Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 B 5
Undir þaki
himinsins
VISTARVERUR er
heiti nýrrar Ijóða-
bókar eftir Kristján
Krisljánsson. Höf-
undur dregur upp
mynd af vistarver-
um mannsins. Því
hvernig maðurinn
tengir sig veröldinni
í gegnum sitt nán-
asta umhverfi, hý-
býli og staði, og þær
vistarverur sem við
deilum saman undir
þaki himinsins.
„í húsi föður míns
eru margar vistar-
verur,“ segir í Bibl-
íunni og öll teljum
við okkur búa á einhveijum
ákveðnum stað sem við köllum
„heima“. Síðasta ljóðabók höf-
undar kom út fyrir sjö árum en
undanfarið hefur Kristján að
mestu fengist við skáldsagna- og
leikritagerð og segir að svo virð-
ist sem þessi tvö form skáldskap-
ar, ljóðagerð og skáldsagnagerð,
fari ekki saman því ljóðin hafi
lítið leitað á hann á þeim tíma.
„Hins vegar hefur knappt form
ljóðsins leitað meira á mig eftir
að tíminn til skrifta varð minni.
Ljóðin komu til mín aftur og ég
upplifði það næstum eins og ljós
i myrkrinu."
Ljóðabálkur í fyrsta hluta
bókarinnar, þar sem höfundur
lýsir sínu nánasta umhverfi og
náttúru heimaslóðanna, opnar
dyr að bæði stærri og minni
vistarverum. „Viðfangsefnið er
glíma mannsins við
lífið út frá umhverfi
sínu, því hvernig
maður tengir sig við
veröldina," segir
Kristján. „Við erum í
mesta basli við að lifa
í núinu. Einhvern
tímann var sagt um
íslendinga að þeir
væru svo önnum
kafnir við að láta sér
líða betur að þeir
hefðu aldrei tíma til
að láta sér líða vel.
Það er líkt og ofur-
kapp hafi hlaupið í
þjóðina svo að hún
vilji helst gleypa allan
heiminn í stað þess að njóta
augnabliksins. Ég hef sjálfur
verið að myndast við að læra að
lifa hér og nú og held ég geti
sagt að j>að gangi betur en
áður.“ I ljóðunum Heimild um
tuttugustu öldina og Heimsveldi
er deilt á stríðssögu aldarinnar
og Kristján segist ekki vera laus
við kvíða andspænis nýrri öld
með tilliti til sögu þessarar ald-
ar. „Stríðin verða ógeðslegri og
mannvonskan skelfilegri og
hægt virðist miða í rétta átt því
alltaf tekst okkur að beita nýrri
tækni til að murka lífið hvert
úr öðru. Ég velti því fyrir mér
hvert tæknin muni leiða okkur.“
Hann er hóflega svartsýnn og í
senn kvíðinn og spenntur fyrir
framtíðinni. „Það getur allt
gerst og auðvitað er ekki útséð
um mannkynið enn.“
Kristján
Kristjánsson
Villuljós
Áður en ég slekk ljósið
skemmti ég mér góða stund
við að horfast í augu við tvo kvisti
í súðinni fyrir ofan,
og ósjálfrátt fer ég að hugsa
um tungl og stjörnur.
Legg síðan augun aftur
og hlusta á myrkrið
koma sér þægilega fyrir
í svefnherberginu.
Augun kveikja af vana villuljós
sem lifna og deyja nánast í sömu andrá.
Ég ligg bara kyrr - læt mig þau engu skipta.
Á meðan ég bíð eftir að þau hverfi
og svefninn sæki mig
hugsa ég um þakið fyrir ofan
þakið sem var málað svart í sumar,
man það var glaðasólskin,
hvergi ský á himni.
Rafræn bókaútgáfa
RAFRÆN bókaútgáfa er víða
umfangsmikil og er hafin hér á
landi. I fyrra komu íslendinga
sögur, orðstöðulykill og texti,
orðabækur og kennslubækur út á
rafrænu formi og í ár er að
minnsta kosti ein endurútgefin
barnabók á þessum markaði.
í spænska bókablaðinu Que
leer var nýlega fjallað um 40 slík-
ar bækur sem gefnar hafa verið
út á Spáni og hefur blaðið sjálft
valið það sem athyglisverðast
þykir.
