Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30    MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Valur Ingimundarson
og 30. mars 1949
NYLEGA kom út hjá
forlagi Vöku-Helgafells
bókin „í eldlínu kalda
stríðsins" eftir Val
Ingimundarson sagn-
fræðing, Reykjavík
1996. Bók þessi er 480
bls. og því ekki fljótles-
in. I 2. kafla, bls.
137-139, er greint frá
átökunum við Alþingis-
húsið 30. mars 1949.
Þar er fjallað um at-
burðina af mikilli van-
þekkingu, því hæg voru
heimatökin að ræða við
þá menn, sem forystu
höfðu í lögreglu og
varnarsveitum og enn
voru á lífi. Þess í stað byggir Valur
aðallega á bók þeirra Baldurs Guð-
laugssonar og Páls Heiðars Jónsson-
ar: „30. mars 1949". Örn & Örlygur
1976. Bók sú er að mestu leyti vélrit-
Árásin á Alþingishúsið,
segir Leifur Sveinsson,
var tilraun til byltingar.
un upp úr segulbandsspólum og á
lítið skylt við sagnfræði.
II
Telja má að um þúsund manns
hafí verið í sjálfboðaliðssveitum
þeim, sem vera áttu til varnar Al-
þingishúsinu, þannig að Alþingi
fengi starfsfrið hinn 30. mars 1949.
Af þeim voru valdir 85 sem varalög-
reglumenn skv. 6. og 7. gr. laga nr.
50 frá 12. febrúar 1940 um lögreglu-
menn. Skv. þeim lögum voru þeir
„sýslunarmenn ríkisins". Sveit þess-
ari var komið fyrir í flokksherbergi
framsóknarmanna í Alþingishúsinu,
gegnt Dómkirkjudyrum. Þeim var
úthlutað hjálmum, kylfum og báru
borða um handlegg i fánalitunum.
Tengiliðir sjálfboðaliða við lögreglu-
stjóra og Bjarna Benediktsson dóms-
málaráðherra voru þeir:
Ásgeir Pétursson, síðar sýslumað-
ur,
Thor Ó. Thors, síðar forstjóri ísl.
aðalverktaka og
Eyjólfur K. Jónsson, síðar alþing-
ismaður.
Leifur
Sveinsson
Tveir þeir síðast
nefndu eru nú látnir.
Sigurður Þorsteinsson
lögreglumaður var yfir-
maður varalögreglu.
III
Sigurjón Sigurðsson
er fæddur 16. ágúst
1915. Settur lögreglu-
stjóri í Reykjavík 1.
ágúst 1947, skipaður í
það embætti 13. febr-
úar 1948. Kynnti sér
skipulagningu og fram-
kvæmd lögreglumála á
Norðurlöndum og í
Bretlandi árið 1948.
Hann var því 33 ára,
þegar árásin var gerð á Alþingishús-
ið og hafði enga reynslu í slíkum
átökum, sem í hönd fóru. Sem dæmi
um fálmkennda stjórn Sigurjóns má
nefna, að hann gaf út þá skipun,
að varaliðsmenn skyldu fara út án
hjálma og kylfa, en bera aðeins
borða á handlegg. Þegar boðum var
komið til Bjarna Benediktssonar um
þessa vanhugsuðu skipun Sigurjóns,
ómerkti hann þegar skipunina með
þessum orðum: „Allir út með hjálma
og kylfur." Mátti því segja að Bjarni
hefði tekið stjórn lögreglumálanna í
sínar hendur.
IV
Nú fer klukkan að halla í fjögur
(16.00). Allan tímann frá kl.
11—15.30 höfðum við 85-menning-
arnir haft litlar fréttir af því, sem
fram fór á Austurvelli, enda átti
vera okkar í Alþingishúsinu að fara
leynt.
Um kl. 16.00 kemur svo skipun
frá Sigurjóni lögreglustjóra. Við eig-
um að fara út úr Alþingishúsinu og
rýma til í Kirkjustrætinu, svo bifreið-
ar þingmanna komist þar að, því
þingfundi var lokið kl. 14.30 og inn-
gangan í NATO samþykkt með 37
atkvæðum gegn 13, en 2 sátu hjá.
Sigurður Þorsteinsson fór fyrir
hópnum og beindi kylfu sinni fram.
Þá var sem olíu væri hellt á eld,
hróp og grjótkast upphófst um leið
og sást för okkar. Sigurður Þorstein-
son tók þetta sem persónulega árás
á sig og flokk sinn, enda var til-
gangslaust að reyna að framkvæma
skipunina um að rýma til fyrir bif-
reiðum þingmanna. Ef slíkt hefði
verið reynt, hefðum við aðeins orðið
skotmörk fyrir „hraunskyttur
kommúnista". Nú fór allt úrskeiðis.
