Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Iðnaðarráðherra segir áform um stofnun orkufyrirtækis í 15% eigu útlendinga Kostnaður við orkuflutn- ing útilokar Keilisnes VERÐI álverið, sem Norsk Hydro áformar að reisa hér á landi, stað- sett á Keilisnesi þarf að byggja tvær 400 kV hálendislínur. Kostnað- ur við það er áætlaður 20-25 millj- arðar. Finnur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra segir að kostnaður við þetta sé það mikill að það leiði til þess að ekki verði hægj; að bjóða raforkuna á samkeppnishæfu verði. Þess vegna telur hann óhjákvæmi- legt að staðsetja álverið á Austur- landi. Finnur flutti erindi um nýtingu orkulinda til atvinnuuppbyggingar á aðalfundi miðstjómar Framsókn- arflokksins í gær. Hann sagði að áform um byggingu álvers Norsk Hydro gerðu ráð fyrir að stofnað Nýtt kerfí LSR frá 1. desember Búist við ör- tröð hjá líf- eyrissjóðnum MIKIÐ álag hefur verið á skrifstofu Lífeyrissjóðs staifsmanna ríkisins í vikunni, en frestur sjóðsfélaga til að færa sig yfír í nýtt lífeyriskerfi renn- ur ót 1. desember. Haukur Haf- steinsson, framk\'æmdastjóri sjóðs- ins, sagði að þrisvar sinnum fleiri umsóknir um flutning hefðu borist í vikunni en allt þetta ár. Yfir 500 hefðu þegar flutt sig yfir i nýja kerf- ið. Hann sagðist sjá fram á örtröð síðustu dagana í mánuðinum. Seinir að taka við sér Liðlega 18.000 sjóðsfélagar eiga kost á að færa sig úr gamla lífeyi-is- kerfinu yfir í nýja kerfið á grundvelli nýrra laga um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins og Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. Haukur sagði að sjóðsfélagar hefðu verið nokkuð seinir að taka við sér, en nú væri ekki hægt að kvarta yfir viðbrögðun- um. Hann sagðist reikna með að 70% af umsóknunum kæmu síðustu dag- ana og vísaði þar til skila á skatt- skýrslum og kaupa á hlutabréfum fyrir áramótin. Það virtist vera siður Islendinga að gera hlutina á síðustu stundu. Haukur sagði að starfsfólk LSR væri búið undir að mikið álag skap- aðist síðustu dagana, en það mætti þó búast við að fólk þyrfti að bíða eftir að fá afgreiðslu. LSR er núna deildaskiptur sjóður, þ.e. A-deild, sem byggist á nýjum reglum, sem eru um margt hliðstæð- ar því sem er hjá almennu lífeyris- sjóðunum, og B-deild, sem er gamli sjóðurinn. Lífeyrisþegar geta ekki valið milli deildanna, en þeir eiga hins vegar kost á að velja um við hvað lífeyrisgreiðslumar miðast, þ.e. laun eftirmanns í starfi eða meðal- breytingar sem verða á fóstum laun- um opinberra starfsmanna. ------»♦♦------ Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins Heimili og skóli verðlaunuð SAMTÖKIN Heimili og skóli fengu bjartsýnisverðlaun Framsóknar- flokksins í gær, er þau voru veitt í fyrsta sinn. Formaðurinn, Jónína Bjartmarz, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd samtakanna. Rökin fyrir verð- launaveitingunni eru m.a. þau, að samtökin hafi staðið fyrir vakningu meðal foreldra fyrir nauðsyn góðs samstarfs heimilis og skóla. yrði nýtt orkufyrirtæki til að afla þeirrar orku sem álverið þyrfti á að halda. Gert væri ráð fyrir að það yrði að 15% í eigu erlendra aðila, en 85% í eigu ríkisins eða Landsvirkj- unar og íslenskra stofnanafjárfesta. Miðað