Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34  LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
STEINAR
PÁLSSON
+ Steinar Pálsson
fæddist í Hlíð í
Gnúpverjahreppi 8.
janúar 1910. Hann
lést á heimili sínu
hinn 8. mars siðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Páll Lýðs-
son, bóndi og hrepp-
stjóri i Hlíð, f. 23.
janúar 1869, d. 15.
rnars 1943, og Ragn-
hildur Einarsdóttir
frá Hæli, f. 10. jan-
úar 1879, d. 7. júní
1954.
Steinar giftist
hinn 8. janúar 1949 Katrínu
Arnadóttur frá Oddgeirshólum
í Hraungerðishreppi, f. 26. maí
1910. Börn þeirra eru: 1) Páll
Ragnar, verslunarmaður í
Kópavogi, f. 26. júní 1950. Sam-
býliskona hans er Sigf ríður Lár-
usdóttir, tækniteiknari, f. 8. jan-
úar 1951. Hún á tvö börn frá
fyrra hjónabandi. 2) Tryggvi,
bóndi í.Hlíð, f. 9. mars 1954,
giftur Önnu Mariu Flygenring,
Þegar Steinar móðurbróðir minn
er allur, vefst fyrir mér hvers geta
skal í stuttri kveðjugrein. Að baki
er sextíu ára samvistartími en þó
fátt munað fyrstu árin. Ég man
hann skemmtilegan og góðviljaðan
frænda þá ókvæntan en margt átti
síðar eftir að skýrast. Rétt eins og
þegar ég ungur að árum hugðist
klífa Hlíðarfjall. Gekk hjalla af
hjalla, sá allt nýtt og nýtt, viður-
kenndi loks að ekki yrði fjalíið sigr-
að það sinnið og sneri heim. Ára-
tugum síðar fékk ég að smala sjálft
Hlíðarfjall með Steinari. Var þá í
haustfjallferðum okkar Flóamanna
og gisti tvær nætur í Hlíð. Þá fékk
ég að smala skilasmalamennskuna
með þeim móðurbræðrum mínum,
Lýði og Steinari, og Steinar tók
að sér að kynna mér landið á ystu
merkjum. Við riðum um Svartagil,
framhjá Ókindarlág og komum á
Inneyrarnar. Við sáum veiðisæla
hylji í Laxá, Hlíðardrátt og Stap-
ann, fórum um Heljarþremsbrekku,
inn í Bjarnahagann og komum svo
upp á Miðfjallið. Inni við Grensás
var aftur snúið og við vörðurnar
Gvend og Elínu vorum við komnir
á austustu mörk. Þaðan í frá gátum
við farið að stugga við fénu heim
á leið.
I þeirri smalamennsku vitraðist
mér að Hlíð er ekki öll eins og hún
er séð. I fjarlægð sýnist Hlíðarfjall
að sönnu víðáttumikið „borðfjall"
en allt um kring eru óvenjuleg
náttúrufyrirbrigði og fagir staðir
sem gera þessa fjallajörð allsér-
stæða. Og í smalamennskunni sá
ég að gott var þar undir bú. Ytri-
hreppsfjöllin skýla jörðinni fyrir
norðanáttinni eins og Gnúpverja-
hreppi öllum og því er þessi fjalla-
sveit flestum öðrum sunnlenskum
sveitum búsældarlegri.
Og eftir þessa ferð um Hlíðar-
I fjall fór ég að sjá Steinar frænda
minn í enn skýrara ljósi. Hann
leyndi á sér eins og Hlíðarlandið.
Eftir að komið var með féð heim,
rákum við það til réttar. Var þá
Sérfræðingar
í biómaskreytingum
við öll tækifæri
ft
blómaverkstæði
Skólavörðustíg 12,
íí horni Bergstaðastrætis,
sími551 9090
bónda, f. 6. ágúst
1956. Þau eiga þrjár
dætur. 3) Elín Erna,
leikskólakennari í
Reykjavík, f. 30.
desember 1956, gift
Indriða Birgissyni,
verslunarmanni, f.
16. október 1955.
Þau eiga þrjá syni.
Steinar     lauk
gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum á
Akureyri 1931 og
starfaði við búskap
í Hlíð óslitið upp frá
þvi. Hann tók alla
tið virkan þátt í félagsmálum
sveitar sinnar, sat i hreppsnefnd
Gnúpverjahrepps 1942-1970,
hreppstjóri 1972-1984, í sókn-
arnefnd      Stóra-Núpskirkju
1967-1984, lengst af sem for-
maður, auk fjðlda annarra
starfa að ýmsum málum.
