Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24    SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
ÁRNI Helgason, framkvæmdasljóri áfengisverksmiðjunnar Catco, segir stefnt að því að 80% framleiðslunnar verði til útflutnings.
GÚRKUVODKI
TIl BRETLANDS
eftir Kristjón Jónsson
ARNI stundaði nám í sagn-
fræði og heimspeki við
Háskólann en sneri sér
síðan að viðskiptum. „Ég
lauk aldrei prófi í Háskólanum, á
enn eftir að skila lokaritgerðinni
en tel að námið hafí nýst mér ágæt-
lega. Háskólanám er yfirleitt þann-
ig að um er að ræða ákveðið við-
fangsefni sem finna þarf lausn á.
Menn viða að sér eins miklum upp-
lýsingum og hægt er til að nálgast
skynsamlega lausn og taka síðan
ákvörðun eða setja fram kenningu
eftir því sem við á hverju sinni.
Ég held að jafnt sagnfræðin sem
heimspekin hafi hjálpað mér í því
sem ég er að gera," segir Ámi.
Hann segir föður sinn hafa rekið
fyrirtæki og viðskipti hafi ávallt
verið sér hugleikin en jafnframt
hafí hann haft gaman af sagnfræði
og ættfræði auk heimspekinnar.
„Við keyptum verksmiðjuna af
Eldhaka sem hafði keypt hana af
ÁTVR 1992 en vélarnar eru að
miklu leyti frá 1988. Uppskriftirnar
fylgdu með, að minnsta kosti vitum
við ekki betur, hver veit nema við
reynum einhvern tíma að búa til
krækiberjalíkjör sem eitt sinn var
til hjá ÁTVR en gekk víst ekki vel
á sínum tíma. Hvannarótarbrenni-
vínið erum við þegar búnir að prófa
og það fékk geysilega góðar viðtök-
ur. Þetta kom okkur á óvart og var
mjög gaman. Við erum með brenni-
vín á eikartunnum til að framleiða
gamalt, íslenskt brennivín og ætlum
að setja það á markað fyrir næstu
jól, það verður tilbúið í sumar.
Vélarnar voru fyrst fluttar á sín-
um tíma úr Stuðlahálsinum suður
í Hafnarfjörð en víð keyptum þetta
síðan í október 1995 og fluttum
vélasamstæðuna upp í Borgarnes í
húsnæði Mjólkursamlagsins.
Engjaás ehf. er fyrirtæki sem tók
[»ci «i:
AIVINNUUF
A SUNNUDEGI
? Arni Helgason er framkvæmdastjóri og einn af eigendum
Catco hf. er framleiðir og selur íslenskt brennivín og fleiri áfeng-
istegundir. Hann er frá Dalvík, 32 ára gamall og lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Kona hans er Ragnheiður
Þórðardóttir og eiga þau tveggja ára son auk þess sem Arni á
þrjá syni frá fyrra hjónabandi. Árni vann um árabil hjá búvöru-
deild SÍS og siðar Goða hf. þar sem hann var markaðsstjóri við
sölu á kjötvörum á innanlandsmarkaði. Vorið 1994 hóf hann störf
hjá Catco sem þá sinnti eingöngu tilraunum til útflutnings á lamba-
kjöti sem voru mikið áhugamál eiganda Catcos, Þórhalls Stein-
grímssonar kaupmanns í Grímsbæ er stofnaði fyrirtækið 1993.
Síðar, haustið 1995, keypti Catco áfengisverksmiðju af Eldhaka
hf. og um sama leyti varð Árni hluthafi í Catco ásamt Kaupfé-
lagi Borgfirðinga.
við eignum Mjólkursamlagsins og
það leigir okkur aðstöðuna í Borg-
arnesi. Kaupfélagið á að verulegu
leyti Engjaás en aðrir hluthafar eru
m.a. Mjólkursamsalan.
Getum einbeitt okkur
að sölumálum
Sú hugmynd að flytja verksmiðj-
una upp í Borgarnes kom fljótt upp
hjá okkur. Markmið okkar var að
einbeita okkur að sölumálunum.
Við vissum að Icy-vodkinn hafði
verið framleiddur í húsinu og starfs-
fólkið kunni því að framleiða áfengi.
Mjólkursamlagið var á brott og
þess vegna var húsnæði fyrir hendi.
