Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURGEIR OSKAR SIGMUNDSSON + Sigurgeir Óskar Sigmundsson fæddist í Syðra- Langholti í Hruna- mannahreppi 16. mars 1938. Hann varð bráðkvaddur 9. febrúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Skál- holtskirkju 15. febr- úar. f í fámennu samfélagi setur hver maður sterkari svip á um- hverfi sitt, en gerist að öðru jöfnu í margmenni. Þessu er kannski ekki svo gott að lýsa, en engu að síður er þetta staðreynd. Þannig hefur kaupmaðurinn á Grund á Flúðum um áratugaskeið sett sterkt svipmót á kauptúnið og verið hluti af ásýnd þess. Með fram- ansagt í huga er mér til efs að per- sónuleiki Sigurgeirs Óskars Sig- mundssonar hefði til fullnustu notið sín í margmenni í Breiðholtinu í henni Reykjavík. En aftur á móti er samfélagið í Hrunamannahreppi ^ með þeim hætti að þar fékk Sigur- geir vel notið sín og var þar svip- sterkur persónuleiki, sem engum mun gleymast. í þessari sveit átti hann allar sínar rætur. Þekkti hvern hól, laut og læk, sem og fólkið og það langt út fýrir öll hreppamörk. Mér var illa brugðið að frétta við að heyra lát góðvinar míns Geira á Grund. Svo var maðurinn ævinlega kallaður og skal ekki vikið frá þeirri nafngift hér. Það var fyrir um sjö árum sem ég fyrst kynntist Geira og þau kynni þróuðust síðar til ' ágætrar vináttu. Á ferðum um upp- sveitir Árnessýslu hef ég oft haft viðkomu í versluninni Grund á Flúð- um, þó ekki sé nema til að taka bensín. En kaupmaðurinn hefur líka viljað spjalla við mig, einsog alla sem leið eiga um. Oft hefur mér verið boðið í kaffí og bakkelsi og stundum mat. En mikilsverðari hafa þó verið, og hátt rísa í minningunni, skraf- stundir um það sem hæst bar innan sveitar og utan. í spjalli við Geira hafa mér gefist tækifæri til að kynna mér mannlíf og málefni í uppsveitunum, sem nýst hefur mér á ýmsa lund. Kaffikrókurinn á Grund hefur í -*» gegnum árin verið eins konar fé- lagsmiðstöð á Flúðum, og þar hefur hjarta þeirra og sveitarinnar allrar slegið. í gamni var Geiri stundum nefndur félagsmálamaðurinn, því oft dvaldist honum lengur í kaffinu en annir dagsins ef til vill heimil- uðu. En kaupmaðurinn hafði bessa- leyfi til félagsstarfa þessara. Og tómlegra verður að koma á Grund héðan í frá, þegar hans nýtur ekki lengur við. Hann Geiri stóð ekki efnn í lífinu. Eiginkona hans var Sólveig Ólafs- dóttir úr Borgamesi, og eignuðust þau fjögur börn, sem öll em upp- komin. Fjölskyldan var samhent og þar til vitnis er verslunin á Gmnd, sem fráleitt hefur verið átakalaust verk að koma til þess vegs sem hún er á í dag. Þessu fólki votta ég hér mína dýpstu samúð við óvænt frá- fall Geira. Einsog ég sagði hér að framan var kaffikrókurinn góði einskonar félagsmiðstöð, og í raun og vem miðjupunktur alls mannlífs í Hmna- mannahreppi. Þar höfðu margir við- komu og þar flugu sögur af ýmsu tagi, enda hafa sannkallaðir lista- menn frásagnarinnar oft átt í hlut. Ég minnist þess, og geri að frásagn- ^ arefni hér, að á liðnu sumri að ég hitti í kaffikróknum vinina og hesta- mennina Magnús Hákonarson og Geira. Glatt á hjalla hjá þeim tveim- ur, enda skrafhreifnir menn á ferð. Sjálfsagt hafa hestar og hestamenn verið til umræðu. Með skömmu millibili hafa þeir Magnús og Geiri horfið yfir móðuna miklu. Eftir .. í stendur