Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EMIL ÞÓRÐARSON + Emil Þórðarson var fæddur á Bjamarnesi í Nesja- hreppi í A-Skafta- fellssýslu 5. nóv. 1915. Hann lést á dvalarheimili aldr- aða á Þórshöfn hinn 16. janúar síðastlið- inn. Emil stundaði nám í Laugaskóla, S-Þingeyjarsýslu. Emil vann ýmis störf um ævina, lengst af hjá Kaup- félagi Langnesinga frá 1961 til loka árs 1993. Foreldrar Emils voru Þórður Oddgeirsson, f. 1.9. 1883, d. 3.8. 1966, prófastur á Sauðanesi á Langanesi, og kona hans, Þóra Ragn- heiður Þórðardóttir, f. 29.1. 1882, d. 19.6. 1950, húsfreyja. Systkini Emils eru: Oddgeir Theodór, f. 30.11.1911, d. 18.10. 1978; Hanna Andrea, f. 24.12. 1912; Haukur, f. 4.5. 1914, d. 29.6. 1966; Helga,f. 18.11.1917; Anna, f. 3.12. 1919; Þórður Guðmundur, f. 6.4.1921; og Gyða, f. 10.7. 1924. Minningarathöfn um EmU fór fram í Sauðaneskirkju þann 24. sl. Hann var jarðsunginn í kyrr- þey að eigin ósk. Elskulegur föðurbróðir okkar, Emmi frændi, er látinn. Okkur systkinin langar til að minnast hans í nokkrum orðum og þakka honum fyrir öll þau ár sem við átt- um samleið með honum. Emmi hélt heimili með foreldrum okkar í tæp þrjátíu ár og sem slík- ur átti hann sinn hluta í að móta viðhorf okkar í uppvextinum. Við munum öll eftir honum úr æsku þar sem hann var vakandi yfir vel- ferð okkar og uppeldi. Hvatti okkur til dáða og tók á allan hátt þátt í uppeldi okkar systkinanna á Sól- völlum. Tók þátt í gleði okkar og sorgum. Emmi var sjálfur ókvænt- ur og bamlaus en segja má að við höfum líka verið hans börn að mjög miklu leyti. Við vorum félagar hans og hann okkar félagi. Af langri samveru mótaði hann okkur með styrkri hendi leiðbeinandans. Þegar við síðan eignuðumst sjálf fjöl- skyldur stóð Emmi frændi þar og studdi við bakið á okkur í baráttu lífsins. Emmi var mikill hestamaður. Hann átti alla tíð hesta og hafði gaman af. Margar frístundir hans voru í hesthúsinu eða við heyskap og hirðingar. Þar naut hann sín einna best í frjálsri náttúru og umgengni við dýr. Emmi vann ýmis störf um ævina. Hann var maður vinnunnar. Skap- andi verðmæti með eigin huga og höndum. Sem ungur sá hann um búskapinn heima á Sauðanesi hjá afa okkar, séra Þórði. Emmi var vitavörður Grenjaðar- nesvita í 52 ár. Hann vann einnig við vegagerð og smíði hafnarinnar á Þórshöfn á þeim árum sem tækn- in var lítið eitt annað en haki, skófla og kraftur sá sem býr í hveijum líkama. Þannig er Emmi einn af sonum þessarar þjóðar, sem skilur eftir sig þögult hand- bragð víða á sinni lífsleið. Best munum við þó eftir honum sem starfsmanni Kaupfélagsins. Hjá Kaupfélaginu vann hann þangað til hann var 78 ára gamall, svo ekki er hægt að segja að hann hafi slegið slöku við þar frekar en annars staðar. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 Emmi var afburða heilsuhraust- ur maður alla sína tíð eða fram á sitt síðasta ár þegar hann fékk sjúkdóm þann, sem átti stærstan þátt í að binda enda á langan lífs- feril hans. Hann lét sig ekki muna um að hlaupa um mýrar og tún eftir hestum og búfénaði fram á sín síðustu ár ef þurfa þótti. Og hann lét sig aldrei vanta ef ein- hver þurfti á aðstoð að halda við búverkin. Þegar Emmi frændi er nú allur koma okkur í hug þau orð sem Aðalbjörn Arngrímsson, mágur hans, orti um hann og okkur finnst að lýsi honum vel. Og þú ert einn af þessum sönnum þaulreyndu og traustu mönnum hveija stund í ótal önnum áttir sjaldan næðisstund þér vinnan lék í mjúkri mund. Utan venju og vinnutíma var þó rauluð hestaríma er tiðum þína létti lund. Kveðjur varmar vinir senda vegin