Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 36
36 SIJNNUDAGUR4..JANÚAR 1998 MINNINGAR + Bróöir okkar og fósturbróðir, HARALDUR ÞÓR JÓNSSON, Hábergi 7, Reykjavfk, sem lést fimmtudaginn 18. desember sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 5. janúar nk. kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Guðríður G. Jónsdóttir, Hálfdán Á. Jónsson, Helga Þ. Guðmundóttir, Margrét S. Guðjónsdóttir. t Ástkær eiginamaður minn, fósturfaðir, tengda- faðir og afi, ÓLAFUR ÁRNASON Ijósmyndari, Vesturgötu 80, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 31. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 9. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Ingveldur Ásmundsdóttir, Guðmundur Garðarsson, Anna Björnsdóttir, Ólafur Ingi og Sveinbjörn Freyr. + Frændi okkar, ÞÓRÐUR G. JÓNSSON, fyrrv. bóndi, Miðfelli 2, Hrunamannahreppi, lést á sjúkrahúsi Selfoss mánudaginn 8. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk látna. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Kjartansson, Margrét Albertsdóttir. + Bróðir okkar, ÁRNI AÐALSTEINSSON, Álfaskeiði 4, Hafnarfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. desem- ber. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni Hafnar- firði 6. janúar kl. 15.00. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Helgi S. Guðmundsson og fjölskyldur. + RANNVEIG SIGURÐARDÓTTIR, frá isafirði, Dalbraut 27, Reykjavík, andaðist 30. desember sl. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju hinn 8. janúar kl. 10.30. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast látið Rauða krossinn njóta þess. Fyrir hönd vina og vandamanna, Ragnar Jóhannsson. + GÚNFER BORGWARDT, Ásbyrgi, Garði, sem lést 21. desember, verður jarðsunginn frá Ytri Njarðvíkurkirkju mánudaginn 5. janúar kl. 14.00. Fjóla Guðmundsdóttir, og vinir JÓN MAGNÚSSON + Jón Magnússon fæddist á Bjarnastöðum á Alftanesi 17. janúar 1911. Hann lést á Sólvangi annan jóladag, 26. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Þor- steinsson og Mar- grét Einarsdóttir. Jón ólst upp á Álfta- nesi og síðar í Hafn- arfirði. Hann starf- aði að verslunar- störfum til margra ára og rak verslun í Hafnar- firði ásamt Adolfi Björnssyni. Jón fluttist til Reykjavíkur og hafði með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur. Hann var einn af stofnendum Félags ungra jafnaðarmanna og fyrsti for- maður þess. Með eins árs millibili hafa tveir af heiðursfélögum Knattspyrnufé- lagsins Fram fallið frá. Þetta eru þeir Lúðvík Þorgeirsson kaupmaður í Lúllabúð, sem lézt í desember 1996, en hann var formaður Fram 1935-37, og Jón Magnússon, sem lézt annan dag jóla sl., en hann var formaður félagsins 1938-39 og síð- ar 1960-61. Báðir áttu þeir sameiginlegt, Lúðvík og Jón, ásamt Ragnari heitnum Lárussyni, sem var for- maður 1939-42, að vera réttir menn á réttum stað fyrir félagið, þegar það var að rétta úr kútnum eftir 1930. Og allir komu þeir við sögu í stjórnum heildarsamtaka íþrótta- hreyfíngarinnar, Lúðvík í stjórn ÍSÍ og þeir Ragnar og Jón í stjóm KSÍ um áratuga skeið. Jón Magnússon var í þeirri óvenjulegu stöðu árið 1939 að vera samtímis formaður félagsins og einn af meistaraflokksmönnum Fram. Raunar var árið 1939 merki- legt ár í sögu Fram, því að á þessu ári endurheimti Fram íslandsmeist- aratitilinn