Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur verður haldin öðru sinni nk. laugardagskvöld Morgunblaðið/Jón Svavarsson MENNINGARNÓTT í miðbænum lýkur með flugeldasýningu í Reykjavíkurhöfn á miðnætti. FRÁ menningarnótt í fyrra. Myndin er tekin í verslun Máls og menningar en þá sem nú var gestum boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá. Listir langt fram á nótt MENNINGARNÓTT í mið- borginni verður haldin öðru sinni í Reykjavík laugardaginn 16. ágúst. Áhersla er lögð á að menningarnótt- in sé viðburður sem öll flölskyldan getur tekið þátt í. Hátíðin verður sett með ávarpi borgarstjóra og skemmtidagskrá við allra hæfi á Ing- ólfstorgi kl. 17. Lokaathöfn fer fram við Reykjavíkurtjöm kl. 23.30 þaðan sem gengið verður fylktu liði að Reykjavíkurhöfn en formlegri dag- skrá lýkur á miðnætti með flugelda- sýningu úr höfninni. Með því að efna til menningarnætur í miðborginni vill Reykjavíkurborg beina athyglinni að margþættri menningarstarfsemi sem býðst í borginni. Fram kemur hjá forsvarsmönnum menningarnætur í miðborginni að það hafi verið sérstaklega ánægju- legt að fínna hversu jákvæðar undir- tektir menningamóttin 1996 hefur hlotið og skynja vilja aðila á vett- vangi menningar, þjónustu og versl- unar, starfandi á miðborgarsvæðinu, til að taka þátt í komandi menningar- nótt. Verkefnisstjóri er Harpa Björnsdóttir, myndlistakona, og seg- ist hún hafa notið þess við undirbún- ing hátíðarinnar nú hversu vel hafi tekist til í fyrra. Undirbúningstími hafi verið lengri nú og þess gæti í víðamikilli dagskrá hátíðarinnar. Samstarf fjölda aðila í miðbænum Fyrirmynd menningarnætur er sótt erlendis frá. Harpa segir menn- ingarnóttina vera um 10 ára gamalt fyrirbrigði sem tekið hefur verið upp víða á Norðurlöndunum og í Kaup- mannahöfn hafi verið haldin menn- ingarnótt sl. 4 ár. Dagskráin í Reykjavík er með sama sniði og þar og Harpa tekur fram að það er ekki Reykjavíkurborg sem býður upp á þessa hátíð heldur vinna íjölmargir aðilar í miðbænum saman að fram- kvæmd menningarnætur. „Þetta er eins og partí þar sem allir leggja einhvað til og svo kemur bara í ljós hvað úr verður, Reykjavíkurborg boðar til samkvæmisins og öllum er fijálst að mæta,“ segir Harpa. „Við viljum beina kastljósinu að þeirri menningarstarfsemi sem rekin er í miðbænum og við vitum af reynslu síðustu menningarnætur að til hátíð- arhaldanna kemur fullt af fólki sem alla jafnan sækir ekki menningarvið- burði á borð við myndlistarsýningar en kemst vonandi á bragðið nú.“ Einsöngslög og opin listasöfn til miðnættis Dagskrá menningarnætur hefst snemma dags, með opnun myndlista- sýningar Davids Askevold og Árna Haraldssonar, sem er hluti af ON Iceland 1997, á Kjarvalsstöðum kl. 14 og tónleikunum „íslenska ein- söngslagið" sem hefjast í Borgarleik- húsinu kl. 14.30, með flesta efnileg- ustu söngvara landsins innanborðs undir stjórn Jónasar Ingimundarson- ar, píanóleikara. Myndhöggvaraféiagið opnar sýn- ingu kl. 14 í tilefni af 25 ára afmæli félagsins og boðið er upp á kaffí í húsnæði félagsins, Nýlendugötu 15. í Norræna húsinu verður bama- leikritið „Lofthræddi örninn hann Örvar“ sýnt kl. 14 og kl. 17. Listasafn ASÍ, Ásmundarsal, Freyjugötu 41, sýnir verk ívars Val- garðssonar. Safnið er opið frá ki. 14 til 23. