Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, teng-
dafaðir, afi og langafí,
MATTHÍAS GUÐMUNDSSON
húsasmíðameistari,
Hríngbraut 104,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mið-
vikudaginn 5. nóvember kl. 14.00.
Friðbjörg Ólína Kristjánsdóttir,
Sigurður Sævar Matthíasson,
Hafdís Matthíasdóttir,   Sigbjörn ingimundarson,
bamabörn og barnabarnabarn.
INGIBJORG
HELGADÓTTIR
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN JÓNA WINSLOW,
búsett í New York
i Bandaríkjunum,
lést á sjúkrahúsi þar í borg 11. október síðast-
liðinn.
Jarðarförin hefur farið fram.
Selma K. Albertsdóttir, Davíð Axelsson,
Eðvarð Björnsson,
Wendy Oviedo,         Walter Oviedo,
Pamela Winslow,
Jeffrey Winslow,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, systir okkar og mág-
kona,
ÓLÖF PJETURSDÓTTIR,
Einarsnesi 50,
Reykjavfk,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 23. októ-
ber.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E fyrir einstaka umönnun og
alúð.
Bjarni Árnason,
Ásgeir Pjetursson,     Solvejg Pjetursson,
Ármann Pétursson,    Kristín Dagbjartsdóttir,
Helga S. Pétursdóttir,  Kristján A. Jónsson,
Pétur Pétursson,
Ruth Sörensen.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR PÁLSSONAR,
Hléskógum 8,
Egilsstöðum.
Guð blessi ykkur öll.
Rakel Krístjánsdóttir,
Ería Sigríður Sigurðardóttir,  Jakob Þórarinsson,
Anna Sigurðardóttir,         Sigurður Viggósson,
Krístbjðrg Sigurðardóttir,    Hallgrímur Gunnarsson,
Pál Sigurðsson,             Sumarrós Árnadóttir,
afaböm og langafabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, dóttur og systur,
GUÐFINNU KARENAR
BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Hrauntungu 4,
Hafnarffrðl.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Heimahlynningar Krabbameinsfélasins fyrir góða umönnun og alúð.
Einnig þökkum við starfsfólki Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hlýhug og
aðstoð.
Grétar K. Ingimundarson,
Sigurður Ingi Grétarsson,
Arnar Grétarsson,       Bjamey Katrín Gunnarsdóttir,
Brynjar Grétarsson,
Brynjólfur Þórðarson
og systkini hinnar látnu.
+ Ingibjörg
Helgadóttir
fæddist á Framnesi
á Skeiðum í Arnes-
sýslu 15. júlí 1924.
Hún lést 25. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
María Gísladóttir, f.
30.10. 1892, og
Helgi Nikulásson, f.
3.3. 1887. Ingibjörg
ólst upp bjá fóstur-
foreldrum sínum,
Jarðþrúði Nikulás-
dóttur, f. 25.3.1881,
og Sigurði Haralds-
syni, f. 4.2. 1875. Uppeldissystir
Ingibjargar er Rósa B. Blðndals,
f. 20.7. 1913. Hálfbræður henn-
ar: Vilbogi Magnússon, f. 22.2.
1922, d. 21.8. 1994, og Pétur
Guðmundsson, f. 1.9. 1937.
Hinn 13. maí 1944 giftist Ingi-
bjðrg Jóhanni Sæmundssyni,
ættuðum úr Staðardal í Stein-
grímsfirði. Hann lifir konu sína.
Foreldrar Jóhanns voru Sæ-
mundur Jóhannsson, f. 10.1.
1879, og Elísabet Jónsdóttir,
kona hans, f. 18.5. 1870. Börn
Ingibjargar og Jóhanns eru: 1)
Með Ingibjörgu er fallin í valinn
kona, sem mátti ekki vamm sitt vita.
Hún hugsaði mikið um eilífðarmálin,
sem eru að jafnaði hulin hugarsjón-
um þorra fólks, vegna daglegs starfs
og amsturs. Sjaldan mun hana hafa
vantað til guðsþjónustu í Neskirkju
ásamt manni sínum. Þar voru þau
samstiga, líkt og í lífinu sjálfu.