Hátalari Iögreglunnar varð óvirkur,
þar sem steinvala lenti í trekt hans.
Táragas kom alltof seint, þannig að
margir varnarmenn slösuðust meðan
beðið var eftir því.
Árásin á Alþingishúsið 30. mars
1949 var tilraun til byltingar. Hindra
átti alþingismenn í störfum. Það var
háð orusta á Austurvelli, lýðræðis-
sinnar gegn byltingarmönnum. Var-
ið land eða Sovét-ísland. Úrslit
fengust ekki í þessari orustu, fyrr
en varalögreglumennirnir voru send-
ir út úr Alþingishúsinu. Því var það
rétt ákvörðun hjá yfirmönnum lög-
reglunnar að senda liðið út. Komm-
únistar sáu þá, að aldrei myndi tak-
ast að yfirbuga Alþingi, ávallt yrðu
nógu margir menn til þess að hætta
lífi sínu til varnar því. Þeir hafa
ekki reynt ofbeldi við Alþingi síðan.
VI
í minningargrein um Eyjólf K.
Jónsson í Mbl. 14. mars sl. ritar
Ásgeir Pétursson svo: „En þegar
rætt er um stjórnmálaafskipti Eyj-
ólfs um miðja öldina má ekki ganga
fram hjá því, sem hér á landi var í
reynd einn merkasti stjórnmálaat-
burður aldarinnar - og hefur verið
of lítill gaumur gefinn. En það var
hið mikla átak, sem lýðræðissinnar
inntu af höndum er þeir stóðu vörð
um Alþingi 30. mars 1949. Ofstæk-
ismenn réðust að Alþingi í því skyni
að hindra með ofbeldi að unnt væri
að ræða og samþykkja inngöngu
okkar í Atlantshafsbandalagið. Hér
er ekki unnt að segja þá sögu alla
eins og hún gerðist í reynd. En það
þarf þó að gera."
VII
í bók sinni, er fyrr er getið, segir
Valur Ingimundarson svo á bls. 138:
„Þeir (varaliðsmenn) höfðu enga
þjálfun hlotið í lögreglustörfum,
enda kom á daginn, að þeir gerðu
ekkert gagn, en þeini mun meira
ógagn." Ég ráðlegg Val Ingimund-
arsyni að ræða ítarlega við Ásgeir
Pétursson, svo hann fái þar réttar
upplýsingar úr innsta hring um at-
burðina 30. mars 1949. Það er
hörmulegt að í svo stórfróðlegri bók
og „í eldlínu kalda stríðsins" séu
slíkir hnökrar sem á bls. 138. Von-
andi er Valur maður til þess að leið-
rétta þá við fyrsta tækifæri.
Höfundur er lögfræðingw:
Opinber innkaup
í Morgunblaðinu 22.
maí sl. er viðtal við
Svein          Hannesson,
framkvæmdastjóra
Samtaka iðnaðarinSj
um opinber innkaup. I
viðtalinu bendir Sveinn
á ýmislegt, sem betur
megi fara í opinberum
innkaupum. Hann nefn-
ir til sögu eina opinbera
stofnun, Vegagerðina,
og segir svo í viðtalinu:
„Það lá við uppþoti
sl. vor þegar Vegagerð
ríkisins gekk til samn-
inga við verktaka sem
þverbrotið hafði í ótal
tilvikum reglur um
þungaskatt. Vegagerð ríkisins taldi
sig, þrátt fyrir þetta, ekki geta hafn-
að tilboði frá þessum sama verk-
taka. Það voru með öðrum orðum
engar skriflegar reglur um það að
hægt væri að hafna tilboði á þessum
forsendum. Engu máli skipti í þessu
tilviki að Vegagerðin hafði á hendi
eftirlitshlutverk varðandi álestur og
innheimtur þungaskatts, sem rennur
eins og kunnugt er til vegagerðar."
Daginn eftir er lagt út af þessu
í leiðara blaðsins og telur höfundur
hans að vonum um alvarlegt mál
að ræða ef rétt er með farið.
Af þessu tilefni vill Vegagerðin
Helgi
Hallgrimsson
koma á framfæri at-
hugasemdum við um-
mæli Sveins.
Um nokkur undanf-
arin ár hefur Vega-
gerðin annast eftirlit
með álestri þunga-
skattsmæla í bifreiðum.
