Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LINA DALROS
GÍSLADÓTTIR
+ Lína     Dalrós
Gísladóttir
fæddíst í Bolungar-
vík 22. september
1904 og bjó þar all-
an sinn aldur. Hún
lést í Landspítalan-
um 14. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Gísii Jónsson, f. 14.
4. 1851 á Tindum í
Tungusveit       í
—1Strandasýslu, d. 24.
9. 1919, og Elísabet
Guðmundsdóttir, f.
28. 8. 1872 á Meiri
Hrauni í Skálavík,
d. 23. 5. 1963. Lína ólst upp á
Geirastöðum.
Hinn 4. ágúst 1923 giftist
Lína Jóhanni Sigurðssyni frá
Vonarholti í Strandasýslu, f. 5.
8. 1891, d. 27. 8. 1932. Börn
þeirra eru: 1) Guðmunda, bú-
sett á ísafirði, f. 1922, gift
Kristjáni Pálssyni. Þau eiga sex
börn. 2) Gísli, f. 1923, d. 1989.
Kona hans var Gyða Antoníus-
dóttir, d. 1991. Þau eignuðust
fimm börn, en hann átti eina
""^dóttur áður. 3) Guðbjörg Krist-
ín, f. 1925, d. 1926. 4) Guð-
björg, f. 1927. Hennar maður
var Kristján Trömberg, d. 1969.
Þau áttu fimm börn. Seinni
maður Kristinn Finnbogason,
d. 1991. Þau eignuðust fimm
börn. 5) Óskar, f. 1928. Hans
kona er Elsa Friðriksdóttir og
Kveðja frá börnum
Hvað get ég, móðir, sagt um öll þau ár,
,  sem okkur gafstu, sælu þína og tár?
Ég veit þú hefur vakað, þráð og beðið.
Og einhvernveginn er það svo um mig,
að allt hið bezta finnst mér sagt um þig,
sem aðrir hafa um aðrar mæður kveðið.
Og eitt er víst, að engri fremur þér
hið æðsta tignarheiti: móðir, ber.
Það vitnar hvert þitt verk frá liðnum tíma.
Ég veit þín saga verður ekki skráð, -
þó vannstu lífsins stærstu hetjudáð,
þá miklu þraut: við mildi styrk að ríma.
Samt vel ég mér að þegja um lífsstarf þitt.
En þakkir fyrir veganestið mitt
ég vildi þér í litlu ljóði inna.
Og þó að börn þín verði vaxnir menn,
þau vildu fegin mega njóta enn
um langan aldur móðurmunda þinna.
(Jakobína Sigurðardóttir.)
Það er undarleg tilfinning að sitja
hé'r og skrifa um hana ömmu. Það
var fyrst og fremst hún sem gerði
mig stolta af því að vestfírskt blóð
rynni í æðum mínum. Sá séríslenski
siður að spyrja menn um ættir og
uppruna gerði mér fljótlega á ævi
minni ljóst hversu margir þekktu
hana og báru virðingu fyrir henni.
Hvar sem ég kom og nefndi nafn
hennar þar sem menn þekktu til
fyrir vestan fann ég að allir báru
mikla virðingu fyrir þessari konu.
Frá því ég fyrst man eftir mér hefur
.móðir mín sagt okkur systkinunum
^ögur af lífinu hjá ömmu. Þær end-
uðu ekki allar vel og kenndu okkur
að hún amma okkar fyrir vestan
hafði oftar en ekki þurft að hafa
mikið fyrir lífinu. Þegar svo amma
átti erindi til Reykjavíkur og við hitt-
um hana þá umgengumst við hana
með mikilli virðingu.
Ég hitti hana síðast í sumar sem
leið þegar ég kom með fjölskyldu
mína í heimsókn til hennar í sjúkra-
skýlið á Bolungarvík. Hún tók ekki
annað í mál en að koma upp í hús
og hita súkkulaði handa okkur og
jþar sátum við í góðu yfírlæti fram
eftir degi. Hún var þá tæplega níu-
tíu og þriggja ára og sat með okkur
og rifjaði upp gamla daga. Þá um
vorið eignaðist ég son sem hún sendi
handprjónaða sokka og vettlinga
eins hún gerði alltaf þegar nýir ein-
staklingar bættust í fjölskylduna.
Jafnvel þótt  afkomendurnir væru
^prðnir yfir tvö hundruð gleymdi hún
aldrei að senda nýjum afkomanda
eiga þau fjögur
börn. Eina dóttur
átti hann áður. 6)
Áslaug,     hennar
maður var Jóhannes
Guðjónsson, d. 1985.
