Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10      B    SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
í HÚSINU á „Fjallinu". Óskar Magnússon og Blómey Stefánsdóttir. Á veggjum má sjá listaverk þeirra, m.a. mynd af Stalín sem var í
miklu uppáhaldi hjá Oskari.
OMAR segir frá því er hann
kynntist Óskari sem þá
var að fara sína síðustu
ferð upp á „fjallið." Ósk-
ar lést 1993 en Blómey býr nú á
dvalarheimili aldraðra, Hrafnistu.
Fer hér á eftir stuttur kafli úr bók-
inni þar sem Blómey segir frá:
„Ég skildi hann aldrei," segir
Blómey Stefánsdóttir, þessi grann-
vaxna og netta kona þar sem hún
situr í herbergi sínu og segir mér
frá manni sínum sem hún missti í
janúar 1993 eftir 54ra ára sambúð.
Á borðinu við hlið hennar liggja
nokkur myndaalbúm og skáldsögur
en hún bendir mér sérstaklega á
hausthefti Skírnis 1995 þar sem
mynd af verki eftir Óskar heitinn
prýðir forsíðuna en í heftinu er
grein eftir Ólaf J. Engilbertsson um
myndlistarmann Skírnis undir heit-
inu: „Leitin að paradís."
Blómey er orðin 82ja ára gömul
og hefur reynt margt um dagana.
I níu löng ár bjó hún á fjallinu
með manni sínum við ótrúlegan
kost.
Það hefur áreiðanlega reynt á
þolrifin í öllum skilningi.
Hún virðist rósemdarkona og er
mjög alúðleg í viðkynningu, í full-
komnu jafnvægi, jarðbundin,
raunsæ og óvenjulega hreinskilin.
Þegar égsegl henni frá kynnum
mínum af Óskari kannast hún vel
við það að hann hafi sagt henni frá
því að hann hafi hitt mig þegar
hann kom í bæinn um kvöldið. Mér
finnst í fyrstu merkilegt að hún
skuli muna það eftir svo mörg ár
en þegar hún segir mér nánar frá
þessum degi er ekki að undra þótt
hún muni þetta eins og það hafi
gerst daginn áður.
„Þetta var örlagadagur," segir
hún. „Honum fannst hann endilega
þurfa að fara þessa ferð þótt veðrið
væri ekki gott. Það þýddi yfirleitt
ekki að malda í móinn þegar honum
datt slíkt í hug og þótt ég sa£i að
hann væri mjög illa fyrirkallaður
og ætti því ekkert erindi upp á
heiði, veiklulegur maður að nálgast
áttrætt, sat hann fast við sinn keip
og fór samt. Þegar hann kom loks
heim um kvöldið, seint og um síðir,
var hann alveg örmagna. Ég sá
strax að það var eitthvað mikið að.
Hann var fársjúkur og morguninn
eftir fór hann í læknisskoðun sem
leiddi í ljós að hann var haldinn
ólæknandi krabbameini á háu stigi.
Þetta var upphaf dauðastríðs hans
og banalegu og í síðasta sinn sem
hann sá bæinn okkar. Hann dó
tveimur mánuðum síðar."
Hún þagnar og við sitjum nokkur
augnablik þegjandi, því þetta snert-
ir mig djúpt. Mér verður ljóst að
stund okkar á fjallinu hafði verið
Mannlífs
stiklur
Ut er komin hjá Fróða bókin Mannlífsstikl-
ur eftir Omar Ragnarsson fréttamann.
Viðamestu kaflar bókarinnar eru annars
vegar um hina svokölluðu „gulldrengi",
íþróttamenn sem voru þjóðhetjur á sínum
tíma. Ómar fjallar þó ekki mikið um íþrótta-
afrek þeirra, heldur mennina sjálfa, lífsþrótt
þeirra og ótrúleg uppátæki og hins vegar
um „spámanninn á fjallinu," þar sem Ómar
fjallar um hjónin Óskar Magnússon og Blóm-
eyju Stefánsdóttur sem reistu hús uppi á
Hellisheiði og bjuggu þar um árabil.
svanasöngur hans og að við hefðum
hvort eð er aldrei getað gert neinn
sjónvarpsþátt saman. Nú átta ég
mig á því hvers vegna mér hafði á
stundum sýnst hann eins og vofa
með þennan kuldalega náfölva í
andlitinu. Það var eins og einhver
ósýnileg og máttug hönd hefði stýrt
þessu öllu á þennan veg. Engan
þurfti að undra að þessi síðasti
dagur í venjulegu lífi þeirra Blóm-
eyjar og manns hennar væri henni
enn í fersku minni og undarleg til-
viljun að leiðir okkar Óskars skyldu
liggja saman einmitt þennan dag.