í knattspyrnu, en þá voru liðin heil 14 ár frá því að Fram hafði hreppt íslandsmeistaratitil síðast, eða árið 1925. Jón Magnússon lék stórt hlutverk í sigri Fram 1939, því að hann skor- aði sigurmark Fram gegn Val, en þá hafði Valur um langt árabil ver- ið nær ósigrandi í íslenzkri knatt- spyrnu. Þetta ár var einnig viðburðaríkt fyrir þá sök, að meistaraflokkur Fram fór í vel heppnaða keppnisför til Danmerkur. í þeirri för tókust vinatengsl við forustumenn danskrar knattspyrnu, sem síðar Ieiddi til fyrsta landsleiks Jón var ötull liðs- maður íþróttahreyf- ingarinnar, stund- aði knattspyrnu á yngri árum og vann mikið að félagsmál- um innan hreyfing- arinnar. Hann sat í sljórn KSÍ 1953 til 1975, var í niðurröð- unarnefnd KSI um árabil og formaður mótanefndar frá upphafi 1962 til 1972. Þá var hann einnig formaður aganefndar um skeið. Jón hefur dvalið á sjúkra- stofnunum síðastliðinn áratug og síðast á Sólvangi þar sem hann Iést. Jón verður jarðsettur frá Fossvogskapellu á morgun, mánudaginn 5. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15. íslands í knattspymu 1946, en sá landsleikur var hvati þess, að Knattspyrnusamband íslands var stofnað ári síðar. Jón Magnússon var formaður Fram aftur 1960-61, en frá 1953 til arsins 1975 sat hann í stjóm KSÍ, þar af sem varaformaður 1972-75. Lengst af starfaði Jón með Björgvin Schram og Albert Guð- mundssyni í formannstíð þeirra. Báðir létu þeir vel af samstarfinu við Jón Magnússon, enda var hann lipur í samstarfi við aðildarfélög KSÍ og ötull sem formaður mótanefndar um langt árabil. Naut Jón jafnan mikils trausts á KSÍ þingum, en hann átti sæti í stjóm KSÍ sam- fleytt í 23 ár, eins og áður er vikið að. Jón Magnússon var með stórt Fram-hjarta. Velgengni félagsins skipti hann öllu máli. Ekki aðeins árangur meistaraflokks heldur fylgdist hann náið með yngri flokk- um félagsins meðan honum entist heilsa. Framarar minnast Jóns Magnús- sonar og annarra fallinna forystu- manna með hlýhug og þökk fyrir brautryðjendastörf þeirra á árum áður. Alfreð Þorsteinsson. Á sjötta og sjöunda áratugnum sat mikið einvalalið í stjórn Knatt- spyrnusambands íslands. Björgvin faðir minn var formaður en með honum völdust og sátu menn, sem hver um sig hafa skráð nafn sitt í sögu knattspyrnunnar. Guðmundur Sveinbjörnsson frá Akranesi, Ragn- ar Lárusson, Sveinn Zoega, Axel Einarsson, Ingvar Pálsson og Jón Magnússon. Það er til marks um Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning(a)mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR, Hólavangi 14, Hellu, Rangárvöllum, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 2. janúar. Jarðarförin verður gerð frá Oddakirkju laugar- daginn 10. janúar kl. 14.00. Sigfús Þórðarson, Bogi Vignir Þórðarson, Unnur Þórðardóttir, Ragnheiður Þórðardóttir, Sigrún Þórðardóttir, Þóra Björg Þórarinsdóttir, Gunnhildur S. Helgadóttir, Bragi Gunnarsson, Jón Ólafur Sigurðsson, Þorgeir Hjörtur Níelsson, barnabörn og barnabarnabörn. <3IG MPVF JOHOM MORGUNBLAÐIÐ samvinnuna, samheldnina og sam- stöðuna um þá, að þeir voru kosnir aftur og aftur í næstum tuttugu ár. Einn þessara valinkunnu heiðurs- manna, Jón Magnússon, kvaddi, saddur lífdaga á annan í jólum. Hann hafði átt við langvarandi veik- indi að stríða undanfarin ár og ef ég þekki Jón rétt, þá hefur hann sjálfsagt verið