Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Bókaverslun Eymundssonar er vafalaust í hugum flestra landsmanna einn af föstu punktunum í tilver- unni. Ekki að undra, þar sem aliar götur frá 1872 hafa bókaáhugamenn getað gengið að Eymundsson vísum í miðbænum, fyrst í Lækjargötu 2 og síðan í Austurstræti 18. Þau eru varla mörg íslensku fyrirtækin sem geta státað af slíkri staðfestu, a.m.k. hvað nafn og staðsetningu varðar. í gegnum tíðina hefur Eymundsson nokkrum sinnum skipt um eigend- ur, síðast fyrir hálfu öðru ári þegar Penninn keypti fyrirtækið og þrjár af 7 bókaverslununum og varð þar með eitt af stærstu bóksölufyrir- tækjum landsins. „Penninn hefur starfrækt verslun í miðbænum frá stofnun fyrirtækis- ins fyrir 65 árum. Það var nánast fyrir tilviljun að við fórum út í kaup- in á Bókaverslun Eymundssonar," segir Gunnar Dungal forstjóri Pennans og Eymundssonar. „Versl- un Pennans var frá upphafi í Hafn- arstræti en við horfðum til Austur- strætis sem betri verslunargötu og fluttum okkur fyrst í húsnæðið þar sem áður hafði verið Verslunin Torgið. Árið eftir flutninginn var Kringlan opnuð og þá dró talsvert úr viðskiptum í miðbænum. Við fór- um þá í samstarf við Almenna bóka- félagið sem rak Bókaverslun Ey- mundssonar í Austurstræti 18 og við fluttum okkur í kjallarann þar með ritfangaverslunina okkar,“ seg- ir Gunnar. Tíð eigendaskipti undanfarin ár Almenna bókafélagið keypti Ey- mundsson, sem þá var bæði bóka- verslun og bókaforlag, í árslok 1958, af hlutafélagi sem rekið hafið fyrir- tækið frá 1951. Þar á undan, frá 1935, hafði Bjöm Pétursson átt fyr- irtækið en hann keypti það af föður sínum Pétri Halldórssyni borgar- stjóra. Pétur hafði keypt verslunina af Sigfúsi Eymundssyni árið 1909. Almenna bókafélagið seldi Ey- mundsson Prentsmiðjunni Odda ár- ið 1990 sem reyndar seldi það sam- dægurs Bókaforlaginu Iðunni. Tveimur árum síðar keypti Oddi aftur af Iðunni og rak Oddi Bóka- verslanir Eymundssonar í 4 ár, þar til í maí á sl. ári að Penninn keypti þrjár verslananna af sjö ásamt nafni fyrirtækisins. „Við lögðum tals- verða áherslu á að fá nafnið ásamt því að kaupa verslunina í Austur- stræti og tvær verslanir i Kringl- unni,“ segir Gunnar. Þar rekur Penninn nú ritfanga- og gjafavöru- verslun og nýja stórglæsilega bóka- verslun Eymundssonar i Suður-Kr- inglunni. I allt eru verslanir Penn- ans og Eymundssonar fimm talsins, í Austurstræti, Hallarmúla, Hafnar- firði og tvær í Kringlunni. Starfs- menn fyrirtækisins eru um 130 tals- Kristinn Forstjórinn ásamt nokkrum af sfnum nánustu samstarfsmönnum. F.v Gunnar Dungal, Rannveig Pálsdóttir verslunarstjóri, Ingimar Jónsson yfírmaður verslunarsviðs og Sara Magnúsdóttir fjármálastjóri. Viljum að nafnið lifi Nú í desember eru liðin 125 ár frá því Sigfús Eymundsson, ljós- myndari og bókbindari, stofnaði bókaverslun sína í Lækjargötu 2. Enn er verslað með bækur undir þessu sama nafni og nánast á sama stað þó að flest annað hafí tekið breytingum í tímans rás. __Hávar Signrjónsson ræddi við Gunnar Dungal um_ Eymundsson og bækurnar, jólamarkaðinn og afmælið. ins og ársveltan er nú um einn og hálfur milljarður. Stærsta bókaverslun landsins „Þegar Borgarkringlunni var lokað og breytingar