Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Með fíngnr á strengjum filllllltíll Margír menn eiga sér ástríður. Hitt er sjald- gæfara að þeir séu í senn ástríðufullir tónlist- armenn, iðnaðarmenn, ljósmyndarar og bókasafnarar. Pjetur Hafstein Lárusson hitti þó að máli einn slíkan, Trausta Thor- berg rakara, gítarleikara og bókasafnara með meiru. TIL eru þeir menn, sem handfjatla bækur af slíkri natni, að helst er hægt að líkja því við umhyggju drykkjumanna á öldur- húsum fyrir síðasta glasi fyrir lokun. Og þegar slík- ir menn koma í fornbóka- verslanir og rekast þar á bók, sem þá hefur lengi vanhagað um, færist yfir þá þetta undarlega sambland værðar og ákafa, sem helst á sér hliðstæðu, þegar fólk hittir stóru ástina í lífi sínu. Sé það rétt, að hver bók eigi sér sjálfstætt líf, um leið og hún kemur úr prentun, þá hlýtur það að vera keppikefli hverr- ar bókar að hafna hjá slíkum mönn- um. Einn þessara manna er Trausti Thorberg, gítarleikari, tónlistar- kennari og rakari að iðn. Margir minnast hans einnig úr Fótóhúsinu, en þá verslun rak hann í tvo ára- tugi, ásamt konu sinni, fyrst í Garðastræti, en síðar í Banka- stræti. Sá sem þetta skrifar, hafði lengi veitt Trausta athygli á götum borg- arinnar, áður en kynni tókust yfir kaffibolla í fornbókaversluninni Bókinni, sem þá var til húsa efst í Bankastræti en hefur nú flutt sig um set á Grundarstíginn. Er það síst að furða, enda vottar svipmót Trausta og fas ákveðna séntil- mennsku, sem því miður er flestum íslendingum framandi. Það kom mér því ekki á óvart, þegar ég frétti, að hann á til danskra að telja í móðurætt. Eða væri ef til vill rétt- ara að segja sænskra? „Móðir mín, Edith Victoria Thor- berg Jónsson, fædd Julin, fæddist í bænum Rönne á Borgundarhólmi, 18. mai 1901, og ól þar manninn, þar til hún kom hingað til lands með föður mínum árið 1920. En foreldrar hennar, hjónin Elna og Magnus V. Julin múrarameistari, voru Svíar, bæði frá Lödrup. En þau fluttust sem sagt til Borgundar- hólms fyrir aldamót. Þar starfaði afi minn sem matsmaður trygging- arfélags. Þrátt fyrir að mamma væri fædd og uppalin í Danmörku, þá var hún mjög fljót að ná tökum á íslensku, þegar hingað kom. Og það gerði hún svo vel, að fæstir gerðu sér jgrein fyrir því, að hún væri ekki Islendingur. Það er annarrs svolítið skrýtin saga í sambandi við það, hvernig fundum foreldra minna bar saman. Það var að vísu ekkert merkilegt við það í sjálfu sér, heldur vegna nokkurs, sem síðar gerðist. Þannig var, að móðurbróðir föður míns, Guðjón Jónsson, faðir Kjartans list- málara, sem þá var bryti á Goða- fossi, tók hann með sem þjón í nokkra túra. Og sem þeir voru staddir í Kaupmannahöfn, fóru þeir að heimsækja gamlan vin Guðjóns, Sigurð Briem fiðluleikara, sem þá bjó í Hellerup. Það var í þeirri ferð, sem foreldrar mínir kynntust. Hvers vegna er ég að segja frá þessu? Jú, síðar flutti Sigurður heim og hóf hér tónlistakennslu. Og þar kom, að hann aumkaði sig yfir mig og tók mig í tíma í u.