Meðal þessara bóka eru hvers
kyns vísindarit, bækur um listir
og einstaka listamenn, mat-
reiðslubækur og orðabækur,
landafræði og ferðahandbækur,
en einnig skáldrit og þá vitanlega
sjálfur Don Quijote Cervantes.
Um rafrænar bækur er m.a.
fjallað í forsíðugrein þar sem vik-
ið er að nýjungum í bóklestri.
Heimild og skáldskapur
Gabriel García Márquez
BÆKUR
Þýdd skáldsaga
FRÁSÖGN AF MANNRÁNI
eftir Gabriel García Márquez.
Tómas R. Einarsson ísienskaði.
Prentvinnsla erlendis.
Mál og menning 1997 - 256 síður
GARCÍA Márquez fékkst lengi við
blaðamennsku og fæst reyndar enn.
Menn hafa bent á að blaðamennska
hafi sett svip á verk hans og oftast
er minnst á það án þess að verið sé
að rífa niður rithöfundinn. Tryggir
lesendur hans á Spáni rifjuðu þetta
upp við útkomu bókarinnar Frásögn
af mannráni í fyrra.
Því var fleygt að bókin væri með-
al hinna bestu eftir García Márquez.
Menn geta svo rætt það fram og
aftur. Það er aftur á móti ljóst að
nákvæmni blaðamannsins og þörf
fyrir spennu setur svip á frásagnar-
hátt höfundarins. Textinn er beinn
og skorinorður og á sér ekki nein
ákveðin fylgsni eins og sumar skáld-
sögur höfundarins, til dæmis höfuð-
verk hans Hundrað ára einsemd.
Vandi Rómönsku Ameríku, ekki
síst Kólumbíu, er efni sem búið er
oft að gera skil og ekki er lát á í
bókum og fjölmiðlum og hvarvetna
þar sem til dæmis mannréttindamál
eru rædd. í Frásögn af mannráni
er fjallað um raunverulega atburði,
töku tíu gísla í Kólumbíu 1990, en
sá sem stjórnaði var eiturlyfjakóng-
urinn Pablo Escobar.
Það skiptir kannski ekki svo miklu
máli um hvað bækur García Márqu-
ez snúast, það er að segja hvaða
efnivið höfundurinn velur sér, því
að hann er fyrst og fremst að lýsa
fólki eða öllu heldur að skyggnast
inn í örlög þess og kanna eðlið.
Maður í veikleika
Bestum tökum nær García Márqu-
ez á því að lýsa lífinu innan veggja
fangelsisins, samskiptum varðanna
og fanganna þar sem af ótrúlegri
nákvæmni blaðamannsins og innsæi
rithöfundarins er sýnt hvernig mað-
urinn er í veikleika sínum en líka
styrk. Frásögnin rís oft
í hæðir skáldskapar þótt
hún lúti heimildasög-
unni því að bókin er eins
og höfundurinn segir í
formála skrifuð í þeirri
von að atburðir hennar
endurteki sig ekki.
Hann segist einnig
standa í eilífri þakkar-
skuld við söguhetjur
bókarinnar og sam-
starfsmenn sína fyrir að
hafa hjálpað til við að
forða frá gleymsku
þessum skelfilega
harmleik sem staðið
hafi í Kólumbíu í meira
en tuttugu ár.
Félagslegi harmleikurinn, sú al-
heimsógn sem bókin speglar, líður
ekki strax undir lok. Hana sýnir
García Márquez okkur á mest sann-
færandi hátt með niðurlægingu
sögupersóna sinna, aftökum þeim
og pyntingum sem eru hluti daglega
lífsins og vandlega skipulagðar. Lík-
ið af gíslinum Marínu Montoya sem
fannst á auðu svæði í Bógóta heimt-
ar samúð lesandans og vitanlega
meira sé litið á bókina öðru vísí en
skáldverk. Mannrán eru atvinnuveg-
ur í Kólumbíu og munu hvergi ann-
ars staðar vera fleiri.
Orðmörgum texta García Márqu-
ez kemur þýðandinn, Tómas R. Ein-
arsson, lipurlega til skila.
