Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR STEINAR VALDIMARSSON + Ólafur Steinar Valdimarsson fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1931. Hann lést á heimili sínu 4. september siðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ki-istín Ól- afsdóttir, klæð- skeri, f. 6.1. 1891, á Efstu-Grund í V- Eyjafjallahreppi, > Rangárvallasýslu, d. 2.3. 1979, og Valdimar Albert Jónsson, verkamað- ur, f. 1.3. 1897, í Þverárhlíð, Mýrasýslu, d. 14.4. 1964. Ólafu- ar Steinar átti einn bróður, Axel, sem var öryrki, f. 15.4. 1935, d. 1996. Ólafur Steinar giftist 12.12. 1953 eftirlifandi eiginkonu sinni Fjólu Magnúsdóttur, antikkaup- manni, f. 19.9. 1934. Foreldrar maka: Ingveldur Jóhannsdóttir, húsmóðir, f. 4.10. 1891, d. 1986, og Magnús Guðmundsson, bóndi og sjómaður, f. 20.9. 1870, d. 1960. Fjóla og Ólafur Steinar ^ eignuðust fjögur börn: 1) Magn- ús, framkvæmdastjóri hjá EFTA, f. 18.2. 1954. Kvæntur Steinunni Harðardóttur, líf- fræðingi, börn þeirra eru: Fjóla Kristín, f. 9.9. 1987, og Hörður Páll, f. 3.1. 1992. 2) Kristín, rit- sljóri á rás 2, f. 20.11. 1956. Gift dr. Gesti Guðmundssyni, félagsfræðingi, börn þeirra eru: Ólafur Steinar, f. 13.8. 1989, og Ég hef engum kynnst jafn ríkum af fjórri lífsorku og Ólafi Steinari Valdimarssyni. Hann var ötull emb- ættismaður með mikla ábyrgð, en um leið hamhleypa til ótrúlegustu verklegra starfa, húmaisti með breiða þekkingu, traustur og mikill félagi sinna nánustu, maður sem kunni að njóta lífsins - og stór sál. Ólafur Steinar kom af verka- mannaheimili, en þegar miklir náms- hæfileikar hans komu í ljós strax í barnaskóla, var ákveðið að styðja hann til náms. Enda hafði fjölskylda hans enga minnimáttarkennd, held- ur var til þess tekið að fólkið hans bar sig eins og höfðingjar og móður- fjölskylda hans hafði m.a. þann sið að fara einu sinni á ári saman spari- ^ búin á fínustu matsölustaði borgar- innar. Faðir Ólafs Steinars hafði lært ensku og móðirin var klæðskeri að iðn, en helgaði sig þó heimilinu, og réð þar miklu, að yngri sonur hennar, Axel, varð fatlaður og krafð- ist mikillar umönnunar. Heimilis- bragurinn mótaðist af því að faðirinn var strangur, en réttsýnn, og móðir- in hlý og djúpvitur. Ólafur Steinar stóðst inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík 1945, en til að létta undir vann Ólafur Steinar langan vinnudag við erfiðis- vinnu öll sumur frá bamsaldri. Bekkj- arfélagar hans minnast „Steina" sem trausts félaga, mikils námsmanns og húmorista, en samt veit ég að það var ekki alltaf auðvelt að koma frá ■'A'erkamannaheimili inn á þetta höfuð- ból yfirstéttarinnar í landinu. Ólafur Steinar varð einn hinna efstu á stúdentsprófi og fékk þar með „stóra styrkinn", námsstyrk í fjögur ár. Hann var bókhneigður og mikill íslenskumaður og velti því nor- rænum fræðum fyrir sér, en afréð að sameina praktísk sjónarmið og vísindalegan áhuga og hóf því nám í hagfræði við Óslóarháskóla. Þegar Ólafur Steinar var að fara til Óslóar annað árið, hitti hann á förnum vegi stúlku sem hann hafði stundum hitt ^hjá skyldfólki sínu, og tókst að yfir- vinna feimnina og stinga upp á því að hún færi með frænku hans til að vinna í Ósló. Fjóla Magnúsdóttir fór að þessu ráði, og þau hittist oft þann veturinn. þó aldrei á þriðjudagskvöld- um en þá var hann upptekinn við leyndardómsfulla iðju. Reyndar var hann þá í danstímum, eins og Fjóla ^ komst að síðla vetrar þegar hann taldi sig fullmenntaðan og bauð henni Anna Karólína, f. 21.7. 1991. 3) Stein- unn, leikkona, f. 25.1. 1962, en barn hennar með Jakobi Bjarnari Grétars- syni, fyrrum sam- býlismanni er Nanna Elísa, f. 21.9. 