Ég þékkti til á staðnum vegna
fyrri starfa minna hjá Goða og
treysti vel starfsfólkinu. Það er
margt sem þarf að huga að, t.d.
er hreinlæti mjög mikilvægt við
áfengisframleiðslu eins og í mat-
vælaframleiðslu. Starfsmenn eru á
launaskrá hjá Engjaási sem er verk-
taki hjá Catco, sér um framleiðslu,
viðhald á vélum, átöppun og alla
verksmiðjustjórnina.
Við  höfum  því  getað  einbeitt
okkur að sölunni og útflutningnum
og satt að segja haft afskaplega
litlar áhyggjur af framleiðslunni.
Við erum auðvitað í góðu samstarfi
við þá um allt og tökum ákvarðan-
ir um innkaup á hráefnum, vara-
hlutum og slíku, við ákveðum einn-
ig framleiðslumagn. Velta Catco í
fyrra með áfengisgjöldum var um
300 milljónir króna, nær allt áfeng-
issala. Séu gjöldin dregin frá var
veltan um 40 milljónir en búist við
að hún verði 90 milljónir á þessu
ári."
Vissirðu eitthvað um áfengis-
framleiðslu áður en þú fórst út í
þetta?
„Ég hef ekki lært neitt formlega
um þetta en hef hins vegar lengi
verið áhugamaður um víngerð og
áfengi og lesið mikið um vín, fyrst
og fremst léttvín, fylgst með hrær-
ingum í þessu í allmörg ár. Þegar
þetta kom til leið mér afskaplega
vel yfir því að vera kominn í svona
umhverfi!"
Þið stefnið að útflutningi til
Bretlands, hvernig eru horfurnar?
„Við ætlum að selja þangað nýjan
vodka, reyndar fímm gerðir alls.
Tegundarheitið er Pölstar, ráðgjaf-
ar okkar í Bretlandi lögðu til að
þetta nafn yrði notað en sjálfir hefð-
um við helst kosið að íslenskt orð
yrði fyrir valinu. Við fengum þó að
hafa íslenskan staf í því en nafnið
sjálft merkir ekki neitt í sjálfu sér,
það minnir hins vegar talsvert á
Pole Star eða Pólstjörnuna, er svip-
að í framburði.
Við kynnum fyrst Pölstar Prem-
ium og annan sem kenndur er við
gúrku, Cucumber. Hugmyndina að
því að búa til vodka með gúrku-
bragði átti Þórhallur og þótt hlegið
væri að henni í fyrstu hefur hún
reynst mjög snjöll. Á tveim tegund-
um fengum við að nota íslensk heiti,
þeir heita Sítróna og Pipar, sá
fimmti Cranberry.
Það hefur verið gífurleg þróun í
þessum efnum síðustu tíu árin.
Menn leggja nú miklu meira upp
úr útliti, sérhönnuðum flöskum og
bragðbættu, sterku áfengi en áður.
Kynning á Café de Paris
Þetta eru þaulreyndir aðilar sem
við erum í samvinnu við úti og þeir
eru með margar hugmyndir á prjón-
unum í sambandi við kynninguna
en markaðsetningin hefst formlega
í lok mars eða byrjun apríl. Hún
verður á einum frægasta nætur-
klúbbnum í London, Café de Paris,
þar sem margar poppstjörnur eru
tíðir gestir. Ef allt gengur upp ger-
um við ráð fyrir að eftir þrjú ár
flytjum við út allt að 500.000 flösk-
ur árlega til Bretlands og það merk-
ir að við förum langt með að þre-
falda framleiðsluna hjá okkur.
Við létum hanna nýja flösku af
venjulegri stærð en einnig bjóðum
við neytendum nýja gerð, litla 20
sentilítra flösku, sem ekki hefur
verið reynt áður. Við erum full
bjartsýni, núna seljum við meira en
80% framleiðslunnar á innanlands-
markaði, 20% eru seld erlendis en
við stefnum að þvi að snúa þessu
hlutfalli við á nokkrum árum, að
sjálfsögðu án þess að minnka hlut-
deildina hér."
Hvernig eru forsendur fyrir því
að reka fyrirtæki afþessu tagi hér-
lendis, mega t.d. ekki auglýsa og
eiga svo mikið undir ákvörðunum
ÁTVR?
