Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Davíð GESTIR söfnuðust saman og nutu veðurblíðunnar að lokinni göngu á skógardegi. Fjölmenni á skógardegi á Stálpastöðum Greiðfærir göngnstíg ar fyrir almenning Skorradal - Á þriðja hundrað gesta heimsóttu Stálpastaði í blíðskapar- veðri, þurru, sólarlausu en 19° hita sem var á Stálpastöðum í Skorradal laugardaginn 19. júlí. Dagurinn var haldinn í samvinnu með Skógrækt ríkisins, Olíufélaginu Skeljungi, Skógræktarfélagi Borgarfjarðar og veitingar voru í boði heildverslunar Rolfs Johansens & Company. Á undanförnum árum hefur Olíu- félagið Skeljungur veitt styrk til stígagerðar í skóginum á Stálpastöð- um til þess að opna hann meira sem útivistarsvæði fyrir almenning. Þar eru nú greiðfærar göngubrautir um mismunandi svæði þar sem gefur að líta landgræðsluskógrækt, jól- atrj'áarækt, samanburðartilraunir, tijátegundasöfn og nytjaskógrækt. Göngustígar þessir eru opnir fyrir allan almenning alla daga ársins en á opnum skógardegi er veitt sérstök leiðsögn um skóginn. Tréð var skreytt eins og fegurðardrottning Um kl. 14 söfnuðust gestir saman í hátíðarijóðri undir hornablæstri Aðalsteins Þorvaldssonar. Hornið var skreyttur bolur tijátegundar úr hitabeltinu sem termítar höfðu holað að innan og skapað sem hljóðfæri. íslenskir listamenn voru einnig mættir með sitt handverk til sölu og sýnis í hátíðarijóðrið. Það voru Steinunn Eiríksdóttir í Langholti, Páll Jónsson á Hóli og Guðmundur Þorsteinsson, Efri-Hreppi. Ágúst Árnason, skógarvörður í Hvammi, leiðbeindi gestum um skóginn og valið var tré dagsins, mjög fallegt rauðgreni ættað frá Helgeland í Noregi. Tréð var skreytt með stórri slaufu og borðum eins og fegurðardrottning. Fjallað var nokkuð um rauðgrenið og ræktun þess í íslenskri skógrækt en það er eitt algengasta grenitréð í skógum Norður-Evrópu og viðurinn því al- gengur smíðaviður hér á landi. Það var mikið gróðursett hér á landi eft- ir síðari heimsstyijöld en hefur nú að mestu vikið fyrir sitkagreni, sem vex hraðara. Vegna fegurðar ungra rauðgrenitijáa hefur það mikið verið notað sem jólatré og í íslenskri skóg- rækt hefur ekkert barrtré gefið meiri tekjur. Búið var að fella nokk- ur 9 m há rauðgrenitré og bolirnir bútaðir niður í um 80 cm búta sem gestum voru boðnir frítt til úr- vinnslu í list- eða nytjamuni. Áætlað er að efna til samkeppni að ári liðnu og veita verðlaun fyrir besta gripinn. Gengið var um í einn og hálfan tíma í góðviðrinu um fallega nytja- skógarreiti og endað þar sem unnið var að grisjun og flettingu borðviðar úr skóginum. Loks söfnuðust gestir saman í hátíðarijóðrinu og nutu veð- urblíðunnar undir harmoníkuleik Geirs Guðlaugssonar og nutu veit- inga frá Rolf Johansen. ENDURBÓTUM á Kirkjuhvammskirkju lauk í júlí. Kirkjan er merkt „friðlýstar miiyar“ hjá Þjóðminjasafni. Kirkj uhvammskirkj a endurvígð Hvammstanga - Laugardaginn 19. júlí var Kirkjuhvammskirkja á Hvammstanga endurvígð. Þessi 115 ára gamla timburkirkja stend- ur ofan kauptúnsins, í kirkjugarði safnaðarins. Hún