Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Leiðtogar Perú og Japans funda í Kanada Fujimori býst við að gísla- málið dragist á laugiim Lima. Reuter. Spjallað í skugga byssukjafta TVEIR palestínskir drengir sitja að vinaspjalli á dyratröppum þar sem ísraelskir lögreglumenn standa gráir fyrir járnum í arab- iska hluta gamla bæjarins í Jerú- salem, á meðan á föstudagsbæn- um múslima stendur. Gizkað var á að allt að 200.000 múslimar hefðu sótt bænastund í al-Aqsa moskunni á Musterishæð í gær. Þrjú þúsund ísraelskir lögreglu- menn voru á verði í borginni vegna hins mikla fjölda trúræk- inna múslima, sem búizt var við að streymdu til miðborgar Jerú- salem nú er ramadan, föstumán- uður múslima, stendur sem hæst. Ramadan er níundi tunglmán- uður múslima og færist árlega fram um 11 daga, þar sem tungl- ár þeirra er 354 dagar. í ár hófst hann 10. janúar og stendur í 29 eða 30 daga. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, kvaðst í gær gera ráð fyrir að gísla- málið í Lima gæti dregist mjög á langinn. Kvaðst hann bíða þolin- móður eftir því að gíslarnir, sem verið hafa í haldi í bústað japanska sendiherrans í Lima í sex vikur, yrðu leystir úr prísundinni. Fuji- mori hélt í gær til Toronto, þar sem hann mun eiga fund i dag, laugar- dag, með Ryutaro Hashimoto, for- sætisráðherra Japans, um lausn deilunnar. Á meðal þeirra sem sitja munu fund Fujimoris og Hashimotos er Antony Vincent, sendiherra Kanada í Perú. Hann var í hópi gíslanna og var milligöngumaður á milli skæruliða Tupac Amaru, sem halda hópnum í gíslingu, og stjórnvalda. Vincent ávann sér traust beggja aðila og var látinn laus. Fujimori sagði í samtali við arg- entínska sjónvarpsstöð áður en hann hélt til Kanada, að hann byggist allt eins við því að gíslun- um yrði haldið í vikur eða mán- uði. Sagði hann að á fundinum í Kanada vonuðust leiðtogarnir til að stilla enn frekar saman strengi sína í málinu. Þá mun aðgerðir lögreglunnar fyrir utan sendi- herrabústaðinn án efa bera á góma en Japanir gagnrýndu þær fyrr í mánuðinum, og hvöttu stjórnvöld í Perú til að sýna aðgát, og ekki ögra skæruliðunum. Háttsettur embættismaður í Perú, sem ekki vildi láta nafns síns getið, fullyrti að Fujimori myndi ekki biðjast afsökunar á fram- göngu lögreglunnar og að hann myndi ekki óska eftir samþykki japanskra yfirvalda til að beita lög- regluvaldi og ráðast á bygginguna. I Lima reynir lögregla nú að veikja baráttuþrek skæruliða með því að þruma hergöngulög yfir svæðið, þeyta sírenur og fljúga yfir með miklum drunum. Reuter Andstæð- íngarmr óþjóðalýður Belgrad. Reuter. MIRA Markovic, eiginkona Slobo- dans Milosevics, forseta Serbíu, sakaði í gær þá, sem hafa mót- mælt stjórn sósíalista, um að trufla venjulegt líf í landinu og kallaði þá óþjóðalýð. Markovic hefur mikil áhrif á bak við tjöldin sem helsti ráðgjafi eig- inmanns síns og er formaður eins af stjórnarflokkunum, segir í grein, sem hún skrifaði í tímaritið Duga, að mótmæli stjórnarandstöðunnar, Zajedno, hafi gert alla atvinnu- starfsemi í miðborg Belgrad ómögulega. Sagði Markovic, að Zajedno væri á mála hjá erlendum ríkjum, einkum einn helsti leiðtogi hennar, Vuk Draskovic. Sakaði hún hann um að kynda undir æsingi, sem leitt gæti til borgarastyijaldar. Boris Jeltsín Rússlandsforseti fagnar 66 ára afmæli sínu í dag Heilsan Akkilesarhællinn