Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 LAUGARDAGUR 27. SBPTEMBER 1997_____________________ FRÉTTIR Varaformaður launanefndar Sumar uppsagnir kennara ólöglegar JÓN G. Kristjánsson, varafor- maður launanefndar sveitarfé- laganna, segist vera þeirrar skoðunar að a.m.k. hluti upp- sagna grunnskólakennara sé ólögmætur vegna þess að þær séu til 'komnar til að hafa áhrif á niðurstöðu kjarasamninga. Á annað hundrað grunn- skólakennarar víða um land hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Jón sagði að launanefnd sveitarfé- laganna hefði ekki rætt um að láta kanna hvort þessar upp- sagnir stæðust lög. Ef upp- sagnir kennara héldu áfram sagðist hann gera ráð fyrir að þetta yrði kannað með formleg- um hætti. „Að mínu mati er í einhveij- um tilvikum verið að tengja uppsagnirnar niðurstöðu kja- rasamnings og þegar svo er þá er um ólöglegar aðgerðir að ræða. Fréttir af sumum þessara uppsagna bera það með sér að þama sé beint samhengi á milli þannig að málið snúist ekki um hreina uppsögn starfsmanns heldur er þetta liður í aðgerð í kjaradeiiu og þá eru slíkar upp- sagnir ólögmætar," sagði Jón. Nýjar höfuðstöðvar Rauða kross íslands teknar í notkun I fyrsta sinn undir einu þaki NÝTT húsnæði höfuðstöðva Rauða kross íslands í Efstaleiti 9 í Reykja- vík var tekið í notkun við hátíðlega athöfn í gær, jafnframt því sem aðalfundur félagsins var settur, en honum verður fram haldið í dag. I ávarpi formanns byggingar- nefndar, Ásgeirs Jóhannessonar, kom fram að ekki liðu nema átta mánuðir frá því að steyptir voru fyrstu sökklar þar til flutt var inn í húsið. Heildarbyggingarkostnaður var um 125 milljónir króna eða um 121 þúsund krónur á fermetra og fór kostnaðurinn að sögn formanns- ins ekki krónu fram yfír áætlun. Aðstaða til starfa á neyðartímum Er þetta í fyrsta sinn sem öll starf- semi aðalstöðva RKÍ kemst undir eitt þak, í húsi sem byggt er sérstak- Iega fyrir starfsemi félagsins. Húsið er á tveimur hæðum, um 1.055 fer- metrar að flatarmáli. í því er, að sögn Ásgeirs, að finna margskonar lagnir og samskiptatengsl við um- heiminn á neyðarstundu og aðstöðu til starfa á neyðartímum. Má þar m.a. nefna sérstaka vararafstöð, sem nota má ef rafmagn fer af höf- uðborgarsvæðinu. Anna Þrúður Þorkelsdóttir, for- maður RKÍ, sagði m.a. í setningar- ávarpi sínu að þörfin fyrir Rauða krossinn og Rauða hálfmánann væri nú brýn sem aldrei fyrr. „Á árunum 1990-1995 háðu 70 ríki 93 styijald- ir, sem urðu fimm og hálfri milljón manna að fjörtjóni. Á hveiju ári láta um 140 milljónir manna lífið, slasast eða missa heimili sín af völdum nátt- úruhamfara. Sjúkdómar, skortur og flótti siglir í kjölfarið. Um fimmtíu milljónir manna eru á flótta fjarri heimalöndum sínum eða á vergangi í eigin landi, mest konur, börn og aldraðir.“ Sjálfstæði gagnvart stjórnvöldum mikilvægt Við setninguna skemmtu þau Anna Pálína Árnadóttir og Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson með söng og hljóðfæraslætti og Erlingur Gísla- son og Helga Jónsdóttir fluttu frá- sagnir og Ijóð undir leikstjóm Brynju Benediktsdóttur og við undirleik Guðna Franzsonar. Þá voru fjórir Rauðakrossfélagar heiðraðir fyrir sjálfboðaliðastörf, þau sr. Bragi Jó- hann Ingibergsson, Gunnhildur Sig- urðardóttir, Ingunn Egilsdóttir og Jóhann Reynir Bjömsson. Sérstakur gestur við athöfnina var formaður Rauða hálfmánans í Úzbekistan, dr. Oktamkhon T. Vakhidova. Hún árnaði Rauða krossi íslands heilla í starfí og sagði það einlæga ósk sína að RKÍ og Rauði hálfmáninn í heimalandi hennar myndu eiga árangursríkt samstarf. Morgunblaðið/Ásdís BYGGING nýrra aðalstöðva RKÍ gekk mjög vel. Ekki liðu nema átta mánuðir frá því að steyptir voru fyrstu sökklar þar til flutt var inn í húsið. FJÖLDI gesta var viðstaddur þegar nýja húsið var tekið í notkun. Þá færði hún RKÍ að gjöf bók um Mið-Asíu, menningu og hefðir í Úzb- ekistan, og handsaumaðan silkidúk frá heimalandi sínu. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson vígði húsið og Davíð Oddsson forsætisráð- herra lýsti yfir formlegri opnun þess með því að afhjúpa höggmynd eftir Hallstein Sigurðsson, en henni verð- ur á næstunni komið fyrir á lóð hússins við Efstaleiti. Forsætisráð- herra sagði að þó að það væri mikil- vægt að Rauði krossinn væri sjálf- stæður gagnvart stjórnvöldum væri þó einnig gmndvallaratriði að sam- starf þessara aðila væri gott. Maríu langar heim „MARÍA er vandaður og í flesta staði ánægjulegur varði, og myndin er bæði metnaðarfull og vel gerð,“ segir meðal annars í dómnum. KVIKMYNDIR Regnboginn MARÍA ★★★ Leikstjóm og handrit Einar Heimis- son. Kvikmyndatökustjóri Sigurður Sverrir Pálsson. Tónlist Michael S. Bohl, Eddi Daum. Leikmynd Ámi Páll Jóhannsson. Klipping Jean- Claude Piroue. Búningar María Ól- afsdóttir. Aðalleikendur Barbara Auer, Rudolf Kowalski, Amar Jóns- son, Hinrik Ólafsson, Helga Jónsdótt- ir, Gundula Köster, Monica Bleibreu. íslensk/þýsk. íslenska kvikmynda- samsteypan í samvinnu við þýska sjónvarps- og kvikmyndaframleið- endur 1997. ÞÆR komu hingað í hundraðatali um miðja öldina, stríðshijáðar, alls- lausar þýskar stúlkur, frá heimilum og föðurlandi í ijúkandi rústum. Með vonina eina að vopni lögðu þær í sína fyrstu langferð, hingað norður á hjarann með óglögga, fegraða framtíðarsýn af mannvænlegra lífi, öruggri vinnu í blómlegum sveitum í fögru landi þar sem vélvæðingin hafði hafíð innreið sína. Sumar höndluðu hamingjuuna, aðrar ekki. Víst er að flestar hafa þær orðið fyrir meira en litlu áfalli þegar rútan skrölti loks með þær á áfangastað í þessu framandi landi. Þeirra á meðal var María (Barbara Auer), ung og fögur blómarós frá Slesíu. Hún hafði svosem ekki frá miklu að hverfa, móður sinni og flóttamannabúðunum en sjálfsagt hefur hana ekki órað fyrir örreytis- kotinu við ysta haf þar sem búskap- urinn var á miðaldastigi. Engar vél- ar, léleg hús og aðbúnaður. Ibúamir fáskiptin eldri systkin, kotbóndinn Jónas (Amar Jónsson) og systir hans Helga (Helga Jónsdóttir). Þessar landflótta konur hafa verið hugsaðar bæði sem ódýrt vinnuafl og að halda við þverrandi bænda- stétt og voru eftirsóttar, ekki síst á útnárum. María annast fyrra hlut- verkið með láði en lætur ekki bjóða sér það síðara og flótta konunnar síður en svo lokið. Kemst til Reykja- víkur, kynnist Bruno (Rudolf Kow- alski), landa sínum af gyðingaætt- um, sem á eftir að reynast henni vel. Samtímis slitnar uppúr litlu ást- arævintýri hennar og íslendings (Hinrik Ólafsson) sem hún hafði kynnst á sjóferðinni til landsins. Hún snýr til baka sterkari og alltént reynslunni ríkari. Það blasir við að lokinni sýningu, að undarlega lítið hefur farið fyrir miklum örlögum og einstöku lífs- hlaupi þessara kvenna í umræðunni. Þrátt fyrir að þær hafí flestar sett sterkan svip á sitt nánasta umhverfi æ síðan, fundið hamingjuna, eignast börn og buru, em þetta samt sem áður hálfgleymdar konur í augum almennings. Því vel til fundið hjá handritshöfundinum og leikstjóran- um, Einari Heimissyni, að minna okkur á tiivist þeirra og halda þann- ig merkilegri sögu þeirra á lofti um ókomin ár. María er vandaður og í flesta staði ánægjulegur varði og myndin er bæði