Morgunblaðið - 07.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1997 fWtrgtttiMaMI) ■ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 BLAÐ Beit þjálfara mótherjanna KNATTSPYRNUÍÞRÓTTIN hefui- eignast sinn Mike Tyson, sagði norska dagblaðið Verdens Gang í gær er það greindi frá knattspymumanni hjá áhuga- mannaféiagi á Spáni sem réðst á þjálfara andstæð- inganna og beit hann með þeim afleiðingum að það vantaði nokkuð á neðri vör þjálfarans. Leikmaðurinn, sem heitir Sergio Caceres og er miðvörður hjá Cardedeu í Katalðmu, var í heimsökn hjá félaginu Martineucs á dögunum. Á leið út af vell- inum í ieikslok hófúst orðaskipti á milli Caceres og þjálfara andstæðinganna, Vicene Juqu. Þeim orða- skiptum lauk með því að Caeeres rauk á þjálfarann, beit hami í neðri vörina með þeim afleiðingum að eft- ir vantaði um 3,5 sm stykki í vörina. Caceres þver- tekur hins vegar fyrir að hafa bitið þjálfarann, en viðurkennir að hafa skailað hann. Þjálfarinn segist hins vegar hafa verið bitinn og segist aidrei hafa vit- að tii þess að menn misstu svo stórt stykki úr vörinni eftir skalia. KÖRFUKNATTLEIKUR Dómarar funda á leiktíma SVO gæti farið að körfuknattleiks- dómarar yrðu á fundi annað kvöld þegar 12. umferð DHL-deildarinn- ar á að fara fram. Dómarar eru ósáttir við þá greiðslu sem þeir fá fyrir dómarastörfin og vilja leggja áherslu á orð sín og áhugaleysi forráðamanna körfuknattleiks- deilda félaganna með væntanleg- um fundi. Formannafundur var í gærkvöldi hjá KKÍ og þar var lögð fram tillaga til lausnar deilunni og því er hugsanlegt að dómarar fresti boðuðum fundi. Körfuknattleiksdómarar fá 3.900 krónur fyrir hvern leik í úr- valsdeildinni og hafa talið að það séu nettó-laun en nú vill skattur- inn fá sitt og því vilja dómarar fá hækkun. Þeir lögðu reyndar fram tillögu fyrir þremur árum, þegar umræðan um skattgreiðslur innan íþróttahreyfingarinnar var hvað háværust. Þá stungu þeir uppá að hækkuninni yrði mætt á þremur árum en félögin féllust ekki á það. Til samanburðar má benda á að handknattleiksdómari fær 5.200 krónur fyrir hvem leik og 9.000 krónur í úrslitakeppninni og í knattspymunni fær dómari 5.500 krónur fyrir leikinn og aðstoðar- dómarar 4.400. Þessar tölur eru miðaðar við efstu deildir. Svo haldið sé áfram að leika sér að tölum þá þyrftu dómarar í körf- unni að fá 6.500 krónur á hvern leik til að halda 3.900 krónum eftir að greiddur hefur verið skattur af laununum. Dómarar munu samt ekki fara fram á að laun þeirra hækki svo mikið. Kristinn varð fjórði í svigi KRISTINN Björnsson varð í fjórða sæti á Evrópubikarmóti í svigi sem fram fór í Kranjska Gora í Slóveníu í gær. Hann var með besta tíma allra kepp- enda í síðari ferðinni. Þetta er þriðji besti árangur Kristins frá upphafi, þegar tillit er tek- ið til styrkleika mótsins. ■ Kristinn / C2 Morgunblaðið/Þorkell Kanada- maður til KRístað Smiths LIÐ KR mætir til leiks í úrvals- deildinni í körfuknattleik að loknu jólafríi með nýjan erlendan leik- mann, Keith Vassel frá Kanada. Hann mun vera um 190 sentimetra hár og