Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1997, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKURDAGUR 31. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKIÐ BAKVIÐ FRÉTTIRNAR Árið 1997 verður fólki mis- jafnlega eftirminnilegt. Hjá sumum hefur það mark- að djúp spor og sársaukafull, en hjá öðrum verið tími sigra, gleði og athafna. Morgunblaðið ræddi við nokkra einstaklinga sem tengdust eða komu við sögu í fréttum ársins sem er að líða. Karl Arason skipstjóri á Dísarfelli „Andlegu sárin lengur að gróau AÐFARANÓTT 9. mars sl. fórst flutningaskipið Dísar- fell suðaustur af Homafirði. Tveir menn fórust en hinum skip- verjunum var bjargað af þyrlu Landhelgisgæslunnar. í samtali við Morgunblaðið eftir atburðinn sagði Karl Arason skipstjóri: „Ég hef spurt mig ítrekað að því hvort ég hafi gert hverja vitleysu og á ör- ugglega eftir að gera lengi enn,“ - og þá var hann ekki viss um að hann færi á sjóinn aftur. En skyldi hann hafa farið aftur á sjóinn? „Já, ég tók við skipstjóm á MS Mæli- felli í byrjun júnímánaðar og hef verið að síðan,“ sagði Karl. Og hvernig skyldi Karli hafa gengið að hefja störf á ný? „Það hefur gengið vel. Það var gott veð- ur þegar ég byrjaði, langur og bjartur dagur, þetta var hreint ekkert erfitt. Hins vegar situr þetta sjóslys mjög í mér og ég held það geri það í okkur öllum sem í þessu lentum, þótt flestir okkar séu fyrir löngu komnir aftur á sjó- inn. Það er enn á huldu hvað gerðist, það kom bara mikill leki að skipinu átján ára gamall, ég hef ekki lent í sjóslysi nema í þetta eina sinn. Ég hugsa enn mikið um þetta atvik, bæði hvað olli slysinu og eins um hina hörðu baráttu sem ég og aðrir skipverjar sem björguðust háðum fyrir lífi okkar í sjónum áður en þyrlan kom og bjargaði okkur. Líkamlega hef ég alveg náð mér, ég fór úr axlarlið og brotnaði en það er allt vel gróið. Andlegu sárin era lengur að gróa. Enn finn ég sterka þakklætistilfínningu innra með mér þegar ég hugsa um hve frækilega þyrluáhöfnin gekk fram í björgunaraðgerðum sínum. Veður var slæmt og ölduhæð mikil og þess vegna lögðu björgunarmenn sig í mikla hættu við aðgerðirnar, einkum sigmaðurinn. Það gleymist heldur ekld hve góða aðstoð við fengum frá Loftskeytastöðinni í Reykjavík, né heldur hve góðar móttökur við fengum á flugvellin- og við réðum ekki við neitt. Skipið rannsókn á því.“ um á Homafirði og síðar á Sjúkra- liggur á kílómetra dýpi og ég held En hve lengi hefur Karl verið á húsi Reykjavíkur, allt er þetta að tæknilega sé erfitt að koma við sjó? „Ég byrjaði 1962 og var þá geymt og gleymist aldrei." Bókin kannski mitt Everest EIN af þeim fréttum sem mesta athygli vöktu hér innanlands var frækileg ganga nokkurra íslenskra fjalla- manna á sjálft Everest-fjall. Þeir sem náðu tindinum voru Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon. f leið- angrinum vora einnig Jón Þór Víglundsson kvikmyndagerðar- maður og Hörður Magnússon sem sá um upplýsingastreymi og rekstur búðanna. Hörður sá um almennt upplýs- ingaflæði, hann sendi fréttir reglu- lega heim til íslands og sá um að miðla fréttum, m.a. veðurfregnum, upp í fjall þar sem þremenning- arnir glímdu við tindinn mikla. „Þetta var hörkuvinna allan sólar- hringinn og því meiri eftir því sem ljóst var hversu mikla athygli þessi ferð okkar vakti heima fyrir. Sam- hliða þessu upplýsingastarfi má segja að ég hafi tekið að mér stjórn búðanna,“ segir Hörður. Margir hafa spurt Hörð hvort hann sé ekki sár að hafa ekki sjálfur farið á tindinn, enda er hann ekki síður þrautþjálfaður fjallamaður en félagar hans þrír. Morgunblaðið spurði hann sömu Morgunblaðið/Ámi Sæberg