þ.b. tvö ár. Þá skildu leiðir. En síðar á lífsleið- inni tókst með okkur nokkurt sam- band. Ég fylgdi honum svo til graf- ar þegar að því kom og minnist hans enn með virðingu. Eiginlega á ég þessum ágæta manni tilveru mína að þakka. Svona geta einstak- ir þættir í lífínu stundum lokast eins og hringur. Faðir minn var Óskar Thorberg Jónsson, bakarameistari, Gíslason- ar, sölumanns, lengst af hjá Efna- gerð Reykjavíkur. Hann var dugn- aðarforkur til vinnu, en ekki það sem kallað er „forretningsmaður". Móðir mín sá því um bókhaldið og annað sem að viðskiptunum snéri, en hann annaðist baksturinn. Þeir Jón Símonarson og pabbi stofnuðu bakarí á Laugavegi 5 árið 1926. Fjórum árum síðar reistu þeir svo bakaríið á Bræðraborgar- stíg 16, þar sem bókaforlagið Iðunn er nú til húsa. Þetta var lang- stærsta bakarí landsins á sínum tíma, og starfsfólk a.m.k. á þriðja tuginn. í þessu húsi voru og íbúðir þeirra félaga, og því mikill sam- gangur milli fjölskyldnanna. Á því varð engin breyting, þótt þeir Jón og pabbi hættu samstarfmu um rekstur bakaríisins. Eftir það stofn- aði pabbi kökugerðarhús á Lauga- vegi 5. Þar höfðu þau mamma lítið konditorí sem setti sinn svip á bæ- inn.“ — Þú hefur væntanlega snemma farið að vinna í bakaríinu? „Auðvitað, það var alsiða í þá daga, að börn ynnu þá vinnu, sem kostur var á. Og bakarar höfðu það fram yfir ýmsar aðrar stéttir, að geta nýtt sér aðstoð bama sinna.“ Frá bakaríi á rakarastofu — En var þá ekki nokkuð sjálf- gefið, að þú lærðir bakaraiðn? „Jú, eiginlega. En þegar ég var kominn á þann aldur að huga að framtíðinni, þá hafði ég fengið áhuga á gítarnum. Og gítarleikur og bakaraiðn fara ekki vel saman, til þess reynir baksturinn of mikið á hendur og fíngur. Hins vegar hentar rakaraiðn gítarleikurum ágætlega." — Hjá hveijum varstu í læri? „Ég er fyrsti nemandi Páls Sig- urðssonar, sem síðar rak rakara- stofuna í Eimskipafélagshúsinu, en á þessum árum rak faðir hans, Sigurður Ólafsson stofuna. Þetta var stór stofa, með fimm stólum. Ég komst á samning 18. maí 1943, en þá hafði ég verið einn vetur í Iðnskólanum. Árin mín á rakara- stofunni í Eimskip eru mér mjög eftirminnileg, enda hef ég alla tíð búið að þeirri reynslu, sem ég fékk þar. Á þessum árum var Reykjavík minni en hún er nú, og allt atvinnu- lífið var í miðbænum. Flestir þeirra utanbæjarmanna, sem erindi áttu í bæinn, byrjuðu á því að koma til okkar og fá rakstur og klippingu. I þá daga komu menn ekki til bæjar- ins á einkabílum, heldur með rútum eða skipum. Rúturnar höfðu enda- stöð á B.S.Í. við Kalkofnsveg og Eimskipafélagshúsið stendur við höfnina, eins og allir vita. Þarna kynntist ég því fjölda manns, ekki aðeins úr bænum, heldur einnig utan af landi. Kannske þekkti ég ekki nöfn þeirra allra. En ég vissi að þessi var bóndi að austan og hinn sýslumaður að vestan. Mönn- um þótti gott að byrja bæjarferðina á rakarastofu, þar sem rakararnir spjölluðu við þá sem gamla kunn- ingja. Oft var það, að sjómenn, sem voru að koma úr siglingu, launuðu mér þjónustuna sérstaklega, með því að gefa mér vín, sem þeir gjarn- an helltu í fantinn minn. Ég hef aldrei verið vínmaður og hafði því ekkert með þetta að gera. En það hefði verið ónærgætni að afþakka. Svo ég hellti víninu í flösku og safn- aði til helgarinnar. Þá fór ég gjarn- an í gönguferð um miðbæinn, ekki síst eftir að börnin komu til skjal- anna. Notaði ég þá tækifærið til að gefa ólánsmönnum