Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 21 LISTIR Raunsæi og ráðgátur RÁÐGÁTA nr. 24, 170 x 340 sm, 1995. MYNDLIST Kjarvalsstadir MÁLVERK/MYNDBÖND JAQUES MONORY Opið alla daga frá 10-18. til 23. marz. Aðgangur 300 krónur. MENN nefna málunarháttinn bæði ljósmyndaraunsæi og frásagn- arlegt raunsæi, skilgreina sem stíl- brigði er fylgdu í kjölfar popplistar- innar og byggðust á vinnu með ljós- myndir og annað tilbúið myndmál. Yfirfæra það á dúk með aðstoð myndvarpa og hagræða á ýmsan veg, búa til nýja frásögn, nýtt raun- sæi. Á frönsku nefnist þetta La Fig- uration Narrative. Þetta er einn angi samtímalistar þar sem inntakið er tilfallandi myndefni og skarar vissa þætti í nútímanum, gærdegin- um, fortíðinni, gjaman á afhjúpandi hátt, jafnvel ögrandi. Við sögu koma einnig ritaðir textar eða textabrot, jafnt til áherslu sem hrein myndræn viðbót, og ljósmyndirnar þjóna ekki sem myndlýsingar grunnflatar held- ur magna ásamt textunum upp inn- byrðis spennu frásagnarlegs ferlis. Meðal helstu fulltrúa stílbragðanna af málurum Parísarskólans skulu hér nefndir þeir félagar Spánveijinn Eduardo Árrayo, íslendingurinn Guðmundur Erró og Parísarbúinn Jaques Monory. Vinnubrögð þeirra eru í grunni sínum náskyld, þar sem allir notast við tilbúið aðfengið myndmál en þeir hafa fundið hver sína sérstöku mörkuðu leið við út- færslu þess, svo engan veginn verð- ur á þremennungunum villst. Það er þó mögulegt að vísa til greinilegs innri skyldleika, þótt úthverfan sé gjörólík. Helst í hugmyndafræðinni og að þeir vinna allir að megihluta til út frá firringu og hremmingum samtímans, eru þannig fréttaritarar tímanna í bland. Það eru merkjanleg skil á myndmáli þeirra og skyldum stílbrögðum núlista síðustu áratuga sem ganga undir heitunum „Spora- slóð“ (Spurensicherung), Hug- myndafræðileg list (Concept Art) og Hugmyndafræðileg ljósmyndun (Konzeptueller Photographie). Ber að upplýsa, þar sem margur hefur væntanlega ekki séð fyrstnefndu skilgreininguna á prenti, að hér er á ferð einstaklingsbundin goða- fræði, þar sem gerendur leita aftur í fortíðina með hjálp tákna og spora sem horfnar kynslóðir hafa eftirlátið um menningu sína og lífsstíl. Leit- ast við að skapa áhrifamikið tákn- sætt samband með hjálp ýmissa meðala handa á milli, þar á meðal ljósmynda. Að ég best veit er ekk- ert íslenzkað stílheiti til yfír vinnu- brögðin og nafnið sporaslóð því heimatilbúið. Monory vinnur með kuldann, fjarlægðirnar og ráðgát- urnar í eintóna draumkenndum blá- um litum, sem hann lýsir stundum upp með andstæðulitnum hágulu í svörtum ramma sem hann mildar svo aftur með fjólubláu. Litafræðin er þannig hávísindaleg. Hanterar pentskúfinn á líkan hátt og (upp) spuna og spennusagnaskáldin rit- færi sín, gerir raunveruleikann óraunverulegan, fjarstæðukenndan og ógnvænlegan. í loftinu liggur boð um morð, óvægar og ástþrungnar athafnir kynjanna. ískaldur óhugn- aður birtist í formi hraða, flug- og bílslysa. Tígur í rimlabúri eða innan stásslegra veggja neyzluþjóðfélag- ins ráfar um viðþolslaus af eirðar- leysi og þrá til frelsis og víðátta frumskógarins. Allur þessi flöktandi samruni, sem skoðandinn öllu frekar skynjar í tilbúinni fjarlægð og sjón- hillingum en að vera sér að fullu meðvitaður um, ögrar og ertir skyn- færin, innri augun. Inn í þetta