væri við að fyrirtækið yrði að fullu í íslenskri eigu í framtíð- inni. Tvær hálendislínur fyrir 20-25 milljarða Finnur minnti á í þessu sam- bandi, að með samningnum um Evrópskt efnahagssvæði hefði um síðustu áramót verið opnað fyrir er- lenda eignaraðild í íslenskum orku- fyrirtækjum. Finnur sagði að þeir hagkvæmu HLÝINDIN að undanförnu hafa gert mönnum auðveidara fyrir með ýmsar framkvæmdir utan- dyra, svo sem byggingar, vega- gerð og garðyrkju. Rekstrarstjóri Vegagerðarinn- ar á Reyðarfirði, Guðjón Þórar- insson, sagði í samtali við Morg- HREPPSNEFND Öxarfjarðar- hrepps hefur fengið nokkur ná- grannasveitarfélög og opinberar stofnanir í lið við sig í því verkefni að hefja að nýju rannsóknir á háhita- svæðinu í Oxarfirði. Byrjað verður á hönnun rannsóknarholu. Ingunn St. Svavarsdóttir sveitar- stjóri á Kópaskeri vonast til að þetta frumkvæði leiði til þess að reist verði gufuaflsvirkjun í Óxarfirði og auk þess fáist upplýsingar um uppruna jarðgass og þar af leiðandi olíu á svæðinu. Undir söndunum í Öxarfirði er há- hitasvæði. Einnig hefur fundist líf- rænt gas í borholum við Skógarlón. Eru þetta sömu gastegundir og finn- ast á olíusvæðum og hefur það vakið vonir um að finna mætti vinnanleg brennsluefni í þessum jarðlögum, að orkuöflunarkostir sem væru fyrir hendi væru að stærstum hluta á Austurlandi eða um 9.100 GWst. Á Suðurlandi væri hægt að virkja og framleiða orku á samkeppnisfæru verði fyrir 4.700 GWst, en möguleg stækkun ISAL, Norðuráls og Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga gæti tekið 3.500 GWst. Ef ætti að staðsetja fleiri stóriðjufyr- irtæki á Suðvesturlandi þyrfti að flytja raforkuna frá Austurlandi með miklum tilkostnaði. Ef álver Norsk Hydro yrði staðsett á Keil- isnesi þyrfti að byggja tvær 400 kV hálendislínur fyrir 20-25 millj- arða. Það myndi leiða til 15-20% hækkunar á orkunni þannig að ekki yrði hægt að selja hana á unblaðið í gær að þrátt fyrir vöxt í ám og mikil hiýindi, 6-7 stiga hita dag eftir dag, hefðu enn engar skemmdir orðið á vegum á Austurlandi. Vegagerðarmenn nota nú tækifærið og sinna störf- um sem öllu jöfnu tilheyra frekar vorinu. því er fram kemur í samantekt Orkustofnunar um stöðu rannsókna á svæðinu. Til þess að kanna betur jarðhita og gas þarf að bora eina eða fleiri rannsóknarholur, 1.500-2.000 metra djúpar. Tvær flugur í einu höggi í erindi hreppsnefndar Öxarfjarð- arhrepps til iðnaðarráðherra í vor kemur fram að framhaldsrannsóknir hafi margsinnis verið á áætlun hjá Orkustofnun en ekki fengist fjánnagn í þær, þrátt fyrir að auðvelt væri að slá tvær flugur í einu höggi með því að kanna háhitasvæði með tilliti til gufu- aflsvirkjunar og þar með framleiðslu á rafmagni sem skortur er á um þessar mundii- og um leið gasið og þá hugs- anlega olíu. Ákvörðun um staðsetningu borholu samkeppnishæfu verði. Ef álverið yrði staðsett á Reyðarfirði þyrfti að byggja eina 220 kV hálendislínu og kostnaður við hana yrði 7,5 milljarðar. Finnur greindi einnig frá áform- um um byggingu olíuhreinsistöðvar hér á landi. Áhugi erlendra fjár- festa á því væri fyrir hendi. For- hagkvæmnisathugun yrði tilbúin í janúar nk. Stöðin yrði reist í tveim- ur áföngum, með 1 milljónar tonna