Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NOKKRIR herforingjanna sem einráðir voru í Argentínu fram til 1983. Carlos Menem, forseti Argentínu, (t.v.) fagnar endurkjöri sínu ásamt varaforseta landsins í maímánuði 1995. Mannrétt- indasamtök hafa fordæmt þá ákvörðun Menems að veita þeim sem ábyrgð báru á morðunum og Umdeildar náðanir myrkraverkunum uppgjöf saka. Hillary Clinton, forsetafrú í Bandaríkjunum, átti á fimmtudag fund með „Ömmunum“ svonefndu í Buenos Aires (sjá grein á bls. 14) og hét þeim stuðningi sínum. Sam- tök mæðra þeirra sem „hurfu“ á ógnarárunum vildu á hinn bóginn ekki ræða við forsetahjónin vegna meints stuðnings Bandaríkjamanna við her- foringjastjórnina og hinnar „heimsvaldasinnuðu stefnu" sem fylgt hefði verið í þessum heimshluta. Hryllingssögnr úr „skítnga stríðinu“ Fyrrum sjóliðsforíngi í flota Argentínu hefar greint frá glæpaverk- um þeim sem herforingjastjórnin í landinu lét fremja á árunum 1976 til 1983. Stjómarandstæðingum var varpað lifandi úr flugvél- um, mæður myrtar, bömum þeirra rænt og lík þeirra sem böðlam- ---------------------2------------------------ ir pyntuðu til dauða brennd. Asgeir Sverrisson hefur fylgst með yfírheyrslunum yfir sjóliðsforingjanum sem fram fara á Spáni. Morgunblaðið/AP ADOLFO Scilingo skorinn í andliti eftir árásina sem hann varð fyrir í Buenos Aires í liðnum mánuði. Scilingo segir að árásin hafi verið gerð til að þagga niður í honum en hann hefur veitt upplýsingar um glæpaverk herforingjastjórnarinnar í landinu á áttunda áratugnum. HERRA Scilingo, tókuð þér þátt í þessum flugferð- um?“ Með þessum hætti hóf rannsóknardómari á Spáni í liðinni viku yfirheyrslur yfir fyrrum sjóliðsforingja í flota Arg- entínu, sem veitt hefur upplýsingar um „skítuga stríðið" svonefnda, ofsóknir herforingjastjómarinnar í Argentínu á hendur vinstrisinnum og öðrum stjórnarandstæðingum í landinu á árunum 1976 til 1983. Sjóliðsforinginn, Adolfo Scilingo, táraðist og gat aðeins svarað spum- ingunni er hún hafði verið borin upp í þriðja skiptið. „Já það gerði ég,“ sagði hann loks. Þar með hafði hann af fúsum og fijálsum vilja játað hlutdeild sína og sekt í „dauðaflugferðunum" svonefndu er andstæðingum herforingjastjórnar- innar var varpað lifandi út úr flug- vélum í hafið nærri höfuðborginni Buenos Aires. Og Scilingo reyndist hafa fleiri hryllingssögur að segja úr „skítuga stríðinu“ en margirtelja að stjómvöld í Argentínu hafi enn ekki gert sannfærandi grein fyrir þessum myrka kafla í sögu landsins og sýnt mikla linkind í því að draga hina seku til ábyrgðar (sjá samtal á bls. 14). Talið er að um 30.000 stjómar- andstæðingar hafi „horfið" á þess- um áram herforingjastjómarinnar í Argentínu og enn sem komið er hafa lýðræðislega kjörin stjómvöld landsins aðeins gert grein fyrir af- drifum um 15.000 þeirra. Mörgum þykir þögnin hrópleg og mál „los desaparecidos“, hinna „horfnu“, hvíla þungt á ættmennum þeirra og þeim sem látið hafa sig mann- réttindi varða í Argentínu. Þeir era auðfundnir þar í landi sem telja það yfirgengilegt hneyksli og blett á þjóðinni að morðingjum og glæpa- mönnum innan hersins skuli hafa verið gefnar upp sakir samkvæmt sérstökum tilskipunum í maí 1987, í október 1989 og aftur 1990 er lýðræðislega kjörinn forseti lands- ins, Carlos Menem , lýsti yfir því að með þeim hætti yrði unnt að tryggja nauðsynlega „þjóðarsátt" í Argentínu. Gagnrýnendur forset- ans héldu því þá fram og gera enn, að fyrir honum hafi einkum vakið að lægja öldur óánægju innan hers- ins, sem m.a. hafði brotist fram í nokkram