Moskvu. Reuter. ÞAÐ KUNNA að verða blendnar tilfinningar sem bærast í bijósti þeirra sem skálá við Borís Jeltsín Rússlandsforseta í tilefni 66 ára afmælisins sem er í dag. Að rússneskum sið er afmælisbarninu óskað góðrar heilsu og víst er að sjaldan hefur Jeltsín þurft eins mikið á slíkum óskum að halda og nú. Heilsa hans er í besta falli óstöðug, á þeim sjö mánuðum sem liðnir eru frá því að hann var endurkjörinn forseti, hefur hann verið mun lengur á sjúkrahúsi en á skrifstofu sinni í Kreml. Andstæðingar hans segja Rússland á sjálfstýringu og reyna hvað þeir geta til að þvinga forsetann á eftirlaun og jafnvel ráðherrar í stjórn hans hafa sagt síðasta ár hafa mistekist hvað varðar efnahagsumbætur. Afstaðan til Jeltsíns kom berlega í Ijós í skop- mynd í einu dagblaði stjórnarandstöðunnar sem sýndi forsetann fálma í stýri þjóðarskútunnar af sjúkrabeðnum. Sumir gagnrýnendur hafa sagt að rússnesk stjórnmál séu sjúk í heild sinni og að stjórnarskráin eigi að miða að því að draga úr völdum forsetans. „Við höfum byggt um ein- ræðis-valdapýramída. Svo lengi sem forsetinn trónir efstur á honum, er allur pýramídinn á hreyf- ingu og að fást við eitthvað," sagði Alexander Lebed, sem áður gegndi starfí öryggisráðgjafa forsetans, í viðtali fyrr í vikunni. „Nú hefur hann haft hægt um sig í hálft ár og nú er allt að falla saman. Það er óeðlilegt." Ekki gert ráð fyrir hátíðahöldum Það kemur víst fáum á óvart að ekki er gert ráð fyrir neinum hátíðahöldum í tilefni afmælis forsetans. Hann mun halda upp á afmælið með fjölskyldu sinni á sveitasetri fyrir utan Moskvu, þar sem forsetinn jafnar sig af lungnabólgu. Þrátt fyrir að Jeltsín sé ekki gamall maður á vestrænan mælikvarða hefur hann Iifað nokkrum árum lengur en rússneskir karl- ar að meðaltali. Hann er aðeins skugginn af þeim manni sem klifraði upp á skriðdreka í ág- úst 1991 er kveðin var niður valdatilraun harðlínukommún- ista gegn Míkaíl Gorbatsjov, þáverandi leiðtoga Sovétríkj- anna. Jeltsín hefur hrakað mikið á einu ári, eftir ótrúlega orku í kosningabaráttunni síðasta sumar, hefur forsetinn ekki verið samur maður. Hann missti meðvitund kvöldið sem hann vann sigur á höfuðand- stæðingi sínum, Gennadí Zjúg- anov, í júlí í fyrra. Eftir það hvarf hann af sjónarsviðinu og gekkst undir hjartaaðgerð þann 5. nóvember. Hann sneri aftur til starfa í Kreml undir lok síðasta árs en var lagður inn á sjúkrahús í byijun janúar með lungnabólgu. Hann var útskrifaður 20. janúar sl. og hefur jafnað sig á sveitasetri sínu síðan en hefur mætt í þrígang til vinnu í Kreml, þvert á ráðleggingar lækna. Af nýjustu sjónvarpsmyndum að dæma er for- setinn nokkuð hress en hann hefur grennst og elst umtalsvert. Ekki er þó að merkja að hann hyggist láta af störfum, aðstoðarmenn hans hafa hvað eftir annað sagt hann brenna í skinninu að komast aftur til starfa. Þá virðast þeir telja að jafnvel þó Jeltsín reynist ófær um að stjóma land- inu, sé nauðsynlegt að halda honum í embætti svo að ekki komi til kosninga og Zjúganov eða Lebed komist til valda. „Það er Ijóst að Jeltsín er mjög veikur og getur aðeins unnið fáeinar klukkustundir á dag. En það kann að vera nóg,“ segir Sergei Markov, stjórn- málaskýrandi. „Hann þarf ekki að þeysast um landið þvert og endilangt. Það er nóg að hann sé á staðnum til að halda hinum íjarri.