Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kaupfélag Eyfirðinga kaupir mjólkurkvóta í auknum mæli Vilji til að aðstoða bændur við að halda kvóta heima KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur að undanförnu keypt töluvert magn af mjólkurkvóta sem það hefur selt til bænda á félagssvæðinu. Árni Magnússon fjármálastjóri KEA segir að ætlunin sé að veija þann kvóta sem fyrir er í byggð- inni og stefnt að því að ná til baka þeim kvóta sem seldur hefur verið úr héraðinu síðustu ár. Veija kvóta í heimahéraði Fyrirkomulagið er með líku sniði og hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sem undanfarin misseri hefur keypt mjólkurkvóta sem deilt hefur verið út til bænda, en Árni segir Leikfélag Akureyrar Síðasta sýning á Kossum og kúlissum SÍÐUSTU forvöð eru að sjá sýningu Leikfélags Akureyrar og Kórs Akureyrarkirkju á verkinu Kossum og kúlissum næstkomandi laugardags- kvöld, 22. mars. í verkinu er brugðið upp skemmtilegum svipmyndum úr nokkrum vinsælustu verk- unum sem sett hafa verið á svið í Samkomuhúsinu, en sýningin var sett saman í til- efni af 90 ára afmæli hússins. Kór Leikfélags Akureyrar gegnir veigamiklu hlutverki í sýningunni og margir frægir og vinsælir söngvar hljóma af sviðinu. Meðal verkanna, sem sungið og leikið er úr í Kossum og kúlissum, eru hin sígildu íslensku ieikrit Piltur og stúlka og Skugga-Sveinn og söngleikirnir Meyjarskem- mann, Nitouche, Edith Piaf og My Fair Lady. Lúðrasveit Akureyrar 55 ára Tónleikar 1 Laugaborg LÚÐRASVEIT Akureyrar efnir til tónleika undir stjórn Atla Guðlaugssonar í Lauga- borg, Eyjafjarðarsveit, á laug- ardag kl. 15, í tilefni 55 ára afmælis sveitarinnar. Sér- stakur gestur verður Lúðra- sveitin Svanur undir stjórn Haralds Árna Haraldssonar. Þá leikur léttsveit Lúðrasveit- ar Akureyrar. Nokkrir félagar í sveitun- um hafa verið með í hálfa öld, þar á meðal Gísli Ferdin- andsson skósmiður sem held- ur upp á 50 ára lúðrasveitar- afmæli. í tilefni af því leika sveitirnar saman lúðrasveit- armarsinn Stars and Stripes forever eftir marsakónginn John Philip Sousa, en þar blæs Gísli einleik á piccolo- flautu. Aðgangseyrir er 500 krón- ur en ókeypis fyrir börn undir 16 ára aldri og eldri borgara. 165 krónur greiddar fyrir lítrann að lán Kaupfélags Eyfirðinga til bænda vegna kvótakaupa séu með markaðsvöxtum. „Við höfum í auknum mæli ver- ið að kaupa kvóta og það má segja að með því séum við að veija kvót- ann í heimahéraði og helst reyna að ná einhveiju af því til baka sem við höfum misst þannig að við getum haldið okkar stöðu. Mjólkur- samlögin verða að hafa hráefni til vinnslunnar, annars standa menn bara uppi með fjárfestinguna ónýtta,“ segir Árni. KEÁ hefur m.a. keypt kvóta af búum á Suðurlandi, Áusturlandi og úr Kjósinni, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var nýlega keyptur 90 þúsund lítra kvóti þaðan og voru greiddar 165 krónur fyrir lítrann. „Það er fullur vilji fyrir því að aðstoða bændur við að halda sínum kvóta hér og styrkja þannig stöðu þeirra," segir Árni. Verðið of hátt Benedikt Hjaltason bóndi á Hrafnagili segir að verð á mjólkur- kvótanum, 160-170 krónursé allt- of hátt og það taki bændur 7-8 ár að greiða hann upp. Með því að auka framleiðslugetuna sé bóndinn hins vegar að ná fram betri nýtingu á sína ijárfestingu og vinnu. Að hans mati er eðlilegt verð á mjólkurkvóta um 100-110 krónur. „Skagfirðingar riðu á vað- ið með þessi kvótakaup og það fór kvóti héðan af svæðinu vestur. Það hefur hins vegar orðið vakning hér á samlagssvæðinu og okkur hefur tekist að ná til baka því sem við misstum,“ segir Benedikt. Hann segir að með þessari til- færslu sé mjólkurframleiðendum að fækka en þeir um leið að stækka. Einnig sé framleiðslan í flestum tilfellum að færast nær afurðastöðvunum. Halastjaman gleður augað HALASTJARNAN Hale-Bopp hefur sést vel hér á landi í heið- skýru veðri að undanförnu og hafa áhugamenn um stjörnu- fræði notað hvert tækifæri sem gefst til að beija hana augum. Halasljarnan er ein sú bjartasta sem sögur fara af og með tvo hala. Hörður Geirsson, ljós- myndari á Akureyri brá sér upp fyrir bæinn aðfararnótt laugar- dags og tók þessa mynd af Hale- Bopp. Fremst á myndinni er malbikunarstöð Akureyrarbæj- ar og svo ljósin frá bænum. Hörður notaði 3200 asa svart/hvíta Kodak filmu og pressaði hana eins og kallað er upp í 25000 asa. Morgunblaðið/Hörður