Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Velta hugbúnaðarfyrirtækjanna Kögunar hf. og Kögurness ehf. jókst um 30% á síðasta ári Erlend verkefni vega upp samdrátt innan lands VELTA hugbúnaðarfyrirtækjanna Kögunar hf. og dótturfélags þess Kögumess hf. nam 216 milljónum á síðastliðnu ári, samanborið við 168 milljónum árið áður. Aukningin, sem nemur tæpum 30%, er mestöll vegna nýrra verkefna er fyrirtækið hefur aflað sér erlendis í krafti sérþekkingar sinnar á þröngu sviði hugbúnaðar. Kögun hf. var stofnað árið 1988 í því skyni að sinna hugbúnaðargerð vegna loftvamakerfis Atlantshafsbandalagsins. Frá stofnun hefur fyr- irtækið haft meginhluta tekna sinna af þátttöku í smíði hugbúnaðar fyrir íslenska loftvamakerf- ið. Vinnu við uppsetningu hugbúnaðarins er nú að ljúka en Kögun sinnir viðhaldi hans sam- kvæmt sérstökum samningi. Vegna þessara verkefna hefur orðið til sértæk þekking á þröngu sviði hátækni innan Kögunar, aðallega á sviði hugbúnaðar fyrir flókin loftvamakerfí. Þessa þekkingu hefur Kögun hf. notfært sér til að afla sér nýrra verkefna erlendis og m.a. stofnað sérstakt fyrirtæki, Kögumes ehf., í því skyni. Gunnlaugur Sigmundsson, framkvæmda- stjóri Kögunar, segir að ákveðið hafi verið að setja kraft í að afla nýrra verkefna erlendis þegar sýnt þótti að tekjur fyrirtækisins vegna ratsjárstöðvanna yrðu væntanlega einungis vegna hefðbundins viðhalds og færu því lækk- andi. Ekki sé hægt að segja annað en sú við- leitni hafi borið góðan árangur hingað til. Velta Kögunar hf. og Kögumess ehf. jókst um tæp 30% milli áranna 1995 og 1996 eða úr 168 milljónum í 216. Velta ársins 1995 var nær öll vegna verkefna fyrir ratsjárstöðvarnar og veltuaukningin milli ára skýrist einvörðungu af nýjum verkefnum erlendis. Af 216 milljóna króna veltu í fyrra voru 140 milljónir vegna loftvarnakerfisins en um 76 milljónir vegna nýrra verkefna erlendis að sögn Gunnlaugs. „Hefðbundin verkefni vegna loftvarnakerfísins hafa dregist saman á síðastliðnum árum og eru að komast í jafnvægi en tekjumar vegna þeirra verða þó áfram bakhjarl fyrirtækisins. Okkur gekk vel að afla verkefna á síðasta ári og öll viðbótin er vegna þeirra. Fyrirtækjasamsteypan Kögun/Kögurnes stefnir auðvitað að því að halda hlut sínum í verkefnum erlendis og helst að auka hann en engu er þó að treysta í þeim efnum. Þetta er harður bransi þar sem allt snýst um útboð þannig að verkefnastaðan get- ur sveiflast upp og niður.“ 60% fjölgun starfsmanna Vegna aukinna verkefna erlendis fjölgaði starfsmönnum Kögunar og Kögurness um 60% á síðasta ári, úr 23 í 37. Gunnlaugur segir að þetta sé mikill vöxtur fyrir ekki stærra fyrir- tæki en helsta vandamálið hafi verið að fá hæfa forritara til starfa. Hagnaður fyrirtækjasamsteypunnar á síð- asta ári verður ekki gefinn upp fyrr en á aðal- fundi, sem haldinn verður í mars. Gunnlaugur segir þó að hagnaðurinn aukist verulega á milli ára en árið 1995 nam hagnaður af rekstri fyrirtækjanna 21 milljón króna eftir skatta. Hagnaðaraukningin sé mest vegna þeirra verk- efna, sem fyrirtækin hafi aflað sér erlendis. Miðheimar og Skíma sameinuð Morgunblaðið/Árni Sæberg AÐ SOGN Arnþórs Jónssonar, framkvæmdasljóra Miðheima og Dagnýjar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Skimu, mun hið nýja fyrirtæki veita viðskiptavinum sínum sömu þjónustu og áður. SKRIFAÐ hefur verið undir sam- komulag um sameiningu Miðheima ehf. og Skímu ehf. Eigendur hins nýja félags eru Miðheimar hf., Skíma hf., Opin kerfí hf., sem ný- verið keyptu 75% í Miðheimum, Frjáls íjölmiðlun hf., sem nýlega festi kaup á 50% í Skímu, og Þróun- arfélag Islands. Að sögn Amþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra Miðheima ehf., hafa viðræður milli Miðheima og Skímu staðið yfir í langan tíma en fyrirtækin eru bæði með þjónustu á alnetinu. Miðheimar hafa aðallega þjónustað einstaklinga meðan Skíma hefur helst unnið fyrir fyrir- tæki. Arnþór segir að starfsemi fyrirtækjanna falli mjög vel saman og rekstur þeirra verði óbreyttur hvað þjónustu varðar. „Við bjóðum áfram einstaklingum og fyrirtækj- um upp á tengingar við aínetið og tölvupósttengingar. Eins ætlum við að fara á fullum krafti í upplýs- ingamiðlun, s.s. vefsíðugerð og gagnagrunnmiðlun." Aðspurður sagði Arnþór að heild- arvirði fyrirtækisins verði í byijun um 80 milljónir króna. Dagný Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skímu, verður fram- kvæmdastjóri