1990. 4) Ingi Þór, læknanemi, f. 19.10. 1968. Sambýliskona hans er Linda As- geirsdóttir, leiklist- arnemi. Ólafur Steinar Yaldimarsson lauk stúdentsprófi frá MR.1951 og cand. oecon.-prófi frá HÍ 1957. Hann var fulltrúi hjá Seðlabanka íslands 1957-66, deildarstjóri í samgöngu- og iðnaðarráðuneyt- inu 1967-70, og skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu 1970-83. Ráðuneytisstjóri sam- gönguráðuneytisins 1983-94. Onnur störf: í sljórn Sambands íslenskra bankamanna 1961-63. Framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna 1963-70. For- maður Skákklúbbs Reykjavíkur 1982-84, varaformaður Ferða- málaráðs 1980-88. formaður Norrænu embættismannanefnd- arinnar um umferðarmál 1990-92, og sat í fjölmörgum nefndum um samgöngumál. Ólafur Steinar og Fjóla bjuggu frá 1980 á Laufásvegi 57. Útför Ólafs Steinars verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. upp. Þau trúlofuðu sig á þjóðhátíðar- degi Norðmanna 17. maí 1953 og giftu sig 12. desember sama ár. Son- urinn Magnús fæddist í febrúar 1954, og um haustið sáu þau hjónin enga leið til að fá húsnæði og sjá fyrir sér 1 Ósló, svo að Ólafur Steinar brá á það ráð að ljúka námi í viðskipta- fræði við Háskóla Islands, sem hann gerði í janúar 1957. Fyrsta áratuginn eftir námslok vann Ólafur Steinar í Landsbanka og Seðlabanka, en haustið 1966 hafði Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri í iðnaðar- og samgöngu- ráðuneytinu, samband við hann og bauð honum vinnu. Brynjólfur hafði séð til vinnubragða Ölafs Steinars og sagðist vanta svona „nagla“ í ráðuneytið. Þar með hófst gifturíkt samstarf þeirra, Ólafur Steinar fylgdi Brynjólfi í samgönguráðu- neytið, þegar iðnaðarráðuneytið var skilið frá 1970 og var hans hægri hönd í rúman áratug. Ólafur Steinar var síðan skipaður ráðuneytisstjóri þegar Brynjólfur lét af störfum, og gegndi því starfi í rúman áratug. Aðrir þekkja betur embættisstörf Ólafs Steinars, en það fór ekki fram hjá neinum, að einstaklega góður starfsandi réð ríkjum í samgöngu- ráðuneytinu undir stjórn hans. Þegar hann hóf embættisferil sinn, voru langflestir kollegar ráðnir í gegnum pólitísk sambönd og_ eyrnamerktir ákveðnum flokkum. Ólafur Steinar var hins vegar ávallt óflokksbundinn - og sagði ekki einu sinni sínum nánustu hvernig hann ráðstafaði atkvæði sínu hveiju sinni. Það var grundvallarviðhorf hans að stjórn- sýslan ætti að vera óháð þeim sér- sjónarmiðum, sem tekið hafa sér bólfestu í stjórnmálaflokkum, og stjórnsýslustörf ekki pólitískir bitl- ingar. Framgangur hans til æðstu metorða í stjórnarráðinu var engan veginn sjálfsagður í hinu sikileyska samfélagi íslands, en til marks um að ekki varð fram hjá honum geng- ið og jafnframt að grundvallarsjón- armið hans áttu um skeið vaxandi fylgi að fagna. Illu heilli blása nú sterkir vindar gegn þeirri þróun. Þótt Ólafur Steinar væri kapp- samur í starfi, átti fjölskyldan hug hans. Það var einstakt að kynnast ástríku og samlyndu hjónabandi þeirra Ólafs Steinars og Fjólu. A meðan börnin voru ung, fór fjöl- skyldan í tjaldferðalög nánast um hveija helgi yfir sumarið, og þegar börnin fóru til náms í útlöndum, voru foreldrarnir tíðir gestir. Fjóla og Steinar fóru alltaf saman á mannamót, og hún fylgdi honum eins oft og hún gat á embættis- mannafundi til útlanda. Samheldni þeirra hjóna naut sín við verklegar framkvæmdir. Þau gerðu upp hveija íbúðina á fætur annarri af miklu harðfylgi. Þau smíðuðu, múruðu, flísalögðu, dúk- lögðu og máluðu, og Ólafur Steinar braut niður steinveggi og stækkaði dyraop með sleggju einni, þar sem aðrir hefðu kallað að steinsögunar- menn. Þótt