Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli EVALDAS Stankevicius og Audrius Novickas. UNDAN JÁRNHÆLNUM LITHÁAR eru þjóð á tímamótum. Eftir hálfrar aldar hersetu og menn- ingarlegt forræði framandi tungu og viðhorfa eru þeir fijálsir á ný. Hlekkj- unum hefur verið varpað fyrir róða og hið nýfengna pólitíska sjálfstæði hefur blásið þjóðinni nýju þreki í bijóst - þreki tjáningar og sköpun- ar. Þetta á ekki síst við á sviði lista, þar sem frelsið hefur gert listamönn- um kleift að fá útrás fyrir drauma sína, langanir og þrár. Þessari byltingu hefur fýlgt mikil gróska í myndlist, þar sem ungir sem aldnir leitast nú við að finna sér nýjan og persónulegan farveg í list- inni. Frá og með deginum á morgun gefst íslendingum tækifæri til að kynnast því með hvaða hætti mynd- listin er að þróast í Litháen en þá verður opnuð sýningin Neðanmáls- greinar í austursal Kjarvalsstaða, þar sem verk og innsetningar sjö af fremstu myndlistarmönnum þjóðar- innar verða í brennidepli. Sýningin er hluti samstarfs Listasafns Reykja- víkur og Listamiðstöðvar samtíma- lista í Vilnius. „Samskipti okkar og Listasafns Reykjavikur hófust fyrir um tveimur árum og fyrr á þessu ári var haldin sýning á íslenskri samtímalist í Lista- miðstöðinni í Vilnius. Nú er komið að okkur að sýna hvers við erum megnug," segir Evaldas Stankevic- ius, sýningarstjóri, en hann er safn- vörður við Listamiðstöðina. Stankevicius segir að listamennimir sjö séu allir vel þekktir í heimaland- inu, utan einn sem enn er í námi. Sjömenningamir eru á aldrinum 24 til 57 ára, þó flestir séu þeir um þrítugt. Menningin „fryst“ Utanaðkomandi öfi hafa sett sterk- an svip á sögu og menningu Litháens en frá upphafi byggðar hefur iandið 22 sinnum verið hersetið, nú síðast deildu Sovétríkin og drottnuðu þar um slóðir í hálfa öld. „Þrátt fyrir þetta hafa Litháar alla tíð verið mjög meðvitaðir um menn- Neðanmálsgreinar er yfírskríft sýningar á samtímalist frá Litháen sem opnuð verð- ur í austursal Kjarvalsstaða á morgun, laugardag, kl. 16. Orri Páll Ormarsson kom að máli við sýningarstjórann, Evald- as Stankevicius, og einn listamannanna, Audrius Novickas, þegar þeir voru í óða önn að setja sýninguna upp. AUDRIUS Novickas: Balancing Act. ingu sína og lagt sig í líma við að þróa hana og varðveita, þótt skilyrðin hafi oft og tíðum verið þröng,“ segir Stankevicius. „Á Sovéttímanum var til að mynda gerð tilraun til að „frysta" menningu okkar, í þeim skilningi að öllu, hegðun, hugsun, skilningi og sköpun, var beint í ákveð- inn farveg - allt var hugmyndafræði- lega ákveðið fyrirfram, enda notaði Sovétstjómin, líkt og aðrar alræðis- stjómir, menningu og listir óspart sem áróðurstæki sér til framdráttar." Litháískum listamönnum vom þröngar skorður settar og Stankevic- ius viðurkennir að sumir hafi látið beygja sig í duftið - gefið sig túlkun á hinum „kórrétta" veruleika á vald. „Aðrir létu á hinn bóginn ekki segj- ast, nýttu sér dýpt myndhverfunnar og léku leynt og ljóst á kerfið. Fyrir vikið þróaðist einstakt listrænt tungu- mál „neðanmálsgreina“ sem að lokum rann saman við hið „opinbera" tungu- mál.