minningin ein um ógleym- anlega menn. En hitt er annað að líkast til eru þeir nú komnir á gott skeið á glófextum gæðingum sínum og fara þar svo mikinn að eftir er tekið um gjörvallan ódá- insakur. Sigurður Bogi Sævarsson. Kynni mín af fólkinu í Syðra-Langholti má rekja allt aftur til ársins 1959, en þá vann ég með Sigurði bróður Sigurgeirs í Lýsi og mjöli í Hafnarfirði við Loðnu- bræðslu. Það var síðan um 10 árum seinna að ég hóf störf hjá Glóbusi hf. í Reykjavík við sölu á fóðri til bænda að þessi kynni endumýjuð- ust. Tíðar heimsóknir til bænda í Hreppunum urðu einnig til þess að heimsóknum mínum fjölgaði í Syðra-Langholt. Það má segja að Syðra-Langholt hafi orðið að mið- stöð til frekari aðgerða á þessu svæði því þar naut ég gestrisni for- eldra þeirra bræðra, Sigmundar og Önnu, sem voru sannkallaðir bændahöfðingjar í lund. Á þessum árum er Sigurgeir að koma sér fyr- ir með verslun sína Gmnd á Flúðum sem hann æ síðan hefur verið kenndur við. Það var greinilegt að Sigurgeir hafði tekið gestrisni for- eldra sinna í arf og átti ég eftir að njóta þess hjá þeim hjónum Sigur- geiri og Sólveigu. Verslunin Grund varð smám sam- an miðpunktur bændasamfélagsins á þessum slóðum og ekki spilltu fyrir næm augu og eyru Sigurgeirs fyrir mannlegum háttum, skemmti- legum tilsvömm og skondnum uppá- komum sem era eðlilegur þáttur í samfélögum sem þessum. Það urðu því ófáar gleðistundirnar sem ég átti á Grund þar sem ég naut þess að hlusta á Sigurgeir lýsa þessu samfélagi í gleði og þraut sem hann unni falslaust og vildi veg þess sem mestan. Samfélag þetta minnti mig oft á Skagafjörðinn þar sem ég eyddi stórum hluta æsku minnar því söngur, gleði og hestar em ríkj- andi þáttur í menningu þeirra Hreppamanna og þetta þrennt veitti Geira vini mínum mikla lífsfyllingu. Það er ekki nema hálfur mánuður síðan leiðir okkar Sigurgeirs lágu saman hér í Reykjavík og við tókum tal saman. Eins og ævinlega gætti sömu hlýjunnar og áhuga á því hvað ég væri að gera sem hann hnykkti á með jákvæðum hvatningarorðum. Ég hafði orð á því að ég hefði áhuga á að renna austur þegar voraði. „Já! endilega láttu sjá þig,“ svaraði hann að bragði. Mig renndi ekki í gmn þá að svo skammt væri í leiðar- lok. Ég finn mig því knúinn til að senda þessi fátæklegu kveðjuorð og þakka honum fyrir þær samvera- stundir sem okkur gafst kostur á að eiga saman. Ég sendi bræðrum og fjölskyldu Sigurgeirs mínar dýpstu samúðar- kveðjur og bið Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Gunnar Páll Ingólfsson. Geiri vinur minn er dáinn, skyndi- lega og fyrir aldur fram. Fréttin um andlát hans kom eins og reiðarslag yfir okkur, þrátt fyrir að við vissum að hann hefði í mörg ár ekki verið eins heilsugóður og hann vildi vera láta, en hann hafði fyrir nokkrum ámm undirgengist mikla hjartaað- gerð. Við héldum og trúðum að Geiri hefði unnið bug á sjúkdómi sínum og ætti enn eftir mörg góð ár. Okkur varð ekki að þeirri ósk. Geiri var traustur vinur. Hafi lík- amlegt hjarta hans verið veiklað var hjartahlýja hans þeim mun meiri og hún vermdi vini hans og í yfir- færðri merkingu má segja að hjarta hans hafi slegið fyrir vini hans. Hann var alla tíð reiðubúinn að gera okkur greiða. Hann var ekki einungis alltaf tilbúinn að taka á móti okkur, heldur einnig öllum