Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 B 29 HALLUR Ingólfsson kom fyrst fyrir almannaaugu og eyru sem trymbill hljómsveitarinnar Gypsy sem þátt tók í Músíktilraunum Tónabæjar 1985 og sigraði. Þá hafði Hallur leik- ið á trommur í hálft annað ár. Hann segist hafa heillast af trommunum, þær væru svo kröftugt hljóðfæri, en líka hefði skipt máli að fá alltaf nóg að gera, „það var allt fullt af gítarleikurum, en lítið um trommara“. Hallur segir Gypsy hafa leikið þungarokk framan af, þó ómarkvisst, en mikið lagt upp- úr hamagangi og látum á sviðinu; „í raun var þetta ósköp einfalt rokk og ról, en ég held að við höfum unnið í tilraununum út á stæl- ana.“ Hallur var sextán ára þegar þetta var, „algjört peð“, en þrátt fyrir hljóðverstíma í verðlaun varð ekkert meira úr Gypsy. „Þegar við sigruðum í tilraununum var mikill hasar og læti, en með tímanum minnkaði áhuginn hjá okkur að spila og líka áhugi fólks á að heyra í okkur, sem jók á spennuna innan sveit- arinnar. Ekki bætti úr skák að aldursmunur- inn var heldur mikill, það voru níu ár á milli mín og elsta manns hljómsveitarinnar." 1987 lagði Gypsy upp laupana, en Hallur fékk nóg að gera, fór að spila með Bjarna Tryggvasyni, sem gaf út breiðskífuna Ónnur veröld um það leyti, en setti síðan trommu- settið í sendibíl „og rúntaði á milli hljóm- sveita og spáði í með hveijum ég vildi spila“. A því rölti spilaði Hallur meðal annars með hljómsveitinni Tíbet Tabú og æfði þá upp lög sem síðar áttu eftir að slá i gegn með Sál- inni hans Jóns míns, en gítarleikari Tíbet Tabú var Guðmundur Jónsson. „Það gekk ekki upp og eftir eina tilraun með hljóm- sveit sem við kölluðum Stiftamtmannsvalsinn benti Sveinn Kjartansson hljómsveitinni Ham sem var að leita sér að trommara að ég væri á lausu. Ég var ekki til í að ganga í Ham til að byija með, fannt tónlistin drepleiðinleg. Eftir því sem ég hlustaði á fleiri upptökur sem ég spilaði inn á fannst mér að ég gæti gert kraftaverk í sveitinni. Ég sló því til og sé ekki eftir því, þetta var spennandi tími og margt í gangi,“ segir Hallur. Á þessum tíma var Ham samningsbundin bresku útgáf- unni One Little Indian og fór meðal annars í tónleikaferð með Sykurmolunum um Bret- land, aukinheldur sem sveitin fór í ferð til Bandaríkjanna. Tónlistarstjóri Ham var Sig- uijón Kjartansson og Hallur segir að þótt hann hafi verið farinn að semja sjálfur var hann ekkert að flíka þeim tónsmíðum. „Þeg- ar á leið fór mér að leiðast í Ham,“ segir Hallur, „mér fannst ekkert vera að gerast í hljómsveitinni tónlistarlega séð. Gömlu lögin voru öll eins og þau nýju og það nennti eng- inn að æfa. Mér fannst þetta ekki ríma við það sem ég var að pæla, ég vil vinna mikið, reyna að þróast og vera mikið að; ekki bara hangsa og drekka brennivín." Hallur nefnir að andinn innan hljómsveitarinnar hafi spillst eftir tónleikaferðina með Sykurmolunum, því sú ferð skilaði engu nema skuldum. „Við fórum út til að komast í viðtöl og síðan létu menn eins og fífl og svöruðu svo út í hött að viðtölin voru ekki prenthæf." Hallur segir að um það leyti sem hann hafi hætt í Ham hafi hann verið að hlusta á tónlist ýmissa hljómsveita sem voru að blanda saman ólíkum straum- um og því hafi hann