Ung giftist Ingibjörg Jóhanni
Sæmundssyni, úr Strandasýslu. Með
honum eignaðist hún börn, og stuðl-
aði þannig að framvindu mannlífs-
ins. Hún hefur skilað góðu ævistarfi.
Kynni mín af þessum ágætu hjón-
um hófust fyrir um hálfri öld, er
kona mín fór með mig í heimsókn
til þessa kunningjafólks síns, sem
þá átti heima í litlu húsi inni í
Kringlumýri, skammt þar frá sem
Kennaraháskólinn reis síðar. Þrátt
fyrir nauman fjárhag, undu þau sér
þarna vel. Síðar fluttu þau þaðan,
þegar fjölskyldan stækkaði og kröf-
ur voru uppi um að nýta landið und-
ir varanlegar byggingar.
Á Fornhaga 11 bjuggu þessi
ágætu hjón mðrg síðustu árin, þegar
lífsönnin var að baki. Þau bjuggu í
notalegri kjallaraíbúð og leið þar
vel. Nú kveður Jóhann sína ástkæru
eiginkonu, áttatíu og fimm ára að
aldri. Hann hefur mikið misst, en á
einnig mikið að þakka. Ég votta
honum samúð mína við fráfall henn-
ar, svo og afkomendum þeirra.
Ekkert auðgar lífið meira en kynni
við gott fólk. Fyrir kynnin við hana
Ingibjörgu á Dunhaganum þakka ég
innilega.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Þessi systir mín, sem var ellefu
árum yngri en ég, er farin á undan
mér. Mig langar að leggja henni í
munn erindi úr kvæði til fósturmóð-
ur okkar:
Við páskasól, Guðs ástarorð
og Islands bjðrtu nætur,
við fossanið og feðra-storð,
þú festir lífs míns rætur.
Er fmn ég hrökkva hinsta streng
af hörpu ævi minnar,
á línu sálms til Guðs ég geng
við geisla bænar þinnar.
Ingibjörg, sem var mér sönn syst-
ir, fæddist á heimili fósturforeldra
minna í Framnesi á Skeiðum 15.
júlí 1924. Mamma okkar hét Jarð-
þrúður Nikulásdóttir, Arnfirðingur,
en pabbi okkar hét Sigurður Har-
aldsson, Þingeyingur, úr Köldukinn
og Bárðardal.
Þau voru bæði stórvel gefin,
stálminnug og sérlega barngóð.
Mikið var nú litla stúlkan falleg
og bláu, skíru, stóru og fögru augun
hennar. Vissulega varð hún ljós á
heimilinu. Móðir hennar hét María
Gísladóttir, Árnesingur. Faðir Ingi-
bjargar hét Helgi Nikulásson, ættað-
Elísabet, f. 30.3.
1945, maki hennar
er      Sigtryggur
Sveinn Bragason, f.
30.7. 1943. Dætur
þeirra: Ragnheiður
Sigtryggsdóttir, f.
25.3. 1971, gift Ág-
ústi Loftssyni, f. 2.6.
1965. Sonur hennar
er      Vilhjálmur
Sveinn Guðmunds-
son, f. 8.8. 1991.
Ingibjörg      Sig-
tryggsdóttir, f. 30.3.
1976. 2) Sigrún
Jarðþrúður, f. 6.2.
1947, maki hennar er Sigurður
Júlíus Stefánsson, f. 4.9. 1952.
Sonur Sigrúnar er Jóhann Krist-
jánsson, f. 10.4.1970, sonur hans
er Krisfján Valur, f. 25.8. 1993.
3) Sæmundur, f. 11.8. 1949. 4)
Halldóra, f. 24.5. 1951. Börn
hennar eru: Jóhann Helgi Sig-
urðsson, f. 5.9. 1974, og Lilja
María Sigurðardóttir, f. 14.5.
1976.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Neskirkju mánudaginn 3.
nóvember og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
ur sunnan með sjó og var sjómaður.
