Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 35v samherjar og andstæðingar í ágreiningsmálum þar sem sér- þekking okkar kom að gagni er við vorum kallaðir til að leysa úr ágreiningi í dómsmálum eða ann- arskonar sáttargerðum hliðstæð- um. Aldrei varð þetta til þess að skapa þyngsli milli okkar heldur má segja að það styrkti vinaböndin enn frekar. Sverrir hélt áfram að vinna að hafnarmálum og fékk aukinn frama við þau störf og við verklok var hann starfandi sem yfirverk- stjóri hjá Hafnarmálastofnun enda naut hann mikils trausts þar bæði af yfirstjórn sem annarra starfs- manna. Tii marks um færni hans og mannkosti var hann iðulega kallaður til sem meðdómari og matsmaður í ágreiningsmálum er lutu að starfssviði hans. Alltaf lauk hann slíkum málum af slíkri sann- gimi og svo faglega rétt að ég veit ekki til annars en að allir sem um þau mál fjölluðu hafi staðið upp sáttir að lokum og skilið sem vinir. Það var mér því mjög kært, er ég fór að vinna að hagsmunamál- um aldraðra, ásamt öðru góði fólki, í Samtökum aldraða að þar lágu leiðir okkar Sverris saman í starfi að nýju. Það er skemmst frá því að segja að hér sem áður kom starf hans, góð ráð og hugkvæmni sér vel og ekkert mál þótti fullrætt hjá Samtökunum nema Sverrir hefði um það fjallað eða hefði stað- ið að undirbúningi þess. Við sam- starfsmenn hans undruðumst oft getu hans og vilja til starfa með okkur enda þótt hér væri um sjálf- boðaliðastarf að ræða. Alltaf var Sverrir reiðubúinn. Við hjá Samtökunum viljum með þessum fátæklegu orðum þakka Sverri fyrir gott og fómfúst starf fyrir aldraða um leið og við þökk- um honum langa vináttu og við- kynningu á lífsleiðinni. Við færum Laufeyju konu hans og öðrum ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sverrir, ég þakka þér góð og gömul kynni og vináttu. Guðmundur Gunnarsson. Ég þakka þér þá vináttu sem þú sýndir mér þegar ég leitaði til þín. Þú áttir alltaf svör við spurn- ingum mínum. Mér fínnst gott að hafa fengið að kynnast þér. Kæri vinur, guð blessi þig. Björg. börn og barnabarnabörn vaxa og dafna í blíðu og stríðu. Hvað getur maður farið fram á meira? Fjöl- skyldan er stór og bamabörnin þín komin vel á þriðja tug. Þú varst stolt af fölskyldunni þinni og þreytt- ist aldrei á að hrósa okkur. Þú hafð- ir þann einstaka eiginleika að láta hvern og einn fínna að hann væri einstakur. Þær eru ótal margar minning- arnar sem ég á frá Hólmgarðinum enda voru þau ófá skiptin sem ég var sendur í pössun á Hólmgarðinn vegna veikinda mömmu heitinnar. Ekki má gleyma veiðiferðunum á Álftárbakka og góðum stundum í sælureitnum ykkar afa í Laugar- dalnum. Mér eru ljóslifandi minn- ingarnar þegar ég var alltaf að mæla hæð mína við þig enda varstu óspör á hrósyrðin. Mikið var ég glaður og stoltur að þú og afi gátuð upplifað brúðkaupsdag- inn minn fyrir rúmum sex árum og við dönsuðum saman vals. Það var ekki löngu seinna sem þú fékkst áfall sem leiddi til þess að þú varst bundin við hjólastól meira og minna. Elsku amma, nú er komið að leiðarlokum og þakka ég fyrir samverustundirnar sem við áttum saman og munu góðar minningar lifa. Guð geymi þig og varðveiti, amma mín. Að lokum vil ég þakka starfs- fólki á lungnadeildinni á Vífílsstöð- um og hjúkrunarheimilinu Eir fyrir vel unnin störf síðustu árin. Sigurjón Vilbergsson. HELGIS. G UNNLA UGSSON + Helgi Sigurgeir Gunnlaugsson fæddist á Gilsá í Breiðdal 6. maí 1912. Hann lézt á heimili sínu hér í Reykjavík laugar- daginn 4. október síðastliðinn, á 86. aldursári. Foreldr- ar