metnaðarfull og vel gerð. Það sem helst má að henni finna er fullmikill heimildarmyndarblær, dálítið uppstillt á stundum. Þó dra- matíkin sé fyrir hendi grípur hún mann ekki alltaf jafnsterkum tökum og maður hefði óskað. Þetta er spurn- ing um herslumun á stöku stað. Þungamiðja þessarar þýsk/ís- lensku myndar og aðalpersóna er vitaskuld stúlkan María og því skipt- ir það miklu að vel hefur tekist til með val á leikkonu til að glæða þetta vandasama hlutverk lífi. Það er ekki ofsögum sagt að Barbara Auer er vandanum vaxin og er sannkallaður burðarás myndarinnar, bæði hrif- andi fögur og stórkostleg leikkona, Jafnvel svo að hún minnir á Ingrid Bergman, sem er toppurinn á þess- um bæ. Gerir vel skrifuðu hlutverki aldeilis eftirminnileg skil, hún slær ekki feilnótu þessi magnaða lista- kona. María hennar er alltaf mikil, aldrei bijóstumkennanleg og heldur leikkonan einbeitingunni og sann- færingarkraftinum frá upphafí til enda. Nema, reyndar í flesta staði, ótrúverðugri ástarsenu milli hennar og Brúnós. Kowalski fer alls ekki illa með næstveigamesta hlutverk myndarinnar en er slík andstæða Maríu að samband þeirra hrífur mann ekki með sér sem skyldi þegar kemur að nánari þáttum þess. Þess utan er það athyglisvert og Rudolf Kuwalski tjáir harmsögu þjóðar sinnar með minnisstæðum sársauka sem öllum er hollt að rifja upp. Aðr- ir kaflar í samskiptum þeirra eru betur heppnaðir, líkt og er bíllinn bilar og Brúnó leikur á þverflautuna í eyðilegri náttúrunni. Það atriði færir áhorfandann nálægt þeim landfræði- og ekki síður menningar- legu andstæðum sem flóttamennirn- ir upplifðu. Annars hefur leikaravalið heppn- ast vel. Arnar Jónsson sýnir, einsog oft áður, að hann getur brugðið sér í allra kvikinda líki, kemur manni þó á óvart hvað hann dregur listilega vel upp heimóttarlegan bóndakurf. Arnar gefur honum líka nauðsynlega reisn svo maður skilur smæð hans og lánleysi, einkum í fírna vel gerðu atriði er hann reynir að komast yfir hið þýska man. Helga Jónsdóttir undirstrikar ástlaust heimilislíf systkinanna með þessari líka fínu, læðupokalegu túlkun á menneskju sem á ekkert líf. Kjartan Bjarg- mundsson leikur lítið hlutverk bónda sem farnast betur en Jónasi viðskipt- in við sitt þýska hjú og gerir það vel. Kjartan er flinkur leikari sem á feitari hlutverk skilin. Hinrik Ólafs- son fer sjálfsagt með hlutverk sitt samkvæmt línum leikstjórans en þó hann geri margt vel er sjóarinn sem gerist kaupsýslumaður litlaus per- sóna og eitt lykilatriðið í samskiptum hans við Maríu, undir briminu við Reykjanesi, er blóðlaust frekar en ástríðufullt. Tæknilega er María hnökralítil, tónlistin fellur átakalítið að efninu, sviðsmynd Árna Páls sparsöm og oftast leyst á hagsýnan en þó áhri- faríkan máta - einsog búast mátti við úr þeirri áttinni. Kvikmyndataka Sigurðar Sverris sannar enn eina ferðina að hann er listamaður á heimsmælikvarða, hvort sem hann undirstrikar einsemd og angist aðal- persónunnnar með takmarkaðri, nostursamri lýsingu á kotbýlinu, eða fangar fegurð tökustaðanna í kring- um Jökul. Fegurðin sem heillar Maríu hrífur okkur öll. Einar Heimisson hefur lagt mikla alúð og metnað í sína fyrstu, löngu kvikmynd, hann og áhorfendur geta verið ánægðir með árangurinn. Hann og aðrir aðstandendur Maríu skila fagmannlega frá sér hljóðlátri mynd um mikil örlög og forða þeim frá gleymsku. Sæbjörn Valdimarsson Listaverkabók náttúnmnar um heitiandi heim fstenskra fugia ÉÉ 60L I Q > 7- J 9 9 ; Ék Ém mlth jr> ir*it jjrir IVIGII OQ I flO* If 11« iy Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.