blandast ennfremur myrkar ljúfsár- ar ástríður, fjarrænar ófullnægðar þrár og hráar gimdir, einnegin ná- lægar blíðar ástleitnar og virkar. Skammbyssan verður að ímynd ná- kaldrar hörku raunveruleikans, grimmdar og óvægi tímanna, þar sem allt eins og hangir á bláþræði, tilviljun og ögurstund ráða lífí og dauða. Þetta allt túlkar Monory með vissri fagurfræði í útfærslu verk- anna og grípur gjarnan til pentskúfsins þannig að úr verða málverk eða einingar og brot af málverkum. Myndbrot og speglanir þeirra á stangli, eða í mjög skipu- legri röð, þar sem ýmsar áherslur vinna með og í ferlinu sem getur svo náð út fyrir sjálft verkið, þann- ig að það verði í senn tvívítt og þrívítt, opinberanir draumkennds en þó áþreifanlegs veruleika í hálfu og heilu rúmtaki efnislegrar fyrirferð- ar. Gjarnan með skírskotun til efnis- hyggjunnar í formi hinna formfögru eftirsóttu gullstanga sem skilja á milli lífs og dauða, auðlegðar og fátæktar og er kímið að því marg- ræða sjónræna spennuferli er við blasir. Listamaðurinn er fær málari og nýtir sér það eftir þvi sem við á og viðfangsefnið býður. Kemur vel fram í myndinni „í gær“, sem er líkust því sem horft sé inn í flugvéla- hreyfil í smíðum en reynist svo eindahraðall, og hefur krafist mikill- ar þolinmæði yfírlegur og ná- kvæmni. Myndböndin eru svo líkust framhaldi málverkanna, eru sem glósur og annálsbrot listferils hans, útskýra að nokkru og vekja til um- hugsunar, ná þannig séð tilgangi sínum. Jaques Monory hefur verið að fást við þetta sérstaka myndmál, skynsvið duldra og opinna vísana, ógnana og þokukenndra ráðgáta frá því á sjöunda áratugnum og hefur það lítið breyst frá hinni frægu myndaröð hans af morði 1968, er gerði hann þekktan í Evrópu með því sama. Virðist haldinn þráhyggju og vilja koma frá sér ákveðnu tungumáli myndflatarins sem hann slípar og fágar í sífellu, er þó fersk- ur og fijór eins og allir innblásnir listamenn. Kominn í þá aðstöðu sem margur málarinn þekkir, að mála eins og bakgrunnurinn og eðlið bíð- ur hveiju sinni og mjög meðvitað, en slíkir gera sér ekki fulla grein fýrir launhelgum eigin reynsluheims að verklokum og geta trauðla endur- tekið ferlið. Þetta er sterk og mikilsháttar sýning sem nýtur sín með ágætum í rými Vestursalar, og virkar fyrir sumt sem vel heppnuð innsetning, þar sem þráðurinn týnist hvergi. Allt eru þetta nýleg verk, sem kem- ur ekki að sök því þau opinbera myndheim gerandans og hið mark- aða myndmál hans, sem í engu hef- ur tapað krafti sínum og þau teld- ust viðburður í hvaða sýningarsal sem væri í heiminum. Sýningarskrá- in þótt lítil sé er með því skilvirk- asta sem sést hefur á staðnum bæði hvað myndir og uppsetningu snertir. Þá er rétt að vísa til for- mála Rémy Fenzys, sem veitir dýpri skilning á mynd- og táknmáli lista- mannsins, er jafnframt mjög læsi- legur í þýðingu Sigurðar Pálssonar skálds. Menn taki eftir sem þar stendur um listamanninn, „að hann virðist einkum hafa áhuga á þeim hlutum í nútímaþjóðfélagi og listum, þar með talið hans eigin list, sem ber vitni um merkingarkreppu. Alls- heijar merkingarkreppu. Þessi af- staða hans sé óralangt frá hinni rómantísku, eða postrómantísku, hugsun um leyndardóm listsköpun- ar.