Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Skekktar ásjónur
MYNDLIST
Hafnarborg
MANNAMYNDIR
Jón Óskar. Opið alla daga frá kl.
12-18, lokað þriðjudaga. Til 9. des-
ember. Aðgangur 200 kr. Bók 700 kr.
MYNDLISTARMAÐURINN Jón
Óskar er iðinn við kolann því vart
hefur einni sýningu verið lokað er
önnur er í uppsiglingu, og þannig
er sýning hans í aðalsölum Hafnar-
borgar þriðja sýningin á árinu.
Nokkuð mikið í Ijósi þess að þetta
er önnur mikils háttar framkvæmd-
in, hin var í Listasafni Kópavogs
fyrr á árinu, og er nokkur spurn
hvað þessi litli markaður þolir.
Annað mál er að þessar tvær
sýningar kynn gjörólíkar hliðar
listamannsins því að á sýningunni
í Kópavogi kom Jón Óskar á óvart
með eintóna gulum sértækum mál-
verkum sem voru alveg nýtt af hans
hálfu. Þar var hann trúlega að rífa
sig lausan frá frekar einhæfum
myndheimi sem fylgt hafði honum
frá námsárunum í New York, með
sterkum samkynhneigðum vísunum,
sem munu hafa verið áhrif frá næsta
umhverfi og jafnframt þessari miklu
Mekka fijálsra kynlífsathafna, eins
og borgin er stundum nefnd. Þótt
Jón hafi aldrei sýnt þessar myndir
áður munu þær mörgum kunnar af
þriðju síðu Alþýðublaðsins, þar sem
í eindálki er vitnað í ýmis markverð
ummæli úr íj'ölmiðlum. Um er að
ræða afmynduð andlit, svolítið í þá
áttina og menn sjá sjálfan sig í spe-
glasölum skemmtigarða og fjöllista-
húsa og er leikurinn stundum ekki
ósvipaður máluðum andlitsmyndum
Francis Bacon. Þessi ummyndun
andlita hefur verið langæ í núlistum
frá því að Braque og Picasso komu
fram með hana í kúbismanum á í
upphafi aldarinnar og sem náði há-
marki í list hins síðarnefnda á fjórða
áratugnum og var viðvarandi í
margri gerð til dauða hans. Svo
langt gengur það að margur leggur
list og afmyndun að jöfnu, vilja
meina að hún hefjist með afmyndun
fyrirmyndanna, sem þó er nokkur
miskilningur svo sem önnur verk
upphafsmannanna sjálfra eru til
vitnis um.
Kannski á þessi afmyndun í og
með að undirstrika forgengileika
yfirborðsins en hún markar einnig
víðara samhengi, að þrengja sér inn
í kjarna persónunnar, magnþrungn-
ar ytri aðstæður, innri hræringar
og sálarógnir sbr. Guernicu. í annan
stað geta andlitin minnt á frumur,
verið persónugervingar sáðfrumna
í móðurkviði með þá vissu markaða
á ásjónunni, að aðeins ein þeirra
kemst alla leið, hin hverfi í óminnið.
Það eru hundrað jafn stór
innrömmuð andlit á sýningu Jóns
Óskars, sem er raðað skipulega um
alla veggi efra rýmisins og er þetta
sterk og hnitmiðuð innsetning.
Hvorki frumleg né spennandi í
fyrstu, en þó rökrétt og mjög í anda
þess sem víða gerist, en hins vegar
er ómaksins vert að gefa sér tíma
til að rýna í hvert andlit fyrir sig,
þá gengur dæmið upp. Þá þrengja
sér fram ýmsar þekktar persónur í
alveg nýju ljósi og má það undir-
strika þau sannindi að ytra byrði
upplýsir ekki jafnan það sem inni
fyrir býr og sé jafnvel á stundum
blekkingin mesta.
Þessi margvíslegu sjónrænu áreiti
JÓN Óskar: Afmynduð andlit.
snertu mun meira við taugakerfi
rýnisins en hinir stóru flekar lista-
mannsins gerðu áður og líkast til
er mun meira til staðar af honum
sjálfum í þeim.
„Bolavell-
ir Almara
og indía“
Svcrrissalur
MÁLVERK
Eggert Magnússon.
MÁLARINN Eggert Magnússon
hefur lengi verið í fremstu röð ís-
lenskra nævista, svo sem menn eru
réttilega minntir á í sýningarskrá,
jafnframt þeirra hrjúfastur og stór-
skornastur í sjón og sem á mynd-
fleti. Markaður af striti erfiðis-
mannsins og ýmsum ágjöfum á lífs-
leiðinni.
Eggert hefur haldið nokkrar
einkasýningar sem athygli hafa vak-
ið og er rýninum minnisstæðust sýn-
ing í Listmunahúsinu í Lækjargötu
fyrir meira en áratug.
