Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						KNATTSPYRNA
Bjarni Sigurðsson og Einar Guðmundsson stjórna Stjörnunni gegn KR
Þórður
Lárusson
leystur frá
störfum
STJÓRN knattspyrnudeildar Stjörnunnar úr Garðabæ
ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld að segja Þórði
Lárussyni, þjálfara meistaraf iokks karla, upp störfum.
Ástæðan er slakt gengi liðsins í deildinni það sem af
er sumri en Stjarnan situr nú í neðsta sæti með aðeins
tvö stig eftir sjö leiki.
Lúðvík Örn Steinarsson, for-
maður knattspyrnudeildar
Stjörnunnar, sagði að tapið á
móti Grindavík hafi verið dropinn
sem fyllti mælinn. „Staða liðsins
er óviðunandi og því töldum við
að eitthvað yrði að aðhafast í
málinu. Það er ekki skemmtilegt
að þurfa að reka þjálfara, en eitt-
hvað urðum við að gera. Þórður
stóð sig vel með liðið í fyrrá og
náði þá sjötta sæti, en nú hefur
ekkert gengið.  Það  er kannski
ekki við hann einn að sakast því
töluverð meiðsli hafa hrjáð leik-
menn en við töldum að liðið hefði
átt að geta gert betur á móti
Grindavík," sagði Lúðvík.
Bjarni Sigurðsson, fyrrverandi
markvörður Stjörnunnar og lands-
liðsins, og Einar Guðmundsson,
aðstoðarþjálfari, munu stjórna lið-
inu í bikarleiknum gegn KR annað
kvöld en að sögn Lúðvíks er nú
unnið að því hörðum höndum að
ganga frá ráðningu nýs þjálfara.
Þjálfarar
og pokinn
ÞÓRÐUR Lárusson er annar þjálfarinn sem hefur fengið
að taka pokann sinn á stuttum tima - hann var leystur frá
störfum hjá Stjörnunni. Þórður er fyrsti þjálfarinn sem er
latinn taka pokann sinn hjá Garðabæjarliðinu síðan það
vann sér sæti í 1. deild 1989. Þess má geta að sætí Sigurlás-
ar Þorleifssonar var heftt 1994, þegar Stjarnan féll í 2.
deild. Þórður tók þá við liðinu og stjórnaði því í 2. deild
1995. Undir stjórn hans tryggði Stiarnan sér 1. deildarsæti
og varð í sjötta sætí í deildinni í fyrra.
Lúkas Kostic var leystur frá störfum hjá KR á dögunum
eða eftír aðeins fimm umferðir. Hann var þá fjórði þjálfar-
inn hjá vesturbæjarliðinu, sem hefur verið leystur frá storf-
um. Magnús Jónatansson var látínn hætta hjá KR í 1. deild
1980 eftír tíu umferðir og tók Alec Stuart við starfi hans.
1981 var Manfred Stevens látinn taka pokann sinn og tók
Guðmundur Pétursson við starfi hans og 1993 var Ivan
Sochor látinn hætta og tók Janus Guðlaugsson við starfi
hans.
Það er segin saga, þegar illa gengur, þurfa þjálfarar að
taka afleiðingunum — það eru þeir sem eru á launum í starfi
sínu. í fyrra var einn þjálfari leystur frá stðrfum - Magnús
Pálsson hjá Fylki, sem féll. 1995 voru þrír þjálfarar leystír
frá störfum - Marteinn Geirsson hjá Fram, sem féll, Ingi
Björn Albertsson hjá Keflavík og Hörður Hilmarsson hjá
Val, sem bjargaði sér frá falli á ævintýralegan hátt undir
srjórn Kristíns Björnssonar.
BJARNI Sigurðsson mun stjórna Stjörnunni í blkarleiknum á
móti KR á morgun eftlr brottrekstur Þórðar Lárussonar.
Grikkirnir koma
LEIFTUR og forráðamenn gríska félagsins AEK Aþena hafa komist
að samkomulagi um að menn frá AEK komi hingað til lands í nasstu
viku til að ræða kaup á Arnari Grétarssyni. Arnar var í Aþenu fyrir
helgi og skrifaði þá undir þriggja ára samning við gríska liðið með þeim
fyrirvara að félögin kæmust að samkomulagi. Grikkir höfðu samband
við forráðamenn Leifturs í gær og varð niðurstaðan sú að grísk sendi-
nefnd kæmi til landsins í næstu viku.