Honum þótti afar vænt um dóttur
sína og lét hana heita eftir ömmu
sinni.
Ingibjörg söng lög þegar hún var
ársgömul. María, móðir hennar,
hafði með sér lítinn tveggja ára gló-
koll, sem hét Finnbogi Magnússon.
Hann er nú látinn fyrir nokkrum
árum. Mér fannst gaman að gæta
hans, af því hann var alltaf svo
þægur og góður við mig. Mikið sáum
við eftir þeim mæðginum þegar þau
fóru. Yngri bróðir Ingibjargar heitir
Pétur Guðmundsson, prýðis drengur
eins og Finnbogi bróðir þeirra.
Ingibjörg var elskulegt og rólegt
barn. Hún var hænd að mér og mér
þótti fjarska vænt um hana.
Hún var ákaflega staðföst, trygg
og vinföst.
Okkur leið vel í æskunni, geymd-
um þar mikið sólskin í minningu.
Ingbjörg var fluglæs fjögurra ára
gömul, mamma kenndi henni.
Hún hafði alhliða skarpar gáfur.
Ég hef ekki kynnst hraðgreindara
barni. Réttritun hafði hún í sér, eins
og sum börn.
Hún fékk að læra á orgel í æsku.
Ingibjörg var beðin um að fara og
læra hjá Páli ísólfssyni, svo hún
gæti tekið að sér kirkjuorganista-
starf við kirkjuna í Hruna. Hún sótti
námið af miklu kappi. Páli fannst
hún svo efnileg, að hann bauð henni
ókeypis kennslu, ef hún vildi vera
lengur og þáði hún það. Ingibjörg
hafði afburða tónminni. Söngur og
tónlist voru hennar líf og yndi. Hún
var hjálpsöm, loforð hennar stóð eins
og stafur á bók.
Ingibjörg var falleg og gáfuð ung
stúlka. Hún var vel að sér til munns
og handa. Ég veit að mamma lét
hana læra mikið af sálmum og kvæð-
um auk handavinnu, enda var hún
vel máli farin.
Ingibjörg var organisti hjá mann-
inum mínum að Stað í Steingríms-
firði og æfði kóra. Á Stað hittust þau
Jóhann og Ingólfur gifti þau í Staðar-
kirkju. Þar eignuðust þau tvær indæl-
ar litlar dætur. Elísabet heitir eftir
föðurömmu sinni. En Jarðþrúður Sig-
rún í höfuðið á mömmu og pabba.
Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur
fæddust tvö indæl börn í viðbót,
Sæmundur og Halldóra. Þetta voru
allt miklir sólargeislar fyrir foreldra
og afa og ömmu. Sigrún sagði ný-
lega við mig: „Eg sá mikið eftir
honum afa. Mér þótti svo vænt um
hann." Síðar á ævi fluttu þau hjónin
í Nessókn, þá gekk systir mín í
kirkjukór Neskirkju. Nokkur síðustu
ár sat hún í sóknarnefnd Nessókn-
ar. Þau hjón voru virkir þátttakend-
ur í safnaðarlífi Nessóknar. Þau
komu oft að Mosfelli og Ingibjörg
var tíðum kirkjuorganisti þar við
hátíðleg tækifæri.
Hún var glöð í vor þegar Lilja
María dótturdóttir hennar, lauk
stúdentsprófí með hárri einkunn,
eins og bróðir hennar áður.
Alla tíð var heimili þeirra hjón-
anna mjög gestrisið. Ingbjörg var
mikil móðir og amma. Heimilið bar
sérstakan rausnarbrag.
í veikindum sínum á Borgarspít-
ala sagði hún eitt sinn við mig: „Það
er góð hjúkrun hér."
Ollum er dauðinn sár, sem hann
kemur nærri. En Ingibjörg hefur
áreiðanlega sagt með Hallgrími:
Ég lifi í Jesú nafni,
í Jesú nafni ég dey.
Með hjartans þakklæti fyrir
tryggð og ástríki kveð ég systur
mína.