Þessi dagur var nokkuð sem ég
hefði alls ekki viljað missa af að
upplifa.
Ég bendi Blómeyju á fyrirsögn
Skírnisgreinarinnar um Óskar.
„Leitin að paradís."
„Já," svarar hún. „Honum var
hið einfalda og fullkomna alltaf
hugstætt."
„Var bærinn á fjallinu paradísin
sem hann leitaði að?" spyr ég.
„Eg skildi hann aldrei," endur-
tekur hún. „Leit að paradís er fyrir-
fram dauðadæmd hér á jörðinni.
Það er engin paradís til. Eg skildi
aldrei hvers vegna hann þráði þetta
svona mikið og var að reyna þetta.
En svona var þetta nú samt."
„Sloppurinn hans og húfan
héngu enn á snaganum eins og
hann hefði verið þarna í gær," sagði
ég. „Á ég að koma með þetta til
þín þegar ég hitti þig næst?"
Svipur hennar verður alvarlegur
og dapurlegur. „Nei," syarar hún,
fljótmælt og ákveðin. „Ég vil ekk-
ert vita af neinu frá þessum stað
og aldrei koma þangað aftur."
„Það hefur verið erfitt að búa
þarna," segi ég.
„Já, það var ömurlegt, öll þessi
ár," svarar hún.
Þessi lífsreynda kona er að hefja
grípandi, fáorða og hreinskilna frá-
sögn af einstöku ævihlaupi sínu.
Hún svarar spurningum með meitl-
uðum setningum, vafningalaust.
Oft brosir hún þegar hún svarar,
ýmist góðlátlega eða kaldhæðnis-
lega. Aðeins einu sinni í frásögninni
viknar hún, þegar talið berst að
Blómey
Stefánsdóttir
einkabarni hennar og Óskars, syni
þeirra, sem þau misstu með svipleg-
um hætti.
Við skiptumst á fáorðum spurn-
ingum og svörum um undarleg ör-
lög og oft óskiljanleg:
„Ég er af skaftfellskum ættum
en ég fæddist og ólst upp á Aust-
fjörðum. Firðirnir eru lokaðir og
mér fannst þröngt í þeim. Ég þráði
víðáttuna, frelsið, að geta flakkað
um. Strax og ég var oðin sextán
ára hleypti ég heimdraganum og
leiðin lá næstu árin um Austurland.
Ég hafði yndi af því að flakka, hef
alltaf verið flökkukind í eðli mínu.
Best leið mér meðan ég var á
Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Það er svo
fallegt þar. Bærinn er sá syðsti í
byggðinni, efst uppi í dalnum, næst-
ur öræfunum og heiðarlöndunum.
Þar blasa endalaus, ósnortin víð-
erni við með jöklasýn í fjarska en
heiðum, vötnum og hreindýrahjörð-
um nær. Hreindýrin eru tignarleg
og falleg dýr. Það er varla hægt
að hugsa sér neitt fallegra en hrein-
dýr sem stendur uppi á hæð með
Snæfell í baksýn og reisir myndar-
leg horn sín mót himni. Það er tákn
máttar og dýrðar og slik sýn efldi
í mér þrána eftir hinu fullkomna,
ótakmarkaða frelsi.
Einu sinni sátum við saman, ég
og vinkonurrnínar, og ræddum um
framtíðina. Ég sagði: „Mig dreymir
um að verða piparmey, ein á eyju,
fjarri öllum karlmönnum." Þær
tóku undir þetta. Okkur fannst karl-
menn vera upp til hópa stórbokkar,
frekjuhundar og dnílusokkar.
Það var ekkert jafnrétti til í land-
inu; misrétti og ofríki karlmanna
blasti alls staðar við. Þeir réðu öllu
og áttu allt. Við hétum því að breyta
þessu, ráða okkur sjálfar og láta
ekki kúga okkur. Eg var alveg
ákveðin: Draumur minn var að
verða ein og frjáls, engum háð, úti
á eyju."
