Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 31
h MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 31 AÐSENDAR GREINAR Gefum ungn fólki tækifæri A UNDANFÖRNUM misserum hefur óánægja almennings með tekjuskattskerfið farið sífellt vax- andi. Ráðamenn virðast almennt vera því sammála að tekjuskatts- kerfið sé komið í ógöngur og lagfær- inga sé þörf. Þrátt fyrir það hafa aðgerðir stjómvalda fram að þessu einungis beinst að smávægilegum lagfæringum hér og þar en ekki hefur verið tekið á vandanum með markvissum hætti. Þróun tekjuskattskerfisins frá upptöku staðgreiðslunnar Óánægja manna með tekjuskatts- kerfið hefur einkum beinst að sífellt hækkandi jaðarsköttum. Saman- burður við önnur lönd innan OECD sýnir að jaðarskattar hér á landi eru með því allra hæsta sem þekkist. En hvað er átt við með háum jaðars- köttum? Það þýðir einfaldlega það að ávinningur af því að auka tekjur verður sáralítill þegar tekið er tillit til þess hve stór hluti tekjuaukans fer í skatta og að tekjutengdar bætur lækka jafnframt. Stöðugt hækkandi staðgreiðsluhlutfall, raunlækkun persónuafsláttar og stórauknar tekjutengingar á ýmsum sviðum leiða til þess að stór hópur fólks sér engan tilgang í því lengur að auka tekjur sínar. Þvert á móti má finna mörg dæmi um að aukin vinna lækki ráðstöfunartekjur fólks. Viðleitni fólks til að finna sér svarta vinnu verður einnig meiri en ella. Lítum á nokkrar staðreyndir um þróun tekjuskattkerfisins frá upp- töku staðgreiðslukerfisins á árinu 1988: 1. Þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp á árinu 1988 var skatt- hlutfallið 35,2%. í ár nemur stað- greiðslan 41,98%. Skatthlutfallið hefur því á þessu árabili hækkað um tæplega 10%. Til viðbótar hefur verið tekinn upp sérstakur 5% há- Guðlaugur Þór Þórðarson Áslaug Magnúsdóttir tekjuskattur. 2. Persónuafsláttur hefur lækk- að að raungildi frá því að stað- greiðslukerfi skatta var tekið upp. Ef persónuafsláttur hefði fylgt verð- lagsbreytingum hefði hann átt að vera kr. 27.157 í janúar 1997 í stað kr. 24.544 eins og hann hefur nú verið ákveðinn. Með sama hætti hefðu skattleysismörk einstaklings nú átt að vera við tekjur að fjárhæð kr. 77.151. Skattleysismörkin mið- ast hins vegar í dag við kr. 60.902. 3. Tekjutenging bóta innan skattkerfisins hefur aukist verulega. Hvað hafa ofangreindar breyting- ar á tekjuskattskerfinu haft í för með sér fyrir fólk með meðaltekjur? Ljóst er að tekjuskattgreiðslur meðaltekjufólks hafa hækkað gífur- lega. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun voru meðalat- vinnutekjur framteljenda á aldrinum 26 til 65 ára rúmar 1,5 milljónir króna á árinu 1995. Meðaltekjur hjóna voru hins vegar samtals tæp- ar 3 milljónir króna á því ári. Dæmi um skattbyrði meðaltekju- fólks skv. núgildandi skattalögum og ef ákvæði skattalaga 1988 giltu • • Okukennsla sem valgrein í ökuhermi í unglingaskólum HEILDARKOSTN- AÐUR við umferðar- slys á íslandi er talinn nema um 12 milljörð- um króna á ári, varlega reiknað. Hærri tölur hafa reyndar verið nefndar í þessu sam- hengi. Hagfræðistofn- un Háskóla íslands hefur nýlega gert þessa útreikninga að beiðni landlæknis, Um- ferðarráðs og Vega- gerðar ríkisins. Hvað er til ráða? Ólafur Ólafsson Endurteknar rann- sóknir hafa leitt í ljós að piltar á aldrinum 17-21 árs eru a.m.k. í fimm sinnum meiri hættu en fólk á aldrinum 25-65 ára á að lenda í umferðaróhöppum. Margir álíta að orsök hárrar slysa- tíðni meðal unglinga sé óþroski, fljótfærni og ævintýramennska. Hugsanlegt er að þessir þættir marki nokkuð ökuhæfni ungs fólks en nið- urstöður ítarlegra rannsókna benda þó til þess að aðalorsökin sé