Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 36
»86 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t TORFHILDUR ÞORKELSDÓTTIR, áður til heimilis á Grettisgötu 57B, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, fimmtudaginn 9. október. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Kristjánsson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar og tengdamóður, LILJU HALLDÓRSDÓTTUR STEINSEN, Flúðabakka 1, Blönduósi. Sævar Örn Stefánsson, Eggert Konráð Konráðsson, Guðrún Katrín Konráðsdóttir, Ágústína Sigríður Konráðsdóttir, Inga Dóra Konráðsdóttir, Torfhildur Rúna Gunnarsdóttir, Guðmundur Ingi Jónatansson, Halidór Sigurðsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Hólmfríður Margrét Konráðsdóttir, Andrés Bjarnason. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR G. GUÐMUNDSDÓTTUR, Boðahlein 9, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deildum A7 og B6 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Guð blessi ykkur öll. Óskar J. Sigurðsson, Magnús Matthíasson, Ragnheiður Matthíasdóttir, Guðmundur Brandsson, Björg S. Óskarsdóttir, Guðmundur Ó. Óskarsson, Ágústa Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður og ömmu, VILBORGAR M. ÓLAFSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, - Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Höfða og Sjúkrahúsi Akraness. Katrín Georgsdóttir, Janus Bragi Sigurbjörnsson, Emilía Jónsdóttir. og ömmubörn. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, er minntust GUÐRÚNAR ÁMUNDADÓTTUR frá Sandlæk, Sólvallagötu 26, Reykjavík. Þökkum hlýhug og samúð. Karl Jóhann Guðmundsson og dætur: Steingerður Sigurjónsdóttir, Soffía Lára Karlsdóttir, Sigríður Helga Karlsdóttir og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug við andlát og útför móður okkar tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR ELÍNAR ELÍASDÓTTUR frá Hallbjarnareyri, áður Sæviðarsundi 13. Bjarni Gunnarsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Svanhildur Gunnarsdóttir, Sturlaugur G. Filippusson, Valgerður Gunnarsdóttir, Jón B. Guðmundsson, María Gunnarsdóttir, Árni Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐRÚN ÁMUNDADÓTTIR + Guðrún Ámundadóttir fæddist á Sandlæk í Gnúp- verjahreppi 17. september 1913. Hún andaðist á Landspít- alanum 25. september síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 3. október. „Það leiðist öllum Gunnum þeg- ar ég les ljóð,“ sagði hann Kalli vinur minn, einn heitan sólskinsdag, fyrir mörgum árum. Við vorum á leik- ferð um landið, vorum búin að koma upp leiktjöldunum í gamla samkomuhúsinu á Akureyri. Leik- hópurinn hafði komið sér fyrir í brekkunni fyrir ofan leikhúsið og lágu þar allir í sólbaði nema Kalli, maðurinn hennar Guðrúnar Ámundadóttur. Hann hafði tyllt sér á þúfu í Álafossúlpunni sinni og las nú ljóð fyrir dormandi sól- baðsfíklana. Ástæðan fyrir þessari raunalegu athugasemd Kalla var sú, að undir- rituð, sem einnig var kölluð Gunna, hafði frábeðið sér lengri ljóðalest- ur. Sagt höstugum, tillitslausum rómi, að nú væri komið nóg. Héldi ljóðaflutningurinn áfram, hátt á þriðja tug ódauðlegra ljóða, væri óvíst hvort ekki drægi skugga á sólina af einskærum leiðindum. Kalli lokaði bókinni, horfði særð- ur á mig og líkti svo viðbrögðum mínum við eitthvað sem ætti sam- merkt með konu sinni. En í stað þess að vera ásökun fyrir hrana- lega og ólitterera hegðun mína urðu þessi orð hans að upphefð í mínum augum. Líkti hann mér við hana Gunnu konu sína, var hann að líkja mér við einhvern sem hann elskaði og virti framar öðrum manneskjum. Hún Gunna hans Kalla, eins og hún var alltaf kölluð meðal okkar vina þeirra í leikhúsinu, var einstök mannkostamanneskja. Er ég þakk- lát forsjóninni fyrir að hafa fengið að þekkja hana og njóta vináttu hennar og trúnaðar í fjöldamörg ár. Nú þegar kveðjustundin er komin hópast að minningar. Mér finnst ég vera komin inn í litlu borðstofuna hennar með stóra matarborðinu sem var hlaðið kræs- ingum og svignaði undan dýrindis heimatilbúnum mat. Slíkar veislur átti hún oft til að undirbúa öllum að óvörum. Eg man að eitt sinn kom Kalli niður í leikhús fyrir sýn- ingu og bar þau skilaboð frá Gunnu konu sinni að hún hefði gaman af að sjá okkur heima hjá þeim eftir sýningu. Var öllum leikhópnum boðið og var þar meiriháttar veisla, rétt si svona að tilefnislausu, bara af því við vorum til og hana Gunnu langaði að gleðja okkur. Svo man ég líka aðrar stundir fyrir framan þetta sama stóra borðstofuborð, þau skifti er borðið þakið kjólefnum, sniðum teiknuð- um á smjörpappír og saumavélin trónir þar í hásæti. Gunna er að sauma á mig kjól. Mikið er spjallað og spekúlerað. Við og við bregðum við okkur fram á