Útför Steinars fer fram frá
Skálholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.00. Jarðsett
verður á Stóra-Núpi.
vel komið hádegi. Ég hugði að nú
yrði hraðétinn hádegismaturinn.
Svo var siðurinn heima þar sem
allt gekk í loftköstum á smaladög-
um. En eftir langt borðhald og
drjúgar samræður sagði Steinar:
„Nú leggjum við okkur." Að snögg-
um svefni loknum var tekið til
óspilltra mála og réttarhaldi lauk
hratt og fumlaust með huga og
höndum þaulæfðra manna.
Makalausir menn, þeir Lýður og
Steinar. Að loknu fjölþættu námi
í Flensborg og á Akureyri sneru
þeir báðir heim. Lýður að auki með
próf frá Samvinnuskólanum, var
þar semidúx 1929, og sagði það
ekki nokkrum manni heima. Af
bókum sá ég það áratugum seinna
og sagði þá ættinni. En þeir bræð-
ur hófu búskap með foreldrum sín-
um, lúnum og skuldugum eftir
byggingu íbúðarhússins 1927. Þeir
fengu að búa á besta búskapar-
skeiði íslenskra bænda eftir 1945
og fram undir þessa tíð. Ég man
að upp úr 1950 sagði móðir mín
mér að bræður hennar byggju af-
burða vel í Hlíð. Þeir hefðu haft
þann metnað að gera jörðinni gott
og það hefði þeim tekist með end-
urnýjun allra peningshúsa, mikilli
ræktun og afburða kúakyni.
En Steinar var eins og Hlíðar-
landið. Fleira leyndist með honum.
Hann naut þeirrar gæfu að eignast
sem eiginkonu Katrínu Árnadóttur
frá Oddgeirshólum, skáldmælta
gáfukonu og dugnaðarfork við bú-
verk. Mér sýndist þau espa hvort
annað upp í menntamálum. Börn-
um sínum þremur komu þau í gegn-
um stúdentspróf og er á ævina leið
fór Steinar að gefa sig að hvers
kyns fróðleik og kom þá skoðunum
sínum einatt í blöð. Hann var mik-
ill unnandi íslenskunnar og reit oft
um málið í blöð. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á fornsögunum
og var unnandi Sturlungu og
Heimskringlu öðrum bókum frem-
ur. Líklega setti hann fyrstur fram
þá kenningu að höfundur Njálu
hefði verið kona. Nefndi hann þar
til tvær kvenhetjur Sturlungatí-
mans, þær Randalín Filippusdóttur
eða Solveigu Sæmundsdóttur. En
þessi kenning verður ekki sönnuð
fremur en hinar.
Ótalin eru þau skipti sem þau
Steinar og Katrín tóku á móti Flóa-
mönnum er þeir komu með fjall-
safn sitt af Hlíðarfjalli, rekandi það
í Reykjaréttir. Við Flóamenn tókum
þá réttardaginn í Skaftholtsréttum
af þeim hjónum, sem veittu okkur
af mikilli rausn. Fyrir skömmu
harmaði ég þessa meðferð við Katr-
ínu en hún svaraði: „Blessaður
vertu, ég var aldrei mikil rétta-
manneskja og svo voru Flóamenn
mitt fólk."
Kæri frændi. Ég var beðinn um
að halda undir kistuhornið þegar
þú verður borinn úr kirkju. En á
móti kemur sú mikla handleiðsla
sem þú veittir mér í lífinu, bæði
sem frændi og vinur. Far vel.
Páll Lýðsson.
Vinur minn Steinar Pálsson í
Hlíð er látinn. Hann auðgaði líf
mitt og áreiðanlega allra, sem áttu
með honum samleið um lengri eða
skemmri veg. Leiðir okkar lágu
fyrst saman, þegar égvígðist til
Stóra-Núpsprestakalls. Ég er ekki
frá því, að Steinar hafi verið einn
örfárra væntanlegra sóknarbarna
minna viðstaddur á vígsludegi mín-
um í Skálholti sumarið 1974. Hann
var allar götur síðan samverkamað-
ur minn í kirkjunni á Stóra-Núpi,
sóknarnefndarformaður og með-
hjálpari.
