Leirárgörðum 10. nóvember 1907. Hann lést á heimili sínu 12. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 20. nóvem- ber. Gunnar Eggertsson var bráð- gáfaður hæfileikamaður, sem af mátti gera marga menn og alla væna að verðleikum. í æsku átti hann nauman kost á skólagöngu og námi. Hann minntist farkennara síns - Jóhanna hét hún - með mikilli hlýju. Hún fóðraði námfýsi hans eftir föngum. En hann minntist þess einnig, að sveitarstjómin átti til að leggja nið- ur skólahald, þegar henni sýndist þóknanlegra að verja fénu til ann- ars. í minningu þessa þótti Gunn- ari það vera hin mesta þjóðarógæfa að færa grunnskólann í umsjá sveitarfélaga og einnegin síðasta framlag núverandi menntamála- ráðherra til þess að þrengja náms- kosti landsbyggðarungmenna. Þessar aðgerðir minntu hann á menntunarþrengingar ungdómsins fyrir 70-80 ámm og vöktu upp hryggð í sálinni. Gunnar Eggertsson komst þó í skóla - Laugarvatnsskóla - og nam þar í tvo vetur við mikla gleði og góðan orðstír. Þar kynntist hann lífsförunaut sínum Þrúði Guðmundsdóttur úr Skagafirði. - Og þar lauk eiginlegum námsferli Gunnars Eggertssonar. - En hann hélt sífellt áfram að rækta garðinn sinn og virkja hæfileika sína - ekki til hagsmuna - eða frama- streitu heldur til uppbyggingar og eflingar hveiju því máíefni, er hlú- ir að menntun, menningu og ann- arri mannlegri farsæld. Gunnar var dæmigerður bústólpi, menn- ingarstólpi og félagshyggjustólpi sinnar kynslóðar, er átti ásamt næstliggjandi kynslóðum beggja vegna, mestan þátt í því að byggja upp það velferðarþjóðfélag ís- lenzkt, sem nú er í hættu vegna einkavæðingaráráttu og auðs- hyggju hennar. Það er nærtækt að lenda í snertingu við þjóð- mál/stjórnmál þegar Gunnars Eg- gertssonar er minnst. Þó starfaði hann aldrei sem stjórnmálamaður. Á uppvaxtarárunum mun Fram- sóknarflokkurinn hafa staðið einna næst honum. Með tímanum breyttust litróf og línur í almenn- um stjórnmálum og Gunnar fylgd- ist vej með á því sviði eins og öðr- um. Á Laugarvatni hreifst Gunnar mjög af skóla- og menntunarvæð- ingu Jónasar Jónssonar, sem ekki á sinn líka á íslandi og þótt víðar sé leitað. Þessi áhrif entust Gunn- ari til æviloka og voru sívirk í orði og verki, ekki sízt í þágu Kópa- vogsbúa. Það var eitt sinn haft á orði, að Kópavogur væri samfé- lagslegasta og mannúðlegasta sveitarfélag íslands. Það er liðin tíð. En nú þegar, líklega, síðasti frumbyggi þess, Gunnar Eggerts- son, er hniginn til foldar er bæði ljúft og skylt að minnast þeirra þátta, er skópu þetta umrædda samfélag. Þeir voru róttæk mann- úðar- og félagshyggja og ómælt fórnfúst sjálfboðaliðastarf frum- byggjanna í hennar þágu. Ég minnist þess t.d., að strax og þeir höfðu komið sér upp eigin húsa- skjóli fóru þeir að hugsa um sam- eiginlegt heimili sveitarfélagsbúa - félagsheimili. Það reis skjótt og mjög á vegum sjálfboðavinnu. Þar var Gunnar fremstur meðal jafn- ingja. Þeir byggðu, m.a., hús er þáverandi sveitarstjórn seldi til fjáröflunar. Þegar núverandi sveitarstjórn minntist afmælis Kópavogsbæjar fyrir skömmu hafði hún hvorki smekkvísi né háttvísi eða kannski ekki vilja til þess að minnast þessara frum- byggja og framlags þeirra til hins nýja samfélags. Ég kynntist