Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 56
 <o> AS/400 Mikid úrval viðskiptahugbúnaðar 03) NÝHERJI ttrgttflfrlllfeife w&áma--------------- Þaö tekur aöeitis eittn virkan^P aö koma póstinum þínum til skila MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl'569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.1S / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tveggja saknað eftir flugslys við Álftanes LÍTIL flugvél steyptist í sjóinn suður af Alftanesi rétt fyrir kl. 14 í gær. Tveir menn voru um borð í vélinni og var þeirra enn saknað þegar Morgunblaðið hafði síðast fregnir af síðdegis. Tilkynning um slysið barst til flugtumsins í Reykjavík kl. 13.58 frá sjónarvotti, sem tilkynnti að hann hefði séð litla flugvél steyp- ast í sjóinn. Þegar var kannað hvaða vélar væru á lofti og kom í ljós að ein þeirra svaraði ekki kalli. Það var TF-CCP, tveggja sæta flugvél af gerðinni YAK52, framleidd í Rússlandi, samkvæmt tilkynningu frá Flugmálastjórn. Vélin hafði farið frá Reykjavík kl. 13.35 í listæfingarflug suður af Álftanesi. Áætlaður flugtími var 50 mínútur. Lögregla, slökkvilið og björg- unarsveitir komu fljótlega á vett- vang. Þá var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og sveimaði hún yfir ætluðum slys- stað allnokkuð frá landi, í beinni sjónlínu frá álverinu í Straumsvík. Erfiðlega gekk að finna flak vélarinnar. Olíubrák sást á sjón- um, en hún barst hratt undan straumum og áttu björgunarmenn erfitt með að átta sig á hvaðan hún kæmi. Klukkan 14.55 fóru kafarar í slökkviliðinu frá landi á gúmbát til að freista þess að finna flakið. Þá var varðskipið Ægir á leið á slysstað. Morgunblaðið/Golli KAFARAR frá Slökkviliðinu undirbúa leit að flaki flugvélarinnar, sem fór í sjóinn út af Straumsvík í gær. Hale-Bopp næst sólu HALASTJARNAN Hale-Bopp er næst sólu um þessar mundir og því eins björt og hún getur orðið. Engu var líkara en hún ætlaði að tylla sér á Esjuna, þegar Snævarr Guðmundsson, áhugamaður um stjörnuskoðun, tók þessa mynd af henni af Kjalarnesi. Á myndinni sést greinilega hvítur hali stjörn- unnar, en það eru efni sem gufa upp af yfirborði hennar, ís og ryk. Vinstra megin við hvíta hal- ann og nánast beint upp af stjörn- unni má greina bláleitan hala, en hann er myndaður úr jónuðum eindum, líkt og norðurljósin. Hale-Bopp á að sjást skýrt fram á vorið, en hún verður þó óskýrari hverjum deginum, eftir því sem birta eykst. A kvöldin sést hún á stjörnubjörtum himni í norð- vestri. Ef fólk sér halastjörnuna ekki að þessu sinni getur það ekki vonast til að sjá hana síðar, því tugir þúsunda ára gætu liðið þar til hún sést á ný frá jörðu. Þar er hún frábrugðin annarri frægri halastjörnu, Halley-halastjömunni, sem birtist á 75 ára fresti. Iðja samdi ánývið VSÍ í gær Málþing íslenzkra og norskra hagsmunaaðila 1 sjávarútvegi haldið í haust Rætt um sameiginlega hags- muni og lausn deilumála ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda sameiginlegt málþing norskra og íslenzkra hagsmunaaðila í sjávarútvegi hér á landi í september næstkom- andi. Ætlunin er að ræða þar sameiginlega hagsmuni landanna á sviði sjávarútvegsmála og hugsanlegar lausnir á deilumálum. Skipuleggjandi ráðstefnunnar verður Kynn- ing og markaður hf. (KOM). Jón Hákon Magn- ússon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að hugmyndin að málþinginu hafi vaknað í samræðum KOM við norska hagsmunaaðila. „Þeir fóru að tala um að tímabært væri að hagsmunaaðilamir sjálfir, þ.e. útgerðarmenn og sjómannasamtökin, settust nú niður á mál- þingi og ræddu þessi mál, því að stjórnmála- mennirnir virtust ekki koma Smugudeilunni lönd eða strönd. Þeir sögðu að það gæti verið gaman að koma til Islands og ræða málin,“ segir Jón Hákon. Samtök norskra útgerð- armanna halda hér stjórnarfund Hann segir að stjórnir Norges Fiskarlag, heildarsamtaka norska sjávarútvegsins, og Fiskebátredernes Forbund, samtaka útgerðar- manna, hafi rætt málið og litizt vel á ráðstefnu- haldið. „Samtök útgerðarmanna hyggjast meira að segja halda hér stjórnarfund deginum áður,“ segjr Jón Hákon. Einnig hefur verið rætt við forystumenn samtaka útgerðarmanna og sjómanna hér á landi og við sjávarútvegsráðherra. „Allir eru á því að þetta sé mjög mikilvægt,“ segir Jón Hákon. „Það er ótrúlega mikill spenningur fyrir þessu.“ Gert er ráð fyrir hálfs dags málþingi, þar sem ræðumenn yrðu jafnmargir frá Islandi og Noregi og túlkað yrði af íslenzku á norsku og öfugt. Norðmenn hafa boðað komu 30-50 þátt- takenda og Jón Hákon segist telja að heildar- fjöldi fundarmanna gæti orðið um 200. Norð- mennirnir hafa sýnt áhuga á að skoða íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki og ferðast um landið að málþinginu loknu. Vísir að reglulegum samráðsvettvangi? Jón Hákon segir að Norðmenn hafi rætt um að málþingið á Islandi gæti orðið vísir að reglu- legum samráðsvettvangi hagsmunaaðila í sjávarútvegi í löndunum tveimur. „Þeir tala um að nauðsynlegt sé að leysa deilurnar, þannig að Islendingar og Norðmenn geti barizt sam- eiginlega fyrir hagsmunum beggja á hafsvæð- um utan 200 mílnanna." IÐJA, landssamband iðnverka- fólks, og vinnuveitendur gengu frá nýjum kjarasamningi um hádegis- bilið í gær í stað samningsins frá 9. mars sem hafði verið felldur með 72% atkvæða hjá Iðju í Reykjavík. í samningnum felst í raun að Iðjufélagar fá þær hækk- anir sem um hefur verið samið síð- an en samningstíminn er lengdur til 15. febrúar árið 2000 í stað 15. október 1999. 0,48% til viðbótar Morgunblaðið/Snævarr Guðmundsson Að sögn Þórarins V. Þórarins- sonar, framkvæmdastjóra VSÍ, er samningurinn afgreiddur án milli- göngu ríkissáttasemjara sem við- auki eða breytingar við samning- inn frá 9. mars, þannig að 0,48% viðbótarhækkun kemur á laun Iðjufélaga frá 1. apríl. Auk þess eru í samningnum sambærileg uppsagnarákvæði tengd markmið- um samningsins við nýrri samn- inga og skýrara ákvæði um að sveigjanlegur vinnutími sé háður samþykki starfsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.