Þau eiga fimm börn.
7) Jóhann Líndal,
kona hans er Elsa
Gestsdóttir, þau
eiga finmi börn.
Eina dóttur átti
hann áður.
Seinni     maður
Línu var Jón Ásgeir
Jónsson, f. 9. 7.
1911, d. 1. 10. 1996.
Þeirra börn eru: 1)
Alda, f. 1935, gift Ingibergi
Jensen, þau eiga fjögur börn.
2) Herbert f. 1936, d. 1985, hans
kona er Steinunn Felixdóttir,
þau eignuðust tvö börn. 3) Sig-
urvin, f. 1937, giftur Halldóru
Guðbjörnsdóttir, þau skildu, þau
eignuðust sjö börn. 4) Sveinn
Viðar, hans kona er Auður Vé-
steinsdóttir og þau eignuðust
fjögur börn.
Eins og að framan greinir
eignaðist Lína Dalrós ellefu
börn, 57 barnabörn, 127 barna-
barnabörn og 45 barnabarna-
barnabörn, samtals 240 afkom-
endur og eru 226 þeirra á líl'i.
Kveðjuathöfn um Línu Dalrós
fór fram 18. desember. Jarðsett
verður frá Hólskirkju í Bolung-
arvík í dag og hefst athófnin
klukkan 14.
einhvern glaðning. Öll jól mundi hún
eftir því hvað öll börnin voru gömul
qg hvaða stærð passaði hverjum.
Ég hef aldrei skilið hvernig hún fór
að J)essu.
Eg vill með þessum fáu línum
þakka henni samfylgdina. Með henni
hverfur kona af þeirri kynslóð sem
æ færri hafa tækifæri til komast í
kynni við. Hún var af þeirri kynslóð
sem fékk ekkert upp í hendurnar
en tókst með óbilandi baráttuþreki
og botnlausri vinnu að byggja upp
íslenskt nútímaþjóðfélag eins og við
þekkjum það. Úr þessum jarðvegi
var hún amma mín sprottin og ég
er þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast henni.
Anna Kristinsdóttir.
Kallið er komið,
komin er sú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Nú þegar við systkinin kveðjum
ömmu Línu í hinsta sinn er okkur
efst í huga virðing og þakklæti fyrir
að hafa átt þessa einstöku konu fyr-
ir ömmu. Hennar sterki persónuleiki
einkenndist fyrst og fremst af dugn-
aði, sálarstyrk og sérstöku æðru-
leysi. Hún hélt alltaf sálarró hvað
sem að höndum bar.
Það voru forréttindi að fá að kynn-
ast hennar lífsviðhorfum. Þegar við
verðum fyrir mótbyr í lífínu fáum
við aukinn styrk við það eitt að
hugsa til ömmu og hvernig hún hélt
ávallt ótrauð áfram, þó að lífsbarátt-
an hafi oft verið mjög erfið.
Hún gekk ákveðin og rösklega til
allra starfa og henni féll aldrei verk
úr hendi meðan heilsan leyfðí. Þegar
ættarmót var haldið í Bolungarvík
fyrir þremur árum í tilefni af 90 ára
afmæli ömmu, fundum við í fjöi-
skyldu hennar vel einstakan hlýhug
allra Bolvíkinga í hennar garð. Þessi
helgi er okkur öllum sem þar vorum
ógleymanleg. Undantekningarlaust
vildu allir heimamenn gera allt til
þess að ættarmótið yrði henni og
hennar fólki sem ánægjulegast og
besta veður sumarsins var einmitt
um þess helgi. Allir Bolvíkingar tóku
okkur sem frændum og vinum, enda
sagði einn af hjálparmönnum okkar:
„Hún Lína er amma Lína okkar allra
Bolvíkinga."
Þegar ættarmótið var haldið hafði
amma nýlokið við að mála girðingu
og útihurð á litla húsinu við Skóla-
stíg. Þegar við höfðum orð á því við
hana hve allt væri orðið fínt hjá
henni sagði hún: „Já, og fyrst ég
var að þessu á annað borð þá mál-
aði ég þvottahúsið í leiðinni." Þegar
við spurðum hana hvort hún hefði
ekki viljáð fá hjálp við þetta svaraði
hún: „Eg er miklu fljótari að gera
þetta sjálf." Þetta lýsir henni mjög
vel. Einstaka umhyggju bar hún
fyrir öllum afkomendum sínum en
þeir eru nú við andlát hennar 240.