var lögð af sem sóknarkirkja árið 1957, þegar Hvammstangakirkja var vígð. Kirkjuhvammskirkja var síðar af- hent Þjóðminjasafni og er merkt „friðlýstar mipjar", Hlutverki hennar virtist lokið og framtíð óþ'ós. Ýmsir velunnar- ar kirkjunnar þrýstu þó á um að hún stæði áfram í garðinum, enda klukku hennar hringt við allar útfarir þar. Upp úr 1990 var tekin ákvörðun um endurbætur á kirkj- unni og lauk þeim nú í júlí. Var verkið unnið undir stjórn Braga Skúlasonar, trésmiðs á Sauðár- króki, og aðstoðarmanna hans. Þjóðmiiýasafn hafði umsjón með verkinu. Húsið var allt tekið í gegn, gólf, vegggrind og klæðn- ingar gerðar upp, grunnur hlað- inn að nýju og húsið tryggilega fest niður. Kirkjan var síðan mál- uð utan í upprunalegum lit, en hún hefur alla tið verið ómáluð innan og er svo enn. Kirkjuvígslan var að frumkvæði sóknamefndar Hvammstanga og lét hún búa kirlg- una til vigslu. Gamlir munir voru settir á sinn stað, altaristafla árið 1878, iqjög gömul kertakróna, skímarfat frá 1753, númeratafla og minningarskildir. í kór hanga gamlir höklar og minningarkransar á hliðarveggjum. Morgunblaðið/Jón Sig. BOLLI Gústavsson vigsiubiskup vígði kirkjuna og muni hennar. Sóknarnefndarfólk og safnað- arfulltrúi bám muni í kirkju og vígslubiskup, sr. Bolli Gústavsson, vígði munina og kirkjuna. Hann prédikaði og þjónaði fyrir altari, ásamt sóknarprestinum, sr. Krist- jáni Björnssyni. Aðrir viðstaddir prestar voru sr. Gísli Kolbeins, sem var síðasti þjónandi prestur í Kirkjuhvammskirkju, sr. Ágúst Sigurðsson og sr. Þorgrímur Daníelsson. Kirkjukór söng undir stjórn Helga S. Olafssonar. Margar góðar gjafir bárust Biskup lagði í predikun sinni út af sögunni, er Jesús mettaði mann- fjöldann. Þar segir frá að fólkið sat á jörðinni og hlýddi á orð hans. Út um kirkjugluggana mátti sjá gestina sitja í kirkjugarðinum og hlýða á messuna. Að prédikun lok- inni var altarisganga og i messulok flutti Karl Sigurgeirsson, formað- ur sóknaraefndar, ávarp. Skýrði hann m.a. frá góðum gjöfum sem kirkjunni hafa borist, altarisklæði, bókagjöfum, blómum og peninga- gjöfum, sem meðal annars vom nýttar til að kaupa aftur hið gamla orgel kirkjunnar. Meðhjálpari var Karl Eggei*tsson og hringjari Tryggvi Ólafsson. I turninum hljómaði gamla klukkan, með ár- talinu 1705, sú sem keypt var frá Þingeyrum til fyrri kirkju í Hvammi, árið 1868. Var mál manna, að hér hefði fólk upplifað einstakan og eftir- minnilegan atburð. Sameining þriggja hreppa samþykkt naumlega Vaðbrekku, Jökuldal - Atkvæðagreiðsla um samein- ingu þriggja hreppa á Norður- Héraði, Jökuldalshrepps, Hlíðar- hrepps og Tunguhrepps, fór fram síðastliðinn laugardag og var sameiningin samþykkt í hreppun- um öllum. Atkvæðagreiðslan nú er önnur sem fram fer um þessa samein- ingu, fyrri atkvæðagreiðslan fór fram 29. mars síðastliðinn en hún var úrskurðuð ógild vegna ónógra auglýsinga vegna hennar og utankjörfundaratkvæða- greiðslu henni samfara. í þeirri atkvæðagreiðslu var sameiningin samþykkt í Jökuldalshreppi með 52 atkvæðum gegn 30 