HÖRÐUR Magnússon spurningar og hann svaraði: „Nei, ég er ekkert sár. Ég fékk ákveðið verkefni í hendur og ferð- in snerist um að koma þessum þremur á tindinn. Það tókst og ég fékk stórkostlega upplifun sem dugði mér alveg í þetta sinn. Þetta er eins og í pólitík, það komast ekki allir á toppinn. Ég stalst raunar aðeins upp í fjall þegar vel stóð á, m.a. í Vesturdal, og fékk þar með góða tilfinningu fyrir því hvað það er stórkostlegt að vera þarna. Mitt Everest Hörður segir þá félaga hafa ver- ið gersamlega uppgefna er þeir komu að utan, en hann hafði þó gert sér í hugarlund, miðað við at- hyglina sem förin vakti, að þeir fé- lagar væra með meira en nóg efni í bók. Ljósmyndir, dagbækur o.fi. „Við bræðurnir vorum byi-jaðir að lesa um afrek Hillary’s þegar við vorum smástrákar. Allar göt- ur síðan hef ég lesið mikið um fjallamennsku, meira en félagar mínir. Þegar úr varð að gera bók, en þá var kominn ágúst, lá beinast við að ég héldi utan um verkið. Nú er bókin komin út og við erum mjög ánægðir með afraksturinn, enda heyrum við á þeim sem hafa skoðað og lesið að hún sé góð. Það var kannski mitt Everest að skrifa og sjá um bókina,“ sagði Hörður Magnússon. Hörður Magnússon Everest-fari Ragna Lóa Stefánsdóttir landsliðskona „Ljóst að ég spila aldrei knatt- spyrnu framaru Morgunblaðið/Golli RAGNA Lóa Stefánsdóttir RAGNA Lóa Stefánsdóttir, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, sendi landsliðsþjálf- aranum Vöndu Sigurgeirsdóttur netta kveðju er hún gekk inn á Laugardalsvöll í september til að mæta landsliði Ukraníu í Evrópu- keppninni í knattspyrnu. Ragna Lóa sagði Vöndu með glott á vör að nú gæti hún farið að passa sig. Ragna Lóa lék þarna sinn 35. landsleik og hún var að minna Vöndu á að landsleikjamet hennar væri í hættu, en Vanda lék 37 landsleiki áður en hún lagði skóna á hilluna og sneri sér alfarið að þjálf- un. En Ragna Lóa lauk aldrei leikn- um, hún var borin af leikvelli illa fótbrotin og í kjölfarið á aðgerð fékk hún sýkingu í lungun og mátti litlu muna að svefninn langi sækti hana heim. „Hún datt einhvern veginn um mig og bæði klemmdi og spennti upp fótinn á mér. Það var eiginlega með ólíkindum að ekki yrði blóð- bað, því bæði leggbeinin brotnuðu og fóturinn lagðist út á hlið. Fyrstu viðbrögðin voru að rétta fótinn af, en það er sjón sem seint gleymist hvernig hann einhvern veginn hlykkjaðist allur til,“ segir Ragna Lóa í samtali við blaðið. Raunir hennar voru rétt að byrja. Ákveðið var að bíða með að- gerð til næsta dags, er tveir sér- fræðingar gætu hjálpast að, en þó beinin væra lögð saman og tyllt saman með gifsi, stefndi í óefni er óhreinindi úr beinflísum færðust með blóðrásinni í lungun og ollu þar svo slæmri sýkingu að Ragna átti erfitt með andardrátt. „Ég varð fárveik og fann vel hvað litlu mátti muna að ég gæfist þarna upp. Það var ekki annað að gera en að svæfa mig og setja í öndunarvél. Það var á fimmtudegi og á sunnu- degi var ég svo vakin aftur. Það var óþægilegt að glaðvakna skyndilega með tæki ofan í barkanum, en ég var hressari andlega þó að líkam- lega væri ég algert flak. Ég gat ekki einu sinni haldið á vatnsglasi," segir Ragna. Síðan má segja að endurhæfing hafi byrjað, en henni er engan veg- inn lokið. „Ég á enn langt í land, en það er Ijóst að ég spila aldrei knatt- spyrnu framar. Stefni bara að því að verða sæmilega góð á nýjan leik. Þetta gengur hægt, það er fleira en brotið sjálft. Hnéð er illa farið og ökklinn. Ef ég væri tvítug gæti ég kannski búið til langtímaplan til að spila aftur, en ég er ekkert ung- lamb í boltanum lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.