frelsinu feginn. Það var ekki hans lífsstfll að vera upp á aðra kominn né heldur að liggja ósjálfbjarga öllu lengur. Jón var fæddur hinn 17 janúar árið 1911 og hefði því orðið 87 ára seinna í þessum mánuði. Lengst af fékkst hann við verslunar- og fjár- málaviðskipti á eigin vegum, en hljóp undir bagga hjá fjölmörgum fyrirtækjum og einstaklingum varð- andi bókhald og rekstur og rak meðal annars Happdrætti Hjarta- verndar til margra ára. Jón var þó þekktastur fyrir af- skipti sín af knattspyrnumálum. Fyrst sem leikmaður Knattspyrnu- félagsins Fram, þar sem hann varð íslandsmeistari árið 1939 og síðar sem forystumaður í því góða fé- lagi, meðal annars formaður Fram, fyrst árin 1938 til 1939 og síðar 1960 til 1961. Jón var kjörinn í stjórn KSÍ árið 1953 og sat þar allt til ársins 1975, lengst af sem formaður mótanefnd- ar, þar sem hann lét mjög til sín taka og tók það starf svo alvarlega að varla var sá leikur sem móta- nefndarformaðurinn var ekki sjálf- ur viðstaddur. Á landsliðsárum mínum og keppnisárum, var Jón oft farar- stjóri, auk þess sem hann var tíður gestur í foreldrahúsum mínum og þar kynntist ég þessum vaska manni, fráum á fæti, stuttyrtum en gagnyrtum, skjótum til ákvarð- ana, léttum í lund, hvatskeytlegum en ljúfum. Jóni entist stjórnarseta í tuttugu og þrjú ár og endaði sinn feril sem varaformaður í formanns- tíð minni. Naut ég þess vegna sam- starfs og vináttu Jóns, jafnt sem óharðnaður leikmannsstauli og ný- græðingur á formannsstóli. Reynd- ist Jón mér vel í hvorutveggja hlut- verkinu enda maðurinn sjentilmað- ur af guðs náð. Annálað snyrti- menni til orðs og æðis. Jón Magnússon var með afbrigð- um skemmtilegur maður, hlátur- mildur, geðgóður, hreinn og beinn. Vinur vina sinna. Enda átti hann vinsældum og virðingu að fagna, jafnt meðal leikmanna sem forystu- manna í þá daga. Á vettvangi þjóðmálanna var Jón mikill og góður alþýðuflokksmaður og fór aldrei í launkofa með þær skoðanir sínar. Má til sanns vegar færa að þær pólitísku skoðanir hafi verið í samræmi við hug hans og hegðan alla tíð að hafa samúð með lítilmögnum og smælingjum, enda hefur Jón sjálfsagt dregið dám af uppeldi sínu og uppvexti, sem var aldrei neinn dans á rósum, frekar en hjá öðru alþýðufólki. Á þeim árum, þegar Jón var full- ur atorku og áhuga, var hann leið- andi maður í kosningastarfí Alþýðu- flokksins hveiju sinni. Sú saga er löngu fræg þegar þingmannsefnið spurði hvað helst vanhagaði um í kjördæminu. Ja, okkur vantar einna helst flugvöll, sögðu heimamenn í hálfkæringi og frambjóðandinn mælti að bragði: skrifaðu flugvöll. Hér átti Jón hlut að máli. Alþýðu- flokkurinn sendi Adolf Björnsson, sem lengi starfaði í gamla Útvegs- bankanum, í framboð vestur á Snæ- fellsnes. Hann tók Jón með sér til aðstoðar. Það mun hafa verið Adolf sem sagði hin fleygu orð: skrifaðu flugvöll. En það var Jón sem skrif- aði. Ein saga, brot úr minningu. Ijóð- sögn. Þannig var Jón Magnússon. Sem örskot, kominn, farinn. Hrað- mæltur, hraðskreiður. Fyrir allt sem Jón Magnússon gerði sinni eftirlætisíþrótt til fram- dráttar er nú þakkað. Þökk fýrir samfylgdina, samvinnuna og hin sterku bönd. Sérstakar kveðjur flyt ég frá Björgvin, föður mínum. íþróttahreyfingin vottar þessum látna heiðursmanni virðingu sína. Ellert B. Schram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.