FOLK
¦ LOTHAR Matth&us, leikmaður
Bayern Miinchen, heldur áfram að
gagnrýna samherja sína. Nýlega
sagði hann að Thomas Strunz væri
lélegur leikmaður og að liðið hefði
alls ekki orðið meistari vegna snilli
hans.
¦ MATTHAUS lýsti einnig yfir
óánægju með yfirlýsingar Thomas
Helmers þess eðlis að Matthaus
væri ekki heill á geði.
¦ SHEFF. Wed. hefur nælt sér í
franska landsliðsmanninn Patrick
Blondeau frá Mónakó - borgaði 1,8
punda fyrir Blondeau, sem er 29 ára.
¦ JOHN Toshack, fyrrum þjálfari
Deportivo La Coruna, er nú staddur
í Istanbul í Tyrkíaudi. þar sem liann
ræðir við forraðamenn jjesíkías.
Johnson
í París
ÓLYMPÍUMEISTARINN og
hcimsmet hafinn í 200 og 400
metra hlaupi karla, Banda-
rikjamaðurinn Michael John-
son, mun i dag taka þátt i 400
metrunum í st igamóti Alþjóða
('i jálsíþróttasanibandsins í Par-
ís. Mót þetta er hið fyrsta sem
Johnson tekur þátt í síðan hann
meiddist á lærvöð va i einvígi
við Kanadamanninn Donovan
Bailey 1150 m hlaupi i byrjun
júnimánaðar. Jolmson ætlaði
upphaflega að hlaupa 200
metrana i París en skipti um
skoðun á síðustu stundu og
mun þvi eija kappi við ekká
ómerkari menn en Bandaríkja-
mennina Anthuan Maybank og
Butch Reynolds og Bretann
Roger Black.
Mörgum er eflaust enn í
fersku minni ummæli þau er
Bailey lét falla um Johnson í
kjölfar 150 metra einvígisins í
Toronto en Bailey mun einnig
mæta til leiks í Parí s og taka
þar þátt í 100 metra hlaupi.
Talið er að baráttan i þeirri
grein muni standa á milli Bai-
leys og Bretans Iinf ords
Christies, sem var í sigursveit
Breta í Evrópubikarkeppninni
í Miinchen síðastliðna helgi.
Ólympíumeistari kvenna í
200 og 400 metra hlaupi,
Marie-Jose Perec frá Frakk-
landi, mun sömuleiðis taka þátt
í stigamótinu í París.
Eyjótfur kynnist
nýjum félögum
Hertha Berlín tekur þátt í móti með AC Milan,
Bayern Munchen og París St. Germain
Eyjólfur Sverrisson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, sem hef-
ur verið í sumarfríi, á að vera
mættur til æfinga hjá Herthu Berl-
ín 30. júní. Hann mun þá kynnast
mörgum nýjum köppum — frægast-
ur þeirra er hollenski landsliðsmað-
urinn Brian Roy, fyrrum leikmaður
hjá Ajax, Foggia á ítalíu og Nott-
ingham  Forest.  Hertha  borgaði
Forest 168 millj. ísl. kr. fyrir Roy.
Aðrir nýir leikmenn eru Hollend-
ingurinn Dick van Burik, sem kem-
ur frá Utrecht, Norðmaðurinn Kjet-
il Rekdal, frá franska liðinu Renn-
es, Jendrik Herzog frá Stuttgart
og Sergej Mandreko frá Rapid Vín.
Eyjólfur og samherjar fara í æf-
ingabúðir til Seefeld í Austurríki
7. júlí, þar sem þeir verða í tíu
daga og leika nokkra æfingaleiki —
þar af tvo leiki gegn landsliði ísra-
els.
Hertha Berlín tekur þátt í keppn-
inni um Svartaskógarbikarinn 17.
til 20. júlí, ásamt Kaiserslautern,
Karlsruhe og Stuttgart Kicker. 28.
júní tekur liðið þátt í meistaramóti
Opel, ásamt AC Milan, Bayern
Miinchen og París St. Germain.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4