Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■+ r i LÚÐRASVEIT Reykjavíkur á vorum dögum. voru t.d. karftöflugeymsla barna- skólans, fangahúsið og smákytra í gamla Alþýðuhúsinu. Það er því ljóst að bygging Hljómaskálahússins skipti verulegu máli fyrir framtíð Lúðrasveitar Reykjavíkur. Fyrsti stjórnandi Lúðrasveitarinn- ar var þýskur, Otto Böttcher. Hann var stjórnandi til 30. mars 1924 eða í tæp þjú ár. Hann var hornaleikari að mennt og annaðist kennslu á blásturshljóðfæri hjá sveitinni. Eftir- maður hans var Páll Isólfsson og stjórnaði hann lúðrasveitinni í næstu tólf ár. Hann var þá nýkominn heim frá orgenleikaranámi í Leipzig í Þýskalandi og það hefur auðvitað verið ómetanlegt fyrir hljómsveitina á fyrstu starfsárum hennar að geta fengið að njóta krafta og hæfileika Páls ísólfssonar sem alla tíð var traustur stuðningsmaður sveitarinn- ar og hann er sá sem lúðrasveitin stendur í mestri þakkarskuld við eins fram kemur í bókinni. Á stjórn- andaárum Páls ísólfssonar var fyrst leikið í Ríkisútvarpið og í nokkur ár var leikið þar 10 sinnum á ári og alltaf í beinni útsendingu. Nokkur hlé urðu á stjórnandaferli Páls, en þá stóðu við stjórnvölinn Emil Thor- oddsen í nokkra mánuði, Frederiksen og H. Fiddicke í skamman tíma hvor. Vegna anna Páls fyrir hátíðarhöldin 1930 var dr. Franz Mixa fenginn til að æfa og stjórna Lúðrasveitinni frá febrúar þ.á. og fram yfir alþingishá- tíðina. Formenn Lúðrasveitar Reykjavík- ur þann tíma _sem Páll ísólfsson stjórnaði voru: Óskar Jónsson prent- ari, frá 1923-1927, Björn Jónsson og Karl 0. Runólfsson sitt árið hvor, Tómas Albertsson í tvö ár, þá Guð- Skært lúðrar hljóma Lúðrasveit Reykjavíkur heldur upp á 75 ára afmæli sitt nú í ár með ýmsu móti. Stofn- fundurinn var í Iðnaðarmannahúsinu við Vonarstræti 7. júlí 1922. ítilefni af tíma- mótunum kynnti Olafur Ormsson sér sögu Lúðrasveitar Reykjavíkur og ræddi við Halldór Einarsson, einn af eldri félögunum, og Heiðu Dögg Jónsdóttur úr hópi nýrri félaga Lúðrasveitarinnar. HEIMILDIR um sögu Lúðrasveitar Reykjavíkur er að finna í kafla í bók Atla Magnússonar, Skært lúðrar hljóma, sem gefm var út af Sambandi íslenskra lúðrasveita árið 1984. Þar kemur fram að stofn- dagurinn hafi verið 7. júlí árið 1922 og að í Reykjavík höfðu þá verið starfandi tveir lúðraflokkar, „Lúðra- félagið Harpa“, stofnað annan hvíta- sunnudag 1910 og „Lúðrafélagið Gígja“ stofnað 29. júlí 1915 í hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíginn. Stofnendur Lúðrasveitar Reykjavík- ur voru 31 talsins, 16 úr Hörpu og 15 úr Gígju. I fyrrnefndri bók er þess getið að sameining félaganna hafi átt nokk- urn aðdraganda þó ekki væri hann langur. Snemma árs 1922 komu- saman sex menn, þrír frá hvoru fé- lagi, þó án umboða frá félögum sín- um. Þess er ekki getið í heimildum hverjir þeir voru, en þeir munu hafa verið Björn Jónsson, Óskar Jónsson prentari og Pétur Helgason frá „Hörpu“ og Karl O. Runólfsson, Tómas Albertsson og Eiríkur Magn- ússon frá „Gígju“. „Fundarefnið var það, á hvern hátt yrði bætt úr þeirri kyrrstöðu sem undanfarið hafði ver- ið út á við og innan félaganna" og úrbætur þar á. Greinilega var hér um að ræða framtakssama menn sem gerðu sér grein fyrir að sameina þyrfti kraft- ana með stofnun Lúðrasveitar Reykjavíkur sem hefur allt frá því hún hóf starfsemi sína glatt Reyk- víkinga við ótal tækifæri eða eins -og fram komur i kafla í bókinni í HLJÓMSVEITIN á stofnárinu 1922. samantekt Halldórs Einarssonar: „Af