Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 72
qrœnnL ' qrein 0 BÚNADARBANKI ÍSUNDS Memdd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Niðurstaða rannsóknar á „alvarlegu flugumferðaratviki“ 15. september gefin út „Greip of seint til aðgerða“ Rannsóknarnefnd leggur til aðskild ar aðflugs- og brottflugsleiðir Járnblendifélagið Metfram- leiðsla ífyrra FRAMLEIÐSLA járnblendifélags- ins á Grundartanga hefur aldrei verið jafn mikil og á nýliðnu ári eða 72.479 tonn. Fyrra met var sett árið 1989 og var 72.006 tonn. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri járnblendifélagsins, segir hagnað- inn eftir árið rúmar 600 milljónir króna. Eigendur íslenska járnblendi- félagsins hf. hafa ekki tekið end- anlega ákvörðun um hugsanlega stækkun verksmiðjunnar á Grund- artanga, en rætt hefur verið um að bæta við þriðja bræðsluofnin- um. Stjórn félagsins hittist eftir rúma viku og er búist við tíðindum að þeim fundi loknum. RANNSÓKNARNEFND flugslysa segir í skýrslu um „alvarlegt flugumferðaratvik" sem varð vegna tveggja flugvéla í brott- og aðflugi um 15 sjómílur suðaustur af Keflavík hinn 15. september síð- astliðinn, að flugumferðarstjóri í aðflugsstjóm Keflavíkurflugvallar hafi „gripið of seint til aðgerða" og að talviðskipti við flugmann þriðju vélar, erlendrar, sem var suðvestur af landinu og á leið til Keflavíkurflugvallar hafi „tafið fyrir“. Um var að ræða tvær Flugleiða- vélar i áætlunar- og leiguflugi til og frá Frankfurt í Þýskalandi og fór flugstjóri annarrar vélarinnar eftir fyrirmælum árekstrarvara sem gaf til kynna að hætta væri á ferðum. Rannsóknarnefndin segir enn- fremur í skýrslu sinni að „naumur tími“ hafi verið til stefnu þar til vélarnar mættust. Heimild vélar- innar, sem var í brottflugi og auð- kennd með kallmerkinu ICE-520, kvað á um hindranalaust klifur í 29.000 feta hæð á tilteknu stöðu- miði „eða nánast á móti“ hinni vélinni, ICE-855, sem var að lækka sig fyrir aðflug til Keflavíkur, eins og segir í skýrslunni. Einnig nefnir nefndin sem „lík- lega“ orsök að flugmenn ICE-520 hafí ekki heyrt fyrirmæii flugum- ferðarstjórans um að hækka flugið ekki frekar að sinni vegna umferð- ar úr gagnstæðri átt en bætir við: „Ekki er hægt að útiloka að fyrir- mæli árekstravarans hafi fangað athygli flugmannanna og þeir hafí þess vegna ekki heyrt fyrstu fyrir- mæli flugumferðarstjórans“. Nefndin tilgreinir í fjórða og síð- asta hluta skýrslunnar þijár „tillög- ur í öryggisátt" sem beint er til flugmálastjórnar. Er meðal annars lagt til að flugmálastjórn „láti fara fram athugun á því hvort til bóta sé að hanna sérstakar brottflugs- og aðflugsleiðir til og frá Keflavík- urflugvelli eða fjölga stöðumiðum til þess að einfalda ratsjárstjórn flugumferðar“. „Hefðum senni- lega sloppið“ Magnús Jónsson flugstjóri ICE- 520 segist hafa verið að klifra um 4.000 fet á mínútu samkvæmt sín- um útreikningum, sem ekki beri saman við útreikninga nefndarinn- ar, þegar fyrirmæli hafí verði gefin um að halda 7.000 fetum vegna umferðar á móti. Magnús kom auga á hina vélina fyrir ofan sig þegar hann „tók dýfu“ samkvæmt skipun frá árekstravara og segir að með fyrrgreindum klifurhraða taki 15 sekúndur að fara 1.000 fet. „Við hefðum sennilega sloppið upp fyrir framan hann en maður veit aldrei. Hinn flugstjórinn sá okkur aldrei en ég sá hina vélina og í augnablik fannst mér að við stefndum á hana. Maður hefur ekkert til að miða við þegar maður er kominn með nefíð upp við gluggann og ég gat með engu móti gert mér grein fyr- ir því hvað hann fór langt frá,“ sagði Magnús í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. ■ Klifraði/10 Uppsetning kera hafin í Straumsvík BYGGING kerskála við álverið í Straumsvík er lokið og uppsetn- ing kera og annars tækjabúnaðar er hafin. Stefnt er að því að fyrstu kerin verði tekin í notkun í júlí og í lok september verði rekstur þeirra allra kominn í fullan gang. Stækkun álversins má skipta í þijá meginþætti, byggingu nýs kerskála, stækkun rafmagnsað- veitustöðvar og stækkun steypu- skála. Byggingu aðveitustöðvar er að mestu lokið og bygging steypuskála er vel á veg komin. Búnaður í aðveitustöðina er að Ikoma til landsins. Uppsetning á 160 kerum í kerskála hófst í október og lýkur í september. Morgunblaðið/Kristinn Maður stunginn tíl bana með löngiun, tvíeggja hnífí Ungir menn á Raufarhöfn o g Keflavík með alvarlega áverka eftir hnífsstungur UÍTJÁN ára