Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ EG VAR alltaf ákveðinn að verða g’ítarleikari," segir Magnús Eiríksson, tón- listarmaður og hljóðfæra- kaupmaður. Hann er fæddur í Reykjavík 1945 og ólst þar upp á haftaárunum. Allt mögulegt og ómögulegt var skammtað. í hljóð- færaverslunum borgarinnar fengust ekki nema léleg austur-þýsk hljóð- færi. Fyrsti gítarinn hefur líklega ekki verið beysinn? „Það var gítar sem systir mín hafði fengið til þess að spreyta sig á. Svo hætti hún eftir eitt eða tvö grip, eins og gengur," segir Magn- ús. Hann var 12-13 ára gamall þeg- ar hann byijaði að gutla á gítarinn. Kunningi Magnúsar, Öm Kaldalóns, sýndi honum fyrstu gripin og Guð- rún Axelsdóttir, móðursystir Magn- úsar, sagði honum líka til í bytjun. Á þessum árum var gítarinn að ryðja sér til rúms í dægurtónlist á kostnað lúðra og dragspila. Rokk- bylgjan skall á landinu með trukki og dýfu. Elvis Presley og Tommy Steele voru hetjur dagsins. Vopnað- ir gíturum og smurðir brilljantíni sungu þeir sig inn í hjörtu landans á öldum ljósvakans og í bíósölum. Það þótti ekki beint hallærislegt að kunna á gítar. „Ég heyrði lagið Guitar Boogie Shuffle með ameríska gítartríóinu The Virtues þegar ég var 14-15 ára gamall,“ segir Magnús. „Þetta voru fyrirrennarar The Shadows og The Ventures. Gítarleikari The Virtues var ábyggilega einn sá fyrsti, ásamt uppfínningamanninum Les Paul, til að nota endurkasts bergmál, þetta var það magnaðasta sem ég hafði heyrt.“ Magnús lagðist yfír lagið og tókst að ná því á gitarinn. Það var þó ekki með hefðbundinni að- ferð. „Ég lét gítarinn liggja á bak- inu og spilaði á hann eins og menn leika á skriðgítar (slide-gítar). Ég veit ekki hvemig í ósköpunum ég fór að þessu, ég get það ekki leng- ur,“ segir Magnús. Til að bæta við sjálfsnámið sótti Magnús tíma í gítarleik hjá Karli Lilliendal, Gunnari Jónssyni og fleir- um. Hann segist einnig hafa lært mikið, kannski mest, af því að horfa á góða gítarleikara spila. Hann fór á jasskvöld og hlustaði þar á snill- inga á borð við Öm Ármanns og Jón Pál Bjamason. Auk þess segir Magnús það hafa verið ómetanlegan skóla að vinna með þeim fjölmörgu tónlistarmönnum sem hann hefur verið samferða um ævina. Með Hendrix úr Pónik Fyrsta hljómsveitin sem Magnús lék með var skólahljómsveit og hann þá 16 ára gamall. Árið eftir byijaði hann að spila með „alvöru“ dans- hljómsveitum. Magnús nefnir til dæmis sextettinn EM og Agnesi. Loks lá leiðin í Pónik og Einar sem var með vinsælli og virtari hljóm- sveitum um og eftir miðjan sjöunda áratuginn. Magnús segir árin með Pónik hafa verið mjög skemmtileg og gefíð góðar tekjur. „Eg hætti með Pónik þegar Jimi Hendrix gaf út lagið Hey Joe,“ seg- ir Magnús. „Pónik og Einar var fyrst og fremst danshljómsveit, í hljómsveitarbúningi hönnuðum af Colin Porter. Við vorum mjög góðir félagar og spiluðum danstónlist fyr- ir alla aldurshópa. Svo kemur Hey Joe út á plötu. Ég hlustaði á lagið og undraðist hvemig maðurinn næði þessum tóni úr gítamum. Fljótlega uppgötvaði ég að þessum hljómi varð ekki náð nema að skrúfa ansi hressilega upp í magnaranum. Þá er ég að tala um 6-7 á Fender-magn- aranum sem ég notaði á þessum árum - það var dálítið mikill háv- aði!