fram þeir allir benda þér við sendum þökk án enda á þinni dreypum heillaskál. Það er okkar allra mál að þú sért allra þjóna prýði í þjóðarinnar kalda stríði ekkert hismi - ekkert tál. Við munum alla tíð sakna þessa góða manns, sem var okkur svo góður og reyndist okkur svo vel. Þannig manna er auðvelt að minn- ast. Þakka þér, elsku frændi, fyrir samveruna í þessu lífi. Systkinin frá Sólvöllum. Við frændurnir viljum þakka Emma, afabróður okkar, fyrir allar þær skemmtilegu stundir sem við höfum átt með honum. Alla bíltúr- ana í Lödu-jeppanum hans út á nes til að gá að hestum og allar heimsóknirnar, sem við höfum átt í hesthúsið til hans og hann teymdi undir okkur hring eftir hring. Nú er hann kominn til Guðs og nú líð- ur honum vel. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér. (Hallgr. Pét.) Stefán St. Bergsson og Sveinn Skorri Höskuldsson. Ég vil með nokkrum orðum minnast vinar míns Emils Þórðar- sonar, og þakka fyrir þær mörgu góðu stundir sem við áttum sam- an. Ég var ungur að árum er ég kynntist Emil, en hann bjó að Sólvöllum, í sama húsi og Þórður bróðir hans, en Þórður er kvæntur Ólöfu föðursystur minni. Það var alltaf gaman að koma að Sólvöll- um, þar var maður alltaf velkom- inn, enda heimilið þekkt fyrir gest- risni. Emil var barngóður og reyndist börnum Þórðar og Ólafar vel og naut ég góðvildar hans einn- ig. Kynni okkar Emils urðu nánari eftir að ég fór að vinna með honum vorið 1978 hjá Kaupfélagi Lang- nesinga og vorum við vinnufélagar allt til ársins 1989 er ég fluttist til Skagafjarðar. Það var gott að starfa með Emil, hann var hirðu- samur og ötull í vinnu, afar traust- ur starfsmaður og það var mér gott veganesti að hefja störf með honum. Áður en Emil fluttist til Þórs- hafnar vann hann á búi föður síns, sr. Þórðar á Sauðanesi. Emil var mikill dýravinur og kunni sveitalíf- inu vel og það voru honum erfið spor er hann þurfti að fara frá Sauðanesi. Sérstaka ánægju hafði hann af hestum og átti alltaf nokkra hesta eftir að hann flutti á Þórshöfn. Hann átti margar góð- ar stundir í hesthúsinu, enda hugs- aði hann afar vel um hestana sem voru vinir hans og í umgengni við þá kom einnig vel fram hirðusemi hans og snyrtimennska. Margar góðar minningar átti Emil frá he- staferðum sem hann fór með góð- um vinum, ekki síst hin síðari ár. Ég á einnig margar góðar minn- ingar frá samverustundum með Emil, bæði í vinnu og frístundum. Um áratuga skeið var hann vita- vörður í Grenjanesvita og það var gamn að fara með honum út í vit- ann. Ég man hversu tignarlegt það var um páskana 1979 er við stóð- um upp i vitanum og horfðum yfir hafísbreiðuna sem þakti Þistil- fjörðinn. Ég minnist einnig góðra stunda er við sátum saman, feng- um okkur í glas og ræddum hin ýmsu málefni. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar góður vinur er kvaddur og fyrir allar þær minn- ingar vil ég þakka. Þó að aldurs- munur okkar væri mikill skyggði það aldrei á vináttu okkar og vin- átta Emils var jafnt eins og annað í fari hans. Fyrir þá vináttu vil ég þakka og bið honum Guðs blessun- ar um alla eilífð. Árni Kristinsson. Á undanförnum mánuðum hefur flestum þeim er til þekkja verið ljóst hvert stefndi með hann nafna minn. Maður sem alla tíð hafði verið einstaklega heilsuhraustur var á skömmum tíma ekki orðinn svipur hjá sjón. Það var fimmtudagsmorguninn 16. janúar að ég fékk þau skilaboð að ég ætti að hafa samband við mömmu við fyrsta tækifæri. Þá um leið þóttist ég vita hvert erindi hennar væri. Að tilkynna mér and- lát nafna míns. Þó svo þessi fregn hafi ekki komið