séð í hendi sér að það væri rétta leiðin til að búa til tónlist. „Nokkr- ir strákar ofan af Skaga höfðu beðið mig um að stofna með sér hljómsveit og ég gerði það og skemmti mér vel. Hljómsveitin hét Bone- yard og við æfðum á hveiju kvöldi frá átta til eitt eftir miðnætti og allar helgar frá kl. 2 og langt fram á kvöld með matarhléi. Við vorum alltaf að og reyndar var erfitt að byija af svona miklum krafti því úthaldið var ekk- ert. Það kom þó og í kjölfar þessarar rosalegu spilamennsku komu framfarimar, því menn voru opnir fyrir öllu og það mátti prófa allt. Það skilaði kannski ekki svo ýkja góðum lög- um, en þetta var það sem ég þurfti." Hallur segir að losnað hafi um náið sam- starf þeirra fjögurra félaga í Boneyard þegar þeir réðu söngvara til sveitarinnar, því menn skiptust í tvo hópa með það hvort hann gæti yfirleitt sungið. Um áramótin 1991/92 segist Hallur síðan hafa tekið af skarið með hljómsveitina því honum fannst hún vera orðin laus í reipunum. „Þá kom ég á æfingu og sagði hvað sveitin ætti að heita framveg- is, hvernig hún myndi starfa og hvernig tón- list við myndum leika og best fyrir þá sem ekki væru með af fullum krafti að hætta strax.“ Nýja hljómsveitin hét Bleeding Volc- ano og lenti snemma í gítarleikaravandræð- um. Þrátt fyrir það ákváðu þeir félagar að taka upp breiðskífu og Hallur segist hafa tekið upp grófa grunna á gítar til að sýna þeim sem myndi leika hvemig það ætti að hljóma. „Við fengum gítarleikara til að spila inn á band fyrir okkur, en það sem ég spil- aði inn hljómaði svo vel að við ákváðum að ég myndi sjá um gítarleikinn. Annað vanda- Lifanði tónlist Morgunblaðið/Kristinn Hallur Ingólfsson rekur hljómsveitina XIII sem vakið hefur athygli fyrir tónlist sína víða ytra. Ami Matthíasson tók Hall tali og komst að því að XIII hefur vakið athygli víða í Evrópu. mál var söngvari sveitarinnar sem réð ekki við það sem ég vildi gera. Ég fór í hljóðver og tók upp Bowie-lag til að kanna hvort ég gæti gert þetta allt sjálfur, leikið á bassa, gítar, trommur og sungið, og það tókst svo vel að eftir það varð ekki aftur snúið; fram- vegis myndi ég leita leiða til að vera minn eigin herra.“ Það gefur augaleið að ekki er auðvelt að leika á öll hljóðfæri og syngja samtímis á tónleikum enda segir Hallur að þótt hann hafi viljað gera sem mest sjálfur í hljóðverinu hafi hann stofnað hljómsveitina XIII til þess að leika á tónleikum og alltaf hugsað sér að hún yrði alvöru hljómsveit. Sú sveit tók upp í apríl 1993 og byijaði að leika á tónleikum í maí. Hallur lék á gítar og söng í sveitinni, en trommuleikur var af bandi. Hann segist hafa fengið ákúrur fyrir söng sinn framan af, enda hafi menn ekki áttað sig á því að hann var ekki að reyna að vera dæmigerður þungarokksöngvari með skræki og öskur, „enda hef ég ekkert gaman af þungarokki. Það hefur sitthvað við sig í hljómi og krafti, en inntak tónlistarinnar og textar eru algjört bull“. Það hefur reyndar viljað loða við XIII að menn hafa reynt að skipa sveitinni á bás með ríkjandi stefnum í rokkinu en gengið illa. „Það hefur tekið tíma fyrir fólk að átta sig á tónlistinni og ég skil það að vissu leyti.