Minnumst huggunarorða Jesú:
Hver sem trúir á mig, mun lifa þótt
hann deyi.
Innileg samúðarkveðja, frá húsi
mínu.
Rósa B. Blöndals.
I dag, 3. nóvember 1997, er hún
Ingibjörg Helgadóttir jarðsett. Ingu
hef ég þekkt frá því að ég man eft-
ir mér en hún var fóstursystir henn-
ar ömmu minnar. Amma og Inga
voru mjög nánar en þær ólust upp
saman hjá fósturforeldrum sínum,
Jarðþrúði Nikulásdóttur og Sigurði
Haraldssyni að Framnesi á Skeiðum.
Þegar ég hugsa um þær stundir
sem við Inga höfum átt saman dett-
ur mér fyrst í hug þakklæti. Hún
Inga var nefnilega alltaf til staðar
og ekki síst þegar á þurfti að halda.
Þegar ég var barn hjá afa mínum
og ömmu að Mosfelli í Grímsnesi
kom Inga oft til að spila undir messu
hjá afa og þá sat ég alltaf við hlið
hennar og við sungum. Mér fannst
alltaf eins og við værum forsöngvar-
ar í kirkjunni. Þannig var Inga mjög
barngóð og hún hafði alltaf tíma til
að spjalla við mig. Við systkinin
nutum þess að koma og heimsækja
Ingu og Jóa og það þótti sérstaklega
gaman að fá að sofa hjá þeim. Eg
man eftir því að þegar hún svæfði
mig þá söng hún alltaf fyrir mig,
og mikið þótti mér það notalegt.
Síðar á ævinni fengu börnin mín
líka að njóta hlýju hennar og alltaf
spurði hún mig um það hvernig þeim
gengi þegar ég hitti hana. En amma
átti alltaf vísan stað hjá Ingu og Jóa
þegar hún kom í bæinn, og sóttist
hún eftir því að vera hjá þeim. Við
dóttir mín vorum að rifja upp minn-
ingarhar um Ingu og var henni ekki
síður minnisstætt en mér þegar hún
var lítið barn í heimsókn hjá afa og
ömmu, og Inga var líka í heimsókn
og spiluð var vist. Þessum stundum
fylgdi alltaf mikil gleði. Því miður
var Inga ekki heilsuhraust síðustu
árin sem eflaust hefur verið henni
ogeiginmanni hennar þungt í skauti.
í dag kveð ég Ingu og bið góðan
Guð að blessa hana og sendi samúð-
arkveðjur til eiginmanns hennar Jó-
hanns Sæmundssonar, barna þeirra,
Elísabetar, Sigrúnar, Sæmundar,
Dóru, maka þeirra og barna.
Rósa Arnardóttir
og fjölskylda.
Ömmur og afar eru einstakar
manneskjur. Til þeirra sr ávallt
hægt að leita, þau eru einhvernveg-
inn alltaf til staðar. Vih'a allt fyrir
barnabörnin gera og dekra jafnvel
ofurlítið við þau án þess að nokkur
viti. Það myndast oft svo sérstakt
samband á milli barnabarnanna og
þeirra. Það er ekki beint eins og
samband okkar við foreldra, systkini
eða vini heldur eins og sambland af
því besta frá hverjum þessara um
sig. Það er eins og ömmur og afar
geti verið allt í senn. Það hlýtur að
vera mikilvægt fyrir börn og ungl-
inga að kynnast viðhorfum þeirrar
kynslóðar sem ömmur og afar þeirra
tilheyra. Þau muna tímana tvenna
og margt þykir okkur skrítið sem
yngri erum. Lífið hefur ekki alltaf
verið dans á rósum í „gamla" daga.
Ekkert sjónvarp, fáir bílar, vondir
vegir, lítil og ófullkomin íbúðarhús-
næði. Hvernig fór fólk eiginlega að
hér áður fyrr ? Hugsanlega áttum
við okkur betur á því hve undarlegt
mat við höfum sjálf á hlutunum
þegar við fáum að virða fyrir okkur
sjónarhorn þeirra sem eldri eru. Þeg-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64