piltur, Sigurgeir Bergs- son, var í gær úrskurðaður í gæslu- varðhald til 2. apríl næst komandi og gert að sæta geðrannsókn vegna rannsóknar á andláti 32 ára gamals manns, Siguijóns Júníussonar, í Sandgerði um klukkan 6.30 á nýárs- nótt. Pilturinn hefur játað að hafa orðið manninum að bana með hnífí. Tvö hnífsstungumál önnur komu til kasta lögreglu við áramót og hlutu tveir áverka af þeim sökum. Hinn látni var sambýlismaður móður piltsins til nokkurra ára og liöfðu báðir haft áfengi um hönd um kvöldið og nóttina, en töldust samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hvorugur vera ofurölvi. Eftir stutt en snörp orðaskipti þeirra á milli sótti pilturinn um sautján sentimetra langan hníf sem festa má á byssu og iagði til manns- ins, með þeim afleiðingum að hann iilaut bana af. Um afar skeinuhætt vopn er að ræða að sögn lögreglu og er hnífur- inn meðal annars að hluta til tví- eggja. Aðeins var um eina hnifs- stungu að ræða og kom lagið í háls manninum neðst í barka og í bijósthol. Fór slagæð í sundur með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að hann hafi látist á örfáum mínút- um. Þegar lögreglan kom á staðinn var pilturinn staddur í eldhúsi húss- ins en hinn látni hafði komist upp í svefnherbergi í risi og var örendur þegar að var komið. Hlaut sjö áverka Sextán ára piltur hlaut töluverða áverka, þar á meðal 15 sm skurð á hálsi, þegar maður réðst að hon- um með vasahníf fyrir utan félags- heimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn um kl. 5 á nýársnótt. Dansleikur var haldinn í félags- heimilinu á nýársnótt. Að sögn lög- reglu hafði meintur árásarmaður, sem er tvítugur heimamaður á Raufarhöfn, hótað mönnum með litlum sjálfskeiðungi. Lögreglan segir aðdraganda árásarinnar rugl- ingslegan og engin veruleg ástæða finnist fyrir henni. Einhveijar hnippingar hefðu verið með mönn- unum, sem lauk svo að sá eldri dró upp hnífinn og veitti þeim yngri sjö áverka, skurði og stungusár. Að sögn lögreglu var tilræðið mjög hættulegt, þar sem litlu munaði að 15 sm skurður á hálsi tæki í sundur slagæð. Árásarmað- urinn var handtekinn strax eftir atburðinn. Lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins og mun árásarmaðurinn að líkindum sæta gæsluvarðhaldi á meðan á henni stendur. Deilur tveggja pilta, sem voru í samkvæmi í heimahúsi í Keflavík að morgni nýársdags, enduðu með því að annar þeirra réðist að hinum ' með dúkahníf. Veitti hann honum allmikla áverka á hendi og fæti. Lögreglunni í Keflavík var til- kynnt um atburðinn kl. 11.16 á fyrsta degi ársins. Samkvæmi hafði staðið í húsinu frá því um nóttina, töluverðrar ölvunar gætti og komið hafði til slagsmála milli manna. 18 ára piltur varð sér úti um dúkahníf og skrúijárn og réðist að 19 ára pilti með hnífinn á lofti. Fimm handteknir Piltinum blæddi mjög mikið og var hann fluttur til Reykjavíkur, þar sem gert var að sárum hans. Lögreglan handtók fimm manns í samkvæminu, en fjórum vitnum að árásinni var sleppt fljótlega. Lög- reglan fór í gær fram á gæsluvarð- hald yfir árásarmanninum. Lífeyrisr éttindi bankamanna 7% launa fari í sér- eignasjóð SAMKOMULAG hefur tekist í aðal- atriðum um tillögur að breytingum á reglugerðum lífeyrissjóða ríkis- bankanna og er stefnt að því að kynna þær starfsmönnum bank- anna um miðjan mánuðinn. Breytingarnar fela í sér að í stað ríkisábyrgðar á skuldbindingum munu sjóðirnir standa undir skuld- bindingum sínum með eignum sín- um og þeim iðgjöldum sem til þeirra eru greidd. Það þýðir að iðgjald í lífeyrissjóð hækkar úr 10% af dag- vinnulaunum í 17% af heildarlaun- um og leggjast 10% í sameignar- sjóð, en 7% í séreignasjóð hvers og eins sjóðfélaga. Launþegi greiðir áfram 4% í iðgjöld en iðgjald at- vinnurekenda hækkar úr 8% í 13%, en til þessa hafa verið greidd 12% í lífeyrissjóð vegna bankamanna. Lífeyrissjóðirnir eru tveir, Eftir- launasjóður Landsbanka og Seðla- banka, en í hann greiða einnig starfsmenn Reiknistofu bankanna, Fiskveiðasjóðs og Visa ísland og Eftirlaunasjóður Búnaðarbankans. ■ Iðgjöld/18 8,6% þjóð- arinnarmeð GSM-síma NOTENDUM GSM-farsíma- kerfisins fjöljgaði um 147% á nýliðnu ári. I byijun árs 1996 voru skráðir GSM-farsímar hjá Pósti og síma 9.375. Þeim fjölgaði síðan um 13.740 á árinu og voru orðnir 23.116 um áramót. Það liggur því fyrir að um 8,6% landsmanna hafa slíka síma í fórum sínum. ■ Farsíminn/2C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.