Fram á síðustu ár sendi hún þeim
sem voru innan við fermingu vettl-
inga eða aðra hluti sem hún gerði
sjálf.
Við hugsum með hlýhug og þakk-
læti til allra úr fjölskyldunni sem
bjuggu nálægt ömmu og voru henni
til aðstoðar. Og sérstaklega til Guð-
mundu dóttur hennar á ísafirði, sem
var ömmu náin vinkona. Guðmunda
var henni stoð og stytta frá því hún
var tíu ára gömul, elst sex barna
þegar fyrri maður ömmu dó. Amma
hélt einstaklega góðu sambandi við
öll börnin sín en við fylgdumst mest
með sambandi hennar og Óskars
pabba okkar. Það var aðdáunarvert
að sjá hvað umhyggjan og virðingin
var gagnkvæm. Þau töluðu saman
oft í viku og naut pabbi þessara
samtala því þau voru innihaldsrík,
hugsun hennar var skýr og minnið
óskeikult.
Við viljum fyrir hönd foreldra
okkar,  fjölskyldna  og  annarra
vandamanna þakka þá góðu umönn-
un og hjúkrun sem amma og Jón
Ásgeir seinni maður hennar nutu á
Heimili aldraðra í Bolungarvík. Nú
þegar amma er horfin sjónum okkar
munum víð sakna hennar míkið en
minninguna um góða og kjarkmikla
konu munum við geyma sem dýr-
mætan arf.
Hvíl í friði, elsku amma Lína.
Sigrún,  Helga,  Rósa,
Friðrik Þór (Fiffó) og
Óskar Jóhann (Deddi).
Hlýja, elja og einstök atorkusemi
er meðal þess fyrsta sem kemur upp
í hugann þegar við systur minnumst
elskulegrar ömmu okkar í Bolungar-
vík. Víst er að þar er gengin kona
sem átti sér afskaplega merkilega
ævi, enda þótt hún ynni öll sín verk
í kyrrð og friði. Lína Dalrós Gísla-
dóttir var kona, móðir og ættmóðir
sem aldrei mun gleymast þeim sem
henni kynntust. Dugnaður hennar
og djúp tilfinning í garð sinna nán-
ustu var ósvikin. Einu gilti þótt eng-
inn annar Islendingur á hennar reki
ætti fleiri afkomendur. Hugur henn-
ar var hjá þeim öllum.
í þessum efnum var minni hennar
með eindæmum. Afmælisdaga allra
sinna 240 afkomenda hafði hún á
takteinum og daglangt sat hún við
prjóna og færði tugum barna sinna
í fjórða og fimmta ættlið kærar
gjafir. Natni hennar sá stað hvar
sem hún fór. Þannig var ekki annað
hægt en að dást að garðinum um-
hverfis litla gula húsið í Bolungar-
vík sem var leikvöllur okkar systra
í hvert sinn sem farið var vestur.
Þær ferðir munu aldrei gleymast,
því þar lærðist okkur að hægt er
að bjóða allt af sér, þó eignir séu
litlar.
Lína Dalrós var alþýðukonan sem
ólst upp við kjörin kröpp og kom tíu
börnum á legg án þess að kvarta
nokkru sinni. Þessi kvika kona, sem
að því er virtist var alltaf að, skilur
eftir sig ævistarf sem margir mega
þakka.
Við systurnar erum fullar þakk-
lætis en finnum jafnframt að hluli
af okkur er farinn, en þó ekki langt.
Amma í Boló verður alltaf nærri
þeim sem nutu samvista við hana.
Guð varðveiti góða konu.
Elín, Hrönn og Auður
Ýr Sveinsdætur.
Það verður ekki héraðsbrestur,
né veldur straumhvörfum í lífi þjóð-
ar, þó að ellimóð kona ljúki jarðvist
sinni, sem er eðlilegur gangur lífsins.
En við slík vegamót leita fram í
hugann minningar og myndir frá
liðnum tíma.
í dag kveðjum við Bolvíkingar
hinztu kveðju mikilhæfa manrikosta-
konu, af alþýðufólki komna, Línu
Dalrós Gísladóttur.
Hún var mikil ræktunarmann-
eskja í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu. Lína var einlæg í trúnni
og trúrækin. Treysti á handleiðslu
Guðs. Naut þess að sækja kirkju
sína, Hólskirkju. I þeim helgidómi
leið henni vel.
Hún hafði yndi af því að vinna í
garðinum sínum, og hlúa að blómum
og runnum þar, og síðast í sumar
naut hún þess að komast í snertingu
við moldina.
