Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24    MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997
mi. tj
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
BARBARA Westman: Fjöll í fjarska.
Leiðin til
Reykjavíkur
MYNDIIST
Kjarvalsstaðir
MÁLVERK
BARBARA WESTMAN
Opið kl. 10-18 alla daga til
31. mars; aðgangur kr. 300;
sýningarskrá kr. 900.
GÖMUL orðatiltæki eru þjóðinni
tungutöm, einkum þegar kemur að
ýmsum sannleikskornum tilverunnar
sem koma upp aftur og aftur, og
eru alltaf í fullu gildi þó tilbrigðin
séu ný hverju sinni. Þannig hefur
orðfærið um gestinn og glögga aug-
að verið nærtækt þegar staðið er
frammi fyrir ummælum eða nið-
urstöðum þeirra sem sótt hafa land-
ið heim.
Þessi umtalaða glöggskyggni er
líklega öðru fremur annað viðhorf
til þess sem ber fyrir augu, annað
mat á gildi þess sem landið býður
upp á. Hellirigning og grámóska
yfir hrauninu á Reykjanesi er ekki
upplífgandi fyrir marga íslendinga
að loknu ferðalagi erlendis frá; fyrir
gestinn getur slík sýn hins vegar
verið sem opinberun, einkum þeim
sem eru vanir gróskumeiri náttúru
og skarpari skilum veðurs.
Þannig hefur farið fyrir banda-
rísku listakonunni Barböru West-
man, þegar hún kom fyrst til íslands
á síðastliðnu hausti. Leiðin til
Reykjavíkur varð henni kveikjan að
þeirri listsköpun sem kemur fram í
rúmlega tuttugu vatnslitamyndum í
miðrými Kjarvalsstaða. Hér er að
finna óvænt tök á viðfangsefninu
sem eru þó í fullu samræmi við þann
stíl sem listakonan hefur orðið þekkt
fyrir í heimalandi sínu.
Barbara Westman vakti fyrst
verulega athygli í upphafi áttunda
áratugarins þegar hún gaf út bók
með teikningum sínum frá háskóla-
bænum Cambridge í útjaðri Boston
í Massachusettsfylki. Með breiðum
pensilstrokum og mjúkri formgerð-
inni gaf hún borginni bernskan og
persónulegan svip sem átti mikinn
hljómgrunn meðal íbúanna, enda
voru myndir hennar lengi vel notað-
ar sem hluti af kynningarefni Bost-
on-borgar. Á níunda áratugnum
flutti hún til New York og fann þar
list sinni einnig farveg mildi og per-
sónuleika, sem aflaði henni mikilla
vinsælda. Margir kannast eflaust við
verk hennar úr hinu víðlesna tíma-
riti New Yorker, sem hún málaði
fyrir í rúman áratug.
í örlitlum inngangi í sýningarskrá
lýsir listakonan að nokkru þeim
miklu áhrifum sem hún varð fyrir á
sinni stuttu dvöl hér, og ákafinn og
hrifningin yfir leiðinni til Reykjavík-
ur skín sterkt í gegn. Hún kom hing-
að með heimspekingnum og gagn-
rýnandanum Arthur C. Danto, sem
var boðið til landsins til fyrirlestra-
halds, en hann skrifar einnig lítið
innlegg í skrána, þar sem er að fínna
hugleiðingar hans um með hvaða
hætti list Barböru hefur þróast.
Hver einasta mynd hér kemur
úr hugskoti listakonunnar, römmuð
inn líkt og hún hafi orðið til í gegn-
um gluggann á rútunni frá flugvell-
inum. Margar byggja á sýn farþeg-
ans yfir hafið að þéttbýlinu á Inn-
nesjunum, þar sem hvít kirkja rís
sem tákn úti við sjóndeildarhring-
inn, eða fjöllin gnæfa yfir; aðrar
tengjast þeirri litadýrð húsanna sem
listakonan minnist frá þorpum og
bæjum, og enn aðrar tjá fölskva-
lausa hrifningu hennar yfir regni,
vindum og hverum, sem fremur má
líkja við flugeldasýningar eða fögn-
uð náttúrunnar en þann kulda og
trekk, sem landsmenn sjá helst á
slíkum stundum.
Það sem þó dregur gestinn einna
sterkast að þessum verkum Barböru
er án efa litanotkun hennar. Hér eru
ríkuleg blæbrigði purpuralitarins
ráðandi, hvort sem er í bláma hafs
eða himins; djúpir grænir og bláir
litir mynda síðan lifandi andstæður
við hvítan grunninn og bjarta liti
húsanna, þar sem það á við. Þessi
mikla litauðgi í mjúkri formgerðinni
hefur verið eitt helsta einkenni verka
listakonunnar til langs tíma, og
reynist henta afar vel hér fyrir
myndefni, sem hafa heillað hana
gjörsamlega á fáeinum dögum.
Hér hefur orðið til samband sem
listakonan á eflaust eftír að rækta
frekar á komandi árum, eins og
reyndin hefur orðið með fjölda lista-
manna, sem hingað koma og kynn-
ast landinu á eigin forsendum.
