Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 16
I 16 B SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 B 17 • • Orkuml við hvert fótmál Löngu eftir að bardögum og styrjöldum lýkur ógna jarðsprengjur lífí og heilsu manna og koma í veg fyrir að hægt sé að yrkja landið. Þorkell Þorkelsson ljós- myndari heimsótti fyrir skemmstu Mósam- bík, eitt þeirra landa þar sem menn reyna af veikum mætti að finna þennan ósýnilega ógnvald og gera hann óvirkan. EIM er komið fyrir í hundruð þúsundatali á stríðstímum en kosta /lest mannslífín á frið- artímum. Ár hvert látast eða slasast um 52.000 manns af völdum jarðsprengja en Sameinuðu þjóð- irnar hafa giskað á að á bilinu 100 til 300 milljónir sprengja sé að fínna í jörðu í um 60 löndum. Það er svo tímafrekt að hreinsa jarðsprengju- svæði að það virðist óvinnandi veg- ur; um 100.000 jarðsprengjur eru gerðar óvirkar ár hvert en um hálfri þriðju milljón komið fyrir á hverju ári. Fjölmörk alþjóðasamtök og ríkisstjómir víða um heim hafa krafíst þess að framleiðsla og notk- un jarðsprengja verði bönnuð, en það hefur reynst hægara sagt en gert að fá það samþykkt. Jarðsprengjur eru eitt skýrasta dæmið um hinar svörtu hliðar tæknilegra framfara. Þróun þeirra er langt á undan þróun búnaðarins til að fínna þær og gera óvirkar. Æ meiri áhersla er lögð á að hreinsa jarðsprengjusvæði en það dugar þó skammt. Þrjátíu manna hópur hreinsar að jafnaði um einn ferkíló- metra á dag og slys eru algeng. Árið 1993 var kostnaður við að finna og fjarlægja 100.000 jarð- sprengur um 4,5 milljarðar ísl. kr. Dæmi um þetta er Bosnía. Talið er að jarðsprengjur séu á um 20% landssvæðis þar og það er ekki ein- göngu stórhættulegt íbúum þessara svæða, heldur er einnig efnahags- legur dragbítur þar sem það kemur í veg fyrir að hægt sé að yrkja land- ið. Prik, málmleitartæki og hundar Leitarflokkar nota málmleitar- tæki, prik og hunda en einnig er stuðst við kortabúnað til að skrá hvar sprengjunum hefur verið kom- ið fyrir og radara sem ná í gegnum jarðveg. Málmleitartækin duga þó skammt, því stór hluti sprengjanna er gerður úr plasti. Þá bætir ekki úr skák að á svæðum þar sem barist hefur verið, er allt út í sprengju- brotum, ekki er óalgengt að um 3.000 brot séu úr einu flugskeyti. Öll koma þau fram á mælum, og því er leitin geysilega tímafrek. Fólk sem þjálfað er til leitar með prikum, getur komist yfir nokkra fermetra á dag en hundar, sem þjálfaðir eru til að finna lykt af sprengiefninu í jarðvegi, koma að enn betri notum. Þá má nefna kort sem bandarísk stjórnvöld hafa látið gera, þar sem skráðar eru upplýs- ingar um jarðsprengjuleit og hægt að áætla út frá því hvar brýnast er að leita. Bandaríkjamenn vinna m.a. að því að þróa froðu sem harðnar og á að koma í veg fyrir að jarðsprengj- ALLT of sjaldgæf sjón í landi þar sem talið er að komið hafi verið fyrir nokkrum milljónum jarðsprengja. Merkin er aðeins að finna á svæðum sem hafa verið hreinsuð og þau eru hvorki stór né mörg. Þá bætir ekki úr skák að fólk er víða svo illa upplýst um ástandið að það gerir sér ekki grein fyrir mikil- vægi merkinganna. Víða hefur merkjum og staurum sem girða af leitar svæði verið stolið til að girða megi fyrir búfénað. ur springi, og tæki sem fjarlægir efsta hluta jarðvegsins svo að auð- veldara verður að sjá sprengjurnar. Sænski Bofors-vopnaframleiðand- inn hefur hannað tæki sem plægir sig í gegnum jarðveginn og ýmist aftengir þær sprengjur sem á vegi þess verða, eða bútar þær niður, svo þær verða skaðlausar. Tækið er hins vegar dýrt, kostar um 150 milijónir ísl. kr. Fullyrt er að