Ungum, óreyndum manni var
það ekki lítils virði, að læra af djúp-
vitrum öðlingi eins og Steinari Páls-
syni. Hann var það sem skáldið
kallar brotahöfuð. Ekkert var of
smátt og ekkert var of stórt, að
Steinari þætti ekki ástæða til þess
að íhuga eðli þess og brjóta það
til mergjar. Þar fór hann í fótspor
feðra sinna, sem búið hafa í Hlíð
allt frá dögum Guðmundar Þor-
steinssonar, en Guðmundur kom
upphaflega að Hlíð vestur yfir
Þjórsá frá Skarfanesi. Það kom
okkur Steinari skemmtilega á
óvart, þegar við uppgötvuðum, að
Guðmundur forfaðir hans hafði
verið meðhjálpari séra Guðmundar
Vigfússonar, sem var forfaðir
minn. Það var eins og ekkert hefði
í skorist í meira en heila öld. Og
þannig var hrynjandi tímans í Hlíð.
Þar nam maður enduróminn af
því, sem er sístætt og óháð öllum
veðrabrigðum lífsins.
Heilindi Steinars og trúmennska
ásamt lotningu fyrir arfi kynslóð-
anna auðkenndu þjónustu hans í
kirkjunni. Einhverju sinni ætlaði
ég í bráðræði að breyta því, sem
áður hafði verið talið gott og gilt
um langa hríð og viðtekið í messu-
siðum. Þá snöggreiddist Steinar og
sagði: Ef þú ætlar að fara að vera
með einhverjar serimóníur, þá er
ég farinn. Auðvitað fór Steinar
hvergi enda hafði hann á réttu að
standa. Og þar með var það úr
sögunni því Steinar var skjótur til
sátta. Steinar var enginn kreddu-
maður, heldur víðsýnn og vakandi
og opinn fyrir því óvænta. Ein-
lægni trúarinnar lýsti sér m.a. í
afstöðunni til kraftaverkanna, sem
Steinari þótti ekki ástæða til að
véfengja eða útskýra, heldur tók
bókstaflega. Hann stóð vörð um
málstað lítilmagnans og honum var
kristindómurinn óhugsandi án þjóð-
félagslegs réttlætis.
Mér verða jafnan minnisstæðir
sóknarnefndarfundir heima í Hlíð
þar sem gengið var frá kirkjureikn-
ingum. Þar voru auk Steinars
Ásólfur á Ásólfsstöðum og Guð-
mundur í Ásum. Og þá var mikið
gaman og ekki dvalið við þurrar
tölur meira en þörf krafði. Oft var
þá slegið á Iétta strengi, enda fé-
lagsskapurinn skemmtilegur með
afbrigðum og þegar græskulaust
gaman var annars vegar tók Stein-
ar gjarnan bakföll með smitandi
hláturrokum. Örlítið atvik, sem átti
sér stað, þegar ég lét af störfum
í Stóra-Núpsprestakalli, lýsir Stein-
ari vel og vináttu okkar tveggja.
Þá áttum við smá viðskipti. Eg
seldi honum Landrover jeppa og
Steinar vildi borga fyrir hann upp-
hæð, sem var langt fyrir ofan gang-
verð. Það tók mig langan tíma að
reyna að þoka verðinu niður, því
Steinar vildi hækka. Við náðum
samt farsælli lendingu að lokum.
Steinar var höfðingi og óvíða var
betra að vera en í húsi þeirra hjóna.
Með þeim tveimur Steinari og Katr-
ínu var mikið jafnræði. Þau voru
bæði vellesin og fróð, fundvís á
eitthvað bitastætt til að velta vöng-
um yfir og þau skemmtu sér við
leiftrandi samræður. Samband
þeirra auðkenndist af gagnkvæm-
um kærleika og virðingu. Hugur
okkar Bjarnheiðar dvelur í dag hjá
Katrínu og börnum hennar og öðr-
um ástvinum. Við komum til með
að sakna Steinars en unnum honum
hvfldarinnar. Við þykjumst vita, að
nú verði margt með öðrum hætti
heima í Hlíð. En láti að líkum þá
verður hrynjandi tímans áþekkur
og áfram mun því gæta þess góða
anda, sem fylgdi Steinari Pálssyni.
Öðruvísi getur það raunar ekki
verið, því Steinar skilur eftir sig
svo margt gott og dýrmætt. Og
fyrir það allt skal þakkað að veg-
ferðararlokum.