oft væri unnið fram á nætur, bitnaði það aldrei á Búnað- arbankanum eða samgönguráðu- neytinu. Það var ævintýri líkast að kynnast þessari starfsorku, en jafn- framt fundu þau hjón sér tíma til að fylgjast með menningarlífi og ólíkum sviðum þjóðmála. Börn þeirra hjóna taka líka til þess að Ólafur Steinar og Fjóla fundu sér alltaf tíma til að vera tvö saman. Á 7. áratugnum var hann lengst af framkvæmdastjóri BHM í aukavinnu fram á kvöld, en samein- aði sparsemi fyrir hönd samtakanna og samverustund með Fjólu á þann hátt að þau keyrðu sjálf út póstinn. Eftir smákrók út í Örfirisey eða upp á Öskjuhlíð komu þau sæl með úfið hár heim til barnanna. Eftir að börn- in stofnuðu sjálf sín heimili, þurftu hjónin ekki lengur að stela sínum einkastundum, en voru jafnframt í stöðugu sambandi við börn og barna- börn. Símhringingar tíðar og litið skyndilega inn ef laus stund gafst. Fjölskylduhátíðirnar á Laufásvegin- um urðu margar, bæði af margvís- legu tilefni og án þess. Fjöiskyldan er ekki nema rúm tylft en krafturinn er á við hundrað og mikil orku- sprenging þegar allir hittast. Fyrir áratug fóru ýmsir gamlir draumar að rætast. Barnabörnin komu hvert af öðru og öllum var þeim fylgt vel eftir. Fjóla fór úr starfsöryggi _ bankans og stofnaði Antikhúsið. Ólafur Steinar var með henni í því eins og öðru, og skömmu síðar komu þau sér upp sumarbústað í Danmörku, skammt frá Drageyri þar sem Halldór Laxness segir Ólaf helga Noregskonung vaka yfir öllum Islendingum. Þar varð vettvangur nýrra framkvæmda, en líka slökun- arstaður. Þar var dásamlegt að sitja með Ólafi Steinari á bekk, horfa yfir Eyrarsundið og kryfja hin ýmsu málefni eða þegja saman. Þótt Nor- egur hafi upphaflega myndað dyr þeirra hjóna til Norðurlanda, dróg- ust þau smám saman að öllu því sem danskt er. Ólafur Steinar hafði næmt auga fyrir öllu mannlífi, og honum leið vel í dönskum afbrigðum þess, ' um leið og honum fannst mörg þeirra afskaplega spaugileg. Hann átti t.d. auðvelt með að sjá heiminn í gegnum svipuð sjóngler og höfundurinn Dan Turéll, sem oft var lesinn í Drager. Ólafur Steinar hafði ákveðið að draga sig í hlé sem embættismaður á meðan hann væri i fullu fjöri og deila næstu árum á milli sælureitsins í Drageyri, fjölskyldunnar heima og Antikhúss Fjólu. Þá komu ótíðindin. Hann greindist með krabbamein vorið 1993, fór í skurðaðgerð og harðskeytta eftirmeðferð, og marg- háttaðir fylgikvillar reiddu honum þung högg á næstu árum. í mínum huga var barátta Ólafs Steinar við dauðann falleg. Ekki þannig að skilja að hann hafi stöðugt bitið á jaxlinn og leikið hetju. Stundum var vanlíð- anin yfirþyrmandi, en alltaf kom lífs- viljinn aftur. Á erfiðum stundum lyfti hann sér og umhverfinu upp með svörtum húmor, en þegar betur stóð á, tók hann fullan þátt í lífi fjölskyldu sinnar, gladdist, ræddi framtíðina og lagði sitt af mörkum í daglegu amstri. Um leið og tilfinn- ingar hans sveifluðust til og frá í dauðastríðinu, var hann alger „nagli" í baráttunni við dauðann, reif sig hvað eftir annað upp úr rúm- inu með hörku og reyndi að ná þreki. Hann varð aldrei sjálfhverfur, heldur alltaf tilbúinn að hlusta á börn sín og ráðleggja þeim, og allt til hinstu stundar hafði hann unun af samvist- um við barnabörnin. Ólafur Steinar var alltaf gjöfull í mannlegum sam- skiptum, en gjafirnar fengu nýja vídd og aukna dýpt þessi síðustu misseri. Sumarhúsið í Drageyri öðl- aðist nýja merkingu, en þangað fór Ólafur Steinar hvenær sem færi gafst, oft veikur og máttfarinn en sneri jafnan brattari heim. í vor varð ljóst að tíminn var orð- inn naumur. Ólafur Steinar bað þá börnin sín að