Geirsson Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson SNÆDÍS Lilja Ingadóttir, Skautafélagi Reykjavíkur, á svellinu, en hún varð í öðru sæti í flokki 14 til 15 ára. Islandsmót í listhlaupi UM fjörutíu þátttakendur tóku þátt í Islandsmóti í listhlaupi sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. Veðrið var eins og best verður á kosið, bjart og stillt, en þó nokkurt frost. Jódís Eiríksdóttir, Skautafélagi Akureyrar, varð í fyrsta sæti í flokki 11 ára og yngri. Hildur Ómarsdótt- ir og Sólveig Gunnarsdóttir urðu í öðru og þriðja sæti en þær keppa báðar fyrir Skautafélag Reykjavík- ur._ í flokki 12 til 13 ára varð Sigur- laug Árnadóttir, Skautafélagi Reykjavíkur, hlutskörpust, Rakei Þorsteinsdóttir, Skautafélagi Akur- eyrar, varð í öðru sæti og Vigdís Ósk Sveinsdóttir, Skautafélagi Reykjavíkur, í því þriðja. Linda Viðarsdóttir, Skautafélagi Reykjavíkur, varð í fyrsta sæti í flokki 14 til 15 ára, Snædís Lilja Ingadóttir, Skautafélagi Reykjavík- ur, varð í öðru sæti og Svanhildur Hafliðadóttir, Skautafélagi Akur- eyrar, í þriðja sæti. í kvennaflokki varð Ólöf Ólafs- dóttir í fyrsta sæti og Rósa Ásgeirs- dóttir í öðru sæti, en báðar koma úr röðum Skautafélags Reykjavík- ur. Skip ÚA veiddu mest af þorski í fyrra Mest aukning í út- hafskarfa og rækju Samsetning afla breyttist milli ára FISKISKIP Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. komu með alls 19.782 tonn af fiski á síðasta ári. Mest veiddist af þorki eða rúmlega 5.400 tonn, tæp 5.300 tonn af karfa, 2.500 tonn af ýsu, 2.300 tonn af úthafskarfa, tæp 2.000 tonn af grálúðu og tæp 500 tonn af öðrum afurðum. Heildaraflinn dróst saman Samsetning aflans breyttist nokkuð milli ára, þorskaflinn jókst nokkuð og er sú tegund sem mest var veitt af. Þá varð mikil aukning í rækjuveiði miðað við árið 1995. Rækjuaflinn jókst um rúm 900 tonn eða tæp 85% og þá jókst veiði á úthafskarfa verulega. Þetta kemur fram í nýjasta frétta- bréfi ÚA. Heildaraflinn dróst aðeins sam- an milli ára og á það sér eðlilegar skýringar að sögn Sæmundar Frið- rikssonar, útgerðarstjóra. Meiri áhersla var lögð á rækjuveiðar og þar tekur lengri tíma að veiða hvert tonn. Minni grálúðuveiði tengist þessu einnig en þau skip sem áður stunduðu grálúðuveiðar voru á rækjuveiðum stóran hluta af árinu. Minni karfaveiði skýrist af sam- drætti í aflaheimildum. Sem fyrr sóttu ÚA-skipin tals- vert á úthafið. Af tæplega 2.000 tonna rækjuafla, komu rúmlega 1.300 tonn af Flæmska hattinum. Veiði á úthafskarfa jókst úrtæpum 1.300 tonnum árið 1995 í 2.300 tonn í fyrra. Úr Smugunni í Bar- entshafi komu 650 tonn og í heild jukust því úthafsveiðarnar milli ára. Marel opnar skrif- stofu á Akureyri MAREL hf. hefur formlega opnað skrifstofu á Akureyri. Hún er að Hjalteyrargötu 20, í húsnæði Slippstöðvarinnar á Akureyri og veitir Guðjón Stefánsson fiskiðnað- armaður henni forstöðu. Fram kom í máli Geirs A. Gunn- laugssonar framkvæmdastjóra Marels við opnunina að viðræður stæðu yfir við Rafeyri um að fyrir- tækið taki að sér viðgerðir og við- hald á tækjum Marels á Norður- og Austurlandi, en starfssvæði skrifstofunnar er í þeim landshlut- um. í kjölfar þess eykst þjónusta fyrirtækisins við viðskiptavini sína í landshlutunum. Marel og Slippstöðin hafa átt samstarf undanfarin misseri og vænti Ingi Björnsson, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, þess að í framtíðinni gæti það orð- ið enn meira. Um þessar mundir vinna fyrirtækin að endurbótum á rússneskum togara. Guðjón Stefánsson sagði að á Norður- og Austurlandi væru fjöl- margir viðskiptavinir Marels og tæki frá fyrirtækinu væru í flestum skipum og fiskvinnslum á svæðinu. Aukin hlutdeild innanlands Starfsemi Marels hefur á undan- förnum árum verið að þróast úr því að framleiða vogir eða stök tæki til fiskvinnslu í að hanna og framleiða heildstæð tölvustýrð vinnslukerfi fyrir matvælaiðnað. Fyrirtækið jók mjög hlutdeild sína á innanlandsmarkaði á síðasta ári, eða nánast um helming frá árinu á undan, en kerfi í fiskvinnslu og vinnsludekk um borð í skipum eiga þar verulegan hlut að máli. Gert er ráð fyrir enn frekari aukningu í sölu á Islandi á þessu ári. Ráðnir voru starfsmenn til að sinna heima- markaði auk annarra starfsmanna Marels. Óskar Óskarsson sinnir Suður- og Vesturlandi og Guðjón Stefánsson sem fyrr segir Norður- og Austurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.