Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Breska rokksveitin Skunk Anansie er væntanleg hingað til lands öðru sinni í vikunni. Arni Matthíasson tók söngkonuna lit- ríku Skin tali og hún sagði honum að fyrri tónleikar sveit- arinnar hér væru skemmtilegustu tónleikar sem hún hafi leikið á. BRESKA rokksveitin Skunk Anansie er vænt- anleg hingað til lands öðru sinni og heldur tónleika í Laugardals- höll næstkomandi fóstudag. Sveitin kom hingað fyrr í sumar og sannaði þá að hún er ein vinsælasta hijóm- sveit hér á landi síðustu ár, í það minnsta seldust miðar á tónleikana upp á skemmri tíma en áður hefur gerst og að sögn tónleikahaldara bendir allt til þess að uppselt verði í I \ I I í I i i I Hrekkj ótt köngurló höllina einnig að þessu sinni. Leið- togi Skunk Anansie og andlit útávið er söngkonan orðhvata Skin, sem vakti athygli fyrir líflega framkomu í höllinni á sínum tíma, ekki síður en fyrir prýðilegan söng. Hún segir og að sveitin sé hingað komin að þessu sinni ekki síst vegna þess hvernig viðtökurnar voru síðast, því annað eins hafi hún ekki upplifað. Skunk Anansie var stofnuð fyrir þremur árum. Skin hafði áður sung- ið með ýmsum sveitum en hvergi kunnað við sig fyrr en hún kynntist núverandi félögum sínum. Tónlistin var þegar í þyngri kantinum og framan af lék sveitin að segja má hreinræktað pönk. Eftir því sem liðsmenn sjóuðust varð tónmálið beittara, en textamir sem fyrr hápólitískir og hvergi dregið undan. Nafnið var og valið með tilliti til þess, því Anansie er komið úr jamæskum þjóðsögum og er heiti hrekkjóttrar köngurlóar, Skunk síð- an til að undirstrika það að ætlunin er að hrekkja og hrella. Þegar eftir aðra tónleika Skunk Anansie var hún komin á samning hjá One Little Indian sem kom sveitinni inn í breska útvarpið. Þar voru viðtökur góðar, svo góðar reyndar að útvarpsmenn breyttu útaf öllum reglum og gáfu út smá- skífu með upptökum úr þættinum. Fyrsta breiðskífan, Paranoid and Sunburnt, kom út haustið 1995 og var vel tekið. Á þeirri plötu leyndu sér ekki þungarokkstemmumar, en nú var tónlistin soul- og fónkskotin; bassinn hreinræktað fónk á köflum en raddbeitingin í samræmi við gamaldags soul. Næsta skífa, Stoosh, fékk enn betri viðtökur og á milli skífanna mátti heyra að tón- listin hafði breyst til muna, nú léku liðsmenn sér með munúðarfulla mansöngva sem bmtu upp magnaða keyrsluna og oftar en ekki breyttist rokkhamagangur í soul-ballöðu í miðju kafí. Eins og getið er em textar Skunk Anansie margir hápólitískir og hafa síður en svo dignað með tímanum, að sögn Skin er henni enn meira niðri fyrir en þegar sveitin sté fyrstu skrefin. „Sjónarhorn okkar á tónlist hefur ekki breyst svo mjög, þrátt fyrir stöðug ferðalög og tónleikahald. Mér telst svo til að við höfum leikið í yfir 30 löndum á síðastliðnu ári og í þeim löndum kynntumst við ólík- um viðhorfum og aðstæðum fólks. Þó það geri okkur ekki að einhverj- um sérfræðingum, þá hefur það vissulega áhrif á skoðanir okkar og gerir okkur betur fært að mynda okkur skoðun. Við reynum að tala um hluti frá okkar sjónarhorni og ég held að fólk kunni að meta það því það getur borið það saman við sitt eigið líf. Við prédikum ekki eða segjum fólki hvað það á að hugsa, við reynum bara að veita því upplýsingar til að taka ákvarðanir og afstöðu sjálft. Upplýsingar eru það mikilvægasta sem um getur í heimi hér og þær skipta meira mái en allir peningar heimsins eða vatn, því upplýsing- amar segja þér hvar vatnið er eða hvernig má afla peninga. Fólk er svelt um upplýsingar og of mikið er um að því sé sagt hvað það á að hugsa eða gera og því reynum við að segja „þetta finnst okkur, hvað finnst þér?