Gunnari Eggerts- syni og Þrúði Guðmundsdóttur eiginkonu hans og ævifélaga fyrir rúmum fimmtíu og tveimur árum. Æ síðan hef ég leyft mér, með þeirra samþykki, að telja mig til heimilisvina. Þau hjón eru eiginlega ekki lík en svo samtengd og -ofin, að ef ég ætla að hugsa um annað þeirra verður hitt ávallt viðlátið. Þau eru einstakar manneskjur, bæði ein og sér og bæði samt og vinátta þeirra þykir mér guðs gjöf. Það má líða langt eða skammt, ár eða dagar, viðtökur og viðmót er ætíð hið sama. Slíkt er ómetanlegt traust í tilverunni. Fyrir þessum rúmlega fimmtíu og tveimur árum bjuggu Þrúður - Dúdda og Gunnar í lítilli risíbúð við Þórsgötu í Reykjavík ásamt þremur börnum sínum. íbúðin var svo lítil, að mér fínnst í minning- unni sem Dúdda hafi ekki getað snúið sér við í eldhúsinu. En þarna var gestkvæmt og enginn kvartaði um þrengsli. Það segir meira um íbúana en íbúðina. Fátækir barna- menn eins og Gunnar áttu ekki kost á byggingarlóð í Reykjavík nema helst á útnárum byggðar. Gunnar hafði því sótt um og feng- ið stóra lóð á suðurbakka Kárs- ness, þar sem nú heitir Þinghóls- braut 65. Ég álít mig muna það rétt, að hún hafi verið önnur af tveimur fyrstu eignalóðum sem úthlutað var á þessum slóðum, jafn- vel í Kópavogi. Þar sá ekki til grasa fyrir gijóti og Gunnar var þegar farinn að nota frídaga sumarsins til þess að spyrna því upp úr jarð- veginum með járnkarli. Á veturna ók hann þvi á sleða - og beitti sjálf- um sér fyrir - út að lóðarmörkum og hlóð úr því trausta túngarða og einnegin niður að sjó, þar sem hann hlóð fallegt sólskýli og bátanaust. Öll eru þessi mannvirki unnin með hugarfari og hönd verkmenntaðs fagurkera, sem lætur sér ekki nægja að gera vel heldur bezt. Hann sléttaði lóðina og gerði meiri hluta hennar að túni svo grænu og gljáandi, að það minnti helst á túnið kóngsins í Frakklandi í sögu Jónasar Hallgrímssonar en nokk- urn hluta hennar lagði hann undir matjurtagarða, þar sem hann rækt- aði a.m.k. tíu tegundir matjurta, yfrið nóg handa fjölskyldu sinni og síðan handa börnum sínum og fjöl- skyldum þeirra svo og aðvífandi vinum. - Gunnar var að eðlisfari mikilvirkur og vandvirkur búandi og efni í bústólpa af beztu gerð. Hann reisti stórt íbúðarhús á lóð- inni og síðar gróðurhús, er margir nutu góðs af. Meirihluta þeirra framkvæmda, er ég nú hef tíundað, vann Gunnar á allmörgum árum, í sumarleyfum og í hjáverkum með fullu starfí sem tollvörður. Því starfi sinnti hann að sjálfsögðu með þeirri árvekni og trúmennsku, sem honum var í blóð borin. Þó að ég hafí óhjákvæmilega tengt hérnefnd og fram talin af- reksverk við 'nafn Gunnars eins þá veit ég vel, að í bakgrunni þeirra stóð persónuleiki Dúddu sígefandi þann styrk, tiltrú, áræði og traust, er sérhver athafnamaður þarfnast til viðhalds og átaka. í húsinu við Þinghólsbraut 65 er hátt til lofts og vítt til veggja í margræðri merkingu þeirra orða. Útsýni er hið fegursta bæði til lands og sjávar. Húsgögn eru hvorki fleiri né færri en þörf krefur. Aftur á móti er þar dágott safn mynda, er listfengir menn hafa skilið eftir á leið sinni um þetta vinsæla hús. Bókasafn hússins er stórt, marg- háttað og vandað. Mér fínnst það vera eins og táknræn mynd af hæfileika- og hugðarefnaflóru