“ Fyrsta breiðskífa XIII, Salt, kom út 1994, en Hallur segir að spilamennska árið 1993 hafi treyst hann mjög í því sem hann var að gera, undirtektir áheyrenda hafi verið svo góðar á tónleikum sveitarinnar sumarið og haustið 1993 og því hafi hann ákveðið að taka upp breiðskífu og gerði í kaffistofu vöruskemmu í Hafnarfirði. „Það var erfitt að taka upp þar og tók í raun allt of langan tíma, tíminn sem fór í þetta var svo slítandi." Þegar platan, sem fékk heitið Salt, var tilbúin fór Hallur á stúfana að leita að útgefanda og sá fyrsti sem hann leitaði til vildi gefa sveitina út, meðal annars ytra. Þar fékk platan afbragðs viðtökur, en hún kom út í Þýskalandi og Hollandi um það leyti sem önnur breiðskífa sveitarinnar kom út hér á landi, sem Hallur segir hafa verið hálf- sérkennilegt. „Það var sérkennilegt að vera í viðtölum vegna Salts þegar við vorum í hljóðveri að taka upp plötu númer tvö, Serp- entyne, enda nánast búinn að afskrifa plöt- una og ýta henni frá mér. Þannig var erfitt að tala lofsamlega um hana í miðju kafi að taka upp efni sem var hundrað sinnum betra. Það tekur allt svo langan tíma úti og þannig tók ég ekkert upp á síðasta ári meðal ann- ars til að ná í skottið af sjálfum mér; að koma málum í það horf að plöturnar komi út á sama tíma um allan heim.“ Hallur segir að áhuginn að utan hafi verið mikill og ýmis fyrirtæki viljað semja við XIII, en hann hafi verið óheppinn með samning við þýskt stórfyrirtæki, sem hafði áður helst einbeitt sér að því að gefa út klassík. „Það varð greinilegt þegar leið á starfið að menn þar voru ekkert of vel með á nótunum og þótt þeir hafi verið duglegir við að koma mér í tónlistartímarit, útvarpsstöðvar og blöð var dreifingin ekki góð og allskyns klúður í gangi; ég sá meira að segja auglýsingar þar sem umslag plötunnar var á hvolfi, dreifirit með sögu XIII, en allt önnur hljómsveit á mynd sem fylgir með og svo mætti telja. Það tók síðan mestallt síðasta ár að losna úr þeim samningi og gera nýjan, en nú er ég komin til fyrirtækis sem á peninga og veit hvað það er að gera.“ Upptökur vegna Serpentyne, breiðskífu númer tvö, hófust í október 1994 og næstu mánuðir fóru í að æfa upp lög á væntanlega plötu, skoða á þeim allar hliðar og fínpússa alla texta. Mikil vinna fór reyndar í umslag plötunnar, sem var tilbúið áður en upptökur hófust, en á því skrifar Hallur textana á ólíklegustu hluti, eldspýtur, lyklakippu, dúkkur, nagla, epli og fískakúlu, sem hann segir hafa verið geysierfitt. „Það hefði vitanlega verið miklu betra að gera þetta allt í tölvum en það er gaman að setja sér markmið og leysa þau og ef þetta hefði , ý verið gert í tölvu þá hefði það ekki orðið ' eins raunverulegt." Hallur segir umslags- gerðina hafa verið margra vikna vinnu; lög- in voru tilbúin til upptöku í febrúar og fram að því að upptökur hófust í maí vann hann að umslaginu. „Við höfðum ekki mikinn tíma í upptökur, en vorum búnir að undirbúa okkur eins og hægt var, ég vissi nákvæm- lega hvernig platan átti að verða og var búinn að setja upp í töflureikni hveija rás fyrir sig og merkja inn hvað átti að gerast í hveiju lagi og hvar. Ég heyri það í dag að platan líður fyrir flýtinn, en þótt ég sé mikill pælari sé rétt að halda í augnablikið, að gera það besta sem hægt er að gera á þeim tíma en ekki liggja í tugi tíma yfir hveiju lagi. Platan hefði orðið betri ef við hefðum getað verið afslappaðri við vinnuna, , L en ég er ekki að segja að hún hefði endilega orðið betri þótt við hefðum eytt í hana mörg hundruð tímum.“ Serpentyne seldist ekki ýkja mikið hér heima, en Hallur segist hafa fundið fyrir töluvert meiri áhuga ytra fyrir plötunni en fyrir Salti. „Við rákum okkur á það að Salt féll vel í kramið hjá þungarokksútgáfum, en ég lagði áherslu á að semja ekki við slík fyrirtæki, því ég vissi að þau yrðu óánægð með Serpentyne, sem kom á daginn. Fyrir- tækið sem ég er hjá í dag er aftur á móti opnara fyrir nýjum straumum og því geri ég mér góðar vonir með að menn þar nái aðr , kynna plötuna markvisst. Við höfum líka fengið jákvæða dóma í tónlistarblöðum sem skrifa um tónlist almennt." Fyrir mann sem vill vinna tónlistina að mestu einn eru tölvur himnasending og Hall- t ur segist hafa keypt upptökutól, tölvubúnað og hljóðsmala og -gervil á síðasta ári og gefi góða raun. Hann segir sérstaklega ánægjulegt fyrir hann að vinna með trymbli sem sé alltaf á réttum hraða, og þekking hans á trommuleik geri honum kleift að for- rita trommumar þannig að hljómur sé sem eðlilegastur. „Síðan set ég ofan á grunninn bjagaðan Rickenbacker- eða Les Paul-gítar og finn hvemig lögin lifna við. Núna finnst mér ég vera að heyra þann hljóm sem ég var að leita að í upphafí; ég er að nálgast það sem mig langaði til að gera. Ég þarf* ekki að bíða eftir næstu æfingu til að prófa eitthvað og ef mér líkar ekki etthvað er svo einfalt að henda þvi.“ Hallur segist stefna að því að fara utan með hljómsveit og spila, það sé í raun eina leiðin ef sveitin ætli að komast áfram. „Rokk- ið er lifandi tónlist og þó platan sé að fá góðar viðtökur held ég að það eigi ekki eftir að gerast neitt af viti fyrr en við erum orðn- ir áþreifanlegir." Hallur segist vera farinn að undirbúa næstu plötu og hyggist gera allt einn á þeirri plötu. „Fyrst ég er búinn að ná fram þeim hljómi sem ég hef verið að leita að væri út í hött að leggja lögin í annarra hendur. Þó ég hafi gott af því að starfa með öðrum og beri virðingu fyrir þeim sem skipað hafa með f 1 mér XIII, þá hefur það komið fyrir að of mikill tími hefur farið í að taka eitthvað upp sem ég hefði getað tekið upp sjálfur á auga- bragði, því ég veit nákvæmlega hvemig það á að hljóma. Stemmningin í XIII er líka þann- ig að félagar mínir voru sammála um að það væri rétta leiðin, þeir voru alveg sammála um að réttast væri að ég gerði þetta einn, en eru boðnir og búnir að leggja mér lið, ekki síður en ég er tilbúinn að leggja þeim lið eftir því sem ég get.“ Hallur segist stefna á að taka upp breið- skífuna í sumar sem líklega yrði gefin út í haust og bætir við að platan nýja verði tölu- vert frábrugðin síðustu plötum sveitarinnar; C líkt og með Serpentyne sé erfitt að lýsa tón- listinni í samhengi við það sem helst sé á seyði í rokkinu. „Það getur orðið okkar mesta lukka að vera öðruvísi, en vissulega getur 1 það lika leitt til þess að við verðum utan- garðs,“ segir Hallur Ingólfsson að lokum, en ekki virðist hann hafa ýkja miklar áhyggjur | af þó svo fari. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.