þeim gestum, sem við leiddum að dymm heimilis hans á Flúðum til að heimsækja hann og Sólveigu. Slíkir gestir hafa alls ekki verið fáir um dagana. Það liggur við að ég hafi misnotað gestrisnina á Gmnd. Ég hef ekki aðeins teymt helming fjölskyldu minnar, heldur einnig heilu kórana og flokka hljóð- færaleikara til að sýna þeim hvemig ósvikin íslensk gestrisni og vinátta er. Alltaf var okkur tekið opnum örmum með laxi og lambakjöti á borðum, að ógleymdri hestaskálinni. Einu sinni kom ég með tíu óperu- söngvara að Grund. Innan lítillar stundar var hlaðið hátíðaborð fram borið, sem stóðst samanburð við „gildi" Islendingasagnanna. Er við nokkrum stundum seinna héldum áfram för okkar og kvöddum Geira og fjölskyldu áttu þessir tíu söngv- arar ekki orð til að lýsa hrifningu sinni yfir þessum höfðingsskap og gestrisni. Þá varð Geira að orði: „Fólkið verður að forláta, en þetta var alls ekki nógu gott hjá mér, en næst skal það verða betra!“ Sólveigu og Geira á ég að þakka eina faliegustu endurminningu lífs míns. Sumarið 1991 buðu þau mér í nokkurra daga ferð á hestum. Leiðin lá um Fljótshlíð, Emstrur, Landmannahelli, Þjórsárdal og end- aði á Flúðum. Þetta var hreinrækt- uð, ævintýraleg íslensk hestaferð í félagsskap með mörgum af bestu hestamönnum úr héraðinu og vinum Geira. Seint líður mér úr minni leið- in yfír ólgandi Markarfljót. Geiri var snjall hestamaður, og að auki þekkti hann íslenskt landslag eins og lóf- ann á sér. Minningarnar ryðjast fram í hugskoti mínu, t.d. þegar við áðum í snjónum fyrir ofan Rauða- fossaijall í skini gullinnar aftansól- ar. Ágreiningur kom upp um hvaða leið skyldi fara, og ferðalangarnir ræddu af kappi og nokkurri ákefð hver væri rétt stefna. Geiri leit til fjalla, skoðaði umhverfi, sneri svo hesti sínum og tók stefnuna í aðra átt en flestum hafði sýnst. Allir fylgdu. Geiri hafði auðvitað valið bestu leið og sparað okkur hinum marga kílómetra. Kæri Geiri, góði, trausti vinur! Þú stóðst fyrir góð íslensk mann- gildi, varst stór í sniðum og það færa ekki allir í fötin þín. Ég sé þig nú fyrir mér sitjandi á afbragðs ís- lenskum gæðingi í himnesku lands- lagi, syngjandi í karlakómum þar í sveit! Þú munt aldrei líða okkur Siggu úr minni. Hugur okkar er nú hjá Sólveigu og börnunum þínum, sem mest hafa misst. Við þökkum allt, sem okkur hlotnaðist með stór- brotinni vináttu þinni. Endurgjaldið var svo lítið. „Forláttu, það var ekki nógu gott hjá okkur, næst skal það verða betra!“ Blessuð sé minning Sigurgeirs Sigmundssonar. Steen Lindholm, Holte, Danmörku. Alltaf kemur dauðinn okkur á óvart. Við emm aldrei viðbúin. Þó er það hann sem er hið eina óumflýj- anlega í lífinu, við fæðumst og við deyjum. Við sem þekktum Sigurgeir vissum að hann gekk ekki heill til skógar, en hann kaus að lifa lífínu lifandi uns yfir lyki. Það var árið 1979 að við í hjóna- klúbb nokkrum sem kallar sig Helgi- dóminn, hófum vetrarferðir okkar austur að Flúðum. Leigðum við þá Skjólborgina og blótuðum þorra viku áður en hann hófst. Þó að nokkrir í hópnum þekktu þegar kaupmanninn á Grund, óraði okkur ekki fyrir þeirri vináttu og höfðings- skap sem við urðum aðnjótandi ár- visst eftir það. Hjónin á Gmnd, Sólveig og Sigurgeir, tóku svo vel á móti okkur, þegar við mættum á föstudagskvöldi í janúar, bæði með