hús- bændanna og þá einkum Gunnars. í kjallara hússins hafði Gunnar vinnustofur til hinna ýmsu hand- verka, sem honum voru lagin. Þar batt hann bækur sínar af mikilli natni og alúð. Heimili þeirra Gunnars og Dúddu var eiginlega líkt og „opið hús“. Margir ólíkir og ójafnir ein- staklingar mannfélagsstigans áttu þar sameiginlegt vinarhús og önd- verðar lífsskoðanir féllu í ljúfa löð í því húsi. Við, sem áttum þar dvöl, langa eða skamma, munum ætíð minnast hjónanna Þrúðar og Gunn- ars með virðingu, þakklæti og kærleika. _ Ásgerður Jónsdóttir. Gunnar Eggertsson er horfínn, einn af þessum sterku og óhaggan- legu persónuleikum sem námu land í Kópavogi, þegar þar voru flákar af óspilltu landi, bæði úti á nesinu og í holtum og hlíðum austanmeg- in. Þau Þuríður reistu sér lítið hús utarlega við fjörðinn að miklu leyti með eigin höndum. í dag er það prýði bæjarfélagsins með græn tún og kálgarða í kringum sig frá Þing- hólsbrautinni allt niður að sjávar- máli. Bæði unnu þau þessum landskika þótt sjaldnast hefðu þau mörg orð um innstu hugrenningar sínar. Þegar tollvörðurinn kom heim, stundum eftir langa glímu við sölu- skattinn, var hann óðara farinn að „taka til höndunum" í tvöfaldri merkingu orðsins. Ræktunarstörfin kölluðu á hann ellegar bækurnar sem hann þekkti öðrum mönnum betur. Innviðir þeirra og fijó hugs- un skáldanna voru snar þáttur í uppeldi Gunnars og lífsreynslu en hann var líka einn besti bókbindari sem hefur stigið á þessa fold. Ég byijaði fyrst að lifa þegar ég kom heim á kvöldin og gat farið að fást við eitthvað með orku handa minna, sagði hann stundum í áheyrn góðra vina. Margir kynnu að halda að rólegt og friðsælt hafí verið í Kópavogi á fyrstu árunum eftir stríð í sam- skiptum manna og almannaum- ræðunni. Það var nú öðru nær. Áhugi Gunnars Eggertssonar á þjóðfélagsmálum átti sér þó miklu lengri aðdraganda. Sá áhugi hlýtur að hafa vaknað á æskuheimilinu í Borgarfirði en magnaðist þegar Gunnar fór sem ungur maður að Laugarvatni og naut handleiðslu Bjarna skólastjóra og áhrifavalds Jónasar Jónssonar. Hann dáði þessa garpa umfram marga aðra þótt hann gerðist með tímanum allmiklu róttækari í skoðunum en þeir og flokkurinn sem hann fylgdi að málum í upphafí. Fáa menn hef ég hitt með jafneinlæga réttlætis- kennd. Hann átti bágt með að skilja nauðsyn þess að mylja niður auðinn sem kynslóðirnar höfðu dregið saman. Sagði ekki breski forsætis- ráðherrann með skoska nafninu eitthvað þessu líkt við fjölmiðla fyrir nokkrum árum? Á meðan ég bjó um stundarsak- ir í öðru landi gengu bréfín á milli okkar. Bréf Gunnars voru lífleg og fræðandi, stundum krydduð ljóðlín- um hans sjálfs, því hann var orð- hagur og ljóðhagur. Hann gerði skýlausa kröfu um rökrænt sam- hengi við tilurð ritaðs máls. Aftur á móti gátu myndir höfðað til hans þótt þær ættu ekki neina sérstaka fyrirmynd í urnhverfínu. Ég hefði viljað skrifa ítarlegra mál um Gunnar Eggertsson en aðstæðurnar leyfa það ekki. Ég segi aðeins í lokin: Hamingju sé lof fyrir þennan mann, sem lifði í takt við æskuhugsjónir sínar til hinstu stundar. Hjörleifur Sigurðsson. « & € C I c i 4 I < < Í i ( ( ( t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG S. HOFFRITZ, Ártúni 14, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laug- ardaginn 23. nóvember kl. 13.30. Hilmar Friðriksson, Guðmundur Kristmannsson, Jónas Þorsteinsson, Alda Hoffritz, Ester Hoffritz, Kolbrún Hoffritz, Ásdis Hoffritz, Hilmar Hoffritz, Rúnar Hoffritz, Sigurbjörg Hoffritz, Valur Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðrún S. Þorsteinsdóttir, t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ÓLASONAR læknis, Öldugötu 3. Sigriður Sigurðardóttir, Bent Rasmussen, Kristín Sigurðardóttir, Jón Baldvin Pálsson, Þóra Sigurðardóttir, Sumarliði ísleifsson, Steingrimur Óli Siguröarson og barnabörn. GUÐMUNDUR ARNLA UGSSON + Guðmundur Arnlaugsson fæddist í Reykjavík 1. sept- ember 1913. Hann lést í Land- spítalanum 9. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 15. nóvember. Þegar ég heyri göfugs manns getið kemur mér jafnan_ í hug Guðmundur Arnlaugsson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera nemandi hans í Menntaskólanum á Akureyri veturna 1937-1938 og 1938 - fram í janúar - febr- úar 1939, að hann hvarf frá kennslu og til náms í Kaupmanna- höfn. Síðan hefur hann skipað hásæti kennara í huga mér ásamt Þórarni Björnssyni og barnaskóla- kennaranum mínum er var fram- úrstefnumaður síns tíma. Viðhorf nemenda MA til Guð- mundar Arnlaugssonar voru öll í sömu veru og í bekknum mínum voru vinsældir hans slíkar, að þær hlójta að teljast til eindæma. Þar voru nokkrir glaðbeittir náungar, sem gáfu lítinn gaum að námi. En af tvennu slæmu kusu þeir fremur að leggja sig fram við námsgreinar Guðmundar en að valda honum angri með því að gata. Þetta er vissulega eftir- minnileg staðreynd. Guðmundur kenndi okkur stærðfræði og eðlis- og efnafræði, sem ég var mjög hugfangin af. Það kom í ljós, þeg- ar ég, tuttugu árum síðar, hóf fyrirvaralítið að taka próf inn í Kennaraskólann, að kennsla Guð- mundar var vel lifandi bak við árin. Ég hygg að slík sé reynsla flestra nemenda hans. Þegar Guðmundur Arnlaugsson gerðist rektor nýstofnaðs mennta- skóla við Hamrahlíð vorkenndi ég nemendum að missa af kennslu hans en fagnaði jafnframt því, að ný menntastofnun fengi að mótast af mannkostum hans, menntun og vizku. Og verkin sýna merkin. Á umliðnum árum hef ég hitt Guðmund Arnlaugsson við ýmis tækifæri á förnum vegi og end- urnýjað kynni mín við mannbæt- andi viðmót hans og veruleika og íþugað hver er kjarni þessa alls. Ég held að hann sé sá ómeðvitaði kærleikur, sem Páll postuli telur mestan allra verðleika. Þess vegna átti Guðmundur Arnlaugsson vinarhug hvers og eins, er kynnt- ist honum. Blessuð sé minning hans. Ásgerður Jónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, afi, tengdafaðir og bróðir, KRISTINN EYJÓLFSSON frá Hvammi i Landsveit, Drafnarsandi 5, Hellu, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 13. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Skarðskirkju í Landsveit laugardag- inn 23. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hins látna, er bent á Kirkjugarðssjóð Skarðskirkju. Anna Magnúsdóttir, Lóa Rún Kristinsdóttir, Inga Jóna Kristinsdóttir, Þórður Þorgeirsson, Eyjólfur Kristinsson, Eyjólfur Ágústsson, Guðrún S. Kristinsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.