enn sé langt þar til raunverulegt sprengju- leitartæki líti dagsins ljós, því það verður að smíða úr tækjum sem nema hinar ýmsu gerðir sprengja. Nefndir hafa verið möguleikar með örbylgjur, röntgentækni, hitanema, rakamæla ofl. Þeir sem til þekkja segja að þrátt fyrir alla þá tækni sem menn bindi vonir við í tengslum við sprengju- leitina, komi hundar að mestum notum en þeir geta fundið lykt af jarðsprengju í fimm metra fjar- lægð. Að sögn baráttumanna fyrir bættri tækni til að finna jarð- sprengjur, er ein ástæða þess að hún er svo skammt á veg komin sú, að um áratugaskeið sáu hermálayf- irvöld enga ástæðu til að þróa hana fremur en svo að hægt væri að koma herflokkum ósködduðum yfir jarðsprengjubelti. VIANA er fimm ára. Hún býr ásamt móður sinni í litlu þorpi og hljóp á eftir henni á leið út á akur septemberdag einn árið 1995. Viana steig á jarðsprengju og missti fótinn. Hún fékk gervifót í vetur og er að byrja að Iæra að ganga með hann, á aðalsjúkrahúsinu í höfuðborg Mósambík, Maputo. í bakgrunni æfir fyrrverandi skæruliði Renamo-hreyfing arinnar sig að ganga með gervifót. SKÆRULIÐI mátar gervifót á aðalsjúkrahúsinu. Vildi ekki segja til nafns eða hvernig hann hefði slasast en viðurkenndi að hann hefði barist með Renamo-skæruliðum og slasast árið 1993. Sá sem mátar á hann gervifótinn heitir Orlando og er aðeins 18 ára gam all. Menn eiga því ekki langt nám að baki áður en þeir fara að búa til gervilimina. Það er erfitt og stórhættulegt verk að leita að jarðsprengjum, áætlað hefur verið að einn starfs- maður slasist eða látist á hverjar 1.000 sprengjur sem finnast. I sum- um löndum hefur verið komið fyi'ir svo mörgum jarðsprengjum að úti- lokað er talið að hreinsa þau. Dæmi um það er Afghanistan, en miðað við núverandi hraða á hreinsunar- starfinu, hefði þurft að hefja það á tímum faróanna í Egyptalandi til að hafa náð að hreinsa um 20% lands- ins. Ætlað að slasa Um 350 tegundir lítilla jarð- sprengja eru til en þeim er beint gegn fólki. Þar að auki er fjöldi jarðsprengja sem ætlað er að granda skriðdrekum. Þær springa ekki þó maður stígi á þær. Minnstu sprengjurnar innihalda um 30 grömm af TNT-sprengiefni og er komið fyrir í plasthulstri á stærð við jójó. Þeim er ætlað að slasa fólk, algengt er að menn missi hæl, fót, fótlegg eða kynfæri er þeir stíga á .SÉRHÆFÐUR leitarhundur til að finna jarðsprengjur. Að sögn þeirra sem vinna með hundana í Mósambík hefur ekki orðið slys við leitina. Fyrir kemur að þeir hlaupa um svæðið, og virðast vita nákvæmlega hvar sprengjurnar eru. Tveir hundar hafa fundið 5.500 sprengjur á fjórum árum á þessu leitarsvæði. DÆMI um þær jarðsprengjur sem hafa fundist í Cara basa í við Mósambík. Stærsta sprengjan er svokallaður Portúgali, sem Portúgalar lögðu þegar þeir börðust við Mosanibikana, áður en þeir síðar nefndu fengu sjálfstæði. „Porlúgali" drepur allt kvikt f 10-15 metra radíus. Lengst til vinstri er rússnesk sprengja í timburkassa. Erfitt að finna þær því timbrið rotnar fljótt sprengjan liggur óvarin í jarðveginum og þarf mjög lítið til að setja hana af stað. Litlu sprengjurnar eru ekki ætlaðar til að drep heldur að særa. minnstu sprengjurnar. Þær hverfa fljótt undir gróður þar sem þeim er komið fyi'ir og endast nánast að ei- lífu. Raunar eru minnstu jarð- sprengjurnar áhrifaríkustu vopnin því þær eru ódýrar í framleiðslu, skapa ógn og skelfingu og kosta mikinn mannafla í stríði þar sem flytja þarf hinn slasaða á brott og hlynna að honum. Jarðsprengjur færast auðveld- lega til í miklu vatnsveðri og ekki þarf nema um 5 kg hlut til að þær springi. Það