“ Audrius Novickas, einn listamann- anna sem á verk á sýningunni, segir að þegar baráttan fyrir sjálfstæði Litháens hófst fyrir alvöru seint á síðasta áratug hafi orðið straumhvörf í lífí listamanna þjóðarinnar. Hann var þá við nám í myndlist í Vilnius og kveðst nánast hafa horft á forsend- umar gjörbreytast. „Vitaskuld þótti okkur mikið til þess koma að geta skyndilega gefið alræðinu, og í raun hvaða hugmyndafræði sem er, langt nef en það sem mestu máli skipti var að nýir tímar voru runnir upp - tímar þar sem höft og ritskoðun heyrðu sögunni til. Menning Iitháísku þjóðarinnar gat haldið áfram að þró- ast - fijáls og á eigin forsendum." En böggull fylgdi skammrifi. í stað veruleikans sem litháískir listamenn létu sig dreyma um áður hefur tekið við blákaldur skilvitlegur veruleiki. Við því segir Stankevicius að lista- menn þurfi nú að bregðast. „Á Sovét- tímanum lifðu margir góðir lista- menn, einkum listamenn sem stjóm- völd álitu „góða", ágætu lífí. Þeir voru undir vemdarvæng stjómvalda og höfðu yfir litlu að kvarta. Við hrun Sovétríkjanna glataði þessi stétt stöðu sinni og engir hafa komið í staðinn." Enginn lifir af listinni Novickas hefur áþreifanlega orðið var við það og fullyrðir að ógjörlegt sé að draga fram lífið af listinni við núverandi skilyrði í Litháen. „Mynd- listarmenn eru á hveiju strái í Lithá- en en ég veit ekki um neinn sem lifir af listinni einni saman. Sérstaklega eigum við sem leggjum stund á sam- tímalist erfitt uppdráttar enda verðum við að treysta á hið opinbera - ekki selur maður innsetningar! Vonandi eiga Litháar þó eftir að vakna til vit- undar um gildi samtímalistar þegar fram líða stundir en sem sakir standa sýna eldri kynslóðir henni lítinn skiln- ing. Hugsanlega þykir fólki hún ekki byggð með nógu augljósum hætti á arfleifð þjóðarinnar, sem af skiljanleg- um orsökum er mikið lagt uppúr um þessar mundir. Að mínu mati er það hins vegar misskilningur." Stankevicius og Novickas eru eigi að síður bjartsýnir á framtíðina - spennandi tímar séu í vændum. Land- fræðileg lega Litháens geri það að verkum að þjóðin geti snúið sér jöfn- KESTUTIS Andrasiunas: The Canary will Stay Upright. This is not a Metaphor. um höndum til austurs og vesturs og í því geti falist ómetanleg næring fýrir listamenn. „Samskipti okkar við Norðurlönd, Bretland og þjóðir á meginlandi Evr- ópu eru stöðugt að aukast og þótt samskipti okkar við Rússa liggi í lág- inni um þessar mundir eiga þau eftir að aukast á ný, þegar við freistum þess að umgangast þá á okkar eigin forsendum,“ segir Stankevicius. „Hvers vegna skyldi þjóð á mörkum hins vestræna og austræna heims ekki njóta alls þess besta sem báðir heimar hafa uppá að bjóða?“ Á morgun verða tvær aðrar sýning- ar opnaðar á Kjarvalsstöðum: I vest- ursal sýnir Kristján Davíðsson list- málari málverk en í miðrými verður opnuð sýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar arkitekts. Nánar verður fjallað um síðarnefndu sýning- una í Lesbók Morgunblaðsins á morg- un. „Landsýn“ lýkur LANDSÝN, sýningu Ingu Hlöðversdóttur, sem staðið hefur yfir í Perlunni frá 22. ágúst, lýkur sunnudaginn 7. september. Stærri verk eru til sýnis í Vetrargarðinum, jarðhæð Perlunnar, en í kjallara húss- ins eru sýnd minni verk. Inga er daglega í Perlunni milli kl. 14 og 18 þartil sýningunni lýkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.