urðu á því hús- næði gafst okkur tækifæri til að stækka bókaverslunina og við ákváðum að gera hana að stærstu bókaverslun landsins með viðeig- andi úrvali bóka, íslenskra jafnt sem erlendra. Við kaupin á fyrir- tækinu tókum við jafnframt við umboði fyrir erlendar bækur og tímarit og höfum kappkostað að hafa sem best úrval af hvoru- tveggja í verslunum okkar,“ segir Gunnar. Og óneitanlega er verslun- in glæsileg, á 400 fermetrum má finna bækur um allt milli himins og jarðar og andrúmsloftið er við hæfi, svo viðskiptavinum gefst tækifæri til að glugga í bækurnar án asa og hávaða. „Okkar bak- grunnur er ritföng og Penninn hef- ur um áratugaskeið verið stærsti innflytjandi landsins á ritföngum og skólavörum. Fyrir 15 árum byrjuðum við að selja skólabækur og síðar bækur til gjafa þannig að Sigfús Eymundsson 1837-1911 Athafnamaður í anda 19. aldar SIGFÚS Eymundasson ljósmyndari og bók- bindari opnaði bóka- verslun sína í húsinu við Lækjargötu 2 í nóvemberlok árið 1872 og birtist fyrsta auglýsingin frá versl- uninni í blaðinu Göngu-Hrólfi þá fyrir jólin. Þar tilkynnir Sigfus um opnun verslunarinnar og til- greinir ýmsar íslensk- ar bækur sem hann hafí á boðstólum, m.a. Ljóðmæli Kristjáns Jónssonar & 1 ríkisdal og 72 skildinga, Helj- arslóðarorrustu Grön- dals á 2 mörk og Þúsund og eina nótt f þýðingu Steingríms Thor- steinssonar svo eitthvað sé nefnt. Ennfremur auglýsir hann ritföng og er- lendar bækur býðst hann til að útvega við- skiptamönnum sínum. Sigfús Eymundar- son var fæddur í Vopnafirði árið 1837, fór tvítugur til Kaup- mannahafnar og nam þar bókband þjá Urs- in, hinum konunglega hir ðbókbindara. Að námi loknu vann hann um skeið sem verksljóri hjá meist- ara sínum en dvaldi síðan í Noregi á fjórða ár og nam þar Ijós- myndun. Hann sneri sfðan aftur til Kaupmannahafnar og rak þar Ijósmyndastofu um tveggja ára skeið. SIGFÚS Eymundsson Ijósmyndari og bóksali 1837-1911. HÚS Sigfúsar Eymundssonar við Lækjargötu 2 eins og það leit út eftir gagngerar breytingar árið 1882. Sval- irnar á norðausturhomi hússins eru eftirtektarverðar, en þaðan tók Sigfús margar af ljósmyndum sfnum. Sigfús fluttist heim til íslands árið 1866 og settist að í Reykja- vík. Ferðaðist hann víða um land- ið á sumrin og tók ljósmyndir en stundaði bókband f Reykjavfk á vetrum. Sigfús var mikill athafna- maður og lét stjórnmál og félags- líf nyög til sín taka og hafði for- göngu um margs konar fram- kvæmdir. Hann varð fyrstur til að koma á gufubátsferðum um Faxa- flóa. í félagi við aðra keypti hann gufubát frá Englandi og var skip- ið nefnt Faxi. Ekki var það lengi í förum því strax fyrsta haustið sökk það f óveðri í Reykjavíkur- höfn. Auk reksturs ljósmyndastofu og bókaverslunar rak Sigfús prentsmiðju og bókaútgáfu og kostaði kapps um að gefa út vandaðar bækur sem hefðu ótví- rætt bókmenntalegt gildi og fræðibækur sem mættu koma ai- menningi að gagni. Þá var Sigfús um áratugaskeið umboðsmaður fyrir Allan-skipafélagið sem flutti ófáa íslendinga vestur um haf á síðasta fjórðungi 19. aldar- innar. Átti Sigfús mikinn þátt f að bæta aðbúð vesturfaranna um borð í skipum AUen-skipafélags- ins. Sigfús var einnig um tfma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.