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti, er opið milli kl. 13 og 22. Heimili Einars í tumi safnsins verður þá jafnframt opið og kl. 21 mun blásarakvintett Capúthópsins leika í safninu. í Listasafni íslands við Fríkirkju- veg eru þijár sýningar; Erlend graf- ík í eigu safnsins, Frumkvöðlar í ís- lenskri málaralist og Sögn j sjón, myndlist og miðaldabækur íslands. Safnið er opið kl. 17 til 23 og leið- sögn verður um sýninguna Sögn í sjón kl. 20 og 21.30. Dagskrá fyrir börn verður frá kl. 18 til 23. Á Árbæjarsafni er opið kl. 17 til 22. Þar stendur yfir sýningin Reykja- víkj - ljósmyndir og ljóð. Á Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, opnar kl. 20 sýningin Færur/Sposta- menti, ítölsk samtímalist. Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari, fljríur tónleika í safninu kl. 22. Einhvern tíma um nóttina flytur Dominico Bulja síðan gjöminginn Perforazione. Á Þjóðminjasafni íslands stendur yfír sýningin Kirkja og kirkjuskrúð. Borgarbúum gefst kostur á að taka þátt í tíðargjörð í litlu miðaldakirkj- unni sem reist hefur verið inni í safn- inu sérstaklega fyrir sýninguna. Náttsöngur (completorium) hefst stundvíslega kl. 21. Munu borgarfull- trúinn Árni Sigfússon og forseti borgarstjómar Guðrún Ágústsdóttir taka þátt í honum. í Þjóðarbókhlöðunni er sýningin Ísland - Himnaríki eða helvíti? Þar eru til sýnis rit með skrifum erlendra aðila um ísland og íslendinga á liðn- um öldum. Hljómsveitin Fástína leik- ur fyrir gesti kl. 20. Þjóðarbókhlaðan er opin milli kl. 17 og 22. Gönguferðir um miðbæinn undir leiðsögn arkitekts Byggingalistadeild á Kjarvalsstöð- um gengst fyrir stuttum gönguferð- um um miðbæinn undir leiðsögn Péturs H. Ármannssonar, arkitekts, kl. 14 og 18. Lagt er af stað frá aðalinngangi Ráðhúss Reykjavíkur. Grafíkiistamenn efna til sýningar á verkum sínum í húsnæði félagsins, Tryggvagötu 15. KI. 18-19 verður þrykkt risagrafíkþrykk með valtara á planinu fyrir framan húsið. Á Sjónarhóli, Hverfisgötu, stendur yfir sýning á verkum Gunnars Karls- sonar frá kl. 14 til 24. Gallerí Ingólfsstræti 8 sýnir verk þýsku listakonunnar Lore Bert frá kl. 17 til 24. í Gallerí 20 fermetrar, Vesturgötu 20, verður opnuð kl. 16 sýning kanadíska listamannsins Robin Peck, þátttakandi á gerninga- og mynd- bandahátíðinni ON Iceland 1997. Opið er til miðnættis. í Gallerí Hornið, Hafnarstræti 15, er sýning á portrettljósmyndum Sig- ríðar Ólafsdóttur. Dagskrá til minn- ingar um sextíu ára afmæli Dags Sigurðarsonar hefst kl. 21. Meðal annarra munu ljóðskáldin Bragi Ól- afsson, Margrét Lóa og Sjón lesa úr eigin verkum. Á Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, er að ljúka sýningu Gunnars J. Straum- lands á olíumyndum og pennateikn- ingum. Sýningin verður opnuð kl. 14 og verður opin svo