Líf hennar var löngum mótað af
miklu annríki, umhyggju fyrir börn-
unum sínum mörgu og afkomendum
þeirra, og mun nú eiga flesta núlif-
andi afkomendur í landinu. Börnin
reyndust henni líka einstaklega vel,
ræktarleg í bezta máta.
Hún var góðum gáfum gædd,
stálminnug, og hélt andlegri reisn
sinni fram til síðustu stundar. Kapp-
söm í störfum var hún og ósérhlífin,
kvik í hreyfingum og létt á fæti,
þótti gaman að dansa, skyldurækin
og samvizkusöm, heil og hreinskiptin.
Á langri ævi vann hún byggðar-
laginu mikið gagn með vinnusemi
sinni og dugnaði. Hún var virkur
þátttakandi í félagsmálum, m.a. var
hún heiðursfélagi í kvenfélaginu
Brautinni.
Lína naut almennra vinsælda, og
setti af þeim sökum mjög svipmót
sitt á umhverfið og samtíð sína í
Víkinni, sem henni var svo kær.
Við áttum því láni að.fagna að
eiga hana að góðum nágranna í ára-
tugi, og fyrir það erum við þakklát
henni. Okkur þykir það því mjög
miður að geta ekki komið því við
að fylgja henni síðasta spölinn.
Hún Lína kvaddi þennan heim í
svartasta skammdeginu. En innan
skamms hefst gangan mót hækk-
andi sól á ný, sigri ljóssins yfir
myrkrinu.
Megi það ljós lýsa henni fram á
veginn til æðri Ieiða. Börnum og
nánustu ástvinum hennar vottum við
einlæga hluttekningu við þessi
þáttaskil.
Hildur Einarsdóttir,
Benedikt Bjarnason.
Lína Dalrós Gísladóttir á Bolung-
arvík er látin. Hún hafði átt við
vanheilsu að stríða síðustu mánuði
auk þess að verða fyrir byltu og
lærbrotna tveimur dögum fyrir and-
látið.
Fráfall hennar kom því ekki á
óvart, aldurinn orðinn hár - 93 ár
- og hún farin að kröftum eftir langa
og erfiða en farsæla ævidaga.
Ung að árum giftist hún Jóhanni
Sigurðssyni frá Vonarholti, Stranda-
sýslu, og átti með honum sjö börn,
en þau misstu eitt skömmu eftir
fæðingu. Jóhann lést um aldur fram
eftir erfiða sjúkdómslegu. Samvera
hans með Línu og börnunum varð
því sorglega stutt eða eins 9 ár.
Það var þung raun fyrir 27 ára
gamla konu að standa ein uppi með
sex börn, öll á unga aldri, húsa-
kynni þröng, efni rýr, erfiðir tímar
framundan, engar tryggingar né líf-
eyrissjóðir að leita til.
En skapstyrkur og dugnaður
Línu, ásamt trú á kærleiksríkan
Guð, hjálpaði henni til að ráða fram
úr mesta vandanum. Með mikilli
útsjónarsemi, sparnaði og agaðri
stjórnun tókst henni aðdáunarvel að
halda fjölskyldunni saman.
Hún tók t.d. um stund við starfi
eiginmanns síns, sem hafði verið lifr-
arbræðslumaður hjá Einari Guð-
finnssyni. Þannig barðist hún fyrir
framfærslu fjölskyldu sinnar með
margvíslegum hætti.
Saga hennar er í raun og veru
saga fjöimargra sem á þessum árum
bjuggu við erfið lífskjör, lítil efni og
áttu fullt í fangi með að hafa ofan
í sig og á.
Seinni maður Línu var Jón Ásgeir
Jónsson, d. 1996, og áttu þau sama
fjögur börn. En Lína mun hafa ver-
ið sú kona á íslandi sem eignaðist
hvað mestan fjölda afkomenda, hátt
á þriðja hundraðið.
Til að lýsa innsæi og þroska Línu
við uppeldi barna sinna langar mig
að vitna til frásagnar Óskars, sonar
hennar, sem gæti heitið: Vertu trúr
yfir litlu, þá mun þér farnast vel.
„Á  kreppuárunum  var  geitin
mjólkurkýr fátæka mannsins í Bol-
ungarvík, enda lítið um mjólk og enn
minna um peninga, en Lína átti eina.