„Það getur núna tekið allt að
þrjú ár að kqmast á reynslulista
hjá vínbúðum ÁTVR með nýjar teg-
undir. Víð vitum vel að samkvæmt
reglum Evrópska efnahagssvæðis-
ins eiga allir að hafa jafnan aðgang
en við höfum velt því fyrir okkur
að vörunni er núna skipt í reynslu-
flokka þar sem miðað er við verð
eða tegundir án landfræðilegrar
skilgreiningar, aðeins sagt rauðvín,
hvítvín og svo frv. Er ekki alveg
eins hægt að búa til flokka sem
miða við landsvæði? Þá væri hægt
t.d. að vera með norrænt vodka í
einum flokknum, evrópskt í öðrum,
suður-amerískt í þeim þriðja, ástr-
alskt í þeim fjórða, nýsjálenskt í
þeim fimmta.
Flokkun eftir landsvæðum yrði
að mörgu leyti betri fyrir neytand-
ann, hann gæti betur fylgst með
því sem væri að gerast. Tegundir
frá þessum svæðum þurfa að fá að
vera á markaðnum meðan þær eru
að þróast.
Þetta eru hugmyndir sem við
höfum verið að móta en höfum
reyndar ekki kynnt fyrir ÁTVR eða
annars staðar fyrr en nú og ekkert
að því að gera það hér í Morgun-
blaðinu! Þetta er mjög brýnt, ég
get nefnt að tilraunin með Hvanna-
rótarbrennivínið var dýr, tapið var
nokkur hundruð þúsund. Við létum
hanna nýjan miða og lögðum í mik-
inn kostnað við vöruþróun, gerðum
tilraunir með sýnishorn af hvanna-
rótarolíu frá mörgum stöðum. Kíló-
ið af henni kostar yfir hundrað
þúsund krónur.
Kerfið er þannig núna hjá ÁTVR
að við getum, stundum eftir nokk-
urra ára bið vegna þess að margar
erlendar tegundir bætast stöðugt
við, fengið nýja tegund setta í
reynslusó'lu í átta mánuði. Þá kanna
þeir sex af þessum mánuðum til
að athuga sölutölur og reynist þær
nógu háar er tegundin höfð áfram
í hillunum, annars verður fólk að
sérpanta hana.
Við getum líka fengið að koma
nýrri tegund að með því að láta
flokka hana sem mánaðarvín og það
gerðum við með Hvannarótar-
brennivínið um jólin. Þessar tegund-
ir tengjast ákveðnum tímabilum,
það geta verið jólin, þorrinn, sumar-
ið, haustið. ÁTVR taldi að Hvanna-
rótarbrennivín ætti erindi við jóla-
verslunina, það var sett í sölu um
miðjan desember. Mánuðurinn
teygist reyndar fram á þorrann, við
fáum sex vikur.
Hvannarótarbrennivín
og ÁTVR
Vandínn við þetta er að við meg-
um nánast ekki segja frá því að
þetta sé komið í hillurnar, við meg-
um ekki auglýsa. Það sem við höf-
um reynt er að vekja athygli fjöl-
miðla á því sem við erum að gera.
Hvannarótarbrennivínið vakti at-
hygli og fékk töluverða umfjöllun
en þetta gerðist um jól og áramót,
aðstæður eru öðruvísi en venjulega
og þegar farið var að fjalla um
þetta fyrir alvöru var vínið farið
úr hillunum hjá ÁTVR. Þá þarf að
sérpanta það.
Við höfum sótt um að tegundin
fái að fara í reynslusölu og ég vona
að það sé rétt sem ég heyri að
ætlunin sé að gera það auðveldara
en verið hefur en hingað til hefur
þetta tekið frá hálfu öðru upp í
þrjú ár.
Við erum í samstarfi við Heild-
verslun Alberts Guðmundssonar og
Hagafell ehf. um dreifingu og sölu
til veitingahúsa, teljum að þannig
sinnum við best óskum viðskipta-
vina sem vilja gjarnan geta keypt
marg^víslegar tegundir af áfengi af
sama aðila. Okkur vantar enn léttu
vínin en erum að hefja innflutning
á þeim, þar á meðal vín frá Kanada,
Austurríki og Spáni. Oft kemur sér
vel að geta komið nýrri tegund að
hjá veitingahúsunum til kynningar,
þá sér fólk nýja flöskumiða á barn-
um eða nafn á vínseðlinum og fær
áhuga á tegundinni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56