“ Eins og nú er ástatt, sjá Víktor Tsjemomyrdín og Anatolí Tsjúbaís, skrifstofu- stjóri forsetans, um dagleg- an rekstur ef svo má að orði komast en Jeltsín tekur hins vegar mikilvægustu ákvarðanirnar. „í raun kemst stjórnin býsna vel af án hans,“ segir Viktor Kremenjúk, hjá Bandarísku og kanadísku stofnuninni, sem er óháð og fylgist m.a. með ástandinu í Rússlandi. Gagnrýnendur Jeltsíns era ekki sömu skoðunar. Þeir benda á að pólitísk- ar og efnahagslegar umbætur séu í biðstöðu, svo og mikilvægar ákvarðanir er varða utanríkisstefn- una. Á meðal þeirra sem gagnrýnt hefur ástand- ið er Jevgení Jasin, efnahagsmálaráðherra og bandamaður Jeltsíns, en hann er mjög ósáttur við hversu lítið ávannst í efnahagsmálum á síð- asta ári, segir áætlun um efnahagsumbætur hafa mistekist. Eina jákvæða þróunin sé hjöðnun verð- bólgu. En þrátt fyrir sífelldar árásir á Jeltsín er hon- um lítil hætta búin af þeim í nánustu framtíð. Breytingar á stjómarskránni era tímafrekt og flókið ferli sem óvíst er að takist eins og málum er nú háttað. „Það er einfaldara að kenna krókó- díl að fljúga en að breyta stjórnarskránni," segir leiðtogi fijálslyndra, Grígorí Javlinskí. Mesta ógn- in stafar því sem fyrr af heilsu forsetans. AFMÆLISBARNIÐ Jeltsín. STUTT Sobtsjak sakaður um spill- ingu ANATOLÍ Sobtsjak, einn af þekktustu umbótasinnum Rússlands, sætir nú lögreglu- rannsókn vegna ásakana um spillingu, að sögn rússneska dagblaðsins Izvestí,a. Sobtsjak var borgarstjóri Pétursborgar á árunum 1991-96 og er sak- aður um að hafa látið rýma næstu íbúð í húsi sínu til að geta notað hana sjálfur. Hann er sagður hafa fengið verk- takafyrirtæki til að kaupa nýja íbúð handa nágrönnum sínum til að losna við þá. Sama fyrir- tæki hafi einnig gefið frænku borgarstjórans fyrrverandi íbúð. í staðinn er hann sagður hafa tryggt fyrirtækinu ábata- söm byggingarverkefni fyrir borgina, en hann vísar ásökun- unum á bug. Áfrýjun Tapi- es hafnað MANNRÉTTINDANEFND Evrópu hafnaði í gær áfrýjun- um franska stjórnmálamanns- ins Bernards Tapies, sem hélt því fram að mál hans hefði ekki fengið rétt- láta meðferð þegar hánn var dæmdur fyrir skatt- svik ög hag- ræðingu úr- slita í leikjum knattspyrnufélagsins Marseille sem hann átti. Franskir dóm- stólar úrskurðuðu hann einnig gjaldþrota og sviptu hann sæti á franska þinginu og hann á nú einnig á hættu að missa sæti sitt á Evrópuþinginu. Mannréttindanefndin hafnaði einnig svipaðri áfrýjun vegna máls Pauls Touviers, sem lést á fangelsissjúkrahúsi eftir að hafa verið dæmdur fyrir stríðs- glæpi í síðari heimsstyijöldinni. Banda ákærður fyrir fjársvik KAMUZU Banda, fyrrverandi „lífstíðarforseti“ Afríkuríkisins Malaví, var í gær ákærður fyrir að hafa dregið sér jafnvirði 630 milljónir króna. Banda stjórnaði landinu með harðri hendi í þrjá áratugi til ársins 1994 og er talinn vera 96 ára gamall. Hann kom ekki fyrir rétt þegar mál hans var tekið fyrir í gær vegna elli og heilsubrests. Bandaríkja- sljórn gagn- í Búrma rýnd HERFORINGJASTJÓRNIN í Búrma veittist í gær harkalega að Bandaríkjastjórn, sem gagn- rýndi hana fyrir mannréttinda- brot í ársskýrslu um mannrétt- indamál víða um heim sem gefin var út á fimmtudag. I skýrslunni sagði að ástandið í mannréttindamálum hefði versnað á liðnu ári í Búrma, en herforingjastjórnin sagði það „þvaður" og lið í samsæri gegn landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.