í opna skjöldu þá held ég að maður geti aldrei verið fullkom- lega viðbúinn að horfa á bak ást- vini. Allt frá því ég tók mín fyrstu skref í eldhúsinu á Sólvöllum og fram til dagsins í dag hefur nafni minn verið stór hluti af lífi mínu. Óteljandi matartíma, fyrst niðri á Sólvöllum, svo uppi á Pálmholti, við undirspil kraumandi potta og glamrandi hnífapara, skeggrædd- um við mál líðandi stundar, stund- um körpuðum við og ef hann var orðinn þreyttur á að hlusta á það sem ég hafði að segja var hann vanur að segja „æi hættu nú þessu óskapa rugli, nafni minn“. Og þar við sat. Hann nafni minn var maður hæglátur og hógvær. Og duglegur og kraftmikill var hann allt undir það síðasta. Mér er það minnis- stætt þegar hann áttræður stóð í heyskap myrkranna á milli og var enginn eftirbátur okkar sem yngri vorum, síður en svo. Það var ekki fyrr en óvæginn sjúkdómur hafði herjað á hann að starfskraftar hans fóru þverrandi. Annars held ég að það væri ekki að skapi nafna míns að honum yrði haldin löng lofræða og með þessum fátæklegu orðum læt ég staðar numið. En minning nafna míns, Emils Antons Þórðarsonar, mun lifa í bijósti mér um ókomin ár. Megi hann hvíla í friði. Emil Þór. JÓN JÓHANNES JÓSEPSSON + Jón Jóhannes Jósepsson var fæddur á Vörðufelli á Skógarströnd 3. júní 1897. Hann lést á heimili sínu á Dal- braut 6 í Búðardal 23. janúar síðastlið- inn. Foreldrar Jóns voru Jósep Eggerts- son og Ása Jónsdótt- ir. Systkini Jóns voru: Guðrún, f. 14.12. 1895, d. 10.1. 1997, Elín Margrét, f. 30.1. 1904, d. 28.11. 1989, Málfríð- ur, f. 7.6. 1908, d. 4.10. 1996 og Kristján Benedikt, f. 26.5. 1913. Auk þess átti Jón eina uppeldissystur, Ingibjörgu Sigurðardóttur. Jón kvæntist Magnúsínu Steinunni Böðvarsdóttur, f. 13.4. 1889, d. 7.10. 1977. Þau voru búsett á Sámstöðum í Laxárdal þangað til þau fluttu til Guðbjargar dóttur sinnar í Búðardal árið 1966. Börn Jóns og Magnúsínu: 1) Ey- jólfur Jósep, f. 11.5. 1924, kvænt- ur Sveinbjörgu Ólöfu Sigurðar- dóttur, f. 7.11. 1930. 2) Sigurður, f. 30.6. 1925, kvæntur Karenu Guðlaugsdótturj f. 22.11. 1929. 3) As- geir, f. 12.4. 1927, d. 3.5. 1928. 4) Ásgeir Böðvar, f. 24.9. 1928, d. 13.1. 1929. 5) Guðbjörg Margrét, f. 25.11. 1929, gift Krisljáni Guðlaugi Bergjónssyni, f. 2.10. 1932. Afkomendur Jóns eru fjöl- margir. Utför Jóns fer fram frá Hjarðarholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er elsku afi minn dáinn. Hann hefði orðið 100 ára 3. júní á þessu ári. Afi og amma áttu heima hjá mömmu og pabba. Árið 1977 dó Magnúsína amma. Ég var þá átta ára gömul og flutti inn í herbergi til afa, þar áttum við saman marg- ar góðar stundir. Hann kenndi mér margt, t.d. Olsen Olsen sem við spiluðum oft og mikið. Afa fannst voðalega gaman að spila og leggja kapla, reyndar eru ekki liðnir marg- ir mánuðir frá því að hann sást síð- ast með spil á hendi. Við sungum mikið saman og oft varð lagið Svanasöngur á heiði fyrir valinu, þau eru nú orðin mörg lögin og kvæðin sem hann hefur kennt mér. Börn hændust mjög að afa og köll- uðu mörg böm hann „afa“. í skúff- unni hans leyndust alltaf gráfíkjur og annað góðgæti sem hann var gjafmildur á. Þegar ég eignaðist síðan dóttur fyrir tæpum þremur ámm, var hún vart farin að ganga þegar hún skreið inn í herbergi afa til að taka í spilin hans og fá pínu nammi. Afa líður örugglega mjög vel núna hjá ömmu og sonum sínum tveimur. Ég ætla að enda á einni af bænunum sem við afi fóram oft með áður en við fórum að sofa á kvöldin. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji pðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig.Jóns. frá Presthólum) Jónheiður Berglind. Elsku langafi okkar. Nú ertu kominn til langömmu. Þú sagðir okkur margar sögur af þér og langömmu og við vitum að hún hefur tekið vel á móti þér og þér líður vel hjá henni. Við minnumst allra samverastundanna sem við áttum með þér í herberginu heima hjá ömmu og afa á Dalbraut og vitum að þar verður tómlegt án þín. Alltaf varstu tilbúinn að tala eða leika við okkur og alltaf varst glað- ur að sjá okkur. Þú kenndir okkur margt sem við munum alltaf minn- ast. Vertu sæll, elsku langafi, við varðveitum það sem við áttum sam- an alla tíð og þökkum fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Nú er ég klæddur og kominn á ról Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gef þú mér að ganga í dag, svo líki þér. (Höf. ók.) Kristján Rafn, Ruth og Helgi Baldur. Jón Jósepsson, fyrrum bóndi á Sámsstöðum í Laxárdal í Dölum lést þ. 23. janúar sl. Hann hefur vafalaust verið tilbúinn að yfirgefa þennan heim eins og eðlilegt er á hans aldri, en hann hefði orðið 100 ára gamall 3. júni nk. hefði honum enst aldur til. Jón var orðinn tals- vert lasburða nú síðustu mánuði, sjónin nánast alveg farin, og hann orðinn lúinn til gangs. Annars hef- ur hann átt góðri heilsu að fagna allt fram undir síðustu ár. Hann missti eiginkonu sína, Magnúsínu Steinunni Böðvarsdótt- ur, fyrir 20 árum, sem þá var 88 ára gömul, en hana virti hann og elskaði alla tíð. Allir gömlu góðu vinirnir eru nú horfnir. Síðastur þeirra fór Eyjólfur í Sólheimum, sem lést í hárri elli fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir að Jón nyti þeirr- ar bestu umhyggju, sem hægt er að hugsa sér hjá fórnfúsri og um- hyggjusamri dóttur, Guðbjörgu og eiginmanni hennar Kristjáni Berg- jónssyni, þá hafði lífið óhjákvæmi- lega misst töluvert af fyrri ljóma og ekki var eins mikið að lifa fyrir og áður var meðan eiginkonan lifði og heilsan var þokkaleg. Jón var því áreiðanlega sáttur við að fara, enda búinn að sinna skyldustörfum sínum hér á jörð af dugnaði og heiðarleika. Það sem einkenndi Jón fyrst og fremst var hans létta skap. Hann var alla tíð einstaklega skapgóður, bjartsýnn ogjákvæður. Hann hafði þó ákveðnar skoðanir og var einsk- is manns jábróðir. Hann hafði sér- staklega ákveðnar skoðanir á þjóð- málum almennt, en þó einkum stjórnmálum. Ég lít á Jón sem einn minn besta vin, þrátt fyrir talsverðan aldurs- mun okkar. Kynni okkar hófust, þegar ég fór til þeirra hjóna sem sumarstrákur í sveit, þá 10 ára gamall. Þá var Jón 51 árs að aldri en Magnúsína kona hans 59 ára. Þegar ég kom til þeirra í fyrsta sinni, voru þau í mínum augum algerlega bláókunnugt fólk. Ég fann þó fljótt fyrir hlýju og vinsemd allra þeirra, sem þarna bjuggu og hef alltaf litið á það sem einstakt lán að hafa fengið að kynnast fjöl- skyldunni á Sámsstöðum. Ég var hjá þessu góða fólki í sex sumur, og minningar frá þessum sumrum hafa oft yljað mér um hjartarætur. Mér leið afar vel þarna og var ákveðinn í að verða bóndi eftir dvöl mína þar, þótt það gengi nú ekki eftir. Á milli mín og þessarar fjölskyldu skópust sterk tengsl og einlæg vinátta, og ég leit alltaf til allra, sem henni tilheyrðu, eins og náinna ættingja. Það var því ekki að undra þótt börnin mín héldu 25 árum síðar, að Magnúsína og Jón væru amma mín og afi, svo mikið dálæti hafði ég á þeim. Fjölskyldan á Sámsstöðum var einstaklega söngvið fólk. Á þeim tíma, sem ég var hjá þeim, sungu Qórir af sex fullorðnum í þessari fjölskyldu í kirkjukór Hjarðarholts-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.