Þegar búið var að mjóika geitina
dagslega þurfti að koma henni til
fóðurs í Traðarhlíð. Óskar hafði þann
starfa á höndum. Það kostaði svo-
litla rúgbrauðsskorpu að koma geit-
inni af stað. Áður en farið var af
stað fékk hún helminginn, en hinn
á áfangastað. Einn daginn var engin
brauðskorpa til, en aftur á móti til
ilmandi og rjúkandi rúgbrauðssneið.
Geitin fékk strax helminginn af
sneiðinni og var rölt af stað, svo
freistandi var lyktin að Óskar og
Jóhann bróðir hans stóðust ekki
mátið, nörtuðu í rúgbrauðssneiðina
góðu á leiðinni í haga, og svo fór
að þegar komið var á áfangastað
var ekkert brauð eftir handa geit-
inni. Geitin heimtaði sinn síðari
helming og þrátt fyrir öll brögð gáf-
ust þeir bræður upp og héldu heim
á leið með geitina á hælunum. Ekki
varð hjá því komist að greina frá
málavöxtum. Lína móðir þeirra greip
í handlegg Óskars og segir við hann:
„Geitin átti brauðið, og þér var trú-
að fyrir því. Láttu það aldrei koma
fyrir þig aftur að bregðast þeim sem
treysta þér fyrir einhverju, jafnvel
þótt það sé aðeins lítill brauðmoli."
Síðan fá þeir aðra brauðsneið og
ætla af stað að nýju, en þá gerist
það að geitin stingur höfðinu inn í
anddyrið og hrifsar eldsnöggt brauð-
ið úr hendi Óskars. Ekki þurfti að
hugsa sér að fara með hana aftur í
haga, hún var búin að fá brauðið
sitt og var nú komið upp nýtt vandá-
mál. Geitin mundi verða að flækjast
um allt þorpið og þurfti að hafa
strangar gætur á henni allan daginn
svo hún færi ekki í garða nágrann-
anna. Það var því verkefni þeirra
bræðra það sem eftir var dags að
passa geitina. Merkilegt hvað ein
rúgbrauðssneið - ekki einu sinni
með margaríni ofan á - getur orsak-
að mikil vandræði."
Þessi saga er miklu lengri, en lýs-
ir hugarfari og þroska Línu við að
meta trúnað og samviskusemi öðru
fremur.
Lína Dalrós var um margt óvenju-
leg kona. Hún var, eins og áður
hefur komið fram, mikill forkur til
allrar vinnu, bæði utan sem innan
heimilisins. Mikla unun hafði hún
af hannyrðum og garðyrkju og var
mjög félagslynd. Hún sótti kirkju
vel og regluiega og hafði gaman af
dansi, söng og tónlist.
Sá sem þetta ritar hefur áður
sagt frá því að einn mesti lífsháski
sem hann hefur komist í var að
dansa fjörugan polka við Línu, en
hún var létt á fæti og hafði mikið
þol. Nú orðið - vegna aldurs - læt-
ur hann sér nægja að dansa vanga-
dans við Sigríði Guðjónsdóttur, sem
nú syrgir látna vinkonu sína.
Dauðsfall eldri manneskju tökum
við öðruvísi en þegar ung fellur frá.
Þó er það svo að minningarnar
spyrja ekki um aldur. Aðstandendur
rifja upp liðna atburði frá ýmsum
aldursskeiðum, sumir tengjast gleði,
aðrir sorg og margs er að minnast
og þakka fyrir.
Með Línu Dalrós er enn ein „rós-
in" fölnuð og fallin. Blómagarður
okkar Bolvíkinga er fátækari nú en
áður.
Samferðamenn hennar um Iangan
aldur þakka henni samfylgdina og
minnast hennar sem dugmikillar
konu, konu sem sigraðist á miklum
erfiðleikum, tókst að koma börnum
sínum til mennta þrátt fyrir erfið
lífskjör. Hún var kona sem gleymdi
sjálfri sér og var fremur „þjónn"
vina og vandamanna en „húsbóndi".
Minning hennar mun lengi lifa með-
al Bolvíkinga og annarra þeirra er
áttu því láni að fagna að kynnast
verðleikum hennar, hæfileikum og
góðvild.
Ég vil sem bæjarstjóri þakka
henni framlagið til félagsstarfs í
Bolungarvík og þau góðu áhrif sem
hún hafði á samborgara sína alla tíð.
Við vitum að henni verður vel
tekið á nýjum stað og biðjum henni
blessunar þar. Við Lillý færum að-
standendum öllum innilegar samúð-
arkveðjur um leið og við þökkum
góð kynni og vináttu við Línu Dalrós
og fjölskyldu gegnum árin.
Ólafur Kristjánsson,
Bolungarvík.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76