Þetta er einkennileg orðræða
konu spámannsins sem fylgdi hon-
um upp á heiði og þraukaði þar
með honum í níu erfið ár til þess
að hann gæti uppfyllt draum sinn.
„Hvernig fór?" "
„Við giftumst allar, hver og ein
einasta. Mín örlög réðust á dansleik
á Kópaskeri. Þá var ég í vinnu á
Raufarhöfn og fór á þennan dans-
leik sem átti eftir að verða svo af-
drifaríkur. Það voru margir fallegir
strákar á Kópaskeri en ungur mað-
ur, sem sagðist heita Óskar Magn-
ússon, fór að dansa við mig. Hann
virtist verða mjög hrifinn af mér
og gekk beint að efninu og spurði:
„Viltu koma með mér og verða
stúlkan mín?"
„Nei," sagði ég.
„Jú," sagði hann.
Hún segir þetta blátt áfram og
næstum svipbrigðalaus þótt ekki sé
laust við kaídhæðnislegt bros þegar
hún rifjar þetta úþp. Þessi lýsing
hennar er eins og í Islendingasög-
unum, „Ungvar ég gefin Njáli..."
og allt það. í örfáum orðum dregur
Blómey Stefánsdóttir saman aðal-
atriði lífshlaups síns: „Nei," sagði
ég. j,Jú," sagði hann."
„Ég  veit   að   margir   kynntust
skapofsa hans," segi ég við hana
þegar hún lýsir þessari afdrifaríku
innkomu Óskars í líf sitt og ég
bæti því við að ég hafi,
uppi á fjalli, kynnst fleiri
hliðum hans, viðkvæmni
og mikilli hlýju; ég hafi
hrifist af margbreytilegri
persónu hans og þó einkum
hlýjunni sem leyndist undir
kaídri skel.
„Varst þú ekki hrifin af
þessari hlið hans?"
Svarið er stuttort, hreinskil-
ið qg næstum ótrúlegt:
„Eg var aldrei hrifin af þess-
um manni. Aldrei."
Hún segir þetta eins og hún
hafi þar með afgreitt með hvaða
hætti 54ra ára samband þeirra var
og þurfi ekki að orða það frekar.
Síðan heldur hún áfram sögu sinni:
„Ég sá öll tormerki á að ég gæti
gifst Óskari. Við vorum gerólík og
ég var ekkert hrifin af honum. Ég
átti þá barn með öðrum manni og
gat ekki séð hvernig samband okk-
ar gæti blessast.
Samt fór ég með honum. Hann
var óskaplega afbrýðisamur og
hræddur um mig, óttaðist alltaf að
ég væri á karlafari. Strax á ballinu
á Kópaskeri var hann altekinn af
þessum ótta. Það voru líka mjög
sætir og myndarlegir strákar þar,
satt er það. Hann fór með mig til
Reykjavíkur og við bjuggum um
tíma hjá föður hans. Hann vildi
mennta sig eftir fremsta megni og
lauk búfræðinámi frá Bændaskól-
anum á Hvanneyri. Vafalaust hefði
hann viljað mennta sig meira eða
eignast jörð en hvorugt var hægt.
Það var kreppa og maður mátti
þakka fyrir að skrimta.
- Við giftum okkur í Dómkirkj-
unni. Það var ekki venjulegt brúð-
kaup.
Við vissum að sambúð okkar
yrði mjög sérstök og ákváðum að
gera þetta í kyrrþey og ein. Við
stóðum þar fyrir altari tvö ein með
séra Bjarna og konunni hans. Þar
voru engir aðrir. Mér fannst það
samt ekki síður eftirminnileg athöfn
en þótt það hefði verið margmenni
viðstatt.
Við sögðum bæði, já" í það skipt-
ið og þegar ég játaðist honum út
yfir gröf og dauða vissi ég að þann-
ig yrði það af minni hálfu og yrði
aldrei aftur tekið. Og þannig var
það. Það var dauðinn sem aðskildi
okkur."
Hún er skammt komin í frásögn
sinni og maður skilur hvorki upp
né niður. Hvað um allt frelsið sem
hana dreymdi um, eyðieyjuna og
allt það? En hún heldur áfram:
„Svo kom stríðið og Óskar fór í
Bretavinnuna. En einmitt þegar það
virtist ætla að skána fjárhagslega'
hjá okkur varð ég heltekin af berkl-
I
I
»
f
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32
B 33
B 33
B 34
B 34
B 35
B 35
B 36
B 36