í strætinu vínið. Ég ætla nú ekki að lýsa þakk- lætinu, þótt drykkurinn væri vafa- laust í göróttara lagi. En út á þetta eignaðist ég ýmsa ágæta kunningja meðal róna. Ég vandist því á rak- arastofunni, að klippa og raka jafnt ráðherra sem róna og sé ekki ástæðu til að gera upp á milli þeirra. Á þessum tímum komu menn ekki einungis á rakarastofur til að fá klippingu, heldur líka rakstur. Sumir létu jafnvel raka sig á hverj- um degi. Þetta skapaði mjög náin tengsl milli rakara og viðskiptavina. Ég man enn, hvernig húð sumara viðskiptavinanna var viðkomu, jafn- vel þeirra, sem látnir eru fyrir ára- tugum. Og samræðurnar, þær voru líflegar. Umræðurnar spönnuðu allt milli himins og jarðar,- stjórnmál, efnahagsmál og íslendingasögur. Og oft var hart tekist á. Pétur Hoffmann fór t.d. ekkert í launkofa með skoðanir sínar á fomköppum og lífshlaupi þeirra.“ Byltingin 7. júlí 1941 „Þegar ég byrjaði í rakaraiðn- inni, var stríðið í algleymingi og bærinn fullur af hermönnum, bæði bandarískum og breskum. Ég var á þrettánda ári þegar Bretinn kom, 10. mai 1940. Auðvitað fylgdu mikl- ar breytingar komu hans. En þegar Ameríkaninn kom árið eftir, þann 7. júlí 1941, varð bókstaflega bylt- ing. Ég var, ásamt þúsundum ann- arra bæjarbúa, niðri við höfn þenn- an dag, að fylgjast með komu bandarísku hermannanna. Og hvílík sjón! Dátarnir voru „elegant" klæddir, báru hringi á fingram og reyktu stórsígara. Bresku hermönn- unum varð svo mikið um þetta, að þeir létu sig hverfa í fjöldann. Og þegar Ameríkanarnir byijuðu að skipa birgðum sínum á land, urðu menn ansi langleitir. Þeir notuðu fullkomna krana og með þeim lönd- uði þeir ekki aðeins vopnum, heldur einnig jarðýtum og öðram töfratól- um, sem Islendingar höfðu aldrei augum litið. Uppskipunin _tók tvær til þijár klukkustundir. Á meðan varð nútímaþjóðfélag til á íslandi. Auðvitað sér það hver maður eftir á, að þessi umskipti voru alltof snögg. Að vísu var gott að losna að mestu við fátæktina. En í staðinn kom flottræfilshátt- ur, _sem enn sér ekki fyrir endann á. Áður en Ameríkaninn kom, tald- ist það heldrimannaháttur, að ganga með hatt. Flestir karlmenn, þ.á m. sterkefnaðir athafnamenn, gengu með derhúfu. En eftir þetta, keyptu þeir sér límosíur og réðu jafnvel bílstjóra til að skutla sér í og úr vinnu, þótt leiðin væri ekki nema tíu mínútna gangur. Ég mæli ekki með fátækt, en of mikið ríkidæmi er engum til góðs. Þeir eru ófáir ágætis mennirnir, sem ég hef séð fara fyrir lítið í taumlausri auðsdýrkun. Gítarinn helllar Ég var aðeins tólf ára, þegar ég tók ástfóstri við gítarinn. Móðir mín kenndi mér undirstöðuatriðin, en hún var mjög músíkölsk, sögn bæði og lék á hljóðfæri. En söng- röddina missti hún, þegar bróðir minn, Georg, fórst í flugslysinu við Héðinsfjörð 29. mai 1947. Vinur minn einn, sem bjó í sama húsi og ég, kenndi mér einnig nokkuð og svo voru það tímarnir hjá Sigurði Briem. Hjá honum lærði ég m.a. undirstöðu nótnalesturs. En námið hjá honum varð svolítið endasleppt. Eiginlega rak hann mig, þegar hann frétti, að ég væri farinn að fikta við rhythmagítar. Honum líkaði það ekki, blessuðum. En nú var sem sagt stríð, og bærinn fullur af hermönnum. I þeirra hópi voru m.a. amerískir