Steinar vissi fullvel að hverju
stefndi. Það var aðdáunarvert að
fylgjast með umhyggju Katrínar,
sem gerði manni sínum kleift að
dvelja heima þar til yfir lauk. Mér
var það mikils virði, þegar Steinar
kom til guðsþjónustu á Borgarspít-
alanum skömmu áður en hann hélt
heim til að deyja. Þá hafði hann
orð á því, að þetta væri síðasta
skiptið, sem við ættum samleið í
helgri þjónustu. Hringnum var lok-
að og með það kvöddumst við
frammi fyrir altarinu í bjarma ei-
lífðarinnar. Það er í því ljósi, sem
ég minnist Steinars Pálssonar
þakklátum huga og bið honum
Guðs blessunar á eilífðarbrautum.
Sigfinnur Þorleifsson.
Mér er það minnisstætt í bernsku
minni þegar ég og félagar mínir
vorum burstaklipptir að vori til og
sendir með samgöngutæki þeirra
tíma, mjólkurbílnum, í sveitina þar
sem þriggja eða fjögurra mánaða
dvöl leið hratt, bæði í leik og starfi.
Við börnin á Hæli áttum mikil sam-
skipti við frændur okkar og vini í
Hlíð á næsta bæ og það áttu þau
fullorðnu einnig enda lágu jarðirnar
saman. Heimsóknir voru því tíðar,
við börnin vorum oft send út að
Hlíð með kýr eða fénað í allskyns
erindagerðum. Stundum var farið
í útreiðar og saman var einnig rek-
ið heim úr réttunum á þeim árum.
Loks áttum við börnin í samkeppni
á íþróttasviðinu, en þar leiddu fram
hesta sína félögin á bæjunum
tveimur, Stormur og Elding, sem
kepptu árlega í íþróttum í 5-6 ár.
Eg minnist þess frá þessum ung-
dómsárum hversu vel Steinar
frændi minn tók ávallt á móti okk-
ur öllum. Hann var höfðingi heim
að sækja ásamt eftirlifandi konu
sinni Katrínu, aldrei var gerður þar
á bæ manna- eða stærðarmunur á
gestum. Öllum var fagnandi tekið
og það má segja hið sama um gest-
risnina í vesturbænum hjá Guð-
björgu og Lýð.
Samskipti min við Hlíðarheimilið
urðu meiri eftir að ég og fjölskyld-
an reistum okkur sumarhús nærri
fjárhúsum föður míns í Miðnes-
landi, rétt við mörk Hlíðarlandsins.
Oft leit Steinar þar við og áttum
við þar góðar stundir. Það var ein-
staklega gaman að vera með Stein-
ari, hann var afburða skýr og
skemmtilegur, hláturmildur og
sagði þannig frá að alltaf sá hann
hið spaugilega í alvöru lífsins. Þó
var hann ávallt grandvar og glögg-
ur með afbrigðum og hélt öllum
sínum einkennum með mikilli reisn
fram í andlátið. Hér er sveitarhöfð-
ingi kvaddur, sem aðrir munu gera
betri skil. Ég vil þakka honum alla
hjartahlýju og gestrisni á fyrri
árum og í nábýli okkar um margra
ára skeið.
Þegar ég hafði lokið við að reisa
bústað minn í Miðnesi fyrir 15 árum
kveiktum við Sigurlína heitin kona
mín á kertum þar inni. Stuttu síðar
greindi Steinar mér frá því að nú
sæjust i fyrsta sinn Ijós byggðar
frá Hlíðarbæjunum. Hann var mað-
ur ljóssins og friðarins í sínu lífi
og starfi, nú hefur hann séð ljós
hins eilífa lífs og við því var hann
vel búinn.
Ég votta Katrínu, börnum þeirra
og fjölskyldum innilegustu samúð
fjölskyldu minnar.
Ólafur Hjaltason.
Við lát Steinars Pálssonar fyrr-
um búnda og hreppstjóra í Hlíð í
Gnúpverjahreppi kemur upp í hug-
ann löng saga um góðan dreng,
sem gegnt hefur merku lífsstarfi
án þess að misstíga sig eða villast
á þeirri leið sem skyldan hefur
boðið honum að fara. Þó að Steinar
sé nú sárt syrgður af fjölskyldu,
vinum og sveitungum, þá er ekki
ástæða til að útför Steinars sé ein-
hver sorgarathöfn. Hér er frekar
ástæða til að efna til þakkarhátíð-
ar, vegna þess hvað vinur okkar
hefur átt hér langt og farsælt líf
og unnið hér merkilegt lífsstarf.