lengi sem gesti ber að garði. Gallerí Fold við Rauðarárstíg býð- ur upp á sérstaka dagskrá, frá kl. 17 til kl. 1 eftir miðnætti, í tilefni menningarnætur. Sýndar verða í fyrsta sinn opinberlega tæplega 30 frummyndir Halldórs Péturssonar af jóla- og tækifæriskortum sem gefin voru út á 6. áratugnum. Þekkt lista- fólk mun sýna notkun grafíkpressu sem Gallerí Fold hefur eignast en var áður í eigu Guðmundar Einars- sonar frá Miðdal. í kynningarhorni gallerísins sýnir írski listamaðurinn Victor Richardson pastelmyndir. Þá ætla Iistamenn að vera við vinnu sína í galleríinu á menningarnótt, rétt eins og í fyrra. Gallerí Borg, Aðalstræti 6, gengst fyrir dagskrá í samvinnu við Aðal- stöðina, frá kl. 14 til 24. Ýmsir tón- listamenn koma fram í húsnæði gall- erísins og útvarpað verður beint frá Aðalstöðinni. Gallerí Listakot, Laugavegi 70, er opið frá kl. 10 til 24. Birna Matthías- dóttir, myndlistakona, sýnir grafík- verk og meðlimir gallerísins kynna verk sín, listræna minjagripi og min- íatúra. Boðið verður upp á tónlist og aðrar uppákomur. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, er opið frá kl. 10 til miðnættis. Helga Kristrún Hjálmarsdóttir opnar þar sýningu kl. 20. Gallerí Hlust, s. 5514348, býður upp á ávarp Charles Manson. í Gallerí Barmi ber Hannes Hólm- steinn Gissurason verk eftir Finn Arnar Arnarson myndlistarmann. Gallerí Sýnibox, í porti Nýlista- safnsins, er sýning EIsu D. Gísladótt- ur, Flower Power. Gallerí Gúlp! verður á Lækjartorgi. Gallerí Undir Pari verður hvergi og allsstaðar. Listhandverk kynnt á opnum vinnustofum Lista- og handverksfólk opnar vinnustofur sínar og verslanir á menningarnótt. Gallerí Kóbolt, bak- hús við Laugaveg 55, Snegla-listhús, Grettisgötu 7, Kirsubeijatréð, Vest- urgötu, Kogga-listhús, Vesturgötu 5, Krít, vinnustofa og gallerí í Hlað- varpanum, Áfram Veginn, ísafoldar- húsinu og Gler og Gijót, Skólavörðu- stíg 17, eru opin frá 10 til 24. Smíð- ar og skart, Skólavörðustíg 16a hef- ur opið frá 18 til 2 eftir miðnætti og sýnir Villt í vasann, _verk leirlista- kvennanna Höllu Ásgeirsdóttur, Guðnýjar Hafsteinsdóttur og Auð- bjargar Bergsveinsdóttur. Kvölddagskrá í kirkjum í miðbænum Á menningarnótt í fyrra voru tón- leikar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þar verður nú tónlistarflutningur undir stjórn Marteins H. Friðriksson- ar og samkoma undir stjórn sr. Jak- obs Agústs Hjálmarssonar kl. 22.30 til ,23.30. í ár hefur Hallgrímskirkja einnig skipulagt dagskrá í tilefni kvöldsins. Hefst hún með klukknaspili og lúðra- blæstri úr tumi kirkjunnar kl. 17.45. Vesper-aftansöngur hefst kl. 18. Um kvöldið skiptist á orgelleikur og kór- söngur, hálftíma í senn og hefst á heila tímanum, og lýkur með náttsöng kl. 23 til 23.30. Þá verður leikið á óbó til miðnættis er dagskrá lýkur. Umsjón með flutningnum hefur Hörð- ur Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju. Kristskirkja við Landakot verður opin allan daginn. Kl. 18 er Maríu- messa, messa lesin á þýsku og kl. 19 hefst hátíðlegur aftansöngur