kostar um 200 kr. að framleiða hverja sprengju af minnstu gerð en kostnaðurinn við að fjarlægja þær nemur um 60.000 kr. Og sem dæmi um hina óhemju vinnu sem felst í sprengjuleitinni má nefna að um 30 km vegur í Mó- sambík var lokaður umferð í fimm ár vegna hættu á jarðsprengjum. Þegar lokið var við að hreinsa hann, höfðu aðeins fundist tvær sprengj- ur. BEÐIÐ eftir því að fá að máta gervifót. VIANA með mömmu sinni, Rostalinu, sem missti eiginmanninn í stríð- inu. Viana er eina barn þeirra á lífi. Rostalina er bláfátæk eins og þorri landsmanna. Hún hefur verið með Viönu heima í þorpinu sem þær búa í en hélt með hana til Mobutu í fyrrahaust svo að hún gæti fengið gervi- fót. En aðstæður á sjúkrahúsinu eru bágbornar, þar er engan mat að fá nema gegn gjaldi, lítil þrif og lítill mannskapur til að sinna lág markslæknisþjónustu GERVILIMIRNIR eru framleiddir á spítalanum. Þeir eru úr plasti, frum- stæð smíði en vissulega betra en ekkert. Annar sjúkrahúsið engan veginn eftirspurninni enda mikill fjöldi fórnarlamba jarð sprengja í landinu. Stríðshrjáð land í MÓSAMBÍK hefur staðið nær stanslaust borgarastríð. Landið fékk sjálfstæði árið 1975 eftir fimmtán ára sjálfstæðisbaráttu og aðstoðaði eftir það Zimbabwe og fleiri þjóðir í stríðum þeirra fyrir sjálfstæði. Friður komst á fyrir um þremur árum en þá var efnahagur- inn algerlega í rúst. Mósambík er tæplega 800.000 ferkflómetrar að stærð og íbúarnir um 17 milljónir. Landið er á aust- urströnd Afríku, á landamæri að Tansaníu, Malawi, Zambíu, Zimbabwe, Suður-Afríku og Swasilandi. Flestir tala portú- gölsku, en landið var portúgölsk nýlenda fram til 1975. Þjóðfrelsis- fylkingin Frelimo hóf skæruhern- að 1964 en hætti honum þegar landið fékk sjálfstæði. Frelimo myndaði einflokkastjórn en átök- unum linnti ekki; skæruliðar frá Ródesíu höfðu bækistöðvar í Mó- sambík og olli það hemaðarátök- um sem lauk með vopnahléi 1979. Efnahagskreppa óx og versnaði ástandið vegna þurrka og átaka við skæruliðasamtökin Renamo, sem nutu stuðnings Suður-Afríku. Friður komst á að mestu fyrir um þremur árum en skelfilegt efnahagsástand, eftirmál stríðs- átakanna og mótstaða Renamo- hreyfingarinnar, vegna deilna við stjórn Frelimo um kosningar, hafa ekki orðið til að flýta fyrir upp- byggingunni. Fjöldi hjálparstofn- ana starfar í landinu og fjölmörg lönd hafa lagt fram fjármagn til þess að leita að jarðsprengjum og gera þær óvirkar, en sú aðstoð hrekkur þó skammt. Ekkert svæði öruggt Það er vissulega óhugnanlegt að fara um svæði þar sem þessi ósýni- legi vágestur kann að vera við næsta fótmál og vitað er að fjöldi manns hefur slasast og látið lífið. Þeim tilfellum fer þó fækkandi þar sem fólk gengur á jarðsprengjur, menn læra smám saman hvar sprengjunum hefur verið komið fyrir. Enginn er þó öruggur því á regntímanum fljóta sprengjurnar upp og færast til. Svæði sem voru örugg eru það ekki endilega leng- ur eftir að honum lýkur. Það virðist tilviljanakcnnt hvar jarðsprengjurnar eru, þær er ekki eingöngu að finna við þekkt hern- aðarvígi. Enn eru að finnast svæði sem ekki var vitað að sprengjur væru á. Dæmi um það var fótbolta- völlur í Maputo, sem börn höfðu leikið sér á í tvö ár. Dag einn gekk kýr yfir völlinn og sprakk í loft upp er hún steig á „portúgala". Mósambíkar virðast hafa vanist þessu ógnvænlega ástandi ótrú- lega, þó grunnt sé á óttanum. Geysilegt verk er fyrir höndum. Að sögn þýsks hernaðarsérfræð- ings á vegum Sameinuðu þjóðanna verður sprengjuleit í Mósambík lokið árið 2170 miðað við núver- andi hraða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.