Og nú er hann enn og aftur kom-
inn, í þetta skipti með nítján birtu-
rík málverk í farteskinu sem prýða
munu Sverrissal Hafnarborgar
næstu vikurnar. „Birturík" er rétta
orðið því I annan tíma hefur ekki
verið eins mikið af ljósi og innri birtu
í dúkum þessa málara og jafnframt
eru vinnubrögðin á köflum mun yfir-
vegaðri en sést hefur til hans áður.
Birtuflæðið er ekki einungis meira
fyrir það að listamaðurinn notar
mikið af gulum tónum, heldur mun
frekar vegna þess að honum tekst
að ná fram meira ljósmagni úr lita-
heildunum og jafnframt er í þeim
meiri skynrænn hrynjandi. Það er
þó ekki svo að hann sé að fjarlægj-
ast nævismann og taka upp tækni-
legri og vitrænni vinnubrögð, heldur
hefur hann þróað með sér dýpri sýn
á form og liti, sem gerist einnig hjá
ýmsum nafnkenndum nævistum úti
í heimi er fram sækir Ævintýrin eru
allstaðar í nágrenninu í dúkum Eg-
gerts, líka í nöfnunum á myndum
hans ( sem fyrirsögnin er sótt í ).
Þau eru jafnt staðbundin sem fjar-
læg og honum munar ekkert um að
svissa dulmögnuðum myndsýnum
sínum milli heimsálfa. Er jafn mikið
niðri fyrir er hann málar fálka í
Breiðholti, fund Ameríku, flugskötu-
veiðar, og stúlku sem við skoru með
hamraveggjum horfir í forundran á
undur heimsins, í þessu tilviki út úr
myndrammanum á skoðandann.
Með þessari sýningu styrkir Egg-
ert Magnússon til muna stöðu sína
meðal íslenzkra nævista.
Vatnslita-
myndir
Listhús 39
SMÁMYNDIR
Jean Posocco. Opin virka daga frá
kl. 10-18, laugardaga frá 12-18,
sunnudaga 14-18. Til 2. des. Að-
gangur ókeypis.
JEAN Posocco er franskur að
þjóðerni og kom fyrst til íslands
árið 1983. Landið heillaði hann frá
fyrstu viðkynningu og þar sem hann
að eigin sögn meðhöndlar stundum
pensla, hefur hann þörf fyrir að
deila sýn sinni og hrifningu á land-
inu og fyrirbærum þess með öðrum.
Allt er þetta mjög góðra gjalda
vert og víst fylgir hugur máli í þeim
20 smámyndum, míníatúríum, sem
hann hefur hengt upp í hinu litla
rými. Það er þó þannig að þegar
gerandinn fer sparlegast með efni,
og formið er hvað einfaldast, nær
hann heillegustum árangri svo sem
í myndunum „Akurfjall" (8), „Án
titils“ (23) og „Án titils“ 36. Þær
eru að auk mun hrifmeiri í út-
færslu öllu öðru á sýningunni, en
það er hins vegar stórt orð að
standa við að vera málari, einkum
vatnslitamálari.
Bragi Ásgeirsson.
ÍÆíéám mmka
árval Mkhngt
Æ)BIJNAÖARBANKINN
KJy HAFNARFIRÐI
4£ y>
. \v n i n
f ^
Búsáhöld & Gjafavörur
- !
■ X i
'
■
Verslunarmiðstöðin í miðbæ
Hafnarfjarðar er tveggja ára.
Afmælishátíö veröur alla
helgina meö troöfullri dagskrá.
Föstudagur
Litasamkeppni Leikbæjar/Ritbæjar
og Sambíóanna.
Pizza X gefur pizzur.
Tískusýning frá
fataverslunum kl. 17.00.
Góögæti frá 10-11.
Laugardagur
Krakkahópur frá Hress
sýnir kl. 14.00.
Gunnar Helgason og Felix
Bergsson kynna jóladagatal
Sjónvarpsins kl. 15.00.
Kántrí dansarar og spilarar mæta.
Litasamkeppní Leikbæjar/Ritbæjar
og Sambíóanna heldur áfram.
Sunnudagur
Fimleikafélagið Björk meö
sýningu kl. 14.00.
Hljómsveitin Lúdó og Stefán
spila kl. 15.00.
Úrslit í litasamkeppninni,
vinningar eru
Kroppinbaks leikföng og
100 bfómiöar f Sambíóin.
Nýtt nafn
verslunarmiöstöövarinnar kynnt
og verölaun í nafnasamkeppni
afhent.
Afmælistilboð
f öllum verslunum alla helgina.
m
FILMUR &
FRAMKtfLLUN
Ewrafmætti
Miöbæ - s. 555 2000
H^rrA
p H AFM AR FJ D RÐ U R *
hArsnyrtistofa
C A R T E R
DÍSELLA
SNYRTIVÖRUVERSLUN
KERTA OG
GJAFAGALLERÍ