minniháttar uppreisnum. Frumkvæði Spánverja Áhugi Spánverja á „skítuga stríðinu" í Argentínu er til kominn af þeim sökum að talið er að um 300 spænskir ríkisborgarar hafi „horfið" í Argentínu á áranum 1976 til 1983. Opinber rannsókn á afdrif- um þessa fólks var hafin á Spáni fyrir rúmu ári en samkvæmt spænskum lögum má draga menn fyrir dóm þar í landi fyrir fjölda- morð og óhæfuverk sem unnin kunna að hafa verið annars staðar. Sérstakur dómari við „Þjóðarrétt- inn“ svonefnda („Audencia Nacion- al“) í Madrid, Baltazar Garzón að nafni, hefur farið með rannsókn málsins og hafa nöfn rúmlega 100 Argentínumanna verið birt opinber- lega í tengslum við hana og hand- tökutilskipanir verið gefnar út í mörgum tilvikum. Adolfo Scilingo er hins vegar sá eini þessara manna sem fengist hefur til þess að að- stoða við rannsókn málsins. Fyrir það hefur hann þegar feng- ið að gjalda. Scilingo hefur marg- oft verið hótað lífláti og í liðnum mánuði réðust ókunnir menn á hann í Argentínu og skára fangamörk þriggja blaðamanna sem hann hafði veitt upplýsingar um óhæfuverk „skítuga stríðsins" í andlit hans. Scilingo kom fram á sjónarsviðið fyrir rúmum tveimur árum er hann skýrði frá „dauðaflugferðunum" óhugnanlegu. Vöktu upplýsingar hans mikla athygli og reiði. Fór svo að lokum að ríkisstjóm Argentínu neyddist til að birta opinberlega yfírlýsingu þar sem grimmdarverk- in vora fordæmd og þjóðin beðin afsökunar á þeim. „Söguleg" handtaka Scilingo kom til Madrid af fúsum og fijálsum vilja á mánudag í lið- inni viku og var þá handtekinn og fluttur í Carabanchel-fangelsið, skammt frá Madrid. Lögfræðingur Scilingos lýsti þá yfir því að ákvörð- un dómarans að hann skyldi hand- tekinn væri „söguleg“ og í þeim tilgangi hefði skjólstæðingur hans einmitt komið til höfuðborgar Spán- ar, þ.e. til að skapa fordæmi í málinu. Garzón dómari hefur nú gefið út leitar- og handtökutilskip- anir á hendur tíu fyrram foringjum í her Argentínu þ. á m. Emilio Massera, fyrram flotaforingja, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpaverk sín árið 1987 en Menem forseti náðaði þremur áram síðar. I tilskipun dómarans segir að menn þessir hafi gerst sekir um þátttöku í „glæpsamlegri áætlun um skipu- leg fjöldamorð." „Eg hyggst segja allan sannleik- ann og án þess að draga dul á ábyrgð mína. Ég hyggst gera grein fyrir morðunum sem ég framdi og ég ætla einnig að birta nöfn félaga minna og greina frá því sem þeir gerðu,“ sagði Scilingo í Buenos Aires í Argentínu áður en hann hélt til Spánar. „Flugferðir dauðans“ Vitnisburður hans frammi fyrir Garzón dómara hefur vakið mikla athygli og orðið til þess að auka enn frekar þrýstinginn á stjórnvöld í Argentínu. Scilingo sagði frá því að hann hefði tekið þátt í tveimur „dauða.flugferðum“ í júní og ágúst 1977. í máli Scilingo kom fram að vinstri sinnaðir andstæðingar her- foringjastjómarinnar hefðu verið sprautaðir með deyfilyfjum, hendur þeirra bundnar og þeir síðan af- klæddir áður en þeim var varpað lifandi í hafið að næturlagi úr flug- vélum í um 2.000 metra hæð eftir um klukkustundarlangt flug frá Buenos Aires. Kvaðst hann hafa tekið þátt í að myrða um 30 manns með þessum hætti en alls er talið að rúmlega 4.400 stjómarandstæð- ingum hafí verið fyrirkomið í „flug- ferðum dauðans“. Scilingo tók fram að hann hefði tekið þátt í því að kasta fólkinu út úr flugvélunum, kvaðst og jafnan hafa gert sér grein fyrir tilgangi flugferða þessara og þá aldrei hafa leitt hugann að því SJÁ BLS. 14 > i fc 1 I I 'L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.