“ Og þó. Bragi Ásgeirsson IBÓKMENNTUNUM, eins og á öðrum heimilum, er alltaf ver- ið að týna einhveiju. Og finna aftur og týna aftur og koll af kolli. Máttur gleymskunnar er ómælanlegt fyrirbæri sem hver manneskja hefur yfir höfði sér, jafnt rithöfundar sem aðrir. Rithöfundurinn Eiríkur Laxdal hefur legið í þagnargildi. Hann fæddist 1743 og dó 1816. Hann dvaldi um hríð í Kaupmannahöfn. Við eðlisfræðinám, sem byssuberi Danakonungs og sitthvað fleira hefur hann gert og farið með með sér i gröfina. Hann hreifst af hug- myndum upplýsingarmanna og má ætla að hann hafi drukkið sam- tímann þarna úti í sig því hug- myndirnar sem verk hans geymir eru róttækari og framsýnni en hugmyndir samlanda hans á sama tíma. Saga Ólafs Þórhallssonar (Ólafssaga) er það verk sem eftir hann liggur í heilu lagi. María Anna Þorsteinsdóttir hefur verið dugleg við að dusta gleymskuryk- inu af því en hún ásamt Þorsteini Antonssyni gaf verkið út fyrir tíu árum, fyrst allra. Nú hefur hún bætt um betur og skrifað bók um Ólafssögu: Tveggja heima sýn, heitir sú og er gefin út af Bók- menntafræðistofnun Háskóla ís- lands og Háskólaútgáfunni. Bók- ina byggir hún á MA ritgerð sem hún skrifaði við íslenskudeild HÍ. María Anna skoðar Ólafssögu á alla kanta. Það er t.d. fremur nýstárlegt að lita á verkið sem skáldsögu því þeir sem á eftir komu og gegndu því hlutverki að rannsaka bókmenntir létu mjög líklega blindast af formi og inni- haldi þess. „Eiríkur Laxdal virðist frá upp- hafi hafa átt erfitt með að rekast meðal manna, taka tilskipunum og hlýta aga,“ segir María Anna Þorsteinsdóttir þegar hún er Hvort átti Eiríkur erindi við samtíð sína eða framtíð? spurð um ástæðurnar fyrir hvarfi Eiríks úr bókmenntasögunni. „Hann átti vafalaust auðvelt með að fá fólk upp á móti sér og umsagnir samtíma- manna hans voru allar á einn veg: sérvitur, gáfaður, víðsýnn, skapstirður, kífinn við kappræður... Eiríkur setti verkið sitt saman úr mörgum sögum og lét þekktar þjóðsögur og þjóð- sagnapersónur birtast og hafa áhrif á fram- vindunina. Fólki þótti þetta ekki vera „al- vöru“-þjóðsögur þegar höfund- urinn hafði komið þeim fyrir í sitt eigið samhengi. María Anna Þorsteinsdóttir m? 3Ð því að nota þjóðtrúna ögraði hann íslensku upp- ■ lýsingarmönnunum sem vildu útrýma þjóðtrúnni. Þess í stað sameinaði hann vísindahyggj- una og þjóðtrúna, t.d. á þann hátt að álfkonurnar í verkinu eiga það til að halda vísindafyrirlestur fyr- ir aðalpersónuna. Þegar menn nítjándu aldarinnar mættu á svæð- ið til að safna þjóðsögum freistaði verk Eiríks þeirra ekki, einmitt vegna skáldskaparins sem hann hafði fléttað þjóðsögurnar í, þess vegna kom verkið ekki þessum mönnum að notum. Þegar svo loks var farið að skrifa skáldsögur á íslandi, á nítjándu og tuttugustu öld, gerði raunsæishefðin sínar kröfur. Um skíran söguþráð, upphaf, miðju og endi o.s.frv. En Olafssaga byggir á hinni munnlegu frá- sagnarhefð frá mið- öldum. Fulltrúar raunsæisins gátu ekki skilgreint hana sem skáldsögu. Módern- isminn og bókmenn- taumhverfið í dag eru ekki svona passasöm á skilgreininguna á skáldsögunni." Kannski var Eirík- ur Laxdal spámaður. „Á tímum Eiríks var ástin því sem næst í þrælahaldi. Fæstir fengu þann sem þeir elskuðu. Stéttarskipting og bág kjör komu í veg fyrir það. Það var refsivert að eignast barn í lausaleik þó lög- in hefðu aðeins mildast. Sjálfur hafði Eiríkur gengið í gegnum erfiðleika þegar