Þegar Vegagerðin tók
við þessu verkefni af
fjármálaráðuneytinu
var eftirlitið aukið mik-
ið. Jafnframt hefur
álagningar- og inn-
heimtukerfi þunga-
skatts verið breytt og
það gert mun skilvirk-
ara. Hvort tveggja hef-
ur leitt til þess, að skil
á þungaskatti hafa batnað mikið á
allra síðustu árum. Það þýðir þá
einnig, að undanskot á þungaskatti
hafí áður verið mikil. Gera verður
ráð fyrir að margir skattskyldir aðil-
ar hafi þar komið við sögu og líklegt
að einhverjir verktakar hafi verið
þar á meðal. Hins vegar voru brot
ekki sönnuð á tiltekna aðila, þó að
ýmsir hafi legið undir grun. Fullyrð-
ing Sveins um, að ákveðinn verktaki
hafi orðið uppvís að mörgum og al-
varlegum brotum á reglum um
þungaskatt var ekki sönnuð, og því
ekki fyrir hendi skilyrði til að refsa
honum.
Ekki er eðlilegt, segir
Helgi Hallgrímsson,
að opinberir aðilar séu
með viðbótarrefsingar.
Skattalagabrot af ýmsu tagi eru
býsna algeng í þjóðfélaginu. Um
meðferð þeirra fer eftir lögum, sem
um þau gilda. Flest slík mál eru til
lykta leidd með úrskurðum skatta-
yfirvalda og einungis alvarlegustu
málin ganga til dómstóla. I öllum
tilvikum ákveða þar til bærir aðilar
refsingu, sem svarar til brots þess,
sem framið var. Líta verður svo á
almennt, að þar sé um fullnaðarrefs-
ingu að ræða, og ekki eðlilegt að
aðrir opinberir aðilar séu með viðbót-
arrefsingar gagnvart hinum brot-
legu í formi viðskiptabanns. Við al-
varlegustu brot, sem ganga til dóm-
stóla, eða marg ítrekuð brot sam-
kvæmt úrskurðum skattyfirvalda
kann þó slíkt að koma til greina.
Þess háttar tilvik teljast þó til undan-
tekninga.
Frá sjónarmiði Vegagerðarinnar
voru ekki skilyrði til annars en að
taka tilboði verktakans, sem Sveinn
gerir að umtalsefni í viðtalinu. Höfn-
un tilboðsins hefði ekki verið í sam-
ræmi við þær leikreglur, sem gilda
og gilda eiga í réttarríki.
Höfundur er vegamálasljóri.
AÐ KVÖLDI hvítasunnudags var sýnd-
ur í sjónvarpinu heimildarþáttur um
Ólaf Thors. Þátturinn var að vísu
hálfgert þunnildi og bætti engu við almenna
vitneskju um þennan stjórnmálaforingja. Þó
var þar rifjað upp eitt atriði sem fangaði
hug minn sérstaklega, af því að orð fá stund-
um aukið vægi við ákveðnar aðstæður. Þetta
var stutt svipmynd af því er Ólafur fluttí
ræðu skömmu eftir stofnun lýðveldisins
1944. Ogþá sagði hann meðal annars: „Kjör-
orð hins íslenska lýðveldis er mannhelgi."
Orðið mannhelgi er skýrt svo sem það sé
lögfræðilegt hugtak og merki „persónulegt
öryggi staðfest með lögum" (íslensk orðabók
Menningarsjóðs). Nú er „persónulegt ör-
yggi" að vísu teygjanlegt hugtak og ekki
víst að allir skilji það eins. En ég hygg þó að
í hugum margra merki orðið „mannhelgi" í
raun meira en einbert lögfræðilegt hugtak
segir til um, vegna síðari hluta orðsins er
felur í sér í senn friðhelgi og heilagleika.
Ég leyfi mér að minnsta kosti að skilja orð
Ólafs svo, að grundvöllur hins íslenska lýð-
veldis eigi að vera mannúðarhugsjón, að í
hinu nýfengna fullnaðarfrelsi þjóðarinnar
felist tækifæri og raunar nauðsyn þess að
skapa samfélag frjálsra manna er stefni að
gróandi þjóðlífí með mannréttindi, samkennd
og réttlæti að leiðarljósi. Slík framtíðarsýn
felur í sér ósk og hugsjón. Og hugsjón gerir
kröfu til hollustu og þjónustu. Því hlýtur að
búa í þessum orðum Olafs krafa um að þeir,
sem veljast til forystu fyrir þjóðinni, pjóni
þeirri hugsjón um mannhelgi, sem er kjörorð
hins íslenska lýðveldis.
Og hvernig hefur svo til tekist? Er kjörorð
hins íslenska lýðveldis ennþá mannhelgi?
Má vera að svo sé í hugum sumra, og ég
vona margra, - en ekki í hugum þeirra sem
nú fara með völd á íslandi, svo mikið er
Meðal annarra orða
Mannhelgi
Ekki er það í nafni mannhelgi, sem fáeinum mönnum
hefur í raun veríð gefín mesta auðlind þjóðarinar,
segir Njörður P. Njarðvík, óveiddir fískar hafsins.
víst, þótt annar stjórnarflokkurinn hafi boðað
þá stefnu að setja manneskjuna í öndvegi.