afkastagetu og 4 milljóna tonna af- kastagetu. Minni stöðin myndi kosta 17 milljarða, en sú stærri 71 milljarð. Finnur vék einnig að margvíslegum smáum iðnfyrirtækj- um um allt land sem væru til skoð- unar. Að sögn Rúnars Valssonar, lögreglumanns á Egilsstöðum, eru Eyvindará og Grímsá orðnar mjög vatnsmiklar, líkt og vor væri, enda hefur verið mikil úr- koma og hlýindi þar um slóðir síðustu þrjár vikurnar. Spáð er áframhaldandi hlýindum. ræðst af því hvort könnun á oh'u er fyrsti tilgangur borunarinnai- eða hvort aðaltilgangurinn er að kanna vinnslueiginleika háhitasvæðisins. Orkustofnun telur að fyrsta skrefið á rannsóknabrautinni sé nákvæm hönnun borholu, gerð verklýsingar um borun og kostnaðaráætlun um verldð. Talið er að kostnaður við þetta skref gætí orðið hálf til ein milljón kr. Ingunn sveitarstjóri segir að sveit- arstjómimar í Öxarfirði, Kelduhverfi og á Húsavík hafi ákveðið að leggja fram fé til að koma þessari rannsókn af stað, einnig Landsvirkjun, Raf- magnsveitur ríkisins og hugsanlega fleiri aðilar. Fundui' fulltrúa fi-á þess- um aðilum og vísindamanna hefur verið boðaðui' næstkomandi þriðju- dag. Þar verður málið kynnt og und- irbúið fyrir frekari ákvarðanir. vegnar vel ►Með samningnum um EES opn- aðist íslendingum aðgangur að fjölbreyttum samstarfsverkefnum Evrópusambandsins. /10 Böndum komið á Yangtze-fljót ►Þriggja gljúfra-áætlunin, stíflu- gerð í Yangtze og risastórar virkj- anir, er framkvæmd, sem jafnast aðeins á við byggingu Kínamúrs- ins. /12 Gosið íGjálp ►íslenskir jarðvísindamenn hafa í höndum ómetanleg gögn um hegðun eldgoss inni í jökli eftir umbrotin í Gjálp í Vatnajökli. /26 B ► 1-20 Dollíerengin frétt fyrir mig ►Einar Ingi Siggeirsson var aldr- ei neinn venjulegur reykvískur gagnfræðaskólakennari, því einn daginn færði hann nemendunum teningslaga tómata. /1-4 Reykjavík - Borg eftir uppskrift ►Björn Ólafs arkitekt í Frakk- landi segir álit sitt á byggingar- sögu ogskipulagsþróun fæðingar- borgarinnar. /6 í landi óreiðunnar ►íslendingar stunda fiskveiðar víða um heim. Albert Sigurðsson segir frá ótrúlegri lífsreynslu sunn- an úr Afríku. /12 FERÐALÖG ► 1-4 Holland ►Afslappað og banvænt sumarfrí ./2 Baráttan um plássið ►Bandarísk flugfélög hafa óskað eftir að loftferðaeftirlitið setji regl- ur um leyfilegan handfarangur. /4 E5 BÍLAR ► 1-4 Fiat með GDI-vélar og tvinnvélar ►Nær enginn útblástur og minni eyðsla. /2 Reynsluakstur ►Knár Mercedes Benz A140. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-16 Framleiðni vinnuafls veitna minnkaði ►Gluggað í skýrslu Hagfræði- stofnunar sem unnin var fyrir V.R /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50 Leiðari 32 Stjömuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Fólk I fréttum 54 Skoðun 37 Útv./sjönv. 52,62 Minningar 40 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Dœgurtónl. 16b Bréf til blaðsins 48 Mannlífsstr. 20b Hugvekja 50 Gárur 20b ídag 50 INNLENDAR FE .ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Morgunblaðið/RAX VERKLEGAR framkvæmdir hafa gengið einstaklega vel vegna góðrar veðráttu. Hlýindi auðvelda framkvæmdir Vilja rannsaka háhita, gas og olíu í Oxarfírði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.