Þannig hefur honum tekist að
stofna hér fallegt og hlýtt menning-
arheimili fyrir fjölskyldu sína og
fólk, sem hér hefur dvalið. Þetta
er hans ríkidæmi, þegar hann kveð-
ur okkur, eftir að hafa staðið hér
vörð á ættarjörðinni, Hlíð í Gnúp-
verjahreppi, í 87 ár með fullri
sæmd.
Hlíð í Gnúpverjahreppi hefur
verið setin af sömu ættinni mann
fram af manni síðan árið 1837. Það
ár flutti að Hlíð Guðmundur Þor-
steinsson frá Skarfanesi í Land-
sveit og bjó þar þangað til sonur
hans Lýður tók þar við búskap árið
1866, ásamt konu sinni Aldísi Páls-
dóttur frá Brúnastöðum í Flóa, en
þau bjuggu þar til ársins 1902. Á
þessum árum varð Hlíðarheimilið
rómað fyrir myndarskap og góðar
gáfur barna þeirra Lýðs og Aldís-
ar. Systurnar þrjár giftust allar og
urðu húsmæður á forystubúum í
héraðinu. Svanborg giftist Skúla
Guðmundssyni hreppstjóra á Keld-
um á Rangárvöllum, Guðlaug gift-
ist Bjarna Jónssyni hreppstjóra í
Skeiðháholti og Sigríður Guðmundi
Þorvarðarsyni hreppstjóra í Litlu-
Sandvík í Flóa. Bræðurnir voru
tveir. Guðmundur Lýðsson, kvænt-
ist Ingibjörgu Jónsdóttur frá Holti
í Stokkseyrarhreppi og reistu þau
bú á höfuðbólinu Fjalli á Skeiðum,
en Páll kvæntist Ragnhildi Einars-
dóttur frá Hæli og tóku þau við búi
í Hlíð árið 1902 og bjuggu þar til
ársins 1942, en þá tóku synir
þeirra, þeir Lýður og Steinar, við
búinu og ráku þar félagsbú lengi
vel.
Heimili þeirra Páls og Ragnhild-
ar varð fljótt rómað fyrir einstak-
lega menningarlegan heimilisbrag
og minnist ég varla eins uppbyggi-
legra umræðna við matborð eða
þar sem heimilisfólkið var saman
komið við verk eða þegar hvílst
var. Þarna voru foreldrarnir að
sjálfsögðu leiðandi í umræðunni,
en börnin ólust upp við að taka
þátt í umræðum þessum, og svo
góðir gestir, eins og t.d. dr. Helgi
Péturs jarðfræðingur, sem oft
dvaldi tíma úr sumri í Hlíð til hvíld-
ar og endurhæfingar.
Börn þeirra Páls og Ragnhildar
urðu sex, öll vel gefin og námfús,
en þrátt fyrir margháttaðar fram-
farir og nokkra bjartsýni þá voru
menntavegir sveitaæskunnar þá
enn torfærir.
Ég hygg að Hlíð í Gnúpverja-
hreppi sé með allra hlýlegustu
bæjarstæðum á landinu. Bærinn
stendur undir hárri gróinni fjalls-
hlíð skammt fyrir austan Stóru-
Laxá, en nokkuð innbyrgður af
hæðum og ásum, svo útsýni er lít-
ið. Sé gengið upp í fjallið fyrir ofan
bæinn, blasir fljótt við eitt víðasta
og tilkomumesta útsýni, sem hér
er að fá. Það er ekki slæmt hlut-
skipti að fá lífsstarf hér, þar sem
er svo skýlt og stutt í ótæmandi
víðsýni.
Sá galli var þó á jörðinni, að
lengi var hún að mestu án vega-
sambands, en þó ótrúlegt megi telj-
ast, þá sættu menn sig við þetta
fram undir miðja öldina, en þá
gerðist bylting í samgöngumálum,
og að Hlíð átti að heita að bílfært
yrði um 1948. Öll þessi barátta
fyrir bættum samgöngum reyndi
mjög á þolgæði þeirra bræðra,
Lýðs og Steinars, og þó að þeir
bæru þarna alltof þungar byrðar í
þessu máli, þá stælti það á hinn
bóginn hug þeirra og baráttuþrek
fyrir öðrum þarfamálum.
Oft hef ég dáðst að forystumönn-
um hér í sveit að ráðast í byggingu
heimavistarbarnaskóla hjá Asum
árið 1923. Þetta fáum við seint
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56