Það er ekki mannúð sem nú situr í öndvegi
í valdasal þjóðarinnar, heldur köld markaðs-
hyggja, sem ekki kann að fínna til með þeim
er minna mega sín og umfram allt þurfa á
kjörorðinu góða að halda.
Ekki er það í nafni mannhelgi sem fáein-
um mönnum hefur í raun verið gefin
mesta auðlind þjóðarinnar, óveiddir
fiskar hafsins. Það eru einhver allra alvarleg-
ustu mistök íslenskra stjórnmálamanna og
veldur þvílíku óréttlæti, að það hlýtur að
vekja upp reiði allra manna er búa yfir rétt-
lætiskennd.
Ekki er sinnuleysi í umhverfismálum og
náttúruvernd í nafni mannhelgi. Landið okk-
ar, náttúra þess og landgæði, er framtíða-
rumgjörð um tilveru okkar. Það er ótrúleg
skammsýni að skaða það fyrir stundarhags-
muni.
Ekki er það með mannhelgi að leiðarljósi
sem íslenskir skólar eru hafðir í fjársvelti
og kennarar illa launaðir. Góð menntun ungs
fólks er lykill að framtíðarvelferð þjóðarinn-
ar.
Ekki er það í nafni mannhelgi sem heil-
brigðiskerfið er nánast að lamast fyrir aug-
um okkar. Nú síðast er yfirgeðlæknir barna-
og unglingadeildar að hrekjast úr starfi af
því að hún telur það ekki hlutverk læknis
að vísa sjúku fólki á kaldan klaka. Það er
mikill misskilningur að halda að það sé fjár-
hagslega hagkvæmt að halda fólki sjúku,
auk þess sem það ber vott um átakanlegan
skort á samkennd.
Ekki er það í nafni mannhelgi að sitja því
sem næst aðgerðalaus og horfa á vímuefna-
neyslu skaða íslenska unglinga og jafnvel
gereyðileggja líf þeirra.
Ekki er það í nafni mannhelgi hvernig
búið er að öldruðu fólki. Nú síðast berast
þær fréttir, að best sé fyrir roskin hjón að
skilja til að auka tekjur sínar. Er það ekki
skýrt dæmi um það hvernig djúpstæðar til-
finningar fólks eru fyrirlitnar?
Hverjar eru helstu áhyggjur íslenskra fjöl-
skyldna? I hnotskurn má ef til vill segja að
þær birtist í því að horfa alltof viða upp á
skort á virðingu fyrir mannhelgi. íslensk
fjöldskylda þarf fyrst að ná endum saman.
Hún vill veita börnum sínum góða menntun
og vernda þau fyrir skaðvóldum áfengis og
eiturlyfja. Hún vill búa við slíkt öryggi í
heilbrigðismálum, að sjúkdómar eyðileggi
ekki fjárhag þeirra, eins og dæmi eru um
annars staðar í veröldinni. Hún vill njóta
sæmilegs öryggis á efri árum og ofurlítillar
virðingar fyrir þau störf sem lögð hafa verið
fram í þágu þjóðfélagsins. Og hún vill fá
að búa við andlegt frelsi.
Þetta eru í raun ekki flókin vandamál,
og ef stjórnmálaflokkur hefði vit á
að leggja áherslu á þau í alvöru en
ekki í fyrirheitum sem eru svikin jafnharð-
an, þá hygg ég að sá stjórnmálaflokkur hefði
greiðan aðgang að fylgi fólksins. En þá verð-
ur líka jafnframt að láta af því óhugnanlega
óréttlæti sem blasir við okkur. Hvernig á
íslenskt launafólk að sætta sig við kjör sín,
þegar það horfir upp á að forréttindamenn
hafa sömu mánaðarlaun og það hefur í árs-
laun, auk annarra fríðinda? Tökum sem
dæmi einstæða móður með tvö böm í leigu-
húsnæði og starfar í fiskvinnslu. Eru marg-
ir sem vilja skipa á kjörum við hana? Er hún
kannski dæmi um mannhelgishugsjón ís-
lenska lýðveldisins?
Ég held sannast að segja, að það sé kom-
inn tími til að við íslendingar endurmetum
stöðu okkar og gerum upp hug okkar. Eru
núverandi aðstæður okkar í samræmi við
vilja þjóðarinnar? Sættum við okkur við önd-
vegi markaðshyggjunnar? Eða viljum við
stefna aftur að því markmiði að kjörorð ís-
lenska lýðveldisins sé mannhelgi?
Höfundur er prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla Islands.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52