hins nýja félags og segir hún að það hafí þegar tekið til starfa en skrifað var undir samn- ing um sameiningu fyrirtækjanna síðastliðinn miðvikudag og lögform- lega verður gengið frá samrunanum í næstu vikum. Um dreifða eignar- aðild að fyrirtækinu er að ræða og ekki sé frágengið hvert verði nafn þess. Aætlað er að starfsmönnum verði fjölgað og þeir verði um fimmtán talsins. Þróunarfélagið með um 12% Hreinn Jakobssonj framkvæmda- stjóri Þróunarfélags Islands hf., seg- ir að Þróunarfélagið muni vænt- anlega eiga um 12% hlut í fyrirtæk- inu en það komi inn sem fagfjárfest- ir. „Þróunarfélagið er ijárfestingar- fyrirtæki og á hlutabréf í mörgum stórum fyrirtækjunum á sviði upp- lýsingatækni. Meðal þeirra eru Opin kerfí, Tæknival og Nýherji. Auk þess eigum við í ýmsum hugbúnað- arfyrirtælqum, s.s. Taugagreiningu, Gagnalind og Tölvusamskiptum. Þannig að upplýsingatækni hefur í alllangan tíma verið eitt af okkar meginfjárfestingarsviðum. Við höf- um mikla trú á innlendum tölvufyrir- tækjum þannig að eignaraðild okkar í þessu nýja fyrirtæki er í samræmi við okkar fjárfestingarstefnu. Þró- unarfélagið hefur leitað lengi að áhugaverðri fjárfestingu á sviði margmiðlunar og tölvusamskipta. Ekkert hefur orðið af því fyrr en núna en við höfum mikla trú á þessu fyrirtæki, sem virðist hafa alla burði til að láta verulega að sér kveða á þessu sviði,“ segir Hreinn Jakobsson. Eyðsla ferðamanna í Bretlandi 1996 íslendingar á toppnum 100 pund 80 60 40 20 0 ÍSLENSKIR ferðamenn tróna á toppi listans yfir eyðslu ferða- manna í Bretlandi á síðasta ári sem birtist í Wall Street Journal í síðustu viku. Næstir í röðinni eru ferðamenn frá Austurlöndum nær og bandarískir ferðamenn í því þriðja. '•5 S g s 1 s C 5 Q) CQ 4" c s c 5 to jd Engin ríkis- bréf seldust ígær ENGIN ríkisbréf seldust í útboði ríkissjóðs í gær, en bréfin voru til fimm ára. Með útboðinu skuldbatt ríkis- sjóður sig til að taka tilboðum á bilinu 100-500 milljónir króna. Sex tilboð bárust að fjárhæð 380 milljónir króna og var engu tilboði tekið. Meðalávöxtun í síðasta út- boði 8. janúar var 9,35% og seld- ust þá ríkisbréf fyrir 240 milljónir króna. ------» --------- RSK velur Opin kerfi OPIN kerfi hf. og ríkisskattstjóri gengu nýverið frá samningum um kaup þess síðarnefnda á mynd- skönnum, í tengslum við vélræna skráningu á skattframtölum lands- manna. Alls er um að ræða 8 öfluga skanna af Fujitsu gerð sem eru sérstaklega hannaðir með þarf- ir kröfuharðra notenda að leiðar- ljósi, segir í frétt. Um er að ræða hágæða skanna sem eru þekktir fyrir hraðvirka skönnun. Þeir geta lesið inn báðar hliðar blaðsins í einu og allt að 50 blaðsíður á mínútu í A3 stærð. Einn helsti kostur þessara skanna er sá að þeir geta lesið bæði vél- og handskrift og með sérstökum hugbúnaði eru upplýsingarnar skráðar beint í gagnagrunn RSK. Berovafn 1 upp á fundum. I Teymi hf. í örum vexti Hagnaður um 8 milljónir í fyrra TEYMI hf., umboðsaðili Oracle- hugbúnaðar á Islandi, skilaði alls um 8,4 milljóna króna hagnaði eft- ir skatta á árinu 1996, sem var fyrsta heila starfsár fyrirtækisins. Or vöxtur hefur verið í rekstrinum og nam velta ársins um 122 milljón- um en var 38 milljónir árið á und- an. í því sambandi ber þó að taka fram að fyrirtækið hóf starfsemi í aprílmánuði árið 1995. Á aðalfundi Teymis sem haldinn var sl. föstudag var skýrt frá því að reiknað er með talsverðri aukn- ingu í umsvifum á árinu 1997. Áætlað er að veltan verði um 178 milljónir og hagnaður um 17,5 millj- ónir. Þá er gert ráð fyrir að starfs- mönnum fjölgi úr 12 í 17 á árinu. Uppsöfnuð þörf fyrir hendi Elvar Steinn segir að hraðan vöxt fyrirtækisins megi að mestu leyti rekja til þess að uppsöfnuð þörf hafi verið á markaðnum fyrir þjónustu á þessu sviði. Þá hafí fyrir- tækið fengið nýja viðskiptavini á síðasta ári á borð við Vegagerðina og Landsbréf í framhaldi af kaupum Oracle í Bandaríkjunum á RDB- gagnagrunnsdeild. Digital. Á síðasta ári gerði fyrirtækið tvo samstarfssamninga við Skýrr hf. og Þróun hf. og unnið er að öðrum samningum um þessar mundir. Elvar segir að nú sé verið að stíga skref í samstarfi við Tæknival, Intranet, Kugg, Þor og fleiri fyrir- tæki á hugbúnaðarmarkaðnum. Samkvæmt efnahagsreikningi Teymis nam eigið fé 13,8 milljónum í árslok 1996 og eiginfjárhlutfall var 18%. Arðsemi eiginfjár var 14% á árinu miðað við fast verðlag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.