hans voru Gunn- laugur Helgason bóndi á Gilsá og kona hans Guðlaug Árnadóttir. Systk- ini Helga voru Steinunn, f. 1895, og Árni Björn, f. 1903. Árið 1930 fór Helgi til Reykjavíkur og lærði þar húsa- smíði og starfaði síðan við smíðar alla tíð, lengst af að ýmissi byggingavinnu en síðari starfsárin hjá Áhaldahúsi Reykjavíkur þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Helgi var ókvæntur og barn- laus. Útför Helga fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þótt kynni okkar Helga Gunn- laugssonar væru ekki löng né mik- il vil ég minnast hans í fáum orðum nú þegar hann hefur kvatt. Hann var vinur Þjóðminjasafnsins og sýndi því óvenjulegan hug. Helgi fór ungur að aldri úr heimasveit sinni hingað suður, lærði hér húsasmíði sem hann fékkst við lengi síðan. Betur féll honum þó ýmiss konar fínsmíði en gróft byggingahandverkið, því leiddi af sjálfu sér að hann fékkst lengst af við ýmsa vandaðri smíði til húsa, svo sem stigahandrið og innréttingar, þoldi enda illa úti- vinnu eftir sjúkdómslegu á yngri árum. Það var fyrir allnokkrum árum að Helgi tók sér fyrir hendur að áeggjan að smíða líkan af hinni gömlu sóknarkirkju þeirra Breið- dælinga, Heydalakirkju þeirri er reist var 1865 og brann 1982. Þetta var vanda- og nákvæmnis- verk og oft kom Helgi þá í Þjóð- minjasafnið til að skoða teikning- ar, sem þar voru til af kirkjunni, og bera undir aðra atriði sem hon- um voru ekki fullljós. Þessi smíði tókst Helga frábærlega vel og er líkanið nú í Heydalakirkju og vek- ur eftirtekt og aðdáun þeirra sem skoða. Það vakti athygli hve mikla natni og alúð Helgi lagði í þetta verk, en þannig mun það hafa verið með það sem hann tók sér á annað borð fyrir hendur, hann sökkti sér niður í það og vann svo vel sem kostur var. Ég kynntist einnig nokkuð frí- merkjasafnaranum Helga Gunn- laugssyni, fyrst í sambandi við frí- merkjasýningar í Bogasalnum er hann tók þátt í með Félagi frí- merkjasafnara. Hann einbeitti sér síðari árin að söfnun íslenzkra merkja með mynd Kristjáns kon- ungs 9., ekki aðeins frímerkjanna heldur hvers kyns póstsendinga með þeim merkjum á, öllum verð- gildum og ýmsum samsetningum merkja eftir sendingum og flutn- ingsmáta. Helgi var sjófróður í frímerkjafræðum og þar var hugur hans oftast. Það var fyrir nokkrum árum að Helgi kom að máli við mig og kvaðst vilja gefa Þjóðminjasafninu frímerkjasafn sitt allt, sérsafnið með Kristjáni konungi 9. eins og það legði sig, frágengið og upp- sett. Eg nefndi hvort slíkt safn ætti kannske ekki eins vel heima í annarri opinberri stofnun, þar sem Þjóðminjasafnið safnaði ekki frímerkjum eða póst- minjum sérstaklega, þótt vissulega væru merkilegir hlutir af því tagi varðveittir þar. En Helgi hafði ákveðið að í Þjóðminjasafninu skyldi safn hans geymast, ef hið opin- bera vildi á annað borð þiggja það og það ætti að varðveitast sem heild. Hann kvaðst treysta því að þar kynni fólk að fara með og meta slíka gripi sem safn hans væri. Að sjálfsögðu var boðið þakk- samlega þegið, þótt enginn sé þar meðal okkar sá frímerkjafræðing- ur að nægileg skil kunni á þessu merkilega safni. Helgi setti nokkra sjálfsagða skilmála um meðferð safnsins, það skyldi sérlega vel varðveitt og þeir einir ættu að meðhöndla það sem örugglega væri treystandi til. Sjálfur kom hann í nokkur skipti til að skoða safnið eða hann kom með vini úr frímerkjaheiminum til að sýna þeim. Minnist ég þá útlendings sem Helgi kom með fyrir rúmu ári til að sýna safnið, manns sem var á svipuðu söfnunarróli og hann