mat og drykk, að við konurnar vor- um alveg í öngum okkar yfir allri fyrirhöfninni. Fljótt urðum við þss áskynja að þetta var bara háttur Gmndarhjóna. Svona vom þau, allir vom boðnir velkomnir hvenær sólar- hringsins sem var. Ekkert var nógu gott fyrir gestina. Þarna var í heiðri hafður hinn dæmigerði íslenski höfðingjabragur. í staðinn gátum við boðið þeim að taka þátt í fyrirþorrablótum okk- ar. Ymislegt var nú brallað gegnum tíðina og alltaf var Sigurgeir hrókur alls fagnaðar. Hann hafði fallega söngrödd og tók oft lagið með okk- ur. Árið 1992 fórum við svo saman í mikið ferðalag til Bandaríkjanna og í siglingu um Karíbahafið. Sú ferð var okkur öllum ógleymanleg. Að leiðarlokum viljum við þakka Sigurgeiri samfylgdina og gestrisni þeirra Sólveigar í öll þessi ár. Við vottum Sólveigu, börnum þeirra og barnabörnum innilegustu samúð og biðjum þeim guðs bless- unar. Nú legg ég augun aftur, ó guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Svbj. Egilsson.) Fyrir hönd Helgidómsins, Guðfinna Gröndal. Hann Kaupi er látinn! Sigurgeir Sigmundsson kaup- maður á Grund lést síðastliðinn sunnudag langt um aldur fram, tæplega fimmtíu og níu ára. Sigur- geir hafði um árabil átt við van- heilsu að stríða og meðal annars gengist undir erfiða aðgerð erlendis en enginn átti von á hinu snögga fráfalli Geira. Við Hrunamenn erum fátækari þegar jafnlitríkur persónuleiki og Geiri á Grund er horfinn úr okkar röðum. Geiri var vinamargur og setti sterkan svip á umhverfið. Geiri hafði mikla ánægju af ferða- SIG URBJÖRG SNÆ- BJARNARDÓTTIR + Sigurbjörg Snæbjarnar- dóttir fæddist á Grund í Höfðahverfi 13. ágúst 1905. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 15. nóvember 1996. Foreldrar hennar voru lijónin Snæbjörn Helgason og Jóhanna Jóhannesdóttir, sem bjuggu á Grund. Sigurbjörg var ein af fjórum systkinum, sem öll eru nú látin. Hinn 11. júlí 1926 giftist Sigurbjörg Sigurbirni Bene- diktssyni frá Jarlsstöðum í Höfðahverfi. Þau byrjuðu bú- skap á Grund en reistu fljót- lega nábýli í Grundarlandi og nefndu það Ártún. Sigurbjörg og Sigurbjörn eignuðust fimm syni. Sigurbjörn lést 6. apríl 1987. Útför Sigurbjargar fór fram frá Laufáskirkju 23. nóvember síðastliðinn. Mig langar til að minnast ömmu minnar sem kvaddi þetta jarðlíf í nóvember á síðasta ári. Veikindi vom búin að hrjá hana í nokkrar vikur og því var hún fegin að fá hvíldina og fara til afa sem hún saknaði svo mikið. Hún sagði mér það í sumar þegar ég heimsótti hana í síðasta skiptið. A elliheimil- inu var vel um hana hugsað og veit ég að hún þakkar það. Margar yndislegar minningar á ég um hana ömmu mína en hún og afi tóku mér sem einu af barna- börnunum sínum, þegar við mamma fluttum í Skarðshlíðina til stjúpföður míns Benedikts. Þá var ég á öðru ári. Amma og afi áttu stóran þátt í uppvaxtarárum mínum og þakka ég þeim af hlý- hug. Það var nú mikið búið að bralla þarna á efri hæðinni í Skarðshlíðinni, læra að pijóna, spila vist, læra þulur og vísur og spila á munnhörpuna og harmón- lögum um landið og hafði sérstakt lag á að kynnast fólki enda hugsa ég að fáir eigi jafn stóran kunn- ingjahóp í öllum landsfjórðungum. Hestamennska og öræfaferðir voru ætíð efstar á vinsældalista Geira, hann fór á fjall árlega meðan heilsa entist og eftir að hann hætti