Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR 9 Rerum fram úr okkur sjálfum Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn. Gárur var ort um Suður- nesjamenn. Á raun- ar við um alla ís- lendinga. Enn er sóttur sjórinn, svo fast nú að til vandræða horf- ir. Verður að setja alls kyns höft á sjósóknina með tilhreyr- andi ágreiningi. Enda hægara sagt en í að komast. Þessi óskap- lega breyting og aflaaukning á íslandsmiðum blasir við augum í nýju kvikmyndinni hans Er- lends Sveins- sonar, íslands þúsund ár, sem er sviðsett mynd um róður á opnum ára- skipum frá ver- stöðvum, eins og sjósókn var óbreytt stund- uð um aldir og fram á þessa öld. Stórkost- lega fróðleg mynd, sem allir Íslendingar ættu að sjá, ekki síst sjómenn og skólafólk. Með henni var í Háskólabíói um páskana endursýndur 4. hluti heimildarmyndaflokksins um Verstöðina ísland, sá hlutinn sem sýnir ár í nútímaútgerð, þar sem útgerð báts og togara í ýmiskonar afla, og vinnslu, eru gerð skil með allri tækni nútím- ans og físksölu. Kallast myndin þannig líka á við verkunina í hinni gömlu verstöð árabátsins og sölu aflans þaðan. Að sjá svona í hnotskurn þá ótrúlegu breytingu sem orðið hefur þang- að til við fórum fram úr sjálfum okkur, setur óneitanlega gráu heilasellurnar í gang og sendir gárur. Læðast að lúmskar spurningar. Aðalspurningin verður þá auðvitað hvar fórum við út af sporinu? Fram úr okkur sjálfum? Og lokaspurningin: Hefðum við ekki verið betur sett ef þessi atvinnugrein hefði fengið að þróast eðlilega, án sífelldra inn- gripa og afskipta stjómsamra manna og skammtíma stjórn- málamanna? Værum við þá kannski núna með eðlilega stór- an og afkastamikinn flota til að veiða að skaðlausu þann físk sem sjórinn gefur? Vitanlega að undanskilinni þeirri langtíma- stefnu að færa út lögsöguna á hafsvæðinu kring um ísland og tryggja okkur hana einum til sjósóknar. Hvernig hefðu fiskveiðin og fískistofnarnir til dæmis þróast ef sjósókn og aflavinnsla hefði ekki verið notað í nafni byggða- stefnu? Þegar tilhögun og aukn- ing er rekin í formi víkjandi lána og beinna styrkja, sem eykur sókn í stofna sem ekki endilega þola það? Er ekki hætt við að fjárfest sé vitlaust ef menn eru ekki háðir því að þessháttar út- gerð gangi? Sækja þeir þá ekki hömlulaust í allan fisk, þótt sú útgerð sé rekin með tapi? Vita að alltaf koma peningar ef í nauðir rekur og málinu reddað. Eða þegar með pólitískri ákvörð- un var keyptur togari í hvem fjörð, sem bera það ekki allir? Hefði sú uppbygging ekki frekar átt að þróast í samræmi við af- komumöguleikana? Og veiðarn- ar? Að þeir féllu úr sem ekki gátu lifað við takmörkun náttúr- unnar á veiði. Aðhaldið í því fólgið að þeir fengju að fara á hausinn sem ekki gátu lifað? Eða veitt fyrir tilkostnaði? Kall- eftir Elínu Pálmadóttur ar það ekki líka á að illa sé gengið um auðlindina ef þeir sem það gera eiga ekkert á hættu. Semsagt værum við ekki betur sett núna ef rekst- urinn hefði ekki gegnum alla þessa hröðu og miklu þróun ver- ið skekktur með fyrirgreiðslum? Inngripi manna með takmarkað- an sjóndeildarhring? Ef eðlileg þróun hefði skref fyrir skref, þar sem hvað leiðir af öðru, fengið að aðlagast því sem mögulegt er á hveijum tíma, án skaða fyrir næsta skref? Væri það ekki eðlilegasta tak- mörkunin í sókn í fiskistofnana? Ef sjósóknarar veiddu í sam- ræmi við það sem þeir ráða við. Sætum við þá kannski ekki nú í súpunni með alltof stóran og afkastamikinn fiskveiðiflota til að heija á of fáa fiska og minnk- aða fiskistofna? Slíkar og þvílíkar spurningar næstum æptu á mann við að horfa í hnotskurn á „þá“ og „nú“. Semsagt hvar fórum við fram úr okkur sjálfum og kom- um okkur sem fiskveiðiþjóð í þetta klúður, sem illt er úr að komast og í jafnvægi til fram- búðar? Kannski var engin von til þess að menn gætu séð fyrir alla þessa gífurlegu tækniþróun sem varð. Öll trúðum við því að alltaf yrði nægur fiskur í sjónum, bara að geta sótt hann. Áð stækka landhelgina og koma öllum útlendingum út úr henni, þá væri ótakmarkað handa okk- ur sjálfum. Ofur skiljanlegt að við hefðum þennan arf í blóð- inu, þegar horft er á myndina af sjómönnunum að sækja við harðræði á árabátum þessa tak- mörkuðu veiði. Nokkra fiska. Og sjá svo á eftir þetta gífur- lega magn í tonnum að koma um borð í nútíma togara og báta. Engin von til þess að við og þá ekki heldur þeir sem voru að ráskast með þessa framtíðar lífsbjörg þjóðarinnar létu sér detta það í hug. En það breytir ekki spurningunni sem læðist að manni, hvort ekki sé far- sælla að leyfa þróuninni að stýra.