reynslu- og kunnáttuleysi. Menn hafa komist að því að ungl- ingar er fá góða þjálfun í ökuhermi t.d. ökukennslu í 50-60 klukku- stundir fyrir ökupróf lenda ekkert frekar í umferðarslysum en 25 ára og eldri. Með hliðsjón af því hve stjórn eigin farartækis er orðinn ríkur þáttur í lífi fullorðinna er ljóst að barna- og unglingaskólar hafa vanrækt að búa unglinga vel undir í dag: Sjá töflu hér að neðan. Svo sem glöggt má sjá af ofangreindri töflu leiða skattaregl- urnar sem nú eru í gildi til mun óhag- stæðari niðurstöðu fyrir meðaltekjufólk en þær skattareglur sem í gildi voru fyrir tæpum áratug. Stað- an er nú orðin sú að í mörgum tilvikum skila auknar heildar- tekjur sáralítilli aukn- ingu tekna eftir skatta. Auk þess ber á það að líta að af- borganir af námslánum hækka með auknum tekjum og að ýmsar bætur utan hins eiginlega skattkerfis, svo sem húsaleigubætur, skerðast með hækkandi tekjum. Þegar tekið hefur verið tillit til þessa, svo og að ýmis aukakostnaður fylgir því oft að fólk auki við sig vinnu, svo sem vegna umönnunar barna, verður staðan oft sú að aukning vinnutekna leiðir til lægri ráðstöfunartekna fyrir við- komandi einstakling eða fjölskyldu. Þessi staðreynd verður að teljast sérstaklega bagaleg fyrir ungt fólk sem er að reyna að koma sér upp Óánægja manna með tekjuskattskerfið, segja Guðlaugur Þór Þórð- arson og Áslaug Magn- úsdóttir, hefur einkum beinst að sífellt hækk- andi jaðarsköttum. staðreynd er einnig til þess fallin að bijóta niður dugnað og sjálfs- bjargarviðleitni fólks en þeir eigin- leikar hafa hingað til verið áberandi og mikilvægir eðliseiginleikar ís- lenskrar þjóðar. Tillögur Sambands ungra sjálfstæðismanna í ljósi ofangreindra staðreynda um íslenskt tekjuskattskerfi hefur Samband ungra sjálfstæðismanna unnið að tillögum til úrbóta. Tillög- urnar eru í stuttu máli eftirfarandi: 1. í stað núverandi kerfis tekju- skatts og útsvars verði tekið upp tvíþrepa skattkeifi. 2% skattur verði lagður á tekjur upp að kr. 125 þús- und á mánuði en 25% skattur á tekj- heimili og þarf að geta aukið ráð- ur umfram það. Persónuafsláttur stöfunartekjur sínar til að standa falli niður og sömuleiðis sjómanna- straum af afborgunum lána. Þessi afsláttur. Skattbyrði Munur m.v. lög m.v. lög 1988/1977 Munur 1997 1988 1. Hjón með 2 börn, annað yngra en 7 ára, árstekjur kr. (kr.) (kr.) (kr.) % 3.000.000 - ein fyrirvinna 2. Hjón með 2 börn, annað 610.658 359739 250.919 70% hækkun yngra en 7 ára, árstekjur kr. 3.000.000 - jöfn tekjuöflun 551.752 294.562 • 257.190 87% hækkun 3. Einstaklingur með árstekj ur kr. 1.500.000 309.984 202.114 107.870 53% hækkun 2. Barnabætur nemi föstum fjár- hæðum og verði kr. 50 þúsund á ári með hveiju bami hjóna en kr. 100 þúsund á ári með hveiju barni einstæðra foreldra. 3. í stað vaxtabótakerfis verði tekinn upp sérstakur skattafsláttur tii þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Ofangreindar tillögur miða að því að verulega verði dregið úr vinnu- letjandi áhrifum skattkerfisins. Til- lögurnar gera ráð fyrir nokkurri skerðingu á tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga. Líklegt er hins vegar að hvati tii skattsvika minnki við lækkun skatthlutfalla og getur það leitt til þess að tekjuskerð- ing ríkisins yrði minni. Sömuleiðis má gera ráð fyrir að tekjur ríkis- sjóðs af óbeinum sköttum, svo sem virðisaukaskatti, myndu aukast þegar einstaklingar færu að hafa meira á milli handanna. Gefum ungi fólk tækifæri Það má með fullum rökum halda því fram að frá árinu 1970 hafi ís- lenska þjóðin verið að eyða um efni fram. Á þessum tíma hefur ríkis- sjóður einungis þrisvar sinnum verið rekinn með