og í Hlíð- arhreppi með 35 atkvæðum gegn 7. í Tunguhreppi var sameiningin felld þá með 22 atkvæðum gegn 26. Niðurstöður atkvæðagreiðsl- unnar nú eru að samþykkt var með 53 atkvæðum gegn 19 í Jökuldalshreppi, tveir seðlar voru auðir. Rúmlega 70% kjörsókn var á Jökuldal en þar eru 103 á kjör- skrá. f Hlíðarhreppi var samein- ingin samþykkt með 44 atkvæð- um gegn 4, þar var kjörsókn tæplega 74% en 65 eru á kjör- skrá. I Tunguhreppi var samein- ingin samþykkt með eins atkvæð- is mun, 30 atkvæðum gegn 29 einn seðill var auður. Þar var kjörsókn rúmlega 93%, af 63 á kjörskrá kusu 60. Það er ljóst að kjörsókn jókst frá fyrri at- kvæðagreiðslunni í Hlíðarhreppi og sérstaklega Tunguhreppi svo ætla má að bættar auglýsingar í seinni kosningunum hafi haft sín áhrif. Kærufrestur er ein vika Að sögn Arnórs Benediktsson- ar oddvita Jökuldalshrepps og formanns sameiningarnefndar hreppanna þriggja verður kæru- frestur látinn líða áður en nokkuð verður aðhafst frekar, en kæru- frestur er vika frá lokum kosn- ingar. Næsta skref er síðan að oddvitar hreppanna þriggja hitt- ast ásamt formönnum kjör- stjórna hreppanna þar sem farið verður yfir úrslitin, þau staðfest og send til félagsmálaráðuneytis- ins sem staðfestir sameiningu hreppanna þriggja. í framhaldi af því kemur sam- einingarnefnd saman aftur og ákveður framhaldið, það er hvort og þá hvenær nýjar sveitar- stjórnarkosningar fara fram, og annað er að sameiningarferlinu lítur. Þar sem mjög stutt er til næstu sveitarstjórnarkosninga þegar sameiningarferlinu lýkur og hægt að kjósa í fyrsta lagi til nýrrar sveitarstjórnar, verður athugað hvort fyrstu sveitar- stjórnarkosningum í hinu nýja sveitarfélagi verði frestað fram að næstu sveitarstjórnarkosn- ingum í maí á næsta ári. Morgunblaðið/Sig. Fannar FRÁ opnun fyrsta áfanga útivistar- og áningaraðstöðu í Hauka- dalsskógi. Opnunin fór fram í tengslum við Skógardaginn 1997. Góð þátttaka í skógardeginum Selfossi - Hinn árlegi skógardagur Skógræktar ríkisins og Skeljungs fór fram síðastliðinn laugardag á þremur stöðum samtímis, í Stálpa- staðaskógi í Skorradal, Hallorms- staðaskógi og Haukadalsskógi. Þátttaka var rpjög góð og samtals sóttu um eitt þúsund manns hátið- arnar þrjár. í Haukadal fór hátíðin vel fram. Fjöldi fólks lagði leið sína i skóginn og margt var til gamans gert fyrir gesti. Viðarvinnsla og viðamýting var áberandi. Torfi Harðarson, myndlistarmaður sýndi verk sín og einnig málaði hann á staðnum. Trérennismiðir frá félagi trérenni- smiða á íslandi unnu muni beint úr skóginum og í samvinnu við BYKO var haldin samkeppni um vinnslu nytjahluta úr rauðgreni. Verðlaun vom veitt fyrir bestu til- lögurnar. Margrét Guðmundsdótt- ir forstöðumaður markaðssviðs Skeljungs opnaði fyrsta áfanga útivistar og áningaraðstöðu sem unnið hefur verið að siðastliðin tvö ár í Haukadalsskógi. Aðstaðan er mjög glæsileg og kemur til með að nýtast vel þeim ferðalöngum sem leggja leið sína um Haukadals- skóg og næsta nágrenni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.