hljóðfæraleikarar og komst ég í kynni við ýmsa þeirra. Einn þeirra var Jimmy Webster gítarleikari, sem á sínum tíma spilaði með Benny Goodman. Amerísku hljómlista- mennirnir bjuggu allir í Trípólí- kampi við Melavöll. Þar höfðu þeir bíó, Trípólíbíó. Jimmy Webster var svo vingjarnlegur, að taka mig þar í tíma á hveijum sunnudegi, milli klukkan 10 og 11 á morgnana. Sú kennsla var mér auðvitað mikils virði. En Webster gerði hér stuttan stans. Eftir þijá mánuði var hann sendur á brott. Hann gerði þó ekki endasleppt við mig, því hann fékk Þóri Jónsson til að taka mig í hljóm- sveit sína. Hún spilaði bæði á Hótel Borg og af og til fyrir „offisera" í Trípólíkampi. Á Hótel Borg var sex manna hljómsveit á kaupi. Ég var sjöundi maðurinn og spilaði kaup- laust, enda lærlingur. Þetta átti þó aðeins við um þá dansleiki, sem vora á vegum hótelsins. Þess utan vora þarna s.k. „prívatböll", oft tvisvar í viku. Þá var spilað til kl.3 til 4 á nóttinni og ég á fullu kaupi. Ég þénaði svo vel á þessu, að ég þorði ekki að segja félögum mínum á rakarastofunni frá því. En þetta var líka tvöföld vinna. Svona gat þetta gengið fyrir sig vegna hæfi- legrar blöndu af hreysti, reglusemi og fégræðgi. Þannig hafa hlutirnir yfirleitt gengið hjá mér,- tvöföld vinna og tvöfait kaup. Það hefur forðað mér frá því að vera það sem kallað er blankur. Eftir þetta spilaði ég með flestum hljóðfæraleikurum þessa tíma. T.d. spilaði ég í tvö ár á Keflavíkurflug- velli, 1953 til 1955. Þangað suður eftir hossaðist ég í leigubíl eftir gamla Keflavíkurveginum á hveiju kvöldi, eftir að hafa unnið allan daginn á rakarastofunni. Þegar heim kom, um miðja nótt, beið kon- an svo með kaffi og kökur. Vinnu- álagið lagðist því ekki aðeins á mig, heldur einnig hana. Eg spilaði bæði í lausamennsku og með hljómsveitum. Þannig var ég í fyrsta KK-sextettinum, en hann byijaði að leika fyrir dansi í Mjólk- urstöðinni árið 1947. Þetta voru fádæma vinsæl böll, spilað öll kvöld, nema að mig minnir mánudags- kvöld. Á laugardögum voru meira að segja síðdegisböll. Við dyra- vörslu var ungur og vaskur maður, síðar þekktur sem Gvendur jaki. Carl Billich var einn þeirra sem ég spilaði mikið með, m.a. í yfir hundrað sýningum á Deleríum Bú- bónis, auk þess, sem ég spilaði inn á nokkrar plötur með honum. Hann var eftirminnilegt prúðmenni, og bar með sér andblæ mið-evrópskrar siðmenningar. Þrátt fyrir hreystina, kom þar á þessu tímabili, að ég hætti að geta sofið. Ég fór því til Þórðar Mullers læknis, til að fá svefntöflur. Hann spurði hvað ég gerði. Þegar ég hafði sagt honum, að ég ynni á rakarastofu á daginn og spilaði á nóttinni, sagði hann mér léttur í bragði, að ég fengi engar pillur hjá sér. Hins vegar ráðlagði hann mér að hætta, annað hvort að klippa eða spila og þó helst hvort tveggja. Ég tók hann á orðinu og fór með minni heittelskuðu til Danmerkur. Þar hvíldist ég og vann smávegis á bólstraraverkstæði hjá móðurbróð- ur mínum. Og það leið ekki á löngu, þar til svefninn komst í eðlilegt horf. Eftir að ég hafði náð svefni á ný, tók mig fljótlega að klæja í fing- urna eftir skærunum. Ég réði mig því á rakarastofu við Vester

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.