breyta ekki sumarleyf- isáætlunum sín vegna, og það stóð á endum: daginn sem síðasta barnið kom úr sumarfríinu, neytti hann síð- ustu krafta til að tala við íjölskyld- una og þrem dögum síðar var hann allur. Fjölskyldan hélt öll þétt um hönd Ólafs Steinars síðasta spölinn, og orkustraumanir fóru í báðar áttir. Þá var ómetanlegt það sálufélag sem hann hlaut af Sigurlaugi Þorkels- syni, og fyrir hönd aðstandenda vil ég færa honum og konu hans, Höllu Skjaldberg, þakkir fyrir vináttuna og tryggðina, sem og Sigurði Björns- syni, lækni, starfsfólki heimahlynn- ingar Krabbameinsfélagsins og öðru hjúkrunarfólki, sem átti ríkan þátt í því að gera síðustu ár að svo miklu fleiru en þjáningargöngu. Stærstu þakkirnar vil ég þó færa Ólafi Steinari sjálfum fyrir vináttu- ríka samfylgd. Bara að hún hefði orðið iengri. Gestur Guðmundsson. í dag er kvaddur hinstu kveðju Ólafur Steinar Valdimarsson fyrr- verandi ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu. Síðastliðin fjögur ár háði hann erfiða og vægðarlausa baráttu við þann vágest sem æ fleiri samferðarmenn okkar þurfa að lúta í lægra haldi fyrir, langt um aldur fram. Ólafur Steinar helgaði meginhluta starfsævinnar störfum í þágu samfé- lagsins í samgönguráðuneytinu, en þar starfaði hann í rúm tuttugu og sjö ár þar til hann lét af störfum vegna veikinda haustið 1994. Síð- ustu tíu árin gegndi hann starfi ráðuneytisstjóra en áður hafði hann um langt árabil verið staðgengill ráðuneytisstjóra. Á þessum vett- vangi lágu leiðir okkar Ólafs Stein- ars fyrst saman í lok áttunda áratug- arins. Nokkru síðar eða eftir að Ólaf- ur Steinar tók við starfi ráðuneytis- stjóra skipuðust mál þannig að hann varð um árabil einn af nánustu sam- starfsmönnum mínum í málum sem lutu að öryggismálum skipa og sjó- farenda. Mér varð það fljótlega ljóst að Ólafur Steinar hafði mikinn áhuga á því að efla öryggi íslenskra sjómanna og að hann lagði sig allan fram um að styrkja stöðu þess mála- flokks í samgönguráðuneytinu. Mér eru sérstaklega ofarlega í huga ýmsar aðgerðir sem ráðuneytið beitti sér fyrir í framhaldi af álits- gerð þingmannanefndar sem þáver- andi samgönguráðherra, Matthías Bjarnason, skipaði í kjölfar hörmu- legra sjóslysa hér við land árið 1984. Það kom í hlut Ólafs Steinars sem ráðuneytisstjóra að stýra vinnu við að koma til framkvæmda þeim fjöl- mörgu tillögum sem frá nefndinni komu og hann átti jafnframt stóran þátt í því hversu vel tókst til um margt af því sem þá var gert. Með- al þess má nefna að þá var lagður traustur grunnur að starfsemi Slysa- varnarskóla sjómanna, en starfsemi skólans er tvímælalaust með því merkasta sem gert hefur verið í ör- yggismálum sjómanna á síðustu árum. Ólafur Steinar átti einnig stóran þátt í því að komið var á formlegu samstarfi stjórnvalda og hagsmuna- aðila í fiskveiðum og siglingum um öryggismál sjómanna á árinu 1985 í nýstofnuðu Siglingamálaráði. Hann var formaður Siglingamálaráðs frá upphafi en það samstarf reyndist vel og leiddi til margvíslegra úrbóta í öryggismálum skipa á árunum 1985 til 1990. Á þessum árum var til dæmis allur íslenski skipaflotinn búinn björgunarbúningum sem ítr- ekað hafa sannað gildi sitt síðan. Persónuleg kynni mín af Ólafi Steinari voru afar ánægjuleg. Hann var þægilegur maður í öllum sam- skiptum og miðlaði mér ungum manni af reynslu sinni. Mér reynd- ust ráð hans jafnan góð og stuðning- ur hans var oft ómetanlegur við lausn erfiðra viðfangsefna. Ólafur Steinar var góður félagi hvort sem var á mannamótum eða á ferðalögum. í fersku minni er ferð sem við Ölafur Steinar fórum ásamt eiginkonum okkar til Lundúna fyrir