Jóhann Hjálmarsson
Skessum getur líka leiðst
BÆKUR
Barnabók
SAGAN AF SKESSUNNI
SEM LEIDDIST
Eftir Guðrúnu Hannesdóttur.
Forlagið, 1997 -[24] s.
GUÐRÚN Hannesdóttir sendir
nú frá sér sérlega ljúft ævintýri sem
hún myndskreytir sjálf. Áður hafði
hún myndskreytt tvær ljóðabækur
fyrir börn og á síðasta ári fengu
hún og móðir hennar íslensku
barnabókaverðlaunin fyrir sögu
sína um risann þjófótta.
Sagan um skessuna er í alla staði
falleg og heiðrík saga. Sagan hefur
sterkan boðskap og sver sig þar í
ætt við hið gamla ævintýri. Skess-
unni leiðist því hún á enga vini.
Hún Ieggur því af stað og ætlar
sér að eignast vini. En þeir sem
hún nálgast vilja ekkert með hana
hafa og eru hræddir við hana. Hún
reynir þá að þvinga þá til vináttu
með því að setja á þá hömlur en
það gerir aðeins illt verra. Hún
verður því að læra hvað þarf til
að eignast vini.
Bókin sjálf og allar myndskreyt-
ingarnar eru ákaflega faglega unn-
in. Enginn getur efast um að nátt-
úran er íslensk þar sem skessan
býr í helli undir mosaþembu og
lambagrasið gægist upp úr svörtum
sandinum. Tárin sem skreyta síð-
urnar þar sem skessan er svo leið
undirstrika tilfinningar sögunnar.
Þegar hún reynir að festa fuglana
með steinum, fljúga fjaðrirnar um
og við sjáum angistarsvipinn á
fuglunum og öllum hinum dýrunum
þegar þau annaðhvort liggja undir
fargi eða eru kreist til vináttu. Gleði
skessunnar þegar hún fær lausn á
sínu vandamáli er líka fölskvalaus
og sýnd á afar fallegan hátt á síð-
ustu opnu bókarinnar þar sem jafn-
vel lambið sem farið var illa með
er orðið hluti af gleðinni. Loks get-
ur músin sofið róleg í holu sinni
og allt er orðið gott.
Texti sögunnar er stuttur og
mjög vel til þess fallinn að hann
sé lesinn fyrir börn. Þetta er bók
sem er vel við hæfi yngstu lesend-
anna. Hægt er að ræða um boð-
skap sögunnar og fá börnin til að
ræða í hvetju sönn vinátta er fólgin.
Það er gaman að sjá nýjar þjóð-
sögur verða til og það í svona fal-
legri útgáfu. Þjóðsagan og ævintýr-
ið eru kjörið form til að koma fram
með boðskap og hann þarf ekki
alltaf að vera mjög flókinn né hlut-
irnir dregnir upp í svörtu og hvítu.
Ævintýrið getur vakið börn og full-
orðna til umhugsunar um hvers-
dagslega hluti vegna þess að aðal-
persónurnar eru skessur eða yfir-
náttúrulegar verur sem hægt er
að nota bæði sem skemmtigjafa
en jafnframt gefa þeim hæfileikana
til að gera ýmislegt sem manna-
börn geta ekki gert.
Sigrún Klara Hannesdóttir
Nýjar bækur
• FELLUR mjöll í sedrusskógi
er skáldsaga eftir David Guterson
í þýðingu Áma Óskarssonar.
Sagan gerist á eyjunni San
Piedro úti fyrir vesturströnd Banda-
ríkjanna. Þar búa sjómenn og
bændur, bæði af evrópsku ogjap-
önsku bergi brotnir og þar mætast
straumar úr ólíkum menningar-
heimum. Sagan gerist í síðari hluta
heimsstyijaldarinnar og skömmu
eftir hana og lýsir hinum nöturlega
raunveruleika stríðsins á átakanleg-
an hátt.
Þetta er bæði ástar- og saka-
málasaga. Hún kom fyrst út árið
1994 og hefur hlotið Qölda verð-
launa, m.a. hin virtu PEN/Faulkn-
er- bókmenntaverðlaun árið 1995.
Mál og menninggefur bókina
út. Hún er374 bls., unnin íSví-
þjóð. Kápuna gerði Robert Guille-
mette. Verð: 3.680 kr.