hafði verið. Sá hafði við orð að þetta væri frábærlega merkilegt safn á því sérsviði og fékk myndir af hlut- um úr því. - Helgi kvaðst hafa hug á að bæta enn um safnið því að eitthvað fannst honum vanta í svo að nægilega gott væri, en lík- legast átti hann aldrei kost á að ná því, þar var nánast um ófáan- lega hluti að ræða sem ekki komu á markað. Svo er það ævinlega. Aldrei kollheimtist allt, enda er það líka partur af ánægju safnarans að vera sífellt að leita uppi hluti í átt til fullkomnunar. Síðar átti Þjóðminjasafnið þó eftir að taka við enn meiri gjafa- feng frá Helga Gunnlaugssyni. Helgi var hægur maður í fram- göngu, virtist dulur nokkuð og mun víst ekki hafa blandað geði við afar marga. Hann átti þó góða kunn- ingja í hópi safnaranna, en sjálfur fór hann mest einn. Hann ferðaðist nokkuð á efri árum og naut þess vel. Hann var ókvæntur og bam- laus og bjó lengst af einn í húsi sínu í Smáíbúðahverfi, sem hann hafði sjálfur byggt og innréttað og smíðað húsgögnin, skorið sum þeirra út af miklu listfengi, enda mun hann hafa unnið fyrr á árum ýmsa forvinnu verka bæði fyrir Einar Jónsson myndhöggvara og Ríkarð Jónsson myndskera. Á heimilinu var allt af smekkvísi umgengið. Síðari árin var þó heilsa Helga ekki sterk, en hann hafði jafnan ferlivist og var sjálfbjarga til hins síðasta. Hafi hann nú þökk fyrir kynni okkar og þá góðvild og traust sem hann sýndi Þjóðminjasafninu og starfsemi þess. Þór Magnússon. Sérfræðingar í blóinaskrevtinjtum \ ió öll tækifæri I blómaverkstæði 1 | ISlNNAÁ | Skóhnorðustíg 12. á horni Bergstaðastrætis. sími 551 9090 /i Kammerkór Langholtskirkju - Jón Stefánsson j) Með listrænan metnað - Sími 894 1600 (m + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN HÁLFDÁN ÞORBERGSSON, Garðsenda 7, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 11. október síðastliðinn. Útförin auglýst síðar. Sigríður Ebenesersdóttir, Randver Jónsson, Valgeir Ómar Jónsson, Guðlaug Traustadóttir, Ebeneser Jónsson, Lára Viðarsdóttir, Guðmundur Páll Jónsson, Berglind Benediktsdóttir, Elísabet María Jónsdóttir, Jens Nielsson og barnabörn. W + Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐFINNUR SIGFÚSSON bakarameistari, Ánalandi 4, Reykjavík lést aðfaranótt þriðjudagsins 14. október sl. Hann verður jarðsunginn frá Grensáskirkju miðvikudaginn 22. október kl. 13.30. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sveinn Rúnar Hauksson, Sigfús Guðfinnsson Óttar Felix Hauksson, Guðmundur Guðfinnsson, Sigríður Hauksdóttir, María Guðfinnsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI BJARNASON, Lindargötu 66, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, mánudaginn 13. október, Arnfríður Benediktsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LYDÍA KRISTÓFERSDÓTTIR, Hjarðartúni 2, Ólafsvfk, lést á St. Fransiskuspítalanum Stykkishólmi 13. október. Jarðaförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, ömmu og langömmubörn. + Móðir mín elskuleg, KRISTÍN M.J. BJÖRNSON, sem andaðist á dvalarheimilinu Grund 9. októ- ber, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 16. október kl. 13.30. Hákon H. Kristjónsson. + Útför okkar ástkæru, ÁSDÍSAR AÐALSTEINSDÓTTUR, Efstasundi 96, verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. október kl. 15.00, Aðalsteinn Hallgrímsson. Kristín Gísladóttir, Ásdís Aðalsteinsdóttir, Gísli ísleifur Aðalsteinsson, Bergþór Jóhannsson Kristín Björg Bergþórsdóttir, Jóhanna Guðrún Bergþórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.