um það bil tíu árum. Sú ferð var einstaklega ánægjuleg og verður lengi í minnum höfð. Með Ólafi Steinari Valdimarssyni er genginn mikill sómamaður sem vildi öllum gott gera, en hann hafði þó til að bera ríka réttlætiskennd sem kom fram ef honum fannst að ganga ætti á rétt annarra. Hann var gæfumaður í einkalífi og eignaðist góða fjölskyldu sem sýndi honum mikla umhyggju og ást allt þar til yfir lauk. Ég sendi Fjólu, eiginkonu Ólafs Steinars, börnum þeirra og íjölskyld- um hugheilar samúðarkveðjur og bið góðan guð að blessa minningu Ölafs Steinars Valdimarssonar. Magnús Jóhannesson. Ólafur Steinar Valdimarsson, kær vinur minn og afi dóttur minnar, _er látinn. Hans er sárt saknað. Ég kynntist Steinari fyrir tæpum ára- tug. Strax frá upphafi tók hann mér tveim höndum og bauð mig velkom- inn á sitt heimili. Það er sannur heiður og mikils virði, kannski eink- um vegna þess að Steinar var um- fram allt fjölskyldumaður. Hann lifði fyrir Fjólu sína, börnin og barna- börnin. Og þeim sem til þekkja er það ekkert undrunarefni. Fjóla er einstök kona og þau áttu barnaláni að fagna. Fjölskyldusamsætin á Laufásveginum eru minnisstæð enda engin lognmolla sem einkenndi þau. Steinari lá ekki hátt rómur en öðru máli gegnir um aðra fjölskyldumeð- limi. Fjölskyldufaðirinn lét sér hins vegar hvergi bregða þótt borðhaldið væri á stundum hávært. Hann vildi hafa líf og fjör í kringum sig og honum leið aidrei betur en þegar hann hafði öll börn sín í kringum sig. Ég er svo sem ekki kominn af letingjum en kraftur og iðjusemi Steinars var mér stöðugt undrunar- efni. Honum féll aldrei verk úr hendi, svo gripið sé til klisju (en Steinar hafði mikinn húmor fyrir klisjum). Þegar kynni okkar hófust var Stein- ar ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu, starf sem hann gegndi af stakri samviskusemi. En það svalaði ekki athafnaþrá hans. Fjóla rekur antíkverslun og þar var í nógu að snúast þegar hefðbundnum vinnu- degi lauk og um helgar. Þá var rifið útúr gámum, djöflast með húsgögn fram og til baka og þegar færi gafst farið í innkaupaferðir til Danmerk- ur. Þetta samanlagt ætti að vera hveijum meðalmanni ærinn starfi en ef lát varð á tóku þau hjón sig til og gerðu upp húsnæði; máluðu, dúklögðu og hvað þetta heitir nú allt saman. Þau voru samhent hjónin og Steinar var einkar laginn í öllu er laut að handverki. Einhveiju sinni þegar mér blöskraði athafnasemin spurði ég hann hvort það væri nú ekki rétt að slaka aðeins á, hann væri búinn að skila sínu og vel það. Þá sagði hann: „Veistu, ég hef gam- an að þessu.“ Og það var svo sem engu við það að bæta. Sorgin er eigingjörn í eðli sínu. Maður vorkennir sjálfum sér að geta ekki lengur hitt mikilvægan vin. En þessi dapurlegi tími minnir á að það verður að vanda sig í lífinu. Síðustu árin átti Steinar við erfið veikindi að stríða. Það varð honum tilefni til þess að velta fyrir sér eilífðarmálun- um og hann fann guð sinn áður en yfir lauk. Ég trúi því að erfið veik- indi á borð við þau sem Steinar gekk í gegnum þjóni ákveðnum tilgangi. Þau eru til þess fallin að sætta bæði þann sem er á förum sem og þá sem horfa á bak ástvini sínum við þá erfiðu staðreynd að komið er að kaflaskilum. Elsku Fjóla, Magnús og Steinunn, Kristín og Gestur, Steinunn mín, Ingi Þór og Linda, barnabörn. Engin orð ná yfir þær undarlegu tilfinning- ar sem um mann fara á stund sem þessari. Jakob Bjarnar Grétarsson. Ég vil minnast með nokkrum orð- um Ölafs Steinars Valdimarssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í sam- gönguráðuneytinu, sem nú er látinn eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.