þeim árlegu hátíðarhöldum í höfuðborginni, þar sem lúðrasveitin kemur fram, ber fyrst að nefna 17. júní. Þann dag þurftu lúðrasveitar- menn lengst af að vera spilandi frá því fyrir hádegi og langt fram á kvöld, þótt hin seinni árin sé þetta orðið mun minna. Af öðrum föstum hátíðisdögum þar sem leikið er má nefna sjómannadaginn, sumardag- inn fyrsta og 1. maí, en fyrir göngu þann dag lék sveitin í yfir 30 ár. í desember ár hvert eru leikin jólalög á Austurvelli við afhendingu norska jólatrésins. Loks skal getið um það sem minna fer fyrir, en það er heim- sókn á Landspítalann að morgni jóla- og páskadags, þar sem leikið er fyr- ir sjúklinga. Það hefur komið í hlut Lúðrasveitar Reykjavíkur að aðstoða við öll opinber hátíðarhöld í Reykja- vík og nágrenni, s.s við móttökur erlendra þjóðhöfðingja, embætti- stöku forseta Islands, vígslur mann- virkja o.fl, og gegnir sveitin þannig oft því hlutverki sem opinberar lúðrasveitir annarra landa annast“. Og eins og segir í kafla í bókinni í samantekt Halldórs Einarssonar, um tilgang fundar sexmenninganna. „Ekki mun þó fundarefni þessara -sexmenninga- eingöngu hafa verið að auka starfsemina, heldur kom þar einnig fram það, sem ávallt hefur verið eitt höfuðmarkmið „Lúðra- sveitar Reykjavíkur", að efla tónlist- arþekkingu og hljóðfæraleik, „afla þeim mönnum frekari kennslu í hljómlist sem þegar eru byrjaðir, og vekja áhuga almennings fyrir hljóml- ist yfirleitt". Stofnendur Lúðrasveitar Reykja- víkur voru stórhuga menn. Fyrsti aðalfundur sveitarinnar var haldinn 5. nóvember 1922 í Bárunni og þar voru samþykkt lög fyrir félagið sem enn gilda, þó smávægilegar breyt- ingar hafi verið gerðar í tímanna rás. Á fyrstu fjórum mánuðunum á starfstíma Lúðrasveitarinnar hafði hún leikið 32 sinum opinberlega. Auðvitað varð að koma upp æfinga- stað fyrir Lúðrasveitina og þá var byggð glæsileg húsbygging í Hljóm- skálagarðinum í Reykjavík sem reist var árin 1922-23 og er fyrsta húsið sem sérstaklega er byggt yfir tónlist á Íslandi. Yfirsmiður við byggingu Hljómskálans var Sigurður E. Hjör- leifsson, múrarameistari og túbu- leikari í Lúðrasveit Reykjavíkur. Lúðrasveitin hafði haft mjög slæma aðstöðu til æfinga eða nánast enga og háði það mikið starfi sveitarinn- ar. Æfingastaðir sem notast var við jón Þórðarson í fjögur ár til 1935, Óskar Jónsson póstafgreiðslumaður í eitt ár og Óskar Þorkelsson 1936 til maí 1937, en þá tók Guðjón aftur við við formannsstarfinu. Albert Klahn tekur við stjórninni í ágúst 1936 að tillögu Páls ísólfs- sonar. Klahn var Þjóðveiji og vanur lúðrasveitarstjórnandi. Við komu hans til Lúðrasveitarinnar jókst starfsemin mikið og einnig fjölgaði hljóðfæraleikurum í sveitinni. Hann útsetti mörg íslensk lög fyrir lúðra- sveitina og aðlagaði aðrar útsetning- ar hljóðfæraskipaninni hveiju sinni. Klahn lét af stjórn sveitarinnar 1949 eftir 13 ára starf, að einu undan- skildu en þá stjórnaði Karl 0. Run- ólfsson. Þessi ár hafði Guðjón Þórð- arson verið formaður, að undanskild- um tveimur, er Guðlaugur Magnús- son og Viggó Jónsson gegndu form- annsstörfum. Guðjón Þórðarson var formaður þegar Páll Pampichler Pálsson er ráðinn stjórnandi haustið 1949, en hann hefur stjórnað lúðra- sveitinni lengst allra eða til ársins 1975. Lúðrasveitin hefur ekki haft fastráðinn stjóranda frá því er Páll P. Pálsson hætti, nema um skamman tíma í senn og þá til ákveðinna verk- efna. Með komu Páls Pampichlers.verða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.