gang til að skoða mig í spegli í hálfsaumuðum kjóln- um því borðstofan var svo lítil og borðið góða svo stórt að ekkert pláss var fyrir spegil þar inni. En alltaf enduðu þessar saumakonu- heimsóknir til Gunnu með léttri hátíð. Þá sópaði hún efnisbútum og pappírssniðum til hliðar og dekkaði uppá og bar fram kaffi og meðlæti. Voru það okkar bestu stundir. Einni slíkri stund man ég eftir. Við sátum og mauluðum heimabakaðar kleinur. Gunna hafði farið með svo einstaklega skemmtilegan, frumsaminn brag sem hún hafði ort um erilsaman dag hinnar dæmigerðu húsmóður. + Systir mín, GUÐRÚN KALMANNSDÓTTIR, Djúpavogi 9, Höfnum, lést á heimili sínu föstudaginn 10. október. Fyrir hönd sonar og annarra ættingja, Sigríður Kalmannsdóttir. Faðir okkar, SIGFÚS ÁRNASON fyrrv. slökkviliðsstjóri, Hlíðarfelli, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 11. október kl. 14.00. Edda Sigfúsdóttir, Bára Sigfúsdóttir, Birgir Sigfússon, Kolbrún Sigfúsdóttir, Máni Sigfússon. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður minnar, dóttur, systur og mágkonu, RAGNHILDAR JÓNASDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11A á Landspítalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Ólöf Margrét Jónasdóttir. Ég horfði á hana nöfnu mína með aðdáun og spurði hana hvort það væri ekki rétt sem ég hefði heyrt, að hún hefði samið margan brag- inn og þættina sem Kalli flutti á skemmtunum landsmanna á árum áður við fádæma hrifningu. „Jú, eitthvað var maður að putt- ast við að hjálpa honum með efni á þessum árum,“ sagði Gunna. „Annars var alveg sama hvað skrifað var fyrir hann. Hann flutti allt svo vel að það var engin hætta að maður yrði sér til skammar. Svo yppti hún öxlum og hló og fékk sér aðra kleinu. Hún varð alltaf svo hlý til augnanna þegar hún talaði um manninn sinn. „Við erum á sama báti,“ sagði ég sem þá var gift manni sem var tíu árum yngri. „Er Kalli ekki ell- efu árum yngri en þú?“ „Jú, en það er annað með ykk- ur,“ sagði Gunna, og varð nú allt í einu alvarleg. „Kvenréttindin voru nú örlítið aftar á merinni en þau eru núna. Við giftum okkur tveim áratugum á undan ykkur. Þá þótti það hneyksli að kona vog- aði sér að giftast sér yngri manni. Svo við fengum svosem að kenna á því að hafa farið aðrar leiðir en þær viðteknu." Og allt í einu fyllt- ust augu hennar nöfnu minnar af tárum sem brutust gegn vilja henn- ar fram í andlitið og streymdu eins og hagl niður kinnarnar. Hún stóð upp, snéri í mig baki á meðan hún barðist við þessa óvæntu og óvel- komnu uppákomu og hafði svo orð á því þegar hún var búin að jafna sig að maður fengi sjálfsagt aldrei leið á að lesa Hallgrím Pétursson hvað oft sem litið væri í þann Ijóða- brunn. Þegar ég gifti mig í þriðja sinn kom hún Gunna til mín rneð und- urfagra skál úr viði. „Ég keypti þetta handa ykkur,“ sagði hún, „af því maðurinn þinn gróðursetur tré og ég kann vel við hann. Kannske er það vegna þess að hann minnir mig á Loft frænda minn en sá maður hefur verið mér hvað best- ur.“ Svo sagði hún mér söguna fal- legu, sem ég get aldrei gleymt. Þau systkinin á Sandlæk höfðu misst föður sinn. Til stóð að leysa upp heimilið, því móðirin réð ekki við að halda búinu gangandi ein með börnin svo ung. „Við fórum á skauta niður á tjörnina sem er rétt hjá bænum,“ sagði Gunna. „Við renndum okkur, svellið var glampandi og köld golan hress- andi, en það megnaði ekki að lyfta þunganum sem lá eins og hella fyrir bijóstum okkar vegna dauða pabba og þeirra aðstæðna sem nú ógnuðu fjölskyldunni. Að hugsa til þess að þurfa kannske að skiljast frá mömmu og hinum systkinunum og vera komið fyrir á einhveijum ókunnum bæ, sú hugsun var óbærileg. Þá kom hann Loftur gangandi frá bænum og til okkar, hjálpaði okkur úr skautunum, rétti svo okkur yngstu syrtkinunum hvoru sína hönd, og leiddi okkur heim. Sagði við okkur á leiðinni að við skyldum ekki vera hnuggin, því hann ætlaði að vera hjá okkur. „En ert þú ekki að fara að Ijúka námi við búnaðarskólann á Hvann- eyri?“ spurði bróðir minn. „Nei, ég ætla að vera hjá ykk- ur,“ sagði Loftur. „Ætlar þú þá að vera pabbi okkar?“ spurði sú yngsta. „Já, svona rétt á meðan þið eruð að burðast við að stækka og verða sjálfbjarga," sagði Loftur bros- andi. „En þið eigið að kalla mig frænda." Og hún Gunna brosti til mín, bauð mér aðra kleinu, og sagði: „Ég gleymi því aldrei hvað höndin hans Lofts var hlý og sterk þar sem hann leiddi föðurleysingj- ana heim túnið þennan kalda haustdag." Og þannig veit ég, að sá faðir sem þú trúðir á, Gunna mín, og lést sálmana hans Hallgríms leiða þig til dýpri skilnings á mun nú rétta þér hlýja föðurhönd sína og leiða þig inn í þimin sinn. Guðrún Ásmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.