án inngripa. Náttúran er býsna glúrin að veija sig ef hún er látin í friði. Sjálfsagt þykir bjálfalega spurt og tilgangslaust þegar allt er komið í slíkt illleysanlegt klúður. Haft er fyrir satt að maðurinn sé eina lífveran á jörðinni sem geti lært af reynsl- unni, þvi hún geti munað lengra aftur. En til hvers er það ef ekki er spurt spurninga? Ekki kann ég svörin. En væri ekki þess virði að eitthvert kjarkmik- ið doktorsefni í slíkum fræðum færi í saumana á sögunni og þróuninni? Spyrði spurninga og gæfi okkur eitthvað til að læra af. Mætti raunar líka líta á fleiri atvinnuvegi sem líða fyrir inn- grip velviljaðra í óhjákvæmilega þróun. TFEJXtX'L/Prímadonna halastjamannaf Hcde Bopp-halastjaman býr sig undir að kveðja FRÁ því um miðjan mars fram um 10. apríl hefur verið og verður einna auðveldast að sjá Hale-Bopp-halastjörnuna, sé ekki tekið tillit til veðurs. Þetta skrif mun eiga að birtast 6. apríl en ekki vitað um veðurfar þenn- an tíma, þar sem orðin eru rituð 24. mars. En þetta tímabil fer það saman að halastjarnan er tiltölulega nærri jörðu og að tungl er á síðasta og fyrsta kvartili, semsé hlédrægt á himni. Allt ljós annað truflar sýn til stjörnunnar, tunglið og ekki síst götuljós þéttbýlis og endurskin þess í skýjum og í vatnsgufu yfír þéttbýli. Um 1. apríl hefur stjarnan verið hvað næst sólu, og nokkru nær henni en jörðin er, eða í 139 milljóna kílómetra fjarlægð frá henni. Minnsta fjarlægð halastjörnunnar frá jörðu er nokkru meiri, eða 192 milljónir kílómetra. Þess má geta að fjarlægðin á milli sólar og jarðar er um eitt hundrað og fímmtíu milljónir kílómetra. Sem stendur er stjaman á norðurhimni undir miðnættið og færist vestur yfir. Sennilega er ekki rangt með farið að hún sé í norðnorðvestri undir miðnætti þennan tíma er hún sést hvað best. (^tjarnan var uppgötvuð og: skráð okkur á svona sýningar, og óvíst eftir Egil Egilsson sömu nóttina í júh' árið 1995 af tveimur bandarískum stjörnu- fræðingum, Alan Hale í Nýju Mex- íkó og Thomas Bopp í Árizona. Þeir sáu hana um það bil samtímis. Þeir tilkynntu báð- ir það sem þeir höfðu séð í störnu- kíkjum, en Bopp þurfti að aka 140 kílómetra en Hale aðeins skamma leið til að tilkynna atburðinn. Það er því aðeins vegna tveggja tíma aksturs að Hale á í henni fyrri hluta nafnsins. Þeim sem áhuga hafa, og einnig þeim sem hafa hann ekki, en kynnu að öðlast hann, skal bent á að ekki er um að ræða neitt smáræðis sjón- arspil náttúrunnar. Halastjarnan er öllu meiri en sjálf Halley-halastjarn- an, sú sem sást árið 1986, og er talin prímadonna halastjarnanna. Tuttugasta öldin hefur verið spör að oss dauðlegum gefist kostur á annarri eins sýningu áður en yfir lýkur. Halinn hefur að líkindum orðið stærstur um fyrsta apríl og nær milljónir kílómetra frá stjörn- unni. Þegar þetta er ritað er þó aðeins brautin þekkt með vissu, eins og alltaf er, en ekki er öruggt um þróun ljósstyrks, þar sem hala- stjörnur eiga það til að svíkjast um að lýsa er á líður, líkt og það gangi á þann gasforða sem skin sólarinn- ar rífur laust af þeim er á líður. Bent skal á að ódýr ferðasjónauki er afar gagnlegur við skoðunina. Skráningarmiðstöð í Cambridge í Massachusetts sendi boð um að eldri myndir en frá uppgötvunar- degi yrðu rannsakaðar, og leitað að fyrstu ummerkjum um stjörn- una. í ljós kom að fyrir henni sést móta á myndum frá í apríl 1993, er hún var í óvenjumikilli fjarlægð af halastjörnu að vera. Svo langt frá sólu er svo kalt að ótrúlegt þykir hvað hún lýsti þá þegar. Það KJARNI