“ Magnús segir að þetta vinsæla lag hafí verið tekið á efnisskrá Pón- ik og Einars og lagið æft á „kristi- legum“ styrk. Það var svo á hjóna- balli, sem haldið var á laugardags- kvöldi í Félagsgarði í Kjós, að frum- flutningur Pónik og Einars á Hey Joe fór fram. Af því tilefni hækkaði Magnús sólógítarleikari hraustlega í magnaranum - til að fá hljóm að hætti Hendrix - svo fylgdu tvö eða þijú lög áður en tekin var pása. „Þá mæta aðalsöngvari hljóm- sveitarinnar og rytmagítarleikarinn Morgiinblaðið/Kristinn Ingvarsson MAGNÚS Eiríksson með Gibsoninn. Gegnum tíðina Magnús Eiríksson hefur samið fjölda laga og texta. Nú er í undirbúningi sýning, * Braggablús, á Hótel Islandi, sem byggist á gömlum og nýjum verkum Magnúsar. Guðni Einarsson ræddi við Magnús um tónlistar- ferilinn og tilurð laganna og textanna sem giatt hafa eyru landans í gegnum tíðina. MANNAKORN í Broadway 1985. F.v. Magnús Eiríksson, Sigfús Ottarsson, Pálmi Gunnarsson, Jens Hansson og Guðmundur Benediktsson. fram í eldhús í Félagsgarði, mjög ábúðarmiklir á svip, og óska eftir viðtali við mig undir sex augu,“ segir Magnús. „Þeir spyija hvort ég hafí hugsað mér að spila fram- vegis á gítar með þeim hætti sem ég gerði í laginu Hey Joe. Já, ég sagðist alveg vera til í það. Þá lögðu þeir til að það væri líklega sniðug- ast fyrir mig að skipta um hljóm- sveit. Ég fór að þeirra ráðum og stofnaði Blúskompaníið." Mannakorn með íslensk lög Magnús segir að um þetta leyti hafi nýtt tímabil verið að hefjast í tónlistinni. Hljómsveitir á borð við Cream og Fleetwood Mac höfðu öðlast miklar vinsældir og tónlist þeirra átti fjölda aðdáenda. Blús- kompaníið var tríó, ásamt Magnúsi voru þeir Jón Garðar Elísson bassa- leikari og Erlendur Svavarsson trommuleikari og söngvari. Tríóinu gekk prýðilega, það spilaði á blús- kvöldum tvisvar til þrisvar í viku og einnig fyrir dansi. Á efnis- skránni voru lög frá Cream, John Mayall, Fleetwood Mac og amerísk rokklög. Blúskompaníið gekk í gegnum miklar mannabreytingar í áranna rás. Magnús segir að síðast hafi verið í Blúskompaníinu auk sín þeir Karl Sighvatsson á orgel, Biggi Baldurs á trommur og Pálmi Gunn- arsson á bassa. Þá var í bígerð að taka upp plötu með þessari útgáfu af Biúskompaníinu, en Karl Sig- hvatsson fórst í bílslysi áður en af því varð. Meðfram Blúskompaníinu stofn- aði Magnús danshljómsveit með þeim Baldri Má Arngrímssyni, Birni Björnssyni og Jóni Kristni Cortes. Þessi hljómsveit spilaði talsvert á Keflavíkurflugvelli undir nafninu Uncle John’s Band. Á tímabili söng Janice Carol með þeim félögum. Hljómsveitin gekk líka undir nafn- inu Lísa og lék víða um land. Fram að þessu hafði Magnús gert lítið af því að semja lög og texta. Fyrstu tilraunir hans í þeim efnum voru drög að rokklagi sem Magnús kallaði Ford ’57. Manna- korn hljóðrituðu þetta lag löngu síðar við textann Komdu í partí. „Mjög plebbalegur texti, sem átti vel við á þessum árum. Þetta lag varð mjög vinsælt á dansleikjum eins og nærri má geta,“ segir Magn- ús. Hann samdi nokkur lög og texta fyrir Pónik, sem voru hljóðrituð í London um miðjan sjöunda áratug- inn, Kristín Ólafsdóttir gerði frægt lag Magnúsar Komu engin skip í dag og Erla frá Akureyri hljóðritaði Við arineld. í árdaga Sjónvarpsins var hljóm- sveitin Lísa fengin til að vinna upp gömul rokklög fyrir sjónvarpsþátt undir stjórn Egils Eðvarðssonar. „Egill hvatti okkur mjög til að vera með frumsamið efni og íslenska texta. Við fórum eftir þessu og til varð hljómplata sem ég kallaði Mannakorn og kom út 1975,“ segir Magnús. „Þá var Páimi Gunnarsson farinn að spila á bassa og syngja með okkur. Eftir þetta var hljóm- sveitin alltaf kölluð eftir plötunni." Með Mannakornum hófst ferill Magnúsar sem laga- og textahöf- undar fyrir alvöru. Þeir félagar hafa gert sjö plötur á rúmum 20 árum og þar hafa verk Magnúsar verið í fyrirrúmi. Vel á annað hundrað lög Magnús Eiríksson er nú skráður fyrir 141 verki á verkaskrá STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. Þessi lög hafa verið hljóðrituð og gefin út, sum oft og með ýmsum flytjendum, dægur- lagasöngvurum, einsöngvurum og kórum. Eins hefur hann samið fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Élest lögin hafa komið út hér á landi en einnig í Noregi og Danmörku. Auk hljóðritana á Magnús lög og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.