Morgunblaðið - 06.01.1998, Page 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
1997
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1998
BLAÐ
B
KNATTSPYRNA
Jón Amar til Belgíu
Jón Amar Ingvarsson, lands-
liðsmaður úr Haukum, hefur
gert samning við belgíska 1. deild-
ar félagið Castors Braine um að
leika með félaginu út þetta tíma-
bil. ,A-uðvitað er maður spenntur
að prófa eitthvað nýtt. Ég hef leik-
ið með Haukum alla tíð og hef ver-
ið í meistaraflokki í tíu ár. Ég
þekld ekkert annað og ekki félagið
heldur,“ sagði Jón Amar í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Hann sagði að umboðsskrifstofa
hefði haft samband við sig á gaml-
ársdag og gengið hefði verið frá
málinu um helgina. „Ég fer út á
þriðjudag eða miðvikudag og þarf
að standast læknisskoðun hjá lið-
inu, en ég er búinn að skrifa undir
samning þannig að þetta er allt
frágengið," sagði Jón Amar.
Hann sagði að félagið, sem varð
í þriðja sæti í deildinni í fyrra, sé í
neðsta sæti um þessar mundir.
„Það vora tveir Bandaríkjamenn í
liðinu fyrir áramót, leikstjórnandi
og miðherji, en leikstjómandinn
var látinn fara um áramótin og ég
kem í hans stað. Annar Banda-
ríkjamaður var fenginn og leikur
hann stöðu framherja þannig að
þetta ætti að vera nokkuð spenn-
andi og gott tækifæri fyrir mig að
sýna mig. Þjálfari liðsins er fyrr-
verandi landsliðsþjálfari Belga
þannig að ég er mjög spenntur að
takast á við þetta verk,“ sagði Jón
Amar.
Hann hefur verið lykilmaður
hjá Haukum undanfarin ár og því
hlýtur það að vera mikill missir
fyrir liðið að hann skuli vera á fór-
um. „Jú, þetta er bölvanleg staða,
en ég samgleðst honum að komast
til útlanda að spila,“ sagði Einar
Einarsson þjálfari Hauka í samtali
við Morgunblaðið í gær. „Við
höfum ekki marga sem geta tekið
við stöðu leikstjómanda af Jóni
Arnari, en við verðum að venjast
því að leika án hans. Við sláum
Grindavík út úr bikarkeppninni
um næstu helgi og sjáum svo til
því óneitanlega er þetta dálítið
sérstök staða, en við verðum að
vinna úr henni,“ sagði Einar.
SUND
íslandsmet
hjá Láru
Hrund
Lára Hrund Bjargardóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar,
setti íslandsmet í 400 m baksundi á Jólametamóti
SH í Sundhöll Hafnarfjarðar 29. desember sl. Lára
synti á 5.05,11 mín. og bætti gamla metið veralega en
það var 5.21,73 í eigu Margrétar Bjarnadóttur, Ægi,
sett 19. desember 1991. Þessi tími Lára er jafnframt
stúlknamet og gamla metið var hið sama og Islandsmet-
ið. Þetta er annað Islandsmetið sem Lára setur, en hún
hefur verið að sækja veralega í sig veðrið í sundlaugun-
um á síðustu misseram.
A sama móti setti karlasveit SH Islandsmet í
4X100 m flugsundi, synti á 4.01,38 mín. og bætti gamla
metið sem karlasveit Ægis setti 1994 um tæpar 4 sek-
úndur, en það var 4.05,37 mín. Sveit SH skipuðu að
þessu sinni: Hjalti Guðmundsson, Þorvarður Sveinsson,
Ómar Snævar Friðriksson og Davíð Freyr Þórannar-
son.
Enn bætist f Kópinn
á ÍR-mótið
ENN bætast íþróttamenn í hóp þeirra sem
mæta til leiks á frjálsíþróttamót ÍR í Laugar-
dalshöll 24. janúar nk. Nú hefur þýski gi’inda-
hlauparinn Ingeborg Leschnik samþykkt að
koma og etja kappi við Guðrúnu Arnardóttur,
Ármanni, í 50 m hlaupi með og án grinda.
Leschnik hefur best hlaupið 100 m grinda-
hlaup á 13,15 sekúndum sem er ívið betra en
íslandsmet Guðrúnar er í greininni, en það er
13,18 sek. Má því búast við hörkukeppni
þeirra í milli í þessum tveimur greinum. Þá á
hún best 11,61 sek. í 100 m hlaupi.
HANDKNATTLEIKUR: LANDSLIÐIÐ TIL EGYPTALANDS? / B5
Reuters
| VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN
03.01.1998
12,
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö
1 . Saf 5 2 1.428.130
r\ 4 af 5 p /L. plús L 70.960
3.4a,s 121 7.080
4. 3 af 5 3.662 540
Samtals: 3.792 1.506.710
HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ:
6.187.140
IviNNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINnJ
31.12.1997
AÐALTÖLUR
17W18W22;
25M30M42
BONUSTOLUR
® Lottómiiarnir með 1. vinningi í
aðalútdrættinum sl. laugardag
voru seldir í Söluturninum
Bltabæ við Ásgarð í Garðabæ og
Hýung við Hafnargötu í Keflavík.
Lóttómiðinn sem gaf kr. 1.000.000
í aukaútdrætti var seldur í Mat og
myndum við Freyjugötu í Reykjavík
@ Næsti aukaútdráttur verður
miðvikudaginn 11. mars í tilefni
5 ára afmælis Víkingalottós.
Næsti aukaútdráttur í Lottói 5/38
verður laugardaginn 20. júní í
tilefnl sumarsðlstaða 21. júní.