“ Aðalmálið er að segja sína skoðun til að fólk geti myndað sér sjálfstæða skoðun. Við erum rokksveit en ekki stjómmálamenn, en við getum ekki litið framhjá því sem er í kringum okkur, við getum ekki litið fram hjá því sem við sjáum og því em lögin pólitísk. Ég vil þó leggja áherslu á að þau eru það ekki öll, á plötum okkar em líka per- sónulegir textar, textar sem fjalla um kynferðismál, eða gamanmál eða bara daglegt líf. Skin segir að sumir texta hennar séu reyndar svo persónulegir að henni reynist erfitt að syngja þá frammi fyrir ókunnugum. „Eg sem textana í hljóðveri eða heima fyrir sem er mjög persónulegt atferli; bara ég, penni og pappírsblað. Þeg- ar ég síðan syng textann þá er það líka persónuleg upplifun, bai-a ég og hljóðneminn. Málið vandast aftur á móti þegar ég þarf að syngja text- ann frammi fyrir þúsundum ókunn- ugra, eða persónulegar vangaveltur em komnar á plast og í hendurnar á fólki um allan heim og það getur verið erfið stund. Þetta venst þó eins og allt. Ég er í raun mjög hlédræg og feimin og kann því ekki vel að fólk sé að hnýsast í einkalíf mitt en það er ekki hægt að halda aftur af sér þegar verið er að semja texta, það er ekki hægt að segja eitthvað án þess að segja það; maður verður að láta vaða og taka því sem á eftir kemur.“ Eins og getið er í upphafi hefur tónlist Skunk Anansie breyst tölu- vert frá frumgerð hljómsveitarinnar og er enn að breytast að sögn Skin. „Undanfarið höfum við verið að semja lagræn lög sem sum eru þó sérkennileg, bæði þyngri lög og meira grípandi. Við höfum gaman af því að blanda saman róleg- um ballöðum og hörðu rokki. Það kemur okkur ævinlega á óvart þegar einhver lög okkar rata inn í útvarp, lög eins og Brazen sem við hefðum síst talið útvarpsvæn. Við viljum þó gjaman að fólk geti sungið með lögum okkar, en okkur finnst líka gaman að láta vaða á súðum. Það er svo margt á seyði í sveitinni, við erum að pæla í svo mörgu. Eins og Skin nefndi hefur sveitin verið á stöðugu ferðalagi undanfarið ár og hún segir að það sé hið besta mál. Það sé vissulega erfitt að vera sífellt á ferðinni en þau hafi séð við því og komið sér upp ýmsum áhuga- málum. „Okkur finnst öllum gaman að ferðast, gaman að skoða okkur um í ólíkum löndum, taka myndir og skoða minjar og síðan lesum við líka býsnin öll. Það er alltof algengt að hljómsveitir nýti ekki tækifærin sem gefast til að kynnast nýjum menningarheimum og ekki súrt að kynnast nýju fólki. Eg á orðið vini um allan heim og það gefur manni kannski einna mest.“ Skin segir að hljómsveitin hafi sjálf sótt það fast að fá að komast til íslands aftur, enda séu tónleikar hennar hér á sínum tíma skemmti- legustu tónleikar sem hún hafi leik- ið á, ekki síst vegna þess að þau vissu ekkert á hverju þau áttu von. „ísland var ólíkt öllu sem við höfð- um áður kynnst og fólkið mjög sér- stakt. Ekki síst var heimsóknin merkileg fyrir það að við höfðum ekki leikið á eins fjölmennum tón- leikum og þá og þó við höfum leikið á stærri tónleikum síðan þá verða tónleikarnir í Laugardalshöllinni alltaf ofarlega í minningunni." ! i ? ! < I i I M i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.