að treysta sér til að smala heila fjall- ferð var hugurinn í fjallvikunni inná afrétti og engu tækifæri sleppti hann til að komast inná afrétti í návígi við fjöll, fénað og fjallmenn. Landgræðsla á afréttinum var sér- stakt áhugamál Geira. Var hann í forsvari hjá Kiwanisklúbbnum Gullfossi fyrir stórátaki í upp- græðslu í landgræðslugirðingu fremst á afrétti okkar Hruna- manna. Ófáar ferðir fór hann til að fylgj- ast með árangri framkvæmda og bæta við sáningu I viðkvæma bletti. Árlega fór flokkur ungmenna í ungl- ingavinnu dagstund til uppgræðslu- starfa og var Geiri sjálfsagður farar- stjóri hópsins og að loknu dagsverki bauð hann ævinlega uppá gosdrykki og súkkulaði. Unglingunum eru þessar ferðir mjög minnisstæðar, ekki síst rausnarlegar veitingar Geira og Ieiftrandi áhugi fyrir verk- efninu. Þau hjónin á Gmnd, Solla og Geiri, hafa rekið verslunina Grund frá árinu 1963 er þau keyptu býlið af Konráði Guðmundssyni og tóku við bensínafgreiðslu í sveitinni. Verslunin hefur verið í stöðugri uppbyggingu og þjónustar okkur Hmnamenn vel með alla dagvöru og ýmislegt fleira. Þegar búðin var endurbyggð eftir bmna jókst rými verslunarinnar verulega og lítil kaffitería bættist við. Á Gmnd er afgreiðsla sérleyfisbíla og pósthirð- ing var þangað til afgreiðsla póst- húss var opnuð á Flúðum fyrir rúmu ári. Að reka verslun og bensínaf- greiðslu í dreifbýli er erilsamt starf og krefst mikillar þjónustulundar. Þau hjónin á Gmnd hafa verið sér- lega samhent við að leysa öll vanda- mál og er ekki spurt um hvað klukk- an sé eða hvort auglýstur af- greiðslutími er ef afgreiða þarf pakka sem kemur með rútu eða bjarga manni um bensín. Geiri var íjölfróður maður og naut þess að ræða við þá er í búðina komu, var hann alltaf reiðubúinn að segja ókunnugum til vegar og fræða þá um sveitina og næsta nágrenni. Ófáa kaffibolla gaf hann kunningj- unum þegar sest var niður við borð í kaffikróknum og spjallað um dag- inn og veginn. Hér er aðeins drepið á örfá atriði er uppí hugann koma þegar litið er um öxl við fráfall Sig- urgeirs á Grund. Ég vil þakka fyrir að fá að hafa notið vináttu Geira og fengið að starfa með honum að ýmsum framfaramálum fyrir sveit- ina okkar. Kæra Solla, við Hanna vottum þér, bömum þínum og fjöl- skyldum innilega samúð. Loftur, Haukholtum. íkuna hans afa. Þetta var yndis- legur tími. Jólin voru alltaf stór þáttur hjá ijölskyldunni og þá vom amma og afi alltaf með. Þegar unglingsárin tóku við fylgdist amma vel með tískunni hjá okkur stelpunum á neðri hæðinni og auðvitað varð að sýna ömmu og fá álit hennar þeg- ar keypt voru ný föt. Þá heyrðist nú stundum sagt: „Ég held að ég verði að fá mér svona líka, þetta er svo fínt.“ Já, það var búið að hlæja mikið að henni ömmu, því að hún átti sínar stórkostlegu hliðar. Amma gat nú verið skapmikil þegar þannig lá á henni, en alltaf var nú stutt í brosið. Nú þegar lúin bein eru lögst til hvíldar er margs að minnast en ég veit að þú ert sæl og ánægð í faðmi afa. Þið hvílið hlið við hlið í Laufáskirkju- garði þar sem sveitin ykkar er. Ykkar afa er sárt saknað en minn- ingin lifir í hjarta okkar. Ég vil þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar okkar, elsku amma mín. Elínrós Jóhannsdóttir, Hornafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.