leika stöðu skotbakvarðar, en getur þó leikið fleiri stöðiu-. Hann var í sigurliði háskóla síns í Kanada árið 1996 og lék í fyrra á Spáni. Vassel kom til landsins í gær og mætti á fyrstu æfingu með KR í gærkvöldi. Hann verður til í slaginn annaðkvöld er KR-ingar heimsækja Skagamenn. Vassel er þriðji erlendi leikmað- urinn sem leikur í KR-búningnum í DHL-deildinni í vetur. Fyrst var það Kevin Tuckson sem lék átta leiki áður en hann var látinn fara og þá kom Jermaine Smith sem lék þrjá leiki. Vassel er á myndinni hér til hlið- ar, á fyrstu æfingu sinni með KR- liðinu í íþróttahúsi Hagaskóla í gærkvöldi. Til varnar er Osvaldur Knudsen, sem skartar sömu „greiðslu“ og nýji leikmaðurinn eins og sjá má. BANDARÍKIN Stúlkur stórauka neyslu ólöglegra lyfja Notkun á ólöglegum lyfjum hjá unglingsstúlkum í Bandaríkj- unum hefur stóraukist á sl. sex ár- um samkvæmt könnun sem gerð hefur verið þar í landi og birt var nýlega. Meðal ástæðna sem nefnd- ar eru fyrir aukningunni er þrýst- ingur frá foreldrum á stúlkur þeirra um að ná betri árangri í íþróttum. Samkvæmt rannsóknum hjá Penn State háskólanum viður- kenna 175.000 unglingsstúlkur að nota ólögleg lyf með von um að þau verði sér til framdráttar m.a. í íþróttum og hefur þessi tala tvö- faldast frá árinu 1991 er íyrri könnun var gerð. Auk þrýstings frá foreldrum um betri árangur er á meðal ástæðna sem taldar eru upp, einnig að sífellt fleiri skólar bjóða afburða íþróttamönnum skólastyrki, alltaf er þeim tækifær- um að fjölga sem konum bjóðast í keppni atvinnumanna þar sem miklir peningar eru í húfi. Einnig nefna stúlkumar að löngunin til þess að komast í hóp eftirsóttustu fyrirsæta heims ráði miklu. Afar fáar stúlkur gera sér grein fyrir þeim hættum sem notkun á ólög- legum lyfjum getur haft á heilsu þeirra og flestar segjast kæra sig kollóttar um afleiðingamar. Meðal þeirra afleiðinga sem notkun ólög- legra hormónalyfja getur haft er aukinn hárvöxtur og dýpri rödd en það sem er enn alvarlegra er að efnin hafa einnig mjög slæm áhrif á hjarta og æðakerfi líkamans sem leiða til alvarlegra sjúkdóma og geta einnig haft skaðleg áhrif á starfsemi lifrarinnar. Annað virðist upp á teningnum hjá piltum í sama aldursflokki. Hjá þeim hefur neysla haldist stöðug frá því að síðasta könnun var gerð. Charles Yesalis, sem stóð fyrir könnuninni, sagði, er niðurstöðumar vom birtar, að hann teldi að ástæðan fyrir því að lyfjanotkunin hefði aukist stórlega hjá stúlkum á sama tíma og hún stæði í stað hjá piltunum væri sú m.a. að áróður gegn notkun efn- anna væri einlitur og honum væri nær eingóngu beint að piltum. James Puffer prófessor í heimil- islækningum við Kaliforníuhá- skóla segir þessa þróun vera mikið áhyggjuefni. „Niðurstaðan segir okkur að við gemm alltof miklar kröfur til bama og unglinga, ekki einungis hvernig þau skuli haga sér og hvernig þau eigi að líta út, heldur einnig og ekki hvað síst hversu mikilvæg keppni og sigur er.“ ARSENAL OG MIDDLESBROUGH í UNDANÚRSLIT DEILDARBIKARKEPPNINNAR / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.