hann gerði bisk- upsdóttur ólétta og missti fyrir bragðið vinnuna sem djákni. Einn af rauðu þráðunum í verkinu er samúð höfundar með elskendum sem fá ekki að njótast. En þó dóm- ur mannheima sé harður ríkja í álfheimunum allt önnur og fijáls- lynd lög í ástar- og kynlífsmálum. Eiríkur leggur á það áherslu að þar sé það ekki síður konunnar að girnast karl einsog karl kon- una. Þar jafngildir samlíf hjóna- bandi og ef hrifning er fyrir hendi er ekkert nema eðlilegt, og alls órefsivert, að sofa saman. Fyrir utan ferskar hugmyndir Eiríks um ástir og hjónalíf var hann langt á undan sinni samtíð hvað varðar hugmyndir hans um stöðu og rétt kvenna. Þegar Háskóli íslands var stofn- aður árið 1911 höfðu konur ekki rétt til embætta. Á níunda áratug þessarar aldar eignuðumst við fyrsta kvenhæstaréttardómarann. í Ólafssögu skipa þijár álfkonur, vegna reynslu sinnar og menntun- ar, nokkurs konar hæstarétt í álf- heimum! í heiminum sem Eiríkur býr til gilda lög sem um margt eiga meira skylt við framtíð hans en samtið. Samt er óréttlátt og ódýrt að útskrifa hann á þennan hátt því það verður aldrei mælt hvað samferðamenn hans og þeir sem á eftir honum komu fóru á mis við þegar þeir lokuðu augum sín- um og eyrum fyrir þvi sem hann hafði að segja.“ ANNAÐ sem vekur athygli og er til marks um áhersluna «■ á kvennamál í sögu Eiríks eru orð Góðhjálpar um erfðir. Tilefnið er að Ólafur undrast skarpleika dóttur sinnar og Álf- hildar. Góðhjálp, mágkona hans, segir það ekki undarlegt þótt Álf- hildur yngri sé skörp því ekki standi neitt afglapakyn að henni í móðurætt. „En mæður skyldu menn velja mjög börnum sínum, því að flestum mun bregða meir til móðurinnar upp á skynsemina en faðerninu líkjast flest öll dýr uppá ytri ásýnd.“ X 7ERT er að doka við siðast \/ tilvitnuð ummæli. Fráalda ▼ öðli höfðu menn velt fyrir sér hvernig líf kviknaði við samf- arir karls og konu, hver væri þátt- ur hvors um sig. Snemma komust menn að þeirri niðurstöðu að sæði karlsins ætti hér stóran hlut að máli, en miklu lengur töldu menn hlut konunnar ámóta og jarðar- innar þegar hún tekur við fræi. Þó menn hefðu fyrir sér að börn líktust jafnt mæðrum sínum sem feðrum, töldu þeir útilokað að guð hefði úthlutað svo lítilsigldri veru sem konunni svo merku hlutverki sem að leggja afkvæmi sínu til skapnað þess en ekki bara nær- ingu og atlæti. Uppgötvun eggs konunnar árið 1672 leiddi til vangaveltna um hlut hennar í þessu lífsundri. Það var þó ekki fyrr en um miðja 19. öldina að grasafræðingar komust að því, um plöntur, að afkvæmið erfði eigin- leika frá báðum foreldrum sínum. Árið 1854 sást fyrst samruni eggs og sæðis, reyndar froska, og þótti þá sannað að um slíkar sameigin- legar erfðir væri að ræða. Þessi samruni sýndi svo ekki varð um villst að fyrst guð hafði gætt kon- una réttinum til að leggja eitthvað til afkvæmisins af sjálfri sér, gat hún varla verið svo miklu ómerki- legri en karlar sem fram til þessa hafði verið talið. Um aldamótin 1800 var framlag konunnar alls staðar talið hið sama og hins plægða akurs sem tekur við sæðinu og veitir því vaxt- arskilyrði. Athugasemd í íslenskri sögu um erfðir frá móðurinni er því sérlega athyglisverð, og því fremur sem það er sjálf skynsem- in sem sögð er frá konum komin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.