Halley-halastjörn- unnar. Það á að sjást að lýs- andi gas kemur aðeins frá hluta yfirborðsins. verður ekki skýrt nema með því að í henni séu léltar rokgjarnar loftteg- undir, svo sem kolildi. Nú er komið í ljós að hún er mjög stór, líklega tvöfalt meiri um sig og þarmeð átta sinnum meiri að rúmmáli en systir- in kennd við Halley. Af braut henn- ar má sjá að hún kemur frá elstu, óþekktustu og köldustu hlutum sól- kerfisins, frá reginhimindjúpum langt handan Plútós. Það færi sem gefst til efnagreininga út frá litrófi verður gjörnýtt. En í ljós kom að á yfirborði Halley-stjörnunnar voru lífræn efni, og því er m.a. áhuga- verð spurningin um hvort hrap hala- stjarna á jörðina kunni að hafa haft áhrif á uppruna lífsins. Vitað er að mikið af vatni heimshafanna er ættað frá þeim ís er borist hefur með halastjörnum. Úr þvi að stjarn- an er mjög langt að komin, ætti hún og að geta borið vitni uppruna- legri efnasamsetningu sólkerflsins. ÐRNS/Hvar oghvenœr varb hreikdans til? Breikdans í stað slagsmála UNGLINGAHÓPUR gengur inn Austurstræti í Reykjavík. Allir eru klæddir bláum og hvítum hettugöll- um, uppháum strigaskóm og skær- litum grifflum. Einn heldur á stóru kassettutæki og annar á saman- brotnum gólfdúk. Þeir koma sér fyrir á miðju torginu og byija að dansa. Það eru litlar líkur á að nokkuð þessu líkt sjáist í Austurstræti í dag en fyrir rúmum tíu árum, þegar tískubylgjan ,breikdans“ gekk yfir, hefði það hins vegar engum komið á óvart. En hvað leiddi til þess að íslenskir unglingar fóru skyndilega að dansa á götum úti. Upphaf breikdans má rekja til tveggja þekktra poppsöngv- ara sem hvor um sig hafði mjög sérstakan dansstíl. Breikdans varð í raun til úr samsuðu tveggja dans- tegunda, annars vegar „Uprock" og hins vegar „Electric Boogie". „Uprock" má rekja til söngvarans James Brown sem árið 1969 gerði lagið „Get on the Good Foot“ frægt. í kjölfar vinsælda lagsins vöktu nýstárleg dansspor James Brown mikla athygli, dansinn var kallaður „Good Foot“ en hann þróaðist síðan í nýja danstegund sem kallaðist „Uprock“. „Electric Boogie“ má upphaflega rekja til poppstjörnunar Michaels Jackson. Árið 1974 dansaði hann dansinn „Vélmennið" í sjónvarps- þætti í Bandaríkjunum við lagið „Dancin’ Machine" með bræðrum sínum í Jackson Five. Dansinn varð eftir Rögnu Söru Jónsdóttur samstundis mjög vinsæll í ákveðnum hverfum New York borgar, en framfarir í tölvutækni og ýmsar hugmyndir um framtíðina á þessum tíma endurspegluðust í dansinum. I kjölfar vinsælda dansins jukust einn- ig vinsældir látbragðsleiks, en blanda vélmennadans Michael Jack- son og látbragðsleiks gat af sér danstegundina „electric boogie". Hefðin fyrir dansbardögum var einnig mikilvægur þáttur í uppruna breikdans. Allt frá 1920 höfðu dans- arar keppt um virðingu og völd á dansgólfum New York borgar. Hinn nýmótaði breikdans hentaði vel til slíkra bardaga og komu unglingar saman og börðust án snertingar með dansinn að vopni. Klíkur sem mynd- uðu lið í dansbardögum tóku að myndast upp úr 1975 og á sama tíma fór breikdans að verða hluti af stærri menningarhreyfingu sem kallaðist Hip Hop. Hip Hop hreyfing- in, sem átti upptök sín í Bronx í New York, boðaði ákveðinn lífsstíl ungs fólks sem innihélt auk breik- dans, veggjalist, rapp og hljóðblönd- un tónlistar. Hópurinn „Zulu þjóð- in“, undir forystu Afrika Bamba- ataa, breiddi þennan lífsstíl út með það fyrir sjónum að hvetja ungt fólk til þess að beina kröftum sínum að því að mála, dansa eða syngja frem- ur en að taka þátt í slagsmálum. Afrika Bambaataa var efnisleg og andleg fýrirmynd meðlima „Zulu þjóðarinnar" sem flestir voru ungl- ingar úr Bronx hverfinu í New York. Hann hvatti þá til að halda áfram að dansa, syngja og mála og spáði að ef þeir héldu áfram á þeirri braut myndu þau verða einhvers virði í framtíðinni. Hann leit ekki eingöngu á breikdans sem íþrótt, listgrein eða skemmtun heldur miðil til þess að ná ákveðnu markmiði í lífinu. Upp úr 1977 var boðskapur Afr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.