til heiðurs Móður Guðs (Solemn ves- pers), undir stjórn biskups kaþólska safnaðarins á Islandi, séra Jóhannes- ar Gijsen. Sungið verður á latínu. Miðnætursýning verður í Loft- kastalanum, Seljavegi 2, í tilefni menningarnætur. Þá verður sýnt leikritið Veðmálið eftir Mark Medoff í uppsetningu Leikfélags íslands og hefst sýning kl. 23. Höfuðpaurar sýna í Borgarleik- húsinu leikritið Hár og Hitt kl. 20. Söngleikurinn Evíta verður í Gamla Bíói kl. 20. Evítustræti og Argentína steikhús sjá um grillveislu og uppákomur í Ingólfsstræti kl. 16-18. Tónleikar í gamla Sjálfstæðishúsinu Tónleikar verða í gamla Sjálfstæð- ishúsinu, Sigtúni við Austurvöll frá kl. 18 til 24. Hér er á ferðinni sann- kölluð tónlistarveisla í umsjón Ás- hildar Haraldsdóttur, flautuleikara, sem fengið hefur til liðs við sig fjöl- marga tónlistarmenn. Hitt húsið gengst fyrir tónleikum á Ingólfstorgi kl. 21 til 22.30. Götu- leikhúsið verður á staðnum og hljóm- sveitirnar Botnleðja, Maus og Quaha- rashi skemmta gestum. Þá verður opið hús hjá Hinu húsinu og starfsem- in kynnt með ýmsum uppákomum. Fjölmargir veitingastaðir og kaffi- hús verða opin fram eftir á menning- arnótt í miðbænum og boðið upp á tónlistaratriði og uppákomur. I Ráð- húskaffi verður sýndur leikþátturinn Frátekið borð eftir Jónínu Leósdóttur kl. 21. Ráðhúsið er opið frá kl. 9 til 24. Þar er nú sýningin Nordiske nærbilleder sem kemur frá Kaup- mannahöfn. Dansflokkurinn HAGÍ sýnir suðurameríska dansa. Kvik- myndin Rokk í Reykjavík verður sýnd kl. 19 í boði íslensku kvikmyndasam- steypunnar. Landsbanki íslands býður gestum og gangandi að skoða listaverk í aðalbanka, Austurstræti 11. Tvær ferðir verða farnar um húsakynni bankans kl. 17 og 18.30 undir leið- sögn Aðalsteins Ingólfssonar, list- fræðings. Þar má meðal annars líta veggmyndir Jóns Stefánssonar og Jóhannesar Kjarval. Ýmsar uppákomur verða um miðbæinn allan. Götuleikhópurinn Afreksmenn og örlagavaldar flytur leikþáttinn Alfreð mikli við Bernhöft- storfu kl. 22. Hjálpræðisherinn verð- ur með útisamkomu á Lækjartorgi kl. 20 og 22. Á útitaflinu, Bernhöfts- torfu, tefla skákmeistarar með lif- andi taflmönnum úr KR og Val kl. 18. Hópur ungra arkitekta hannar rými við Ingólfstorg og götuleikhúsið sér um að karnivalsstemmning verði ríkjandi við Klapparstíginn. Mál og menning við Laugaveg býður upp á fjölbreytta menningar- dagskrá á kaffihúsinu Súfistanum á annarri hæð verslunarinnar. Dag- skráin hefst kl. 17 og stendur til kl. 1 eftir miðnætti. Þar keumur fram Söngkvartettinn Vire Cantantes, rit- höfundar Máls og menningar lesa úr verkum sínum og Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikarar, Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, og Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleik- ari leika fyrir gesti. Hljómsveitin Rússíbanar lætur að sér kveða um kvöldið og dagskrá lýkur með tón- leikum kvennahljómsveitarinnar Ótukt á skyggninu fyrir ofan versl- unina sem hefjast á miðnætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.