Fölskvalaus hrifningin sem hér birt-
ist er óumdeilanleg, og því er líklegt
að verk Barböru Westman nái einn-
ig að heilla með sama hætti marga
þá sem sjá þessa sýningu.
Eiríkur Þorláksson
Nýjar bækur
• ÚT ER komin bókin Fyrir dyr-
um fóstru. Greinar um konur og
kynferði í fslenskum fornbók-
menntum eftir
Helgu Kress.
Bókin hefur að
geyma sjö
greinar um ís-
lenskar forn-
bókmenntir,
sem hafa birst í
bókum og tíma-
ritum á árunum
1977-1996.
Fjalla þær allar
á einhvern hátt um samband kyn-
ferðis, karlveldis og karnivals í ís-
lenskum fornbókmenntum. í kynn-
Helga
Kress
ingu segir: „í formála bókarinnar
segir Helga frá tilurð greinanna í   ,
bókinni og gagnrýnir jafnframt
hefðbundna rannsóknasögu. Nefn-
ir Helga titil bókarinnar í þessu
samhengi enda er sú umfjöllun
gott dæmi um afbyggingu Helgu
á rannsóknasögunni. Sýnir Helga
fram á það með bæði textafræði-
legum og bókmenntafræðilegum
rökum að síðasta orðið í þulu Helgu
Bárðardóttur, fóstra, hafi orðið
fyrir kynskiptingu í öllum útgáfum
sögunnar sem út voru komnar þeg-
ar greinin var skrifuð. Greinarnar
í bókinni sýna ákveðna þróun sem
orðið hefur á greiningu Helgu á
íslenskum fornbókmenntum á
tímabilinu." Elsta greinin í safninu,
sem eru laustengdar athuganir um
karlmennsku og kvenhatur í Njálu,
sker sig nokkuð úr hinum greinun-
um þar sem Helga gengur þar út
frá höfundarhugtakinu fremur en
textanum sjálfum. Það fer mest
fyrir síðustu greininni í bókinni,
en hana skrifaði Helga á síðasta
ári. Fjallar greinin um konur,
kristni og karlveldi í íslenskum
fornbókmenntum. í greininni fjall-
ar Helga meðal annars um kristni-
tökuna á íslandi og kemur fram
með nýjar og byltingarkenndar
kenningar, m.a. um kristnitökuna
á íslandi og þá ákvörðun Þorgeirs
Ljósvetningagoða að íslendingar
skyldu kristnir verða.
Bókin er 244 blaðsíður og er
gefin út á vegum Rannsóknastofu
í kvennafræðum. Hún fæst á kynn-
ingarverði á skrifstofu Rannsókna-
stofunnar.
AÐSEMDAR GREINAR
Álögur á útivistar-
fólk - Sjónarmið
einkaflugmanna
GREIN : með fyrir-
sögninni „Álögur á úti-
vistarfólk" birtist í Mbl.
15. mars sl, Höfundur
hennar, Ólafur Sigur-
geirsson, lögfræðingur,
ber sig illa yfir álögum
ríkisins á skotveiði-
menn og vélsleða.
Af skrifum hans má
ætla að vélsleðamenn
séu betri Islendingar en
flestir aðrir og þeir hafi
lært að elska og virða
hálendið öðrum Islend-
ingum betur. Þetta
gladdi mig og ég sá
fyrir mér að þegar bar-
átta þeirra fyrir að-
gengi hinna efnaminni að hálendinu
hefði borið árangur, gætu félagar
mínir e.t.v. dregið af henni einhvern
lærdóm til baráttu fyrir sínum hags-
munum. Við erum líka svo góðir
Einkaflug, segir
Þorkell Guðnason,
er flug, sem engra
tekna má afla með.
íslendingar og langar til þess að
njóta landsins „ ... í takt við þau
tækifæri sem tækniöld hefur fært
okkur". - En svo kom síðasta máls-
greinin, og þá þyngdist heldur á
mér brúnin, því greininni lýkur hann
með þessum orðum:
„Ég vil í lokin nefna eitt tóm-
stundagaman, sem ríkisvaldið hefur
ekki gert sér að féþúfu, en það er
einkaflugið. Verð flugvélar er ca.
verð fjögurra vélsleða og eru engin
aðflutningsgjöld á vélarnar, né vara-
hlutina og álögur ríkis á eldsneyti
nema um 5 aurum á lítra."
Að fara rétt með mál
Með öðrum orðum: Einkaflugmenn
hafa breið bök sem ríkisvaldið hefur,
að áliti lögfræðingsins, ekki gert sér
að nægri féþúfu ennþá og eru þeir
því væntanlega ekki of góðir til þess
að létta hans byrðar. Það má vera
að ekki sé sanngjarnt af mér að
ætlast til þess að hann fari rétt með,
eða skilji eðli þess máls, sem hann
tekur til umfjöllunar, en mér finnst
þó að 10 ár ættu að vera manni með
hans menntun, nægur tími til þess
að átta sig á breytingu á lögum um
söluskatt, sem var undanfari ákvæða,
sem nú er að finna í lögum nr.