afgangi og hafa útlán- atöp sjóða verið ævintýraleg svo eitthvað sé nefnt. Sú kynslóð sem nú er að hasla sér völl hefur ekki upplifað það að fá húsnæðislánin eða námslánin gefins og það má í raun segja að hún sé að borga fyrir syndir feðranna. Einmitt þess vegna er þeim mun meiri ástæða til þess að gefa henni tækifæri á að bjarga sér. Núverandi tekjuskattskerfi gef- ur ekki þá möguleika og er nú svo komið að fólki finnst sjálfsagt að svíkja undan því sé þess einhver kostur. Lítilsháttar lagfæringar á kerfinu eru ekki til neins. Á því verður að vera algjör uppstokkun með það að meginmarkmiði að leyfa fólki að njóta ávaxta erfiðis síns. Höfundar eru formaður SUS og 2. varaformaður SUS. þennan þátt í lífinu. Víða erlendis hafa menn því hafið tilraun- ir með ökuherma. Undirritaður hefur verið í tengslum við Norðmenn og japanska framleiðendur og er nú farið að framleiða hentuga og ódýra öku- herma. Kostnaður er 5-6 milljónir. Lagt er til að ökuhermar verði keyptir og staðsettir í unglingaskólum og 15-16 ára unglingum verði gefinn kostur á ökukennslu sem val- grein, sem tilrauna- verkefni. Undirritaður fór fram á það við Fjárlaganefnd að styrkur fengist til slíkra kaupa. Fjárlaganefnd féllst á Lagt er til að ökuherm- ar, segir Ólafur Ólafs- son, verði keyptir og staðsettir í unglinga- skólum. að veita 3 milljónir til Umferðarráðs í þessu skyni og ber að þakka fram- lagið. Umferðarráð hefur tekið vel undir þessa tillögu og vonast er til að málið komist á hreyfingu. Höfundur er landlæknir. Háskóli íslands Endurmenntunarstofnun Hdskóli íslands býður ykkur velkomin á kvöldnámskeíð í febrúar—maí Lærðu að njóta góðrar tónlistar. Meistarar barokksins í ítalskri og þýskri tónlist. • ítölsku tónskáldin Corelli og Vivaldi og þýsku meistararnir Telemann, Hándel og J.S. Bach, rætt um líf þeirra, aðferðir, stefnur og áhrif og list þeirra borin saman með tóndæmum í flutningi fremstu listamanna. • Ingólfur Guðbrandsson, tónlistarmaður og forstjóri. • Hefst 12. febrúar. „Ef tilfinningin þyrfti ekki að hlusta á rök hefði hún engan að tala við.“ Bandaríska leikritaskáldið Tennessee Williams og Köttur á heitu blikkþaki. • Hefst 10. febrúar. Þjóðernisvitund íslendinga. • Umsjón: Þorvarður Árnason sérfræðingur á Siðfræðistofnun HI. Fyrirlesarar verða m.a. fengnir úr röðum sagnfræðinga, heimspekinga, bókmenntafræðinga, lögfræðinga, listfræðinga, stjórnmálafræðinga og mannfræðinga. • Hefst 4. mars. Niflungahringur Wagners og íslenskur menningararfúr. • Aðalfyrirlesari verður Jóhannes Jónasson sem hefur á undanförnum árum fjallað mikið um óperur, ekki síst verk Richards Wagner, auk hans Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. • Hefst 17. febrúar. Listasaga: Feneyjar - frá býsans til upplýsingar • Ólafur Gíslason, blaðamaður og gagnrýnandi. • Hefst 20. febrúar. Kínversk frásagnarlist - skáldsögur frá seinni öldum • Hjörleifúr Sveinbjörnsson nam við Pekingháskóla '76-'81. • Hefst 17. febrúar. Að lesa Biblíuna og kynnast henni; - saga — tilurð - áreiðanleiki — áhrif • Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags. • Hefst 25. mars. Listin að yrkja • Þórður Helgason, bókrnenntafr. og rithöfundur, lektor í KHÍ. • Hefst 19. febrúar. Ritlist - að skrifa skáldskap Byrjenda- og framhaldsnámskeið Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og bókmenntafræðingur. • Hefst 27. febrúar og 17. apríl. Að skrifa bók - frá hugmynd að bók • Halldór Guðmundsson, mag. art., útgáfustj., MM. • Hefst 15. apríl. Skráning og nánari upplýsingar um efiii, tíma og verð: Símar 525 4923, -24, -25. Bréfsími: 525 4080. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.