Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1997 ■ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 BLAÐ Héðinn Gilsson til liðs við Dormagen „íslendingaliðið" Wuppertal sigraði í Hameln Baráttaog sætur sigur Wuppertal vann lærisveina Al- freðs Gíslasonar í Hameln 29:27 á útivelli í þýsku deildinni í handknattleik í gærkvöldi og var Viggó Sigurðsson, þjálfari gestanna, mjög ánægður með árangur sinna manna. „Þetta eru áþekk lið en við byij- uðum vel, komumst í 10:3 og slógum þá út af laginu,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Baráttan hjá okkur var mjög góð og sigurinn ekki að- eins sætur heldur verðskuldaður.“ Ólafur Stefánsson var tekinn úr umferð lengst af en gerði engu að síður 6 mörk fyrir Wuppertal, þar af eitt úr vítakasti. Stig Rasch var með 8/2 mörk, Frakkinn Rolf Praty 5, Dimitri Filippow 5, Tollefsen 3 og Geir Sveinsson 2 mörk. „Strák- amir voru mjög góðir,“ sagði Viggó. „Geir var rosalegur í vöm og sókn, Rasch óstöðvandi og nýi Frakkinn frábær." Konráð Olavson og félagar í Niederwurzbach fengu Flensburg í heimsókn og fögnuðu sigri en liðum annarra íslendinga gekk ekki eins vel. Róbert Sighvatsson og samherj- ar í Dormagen töpuðu fyrir Gum- mersbach og eru í neðsta sæti. Pat- rekur Jóhannesson og félagar í Ess- en töpuðu í Minden og em í fallsæti og Róbert Duranona mátti sætta sig við að tapa með Eisenach í Kiel. „Mesta athygli vekur að Grosswall- stadt var átta mörkum yfir þegar 10 mínútur vom eftir í Magdeburg en liðin gerðu jafntefli," sagði Viggó. ■ Úrslit/C2 ■ Staðan/C2 Héðinn Gilsson handknattleiks- maður skrifaði í gærkvöldi undir samning við 1. deildarliðið Bayer Dormagen og leikur sinn fyrsta leik með félaginu á heimavelli gegn Wallau Massenheim á laugar- daginn. Samningur Héðins við Dor- magen er út yfirstandandi keppnis- tímabil, en hann hefur sl. hálft annað ár leikið með Fredenbeck sem sl. vor féll úr 1. deildinni. Þar með verður Héðinn annar íslendingurinn í her- Jón Sigurðsson þjálfari KR Skemmti- legt og spennandi verkefni JÓN Sigurðsson stjórnaði fyrstu æfingu sinni þjá meist- araflokki KR í körfuknattleik í gærk völdi og stýrir liðinu á móti Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Jón var ráðinn þjálf- ari liðsins til vors í stað Hrann- ars Hólm sem var leystur und- an samningi í fyrrakvöld. „Ég hef fylgst vel með þessu Uði, þekki alla vel, meðal ann- ars eru fimm menn í hópnum sem voru í unglingalandsUð- inu sem ég þjálfaði fyrir nokkrum árum,“ sagði Jón við Morgunblaðið. „Vonandi náum við að bæta okkur þó ekki sé hægt að búast við kraftaverki á einni nóttu en verkefnið er skemmtílegt og spennandi." Óskar Kristjánsson verður áfram i KR en eins og fram hefur komið hugleiddi hann að skipta yfir i Grindavík. „Ég er feginn að hann skipti ekki þvi hugur hans er vestur í bæ,“ sagði Jón. 1. deild. Þá spillti ekki fyrir að hjá liðinu væri Róbert landi sinn. „Þetta er mikil áskorun og ég vona að allt gangi upp hjá okkur." Hann sagði ennfremur að illa hefði gengið hjá Fredenbeck í vetur, félag- ið væri í 10. sæti norðurhluta 2. deild- ar. Hann hefði leikið alla leiki liðsins fyrir utan skamman tíma sem hann hefði verið frá vegna fingurbrots. „Mér hefur gengið upp og ofan, verið með fimm til tíu mörk í leik.“ HÉÐINN Gllsson lelkur vlA hllA Róberts Sighvatssonar hjá Bayer Dormagen. búðum Dormagen, en fyrir er Róbert Sighvatsson. „Ég er hálf feginn að losna frá Fredenbeck, okkur hefur gengið illa og andinn í kringum liðið er slakur," sagði Héðinn í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Mér stóð til boða að gera samning til vorsins 1999 en ég kaus að binda mig ekki lengur en fram á næsta vor þar sem staðan er óljós hjá Dormagen, en félagið er í neðsta sæti um þessar mundir." Forráðamenn Dormagen hafa um tíma verið að leita sér að liðsstyrk til þess að freista þess að lyfta liðinu ofar í deildinni. Kaupin á Héðni eru einn liðurinn í því en reiknað er með að innan tfðar fái félagið einnig nýj- an leikstjómanda fari lukkuhjólið ekki að snúast félaginu í vil. Héðinn sagði að mikil áskorun fælist í því að koma til liðs við Dor- magen á þessum tíma auk þess sem það væri kærkomið að leika á ný í Rheinhausen gjaldþrota? ÞÝSKA handknattleiksliðinu OSC Rheinhausen hefur ekki gengið sem best í 1. deildinni á þessari leiktíð og er sem stendur í næst neðsta sæti með 6 stig. Ekki nóg með það heldur á félag- ið svo gott sem gjaldþrota. Jap- anski bílaframleiðandinn Honda hafði boðist til að koma inn í rekstur félagsins og leggja fram tæplega 250 milljónir króna á næstu þremur árum. Sá böggull fylgdi skammrifi að fyrirtækið vill að nafni þess yrði bætt við nafn félagsins þannig að liðið kallaðist Rheinhausen-Honda eða öfugt. Þessa tillögu vildu forráða- menn þýska handknattleikssam- bandsins ekki samþykkja. Þar með hætti bflaframleiðandinn við forráðamönnum Rheinhausen til sárra vonbrigða. Forráðamenn Rheinhausen segjast vera bjartsýnir á að lausn á fjárhagsvandanum og þeim tak- ist að verða sér út um rúmar 40 milljónir króna fyrir 1. febrúar nk. Takist það ekki verður félag- ið lýst gjaldþrota og leikir þess á leiktíðinni lýstir ógildir. Komi til þess er nær öruggt að besti leikmaður liðsins, Júgó- slavinn Nedeljko Jovanovic, gangi til liðs við GWD Minden. Viðræð- ur þess efnis hafa verið á milli félagana. íslenskir handknatt- leiksáhugamenn ættu að muna eftir Jovanovic því hann var leik- stjórandi jugóslavneska landsliðs- ins gegn íslandi í Laugardalshöll fyrir skömmu og fór á kostum. HANDKNATTLEIKUR / ÞÝSKALAND SKÍDI: HVAÐ SEGIR NORÐMAÐURINN JAGGE UM KRISTIN BJÖRNSSON / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.