50/1988 um virðisaukaskatt.
Einkaflugvélar
Ef lögfræðingurinn telur grasið
svo miklu grænna hérna megin, veri
hann þá velkominn. Ég vil aðeins
vara hann við því, áður en hann
söðlar um, að ný Cessna 172 flug-
vél, af einfaldri gerð, sem er að vísu
enginn Thunder-Cat (sá kostar kr.
Þorkell
Guðnason
1.098.000 (- 15% ef
árgerð 1996)), mun
kosta hann sem einka-
flugmann, um 12 millj-
ónir króna með vsk. og
öll aðföng til hennar,
viðhaldsvinna og elds-
neyti munu bera 24,5%
virðisaukaskatt auk
annarra gjalda. Ríkið
mun síðan skylda hann
til þess að kaupa alla
viðhaldsvinnuna, án
kostnaðareftirlits, og
setja honum fyrir, hvar
og hvenær hún skuli
keypt. Ríkið mun einnig
skylda hann til þess að
kaupa varahluti sem
eru á u.þ.b. tíföldu verði sambæri-
legra „original" varahluta í bíla og
hann mun ekki ráða hvenær skuli
um þá skipt.
Notaða flugvél gæti hann e.t.v.
valið úr þeim flota ca. 95 verksmiðju-
framleiddra einkaflugvéla, sem enn-
þá eru flughæfar á öllu landinu. Þær
hæfa honum þó líklega ekki, því um
95% þeirra eru eldri en árgerð 1980
qg meðalaldurinn nálægt 30 árum.
Ástæðan er sú að engin endurnýjun
hefur orðið í mörg ár, m.a. vegna
beinna ríkisálaga og óbeinna, í formi
„öryggiskrafna" og eftirlitsiðnaðar.
I greininni er hann að rugla sam-
an aðstæðum okkar einstaklinganna
og aðstæðum sem flugskólar og
flugrekstraraðilar búa við og fer
samt ekki rétt með. Skilji mig eng-
inn svo að ég telji þá aðila of sæla
af sínu, en þeir reka ekki „einka-
flug" þótt það sé gjarnan nefnt því
nafni þegar óhöpp verða.
Tómstundagaman
Þegar ungt fólk, sem aflar sér
atvinnuflugréttinda og leggur út um
2 milljónir króna í beinan kostnað
við námið, er síðan skyldað til þess
að halda sér stöðugt í þjálfun, verk-
lega og bóklega, að viðíögðum rétt-
indamissi, skilgreini ég þá starfsemi
ekki sem tómstundagaman. Uppi-
staðan í því sem nefnt er einkaflug,
er svona flug sem engra tekna má
afla með, en þarf að uppfylla ýtrustu
kröfur og skyldur.
Þarna er á ferðinni grasrótin, sem
m.a. tryggir samgöngur íslendinga
við umheiminn í framtíðinni. Þarna
er því sjálfstæði lýðveldisins í húfi.
Ég vil biðja menn um að undanskilja
þessa grein ekki þegar þeir umvefja
hina efnaminni umhyggju sinni, því
það er ekkert tómstundagaman að
kosta rekstur flugvélar til viðhalds
réttinda, þó vissulega þyki okkur
sumum skemmtilegt að fljúga.
Ég óska vélsleðamönnum alls hins
besta og ekki síst árangurs í baráttu
fyrir sínum hagsmunum, en bið þá
að hyggja að framgöngu sinna
manna.
Höfundur er einkaflugmaður.
Samtökín
Beinvernd stofnuð
STOFNFUNDUR landssamtak-
anna Beinverndar var haldinn 12.
mars sl. og var fundurinn fjöl-
mennur.
Stjórn Beinyerndar skipa eftir-
taldir: Ólafur Ólafsson landlæknir,
formaður, Lisa Thomsen, Kvenfé-
lagasambandi íslands, Páll Gísla-
son, Félagi eldri borgara, Laufey
Steingrímsdóttir, forstöðumaður
Manneldisráðs, Unnur Stefáns-
dóttir leikskólakennari, Þórunn
Björnsdóttir sjúkraþjálfari og
Anna Björg Aradóttir, verkefnis-
stjóri   Heilsueflingar.   Varamenn
voru kjörnir: Gunnar Sigurðsson
prófessor, Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur, og Júlíus Valsson læknir, Gigt-
arfélagi íslands.
Beinvernd hefur þegar gefíð út
bæklinginn Beinvernd sem fjallar
um beinþynningu og áhættuþætti
hennar. Áfast bæklingnum er
umsóknareyðublað um aðild að
Beinvernd og hægt er að nálgast
bæklinginn hjá Kvenfélagasam-
bandi Islands og Landlæknisemb